Þjóðviljinn - 07.07.1983, Qupperneq 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júlí 1983
BLAÐAUKI
________Rögnvaldur Gíslason forstödumadur efnadeildar Iðntæknistofnunar
íslensk málning síst
lakari en sú innflutta
„ Það á við um mína deild sem
og alla stofnunina að sú vinna
sem hérferfram byggistfyrst
og fremst á því að leysa
hverskyns praktísk vandamál á
sem skemmstum tíma. Hér fara
ekki fram neinar
grunnrannsóknir, heldurnýtist
vinna okkar atvinnulífinu þegar
í stað. A.m.k. er að því stefnt,"
sagði RögnvaldurGíslason
deildarstjóri efna- og
matvæladeildar
Iðntæknistofnunar í spjalli við
Þjóðviljann um verkefni þau
sem efna-iðnaðardeildin innir
af hendi.
„Meginhlutverk okkar er að
vinna að framgöngu íslensks
iðnaðar, enda var stofnunin sett á
fót í því skyni. Við reynum eftir
fremsta megni að aðstoða alla þá
sem hingað leita. Oftast koma
menn hingað til að fá upplýsingar
Rögnvaldur Gíslason.
Finrrfasad
STEINDI KftOSSVIÐURINN
SEM STENDUR VÖRD
UM HÚSIÐ WTT
Finnfasad er finnsk úrvalsframleiðsla á
veðrunarþolnum krossviði sem er sérstaklega
húðaður steinmulningi og ætlaður til
klæöningar utanhúss.
Finnfasad hefur staðist veðrunarþolsprófanir
Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins.
C=7
m
Finnfasad er góð lausn fyrir húsbyggjendur,
húseigendurog aðra sem vantar sérstaklega
sterka og veðrunarþolna „kápu“ utan á hús sín.
Finnfasad fæst í stærðunum
119X280/ 119X300/ 119X360
Allar nánari upplýsingar góðfúslega veittar á
staðnum og í símum: 11333 — 11420
TIMBURVERSLUN^M
ARNA JÚNSSONAR & Co.HF
LAUGAVEGI 148
um hitt og þetta og einnig er mikið
um það að einstök fyrirtæki eða
jafnvel einstaklingar biðji okkur
um að vinna að einhverri tiltekinni
rannsókn. Við störfum hér við allra
handa rannsóknir. Hér fara fram
veðraþolsprófanir á fjölmörgum
efnum, samansettum eða ósaman-
settum og hvað varðar efna-
iðnaðardeildina þá fer allnokkuð
af tíma starfsmanna í að rannsaka
efni sem notuð eru við yfir-
borðsmeðhöndlun. Það er ekki svo
lítið mál að finna réttu efnin hverju
sinni. Stórfé er í húfi.“
Akrýlplastmálningin
olli byltingu
„Straumhvörf urðu snemma á
síðasta áratug, ég hygg uppúr ’74
þegar farið var að nota nýja tegund
málningar á útveggi og tré. Þetta
var hin svokallaða akrýlplastmáln-
ing, vatnsþynnanleg með teygjan-
legri þurrfilmu (filma er það lag
sem málningin skilur eftir sig).
