Þjóðviljinn - 07.07.1983, Side 7

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Side 7
Fimmtudagur 7. ’júíí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 önn að laga sig að, og þess, sem önnur félags-hagræn öfl í hagkerf- inukrefjast er nú stærra en nokkru sinni fyrr. Þetta var einmitt reynslan af hliðstæðri tilraun ríkis- stjórnar Geirs Hallgrímssonar 1975-7. Árangur hennar var fyrst og fremst sá, að færa verðbólguna varanlega upp á nýtt og hærra stig. Þannig sjáum við, að það eru miklar líkur á því, að afleiðingar efnahagsráðstafana ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar séu bæði minni þjóðartekjur og meiri verðbólga á komandi árum en ella hefði orðið. Niðurstöður Við höfum nú séð, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fremur til þess fallnar að auka efnahags- örðugleikana, en að draga úr þeim. Meginatriðin eru sem hér segir: í fyrsta lagi er með efnahags- ráðstöfununum lögð drög að því, að skerða hagvaxtarmöguleika þjóðarinnar og þar með kaupmátt til frambúðar. í öðru lagi verður af þessum sök- um enn erfiðara að ná þeim kaup- mætti sem nú hefur verið skertur, en að öðrum kosti hefði verið. í þriðja lagi er með aðgerðunum lagður grundvöllur að enn meiri verðbólgu í framtíðinni en við höf- um kynnst á undanförnum árum. í fjórða lagi auka aðgerðir ríkis- stjórnarinnar líkurnar á atvinnu- leysi verulega. Ef fyrirætlanir hennar um fjórðungs skerðingu kaupmáttar á næsta hálfa árinu ná fram að ganga er alveg ljóst að eftirspurn neytenda eftir margs konarvöruogþjónustu mun drag- ast stórlega saman. Þar með eru líkur á því, að upp komi atvinnu- leysi í byggingariðnaði, verslunar- greinum, samgöngum og ýmsum þjónustugreinum líkt og átti sér stað 1968-69. Þetta atvinnuleysi, sem gæti auðveldlega komið fram þegar á næsta hausti, hefur til- hneigingu til að verða mjög keðju- árum svonefndrar viðreisnar, í kreppunni 1967-69 og á valdaárum ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar fluttust þúsundir íslendinga til landa, sem buðu betri lífskjör. Hætt er við því, að þessi blóðtaka hefjist að nýju, ef efnahagsáform ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ná fram að ganga. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar kunna að lækka verðbólgu til skemmri tíma litið. Þær veikja hins vegar íslenskt efnahagslíf til fram- búðar með því að festa í sessi of- fjárfestingu fyrri ára og ýta undir svipaða þróun í framtíðinni. Eins og útskýrt hefur verið, eru síður en svo líkur á því, að kjaraskerðingar dragi úr verðbólgunni í fram- tíðinni. Hún hefur hins vegar ríka tilhneigingu til að auka fjárfesting- arsóunina í atvinnulífinu. Þar af leiðir, að rétt efnahagsstefna felst í því að snúa kjaraskerðingunni við. í þeirri sókn til betri lífskjara, sem taka þarf við, er nauðsynlegt að endurskipuleggja íslenskan atvinnurekstur í samræmi við hags- muni alls fólks í landinu, en ekki örfárra atvinnurekenda í lykil- aðstöðu. Slík sókn verður m.a. að fela í sér, að fjárfestingarákvarðan- ir eru að miklum hluta til teknar úr höndum atvinnurekenda. Með hagkvæmari fjárfestingum, sem þá yrðu mögulegar næst tvíþættur ár- angur. Annars vegar verður þegar í stað hægt að auka kaupmátt launa verulega. Hins vegar dregur úr hin- um sífelldu rekstrarerfiðleikum fyrirtækjanna, einkum í sjávarút- vegi. Hvort tveggja slævir þau ávök um skiptingu