Þjóðviljinn - 07.07.1983, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN- Fimmtudagur 7. júlí 1983
Hagfrœðileg gagnrýni m. HLUTI
Efnahagsaðgerðir
ríkisstj órnarinnar
Már Guðmundsson og Ragnar Árnason skrifa
Orsakir efnahagsörðug-
leikanna hér á landi
Eins og útskýrt hefur verið í fyrri
hluta þessarar greinar stafa núver-
andi efnahagsörðugleikar hvorki af
of háum launum né óhóflegum
launakröfum. Það er hættuleg
blekking að rekja efnahagsvand-
ann til óbilgirni verkalýðshreyfing-
arinnar, undanlátssemi atvinnu-
rekenda og ósveigjanleika kjara-
samninga eins og ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar gerir. Hinir
miklu og þrálátu efnahagsörðug-
leikar hér á landi eiga sé auðvitað
miklu dýpri rætur. Þessar rætur
er að okkar mati að finna í sjálfri
gerð efnahagskerfisins og samspili
þess við þær náttúruauðlindir, sem
framleiðslustarfsemin byggist á.
Þverbrestir íslenska efnahags-
kerfisins birtast hvað skýrast í hin-
um afar umfangsmiklu fjárfesting-
armistökum, sem átt hafa sér stað
hér á landi um Iangan aldur. Þessi
fjárfestingamistök er að finna á
flestum sviðum atvinnulífsins. Á
síðari árum hafa þó tvö svið skorið
sig sérstaklega úr að þessu leyti.
Þau eru annars vegar hin gífurlega
offjárfesting í fiskiskipaflotanum
miðað við afkastagetu fiskistofna.
Hins vegar eru hinar mjög svo dýru
fjárfestingar í óhagkvæmum virkj-
unarkostum ásamt tilheyrandi mis-
tökum í orkusölusamningum til
erlendra aðila.
Enda þótt það sé nú almennt við-
urkennt m.a. af flestum innlendum
hagfræðingum, að stórfelld mistök
í fjárfestingum hafi átt sér stað hér
á landi á síðari árum, sýnist okkur,
að nokkuð skorti á að stærðar-
gráðurnar í þessu efni hafi komist
nægilega vel til skila. Einfaldur
milliríkjasamanburður kann að
bæta hér úr skák.
Undanfarna áratugi hefur fjár-
festing í framleiðslutækjum hér á
landi numið um 20% af þjóðartekj-
um árlega. Sambærileg fjárfesting
annarra þjóða á svipuðu efna-
hagsstigi, þ.á m. hinna Norður-
landanna, hefur hins vegar yfirleitt
verið í námunda við 15% af
þjóðartekjum þeirra. Sá hluti þjóð-
artekna, sem varið er til fjárfest-
inga á ári hverju, dregst beinlínis
frá kaupmætti ráðstöfunartekna á
því ári. Þessar þjóðartekjur, þ.e.
þau 5%, sem fjárfest eru í atvinnu-
lífinu hér á landi umfram það sem
tíðkast erlendis, er m.ö.o. ekki
unnt að nota til þess að bæta hag
launafólks á því ári.
En skila þessar miklu fjárfesting-
ar okkar sér ekki í meiri vexti
þjóðatekna er fram í sækir? Nei,
því miður. Fátt varpar skýrara ljósi
á óhagkvæmni fjárfestinganna hér
á landi en sú staðreynd, að þrátt
fyrir þriðjungi meiri fjárfestingu
verðmæta í framleiðslustarfsemi
árum saman hefur hagvöxtur hér á
landi síður en svo reynst meiri en í
sambærilegum löndum. Jafnvel sá
mikli búhnykkur, sem felst í hinum
stóraukna aðgangi sjávarútvegsins
að auðlindum sjávarins í kjölfar út-
færslna fiskveiðilögsögunnar á síð-
asta áratug, hefur ekki megnað að
hamla hér á móti.
Áhrif hinna langvinnu fjárfest-
ingarmistaka hér á landi á hag
launafólks má að nokkru ráða af
því, að færi fjárfesting í fram-
leiðslufjármunum hér á landi niður
í þau 15% árlega, sem algengust
eru í nágrannalöndum okkar, væri
með þeirri aðgerð einni unnt að
auka raunverulegan kaupmátt
launafólks um nálægt 7% á við-
komandi ári. Þá er ekki tekið tillit
til þeirra byrða, sem óhagkvæm-
ustu fjárfestingarnar leggja á
þjóðarbúið árum saman eftir að
þeim er lokið.
Orsakir
fjárfestinga-
mistakanna
Fjárfestingamistökin hér á landi
má, sem fyrr segir, rekja til þess
skipulags í efnahagsmálum, sem
hér hefur verið komið upp, og sam-
spils þess við náttúruauðlindir
landsins. Allt of langt mál er að
lýsa þessum samböndum í smáat-
riðum. Hér látum við okkur nægja
að drepa á aðalatriðin.
