Þjóðviljinn - 07.07.1983, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Qupperneq 5
Fimmtudagur 7. júlí 1983 J.JÓÐVILJ1NN - SÍÐA 5 Nú er hann farinn, CIA- forstjórinn sem fluttist í stól vara- forseta. Hann gekk um með lýðræði á vörum, frelsi á tungu og bros á sjónvarpsskermi. En á fundum með íslenskum stjórnar- herrum hafði hann aukinn hern- að í hendi sér, kröfur um efldan stríðsrekstur, bæði hér á landi og annars staðar í veröldinni. Fögnuður Hvílíkur hátíðisdagur í NATO-höllunum. Fagnaðar- ræða úr Varðarferð var birt á út- síðu Morgunblaðsins og endur- prentuð til áréttingar næsta dag. Helgistund í Utanríkisráðuneyt- inu við Hverfisgötu þegar skuld- binding Bandaríkjanna um tug- milljónir dollara var staðfest með penna Brements sendiherra. Síð- an var haldið á Laufásveginn og framkvæmdasamningurinn inn- siglaður með klingjandi kampa- vínsglösum: Skálagleði með sjálf- um Bush. „Góður gestur - tímamót" Blessun CIA-forstiórans boðuðu Morgunblaðið og Geir Hallgrímsson í einum kór. í Varðarræðunni tilkynnti for- maðurinn að neiturnarvald Al- þýðubandalagsins væri nú úr sög- unni. Pess vegna væri hægt að hefjast handa um framkvæmdir við flugstöð og byggja risavaxna eldsneytisbirgðastöð í Helguvík. Bandaríkjunum yrði heimilað að reisa þegar í stað öll þau sprengjuheldu flugskýli sem ósk- að hefði verið eftir. Öflugri sprengjuþotur kæmu til landsins á næstu misserum og nýjar her- stöðvar búnar traustum njósna- tækjum yrðu reistar fyrir norðan og vestan. „Bandaríska herinn í sérhvern landshluta" er greinilega kjörorð hinnar nýju byggðastefnu. Og formaður Framsóknarflokksins settist glaður að viðræðuborði um framkvæmd hennar. Enda hóf hann nú feril sinn sem starfs- maður íslenskra aðalverktaka, þótt flestir séu reyndar búnir að gleyma því. Reyndar gilti það sama um Geir okkar Hall- grímsson. Það sýnir því skemmtilega samhengið í spilverkinu að tveir fyrrverandi starfsmenn íslenskra Ólafur Ragnar Grimsson skrifar aðalverktaka skyldu setjast að samningaborðinu með Bush í Stjórnarráðinu í gær. Á fundin- um þeim var rætt um stórfelld- ustu framkvæmdaumsvif Banda- ríkjanna á íslandi í 30 ár. Allir viðstaddir fögnuðu einlæglega að neitunarvald Alþýðubandalags- ins væri ekki lengur hindrun við ríkisstjórnarborðið. Brosin voru breið. Brautin hafði verið rudd. Ferillinn Gamli CIA-forstjórinn var greinilega ánægður með að geta nú bætt nýju landi á lista sinn yfir árangursríkt spilverk Bandaríkj- anna. Sá listi er reyndar orðinn ærið langur. Verkefnaskrá CIA í forstjóratíð Bush var fjöl- skrúðug: Margvíslegar íhlutanir í þágu hernaðarhagsmuna. Útgerð á leyniherjum sem ætlað var að granda framvörðum lýðræðis- fylkinga. Mútur og njósnir. Valdarán og afnám lýðfrelsis. Fjárstuðningur við ógnarstjórnir. Bandalag við herforingja sem fangelsa og drepa réttkjörna full- trúa fólksins. Gesturinn Bush var nefnilega um áraraðir æðsti prestur alls hins versta í stjórnmálum verald- arinnar. Hann stjórnaði frá degi til dags háþróaðasta kerfi njósna, spillingar, valdaráns og morðsveita sem fundið hefur ver- ið upp í veröldinni. En auðvitað voru íslensku ráð- herrarnir, gestgjafarnir góðu, ekket að minnast á slíkt. Þeir kunnu greinilega hina nauðsyn- legu háttvísi. Og þeir létu sér sæma að þegja um fleira. Þögnin um Ei Salvador Hin glæsilega gleiðbrosandi heimsókn rann á enda án þess nokkur íslensku ráðamannanna hefði manndóm til að mótmæla framgöngu Bandaríkjanna í E1 Salvador. Það höfðu þó margir forystumenn í fyrri heimsóknar- löndum Bush haft kjark til að gera. En Steingrímur og Geir létu sér sæma þögnina. Ekki eitt ein- asta orð um örlög 30.000 óbreyttra borgara sem drepnir hafa verið í E1 Salvador. Hvorki hósti né stuna um fjárstuðning Reaganstjórnarinnar, sem held- ur herforingjastjórninni á floti, né heldur þá sérþjálfun sem bandarískir liðsforingjar veita ógnarhernum í E1 Salvador. Allur hinn siðmenntaði heimur hefur fordæmt framgöngu Bandaríkjanna í E1 Salvador. Kirkjudeildir og prestasamtök hafa mótmælt. Læknasamtök hafa sett fram harða gagnrýni. Mannréttindanefndir hafa sent út bænarskjöl um baráttu gegn stefnu Bandaríkjastjórnar. En ís- lensku ráðherrarnir