þjóðarteknanna, sem endurspeglast í hinni endalausu hringekju kjarasamninga, gengis- fellinga og kjaraskerðinga, sem knúið hefur áfram verðbólguna hér á landi með sívaxandi hraða. Þann- ig er skynsamleg stefna í fjárfest- ingarmálum ein helsta forsenda þess, að unnt sé að draga úr verð- bólgu hér á landi til frambúðar. verkandi og gæti steypt þjóðinni í margra missera heimatilbúna efna- hagskreppu. I fimmta lagi er sú mikla kjara- skerðing, sem í efnahagsráðstöfun- um felst líkleg til að hvetja til aukis brottflutnings frá landinu. Á fyrstu Glistrap kvaddi með fúkyrðum Á föstudaginn var kvaddi Mog- ens Glistrup formaður Framfar- aflokksins, danska þingið, eftir að það hafði svipt hann rétti til þingsetu. En eins og kunnugt er hefur hæstiréttur staðfest fangelsisdóm yfir þessum kjaft- fora málafærslumanni vegna mikilla skattsvika. Glistrup brá ekki vana sínum og slöngvaði þvi yflr þingheim, að hann væri „samkoma fávísra, forstokkaðra, hugsjónalausra, heimskra og ræginna meðalmenna, sem hræsna í sínum þröngsýna virðu- leik og halda að þeir séu betri en ég“. Glistrup kvaddi með einskonar guðlasti ef svo mætti að orði kveða. Hann fór með „We shall overcome" - sem varð um skeið stríðssöngur baráttumanna fyrir friði og jafnrétti blökkumanna í Bandaríkjunum og kemur enn við sögu á friðarfundum. 128 þingmenn sviptu Glistrup rétti til þingsetu en 22 greiddu atkvæði á móti. 29 þingmenn voru fjarverandi. Þeir sem studdu Glistrup voru þrettán þingmenn hans eigin flokks, fjórir úr 20 manna þing- liði Sósíalíska alþýðuflokksins og allir fimm þingmenn vinstrisósíalista. Vinstrisósíalist- ar héldu því fram, að þjóðkjörnir fulltrúar hefðu ekki rétt til að dæma í máli Glistrups með þess- um hætti. Það eigi kjósendur að gera, og þeir hafi hvað eftir ann- að kosið Glistrup á þing, eins þótt hann hann hafi verið dæmdur sekur á tveim fyrri dómstigum. Þessi afstaða virðist hafa all- mikinn hljómgrunn meðal al- mennings að því er skoðana- könnun hermir. 56% þeirra sem spurðir voru töldu að Glistrup væri að sönnu ekki þess verðugur að sitja á þingi, en 53% töldu einnig að það væru kjósendurnir en ekki þingmenn sem ættu að skera úr um þetta mál. Ekki er víst að Glistrup komist bak við lás og slá fljótlega, því löng biðröð er eftir að afplána dóma í Danmörku - tekur hún nú til um átta þúsund manna. Og menn búast varla við því að hann muni afplána nema helming af þeirri þriggja ára fangelsisvist sem hann var dæmdur til. - áb. Þið eruð samansafn heimskra og fávísra meðalmenna, hreytti Glistrup framan í þingheim - og gekk út. s Oháð friðarhreyfing í austri: Handtökur í Prag og frlðarganga í Berlín „Óháðir“ í Austur-Þýskalandi. plógjárn. Á plakatinu stendur: Breytum sverðum i Til eru þeir sem telja að eitt af skilyrðum þess að friðarhreyfingar í Vestur-Evrópu nái árangri í bar- áttu sinni sé sú, að sá vísir að óháðum friðarhreyflngum sem skotið hefur upp í Austur-Evrópu nái að vaxa. Þeir hópar hafa all- mikið verið á dagskrá að undan- förnu, ekki síst í sambandi við nýaf- staðið friðarþing í Prag. Mannréttindasamtökin sem kennd eru við Charta-77 og hafa starfað í Tékkóslóvakíu þrátt fyrir ýmsar ofsóknir yfirvalda, hvöttu vestrænar friðarhreyfingar til að koma til Prag. Bæði til að eiga við- ræður við opinberar hreyfingar austur-evrópskar og svo til að minna á rétt þeirra sem vilja fjalla um friðarmál þar