Efnahagskerfið hér á landi er í
höfuðdráttum byggt á kapitalísku
markaðsskipulagi. Einn af horn-
steinum þess skipulags er, að
atvinnurekendur ákveði sjálfir
fjárfestingar í atvinnustarfseminni.
Þetta gera þeir auðvitað í samræmi
við sína eigin hagsmuni. Það er
hins vegar ein af frægustu niður-
stöðum markaðshagfræðinnar, að
sé vissum hagrænum skilyrðum
fullnægt verði fjárfestingaák-
varðanir atvinnurekenda í sam-
ræmi við almannaheill. Gallinn er
einungis sá, að þessi hagrænu skil-
yrði eru svo kröfuhörð, að því fer
víðs fjarri að þeim sé nokkurs stað-
ar fullnægt, hvað þá hér á landi.
Annars vegar er vandinn sá, að
undirstöðuatvinnuvegirnir, sjávar-
útvegur og landbúnaður, byggjast í
ríkum mæli á nýtingu svokallaðra
sameiginlegra náttúruauðlinda,
þ.e. fiskistofna sjávarins og
gróðurlendi á afréttum landsins.
Þegar um slíkt er að ræða er það
eitt af traustustu lögmálum mark-
aðshagfræðinnar, að atvinnurek-
endur munu fjárfesta of mikið og
ofnýta náttúruauðlindirnar, séu
þeir látnir sjálfráðir. Þeim mun
gjöfulli sem náttúruauðlindirnar
eru þeim mun meiri verður offjár-
festingin uns öllum hugsanlegum
ábata af þeim hefur verið sóað.
Annað skilyrði þess, að ákvarð-
anir atvinnurekenda um fjárfest-
ingargeti orðið í samræmi við al-
mannaheill er að aragrúi smárra
fyrirtækja starfi í hverri grein og
samkeppnin sé ótakmörkuð. Hér á
landi eru aðstæður hins vegar þær,
að markaðurinn er mjög smár. Hér
er í flestum greinum ekki rúm fyrir
nema örfá fyrirtæki. Takmörkuð
samkeppni, fákeppni og jafnvel
sameiginleg verðmyndun fyrir-
tækjanna eru því reglan fremur en
undantekningin hér á landi. Við
slíkar aðstæður er engin von til
þess að ákvarðanir atvinnurek-
enda um fjárfestingar verði í sam-
ræmi við almannaheill, hvorki að
umfangi né inntaki.
Þessi tvö megineinkenni á ís-
lensku efnahagslífi: hinn mikli
þáttur endurnýjanlegra náttúru-
auðlinda í framleiðslustarfseminni
og smæð hagkerfisins, eru út af
fyrir sig nægileg ástæða til að hafna
því skipulagi fjárfestingarmála, að
atvinnurekendur ráði þeim einir.
Hér á landi hefur reyndar ekki
skort opinber afskipti af fjárfest-
ingamálum. Hins vegar hafa þessi
afskipti því miður fyrst og fremst
verið sniðin eftir þröngsýnustu
hagsmunum atvinnurekendanna,
einkum í þeim greinum, sem hafa
öflugustu pólitísku tengslin. Hin
opinberu fjárfestingaafskipti hafa
því fyrst og fremst falist í því að
afhenda atvinnurekendum aukið
fjárfestingarfé á vildarkjörum og
þannig ýtt undir rangar fjárfesting-
ar fremur en hitt. f mörgum atvinn-
ugreinum, t.a.m. landbúnaði og
fiskveiðum, hefur verið byggt upp
öflugt sjóðakerfi sem hvetur við-
komandi atvinnurekendur til enn
meiri offjárfestinga en þeir myndu
að öðrum kosti kjósa. Jafnfrámt
hefur atvinnurekendum árum
saman verið boðið upp á stórkost-
legan verðbólgugróða af fjárfest-
ingum með hjálp neikvæðra vaxta
af lánsfé og hefur það auðvitað
ekki dregið úr fjárfestingagleði
þeirra. Síðast en ekki síst hefur hið
opinbera iðulega beitt sér fyrir van-
hugsuðum fjárfestingaherferðum,
einkum og sér í lagi í hinum hefð-
bundnu undirstöðuatvinnuvegum,
þar sem mesta tilefnið hefur verið
til hins gagnstæða.
Þegar á heildina er litið hafa op-
inberar ráðstafanir í fjárfestinga-
málum þannig í öllum megindrátt-
um verið sniðnar eftir skammsýn-
ustu óskum atvinnurekenda og
yfirleitt aukið fjárfestingamistökin
í stað þess að draga úr þeim.
Meginforsenda þess, að unnt sé
að auka hagsæld hér á landi er, að
hin gríðarlega fjárfestingasóun
verði stöðvuð. Það er aðeins unnt
að gera með því að taka fjárfesting-
aákvarðanir að verulegu leyti úr
höndum atvinnurekenda. Tryggja
þarf, að sameiginlegum verð-
mætum landsmanna verði varið í
samræmi við hagsmuni þeirra.