þegja. Sú þögn er hrópandi. Hún segir meira en margar ræður um þá þjónslund sem þeir sýna ráðaöfl- unum í Washington. Kveðjan Það er eðlilegt að Bush blessi slíka bandamenn. Bándaríkin þurfa einmitt á slíku liðsinni að halda. Þögn um veruleikann en málskrúð um blekkingarnar henta stjórnarstefnunni best. Sú rulla var greinilega klæðskera- saumuð á Steingrím og Geir. Brement og Bush veittu þeim blessun sína. Heimsóknin inn- siglaði að þáttaskil hafa orðið í Stjórnarráðinu á íslandi. Fundur landshlutasamtaka Raunhæft átak í vald- dreifingu Fundur formanna og fram- kvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vestfjörðum, Vest- urlandi, Suðurnesjum, Suður- landi, Austfjörðum og Norður- landi, sem haldinn var f Grímsey 2. júlí sl. ræddi ítarlega um þá alvar- legu þróun sem nú stendur yfir um búsetu í landinu og getu sveitarfé- laga til að standa fyrir nauðsynlegri og vaxandi þjónustu. í frétt frá fundinum segir að í- búaþróun síðustu ára hafi verið landsbyggðinni í vaxandi mæli í óhag og að fjárhagsgeta sveitarfél- aganna fari ört versnandi og að sums staðar sé komið í óefni. Fundurinn samþykkti að beina þeim tilmælum til stjómvalda að gert verði raunhæft átak í vald- dreifingu til handhafa þess stjórn- kerfis sem hefur næmasta tilfinn- ingu fyrir þörfum þegnanna í landinu, það er sveitastjómanna. Fundurinn krefst þess að sveitar- félögunumverði tryggðir tekju- stofnarernægi fyrir lögbundnum þörfum og vaxandi þjónustu. Fundurinn bendir á þörf þess að kerfisbundið verði unnið að eflingu atvinnulífs og auknu átaki í iðnþró- un. Fundurinn leggur áherslu á að um leið og kosningaréttur verður jafnaður og áhrifastaða lands- byggðarinnar fer minnkandi á al- þingi er nauðsynlegt að starfsemi ríkisþjónustunnar verði færð nær fólkinu og henni dreift um lands- byggðina. Með öðrum hætti næst ekki það jafnvægi sem stefnt er að með jöfnun kosningaréttar. W//7 LLL blaðið semvitnaðerí Grænlendingar í blómasal Hópur nágranna okkar frá Grænlandi er kominn hingað til lands til að skemmta á grænlensk- um dögum í Blómasal Hótels Loft- leiða. Listafólkið skemmtir á hverju kvöldi fram til sunnudags, en þá fara þau aftur heim til Græn- lands. Grænlendingarnir eru hingað komnir í tilefni af því að í sumar Grænlendingarnir fá sér snúning. Ljósm. -eik- munu Flugleiðir halda uppi reglu- bundnu áætlunarflugi til Narssar- suaq á Grænlandi tvisvar í viku með Boeing þotum. í tengslum við þessar ferðir verður boðið upp á gistingu í Artic hóteli og ýmsar lengri og skemmri ferðir verða farnar um nágrennið í fylgd ís- lensks fararstjóra. Það kom fram á blaðamannafundi á Hótel Loft- leiðum af þessu tilefni, að hingað til hafa útlendingar sóst mest eftir ferðum til Grænlands. - Áhugi ís- lendinga eykst þó stöðugt á Græn- landsferðum, enda verður þeim gefinn kostur á mjög ódýrum Grænlandsferðum í sumar. Henrik Lund, bæjarstjóri í Julianeháb kom með Grænlendingunum hing- að til lands og sagði hann að hér væri um að ræða verðuga fulltrúa grænlenskrar alþýðutónlistar, en ekki atvinnutónlistarmenn. Efnt verður til happdrættis í tengslum við grænlensku dagana og boðið upp á grænlenskan mat. þs íslenskir svifdrekaflugmenn stóðu sig frábærlega í Skotlandi á fyrsta mótinu sem þeir keppa á erlendis. ✓ Islenskir svifdrekaflugmenn Sigruðu í Skotlandi íslenskir svifdrekaflugmenn tóku í fyrsta sinn þátt í móti er- lendis um síðustu helgi. Árangur- inn var með ágætum því i sameigin- legri stigakeppni, báru þeir sigur- orð af Skotum, írum og Vels- mönnum. Mótið var haldið í Celtic f Skotlandi og voru þáttakendur 50. Isienski hópurinn samanstóð af sjö manns. Bestum árangri íslendinganna náði Árni Gunnarsson íslands- meistari. sem varð í öðru sæti, í fjórða sæti varð Björn Matthíasson og Einar Eiríksson í fimmta. Hinir fjórir lentu í 10. til 17. sæti og verð- ur það að teljast mjög góður ár- angur. I samanlögðum stigum urðu ís- lendingar efstir með 5911 stig, Skotar urðu í öðru sæti með 4245 stig, Velsbúar í þriðja sæti með 3885 stig og írar í fjórða sæti með 2851 stig. Um næstu helgi tekur hópurinn þátt í öðru móti í Skotlandi. EÞ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.