eystra eftir eigin höfði. Ýmsir fulltrúar að vestan tóku máli hinna tékknesku mann- réttindasamtaka á ráðstefnunni, en skipuleggjendur hennar þvertóku Merkileg uppgötvun: Bætir skilning á krabba Breskir vísindamenn halda því fram að þeir hafl meðal annars með aðstoð sænskra vísindamanna stigið stórt skref í þá átt að leysa gátu krabbameins. En þeim hefur tekist að sýna fram á það, að nátt- úrulegt efni sem er í blóðinu og hef- ur læknandi áhrif getur leitt til þess að æxli fari að vaxa stjórnlaust. Uppgötvun þessi er tengd eggja- hvítuefni sem nefnist PDGF og flýtir fyrir því við eðlilegar aðstæð- ur að sár læknist. Vísindamenn við ICRF, bresku krabbameinsrann- sóknastofnunina, hafa sýnt fram á það að ýmsar krabbameinsfrumur framleiða þetta eggjahvítuefni jafnvel þótt líkaminn hafi ekki orð- ið fyrir neinu þvf hnjaski sem kallar á það. Þetta leiðir svo til óstýran- legs vaxtar í vissum sérhæfðum frumum - t.d. í beinmerg, heila og bindivefjum. Bandarískir vísindamenn hafa einnig komist að svipuðum niður- stöðum og þær tengj ast við sænskar rannsóknir að því leyti, að við Kar- olinsku stofnunina í Stokkhólmi hafa lengi staðið rannsóknir á á- hrifum PDGF. Þessi uppgötvun er talin einkar mikilvæg. Ekki er víst að hún leiði til þess í bráð að auðveldara verði að lækna krabbamein, en hún bætir mjög skilning manna á því, hvernig krabbamein verður til. I stuttu máli sagt vita þeir nú, að a.m.k. eitt af svonefndum onkogenum, sem eru 10-20 talsins og stjórna við eðli- legar aðstæður frumuvexti í líkam- anum, stjórnar einnig myndun eggjahvítuefnisins PDGF. Onkog- en eru í öllum frumum og geta undir áhrifum m.a. aðskotaefna eða veira orðið upphaf að krabba- meini. Hin fyrrgreinda breska vísinda- stofnun hefur um 18 mánaða skeið unnið að nákvæmum rannsóknum sem byggðu á þeirri tilgátu að viss- ar krabbameinsfrumur gætu fram- leitt eggjahvítuefni sem líkjast hin- um venjulegu eggjahvítuefnum lík- amans. -(DN) samt fyrir að leyfa einstaklingum úr þeim aðild að umræðunum. Fleira gerðist-í Prag sem rekja má til óháðra hópa. í sambandi við þingið var þann 2. júlí efnt til mik- illar göngu í Prag. Áð henni lokinni létu nokkrir tugir ungra manna til sín heyra með eigin plaköt og víg- orðið „frið og frelsi". 25 þeirra voru handteknir og eftir það gengu um 200 ungir mótmælendur til Vaclavstorgs, þar sem þeir voru stöðvaðir af Iögreglu og um tuttugu manns í viðbót handteknir. En það er í Austur-Þýskalandi sem óháð friðarhreyfing, sem hef- ur m.a. notið allmikils stuðnings presta, hefur haft sig mest í frammi. Þrátt fyrir bann yfirvalda var þar um síðustu helgi efnt til „friðarverkstæðis“ í Berlín og tóku um þúsund manns þátt í þeim aðgerðum. Þátttakendur sendu frá sér samþykkt þar sem mótmælt var „hervæðingu mannlífs“ í Austur- Þýskalandi og segir þar meðal ann- ars „við treystum ekki stjórnmála- mönnum og herfræðingum lands- ins fyrir því að tryggja okkur frið“. Skömmu fyrir friðarfundi, göngu og kvöldsamkomu í Berlín var einn af skipuleggjurum aðgerða, æskulýðspresturinn Lot- har Rochau, fangelsaður. í Austur-Þýskalandi hefur hin óháða hreyfing haft sig einna mest fram í borginni Jena, og hafa yfir- völd gripið til þess ráðs í vaxandi mæli að senda friðarsinnana í út- iegð til Vestur-Þýskalands. (Byggt á Information) yUMFERÐAR RÁÐ Góð orð 's duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.