Með því móti einu mun okkur tak-
ast að láta hinar ríkulegu náttúru-
auðlindir landsins bera þann ávöxt,
sem efni standa til. Takist það er
fyllsta ástæða til að ætla að hag-
vöxtur hér á landi geti aukist veru-
lega jafnframt því að mun stærri
hluti þjóðartekna verði launafólki
til ráðstöfunar.
Afleiðingar
efnahagsráðstafana
ríkisstj órnar innar
Hugleiðum nú hvaða afleiðingar
efnahagsráðstafanir þær, sem ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins hafa ákveðið
að grípa til, hafa fyrir þann efna-
hagsvanda, sem að framan hefur
verið lýst.
Efnahagsaðgerðirnar fela í sér
stórfellda tekjutilfærslu frá launa-
fólki til atvinnurekenda. Einkum
fela aðgerðirnar í sér velgjörnað
við útflutningsatvinnuvegina.
Sjávarútvegurinn, sem barist hefur
í bökkum vegna offjárfestingar
miðað við afkastagetu fiskistofn-
anna, er nú skyndilega gerður
mjög arðbær á nýjan leik. Hin
„efnahags-pólitíska" framsýni
hinna fjölmörgu útgerðarmanna,
sem lögðu í vonlausar fjárfestingar
miðað við rekstrarskilyrði liðinna
ára, er þannig staðfest. Þeir eru
verðlaunaðir og rekstur þeirra
gerður ábatasamur. Skilaboðin frá
ríkisstjórninni eru ótvíræð.
Atvinnurekendurnir í landinu
þurfa ekki að gæta þess að fjárfesta
á hagkvæman hátt. Reynist fjár-
festingar ekki arðbærar mun ríkis-
stjórnin láta þær skila hagnaði með
því að færa verðmæti frá launafólki
til viðkomandi fyrirtækja. Þessar
síðustu efnahagsaðgerðir eru
þannig einungis nýjasta varðan á
velmerktri braut sérhvers meðal-
greinds atvinnurekanda til gróða.
Sú leið er að fjárfesta eins mikið og
hratt og unnt er án tillits til arð-
semi, en gæta þess hins vegar vand-
lega að efla stéttasamtök atvinnu-
rekenda og hinn pólitíska arm
þeirra, Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokkinn. Sé þetta gert, mun
ekki standa á gróðanum.
Þannig sjáum við, að í stað þess
að ráðast til atlögu við meginorsök
efnahagsvandans, þ.e. hin gríðar-
legu fjárfestingarafglöp, festa
efnahagsráðstafanir ríkisstj órnar-
innar hinar röngu fjárfestingar í
sessi og hvetja jafnframt til frekari
fjárfestinga af sama tagi.
Það er þó ekki nóg með að efna-
hagsaðgerðirnar hvetji til enn
meiri offjárfestinga. Með því að
lækka raunlaun í þeim mæli, sem
að er stefnt, gera efnahags-
aðgerðirnar tiltölulega vinnuafls-
freka tækni miklu arðbærari en
áður. Þar með eru atvinnurekend-
ur ekki aðeins hvattir til offjárfest-
inga heldur jafnframt til að fjár-
festa í úreltri tækni. Þannig er enn
frekar lagður grundvöllur að
minnkandi framleiðni vinnuafls á
komandi árum og lækkandi
þjóðartekjum og þar með ennþá
lægri raunlaunum en nú er.
En efnahagsaðgerðirnar draga
ekki aðeins úr framtíðarhagvexti
efnahagskerfisins. Miklar líkur eru
á því, að með þeim sé jafnframt
lagður grundvöllur að enn meiri
verðbólgu á komandi árum en við
höfum átt að venjast til þessa. Á
undanförnum árum og áratugum
hefur í stórum dráttum ríkt visst
samband á milli launa og þjóðar-
tekna. Efnahagsaðgerðirnar fela í
sér tilraun til að raska þessu sam-
bandi verulega. Þessu er nánar lýst
í línuriti 3. Línuritið sýnir sam-
bandið á milli kaupmáttar launa og
þjóðartekna á mann frá 1970 til
1982 ásamt horfunum í þessu efni á
árinu 1983 skv. efnahagsráðstöfun-
um ríkisstjórnarinnar. Línuritið
sýnir, að með efnahagsaðgerðun-
um er gerð tilraun til að færa hlut-
deild launa í þjóðartekjum á mann
niður fyrir áður þekkt mörk, og
langt niður fyrir það jafnvægi í
þessum efnum, sem hin hagrænu
og félagslegu öfl hér á landi hafa
skapað. Þessi öfl munu því vinna
gegn viðleitni ríkisstjórnarinnar og
reyna að snúa dæminu við. Það
verður hins vegar einungis gert
með enn magnaðri verðlags-
kaupgjalds skrúfu en áður hefur
þekkst. Ástæðan er sú, að bilið á
milli þess, sem atvinnurekendur
með fulltingi ríkisstjórnarinnar
telja sitt og atvinnuiífið er nú í óða