Þessi málning leysti af hólmi gömlu
olíumálninguna og eru helstu kost-
ir hennar þeir að hún hleypir í
gegnum sig raka og fylgir eftir
hreyfingu viðarins. Olíumálningin,
sem áður var nær eingöngu notuð,
varð með aldrinum hörð og stökk,
þó fyrst í stað eftir máiun hafi hún
haldið teygjanleik sínum. Málning-
araðferðirnar með olíumálninguna
þekkja flestir en í undirmálningu
var hún notuð þynnt, en nú færist
það mjög í vöxt að sem grunnmáln-
ing sé notað „fúavarnarefni" sem
einhver snjall sölumaður nefndi
svo og hefur nafnið hlotið hefð, þó
miklu nær sé að kalla þetta viðan-
varnarefni enda útleggjast erlendu
heitin þannig ef þýdd eru á íslenska
tungu. Með því að grunna með
„fúavarnarefni“tekst yfirleitt veltil
með málun. Ég tel mig geta mælt
alveg sérstaklega með akrýlplast-
málningunni enda hefur hún gefið
mjög góða raun. Hún fæst í öllum
málningarvöruverslunum undir
ýmsum vöruheitum. Þegar menn
kaupa málningu er það góð regla,
sem við innprentum þeim sem
hingað koma, að spyrjast fyrir um
þurrefnisprósentuna í málningunni
þegar gengið er til kaupa. Þurrefn-
ið er það sem eftir verður þegar
búið er að þekja, en hin ýmsu efni
s.s. terpentína eða vatn gufa upp,
enda er þeirra hlutverk að halda
málningunni í því ástandi svo hægt
sé að bera hana á.
Steinveggir hér á landi hafa á
undanförnum árum verið málaðir
með plastmálningartegundum sem
hafa sömu eiginleika og vatnsþynn-
anlega akrýlplastmálningin, sem
borin er á við. f seinni tíð hefur
sendin plastmálning rutt sér mjög
til rúms, en bætiefnin í þeirri máln-
ingartegund eru annarsvegar fín-
gerður sandur og hinsvegar öllu
grófgerðari sandur sem gefur
málningunni hrjúfa áferð og
þekkja flestir hana undir nafninu
Hraun. Fíngerðari málningin var í
fyrstu notuð í grunnmálun, en
menn tóku brátt eftir ágætum
eiginleikum hennar. Er hún notuð
sem aðaláferð á steypta veggi.“
Hvaða dóm leggur Iðntækni-
stofnun á sflikonefni sem nú eru
mikið notuð?
„Sflikonefnin hafa verið mjög til
umræðu bæði hér á Iðntæknistofn-
un sem og annarsstaðar. Ýtarlegar
rannsóknir liggja ekki fyrir um
notagildi þess efnis. Mér sýnist að
sílikon geti verið hentugt að nota á
útveggi, ef ekki á að mála yfir. Þá
má ætla að sflikon efnið henti
vei í fíngerðar sprungur."
Veðrunarprófanir eru snar þátt-
ur í starfseminni á efnafræði-
deildinni. Hver er raunverulegur
árangur slikra prófa?
„Við höfum tekið í notkun tæki
sem líkir eftir aðstæðum hér á landi
og á hin margvíslegustu efni, plast-
efni, steinefni, tré og síðan ef borið
er á t.d. við „fúavarnarefni“, ýmsar
tegundir málningar. Tækið fram-
kallar útfjólublá ljós og regnvatn
og á einum mánuði getur það sýnt
veðrun eins og hún verður eftir
nokkur ár. Hagnýti þessara próf-
ana má deila um þar sem mismun-
andi efni duga misjafnlega við hin-
ar ýmsu aðstæður. Gagnsemi
veðrunarprófa má merkja með því
að bera saman efni sem við vitum
þegar hvernig stenst hinar marg-
víslegustu aðstæður og síðan þau
efni sem farið hafa í veðrunar-
prófun.“
Margvíslegustu efni, klæðning-
ar, málningartegundir o.s.frv. eru
á markaðinum. í sumum tilvikum
innflutt og í öðrum framleidd hér-
lendis. Hvernig standa íslensku
vörurnar sig í samanburði við þær
innfluttu?
„Fjórir stærstu málningarfram-
leiðendur hér á landi, Harpa hf.,
Málning h.f., Slippfélag Reykja-
víkur og Sjöfn, svo dæmi séu tekin
eru öll með efnafræðing einn eða
fleiri, í þjónustu sinni, hafa þekk-
ingu, reynslu og standa innflytj-
endum fyllilega á sporði svo ekki sé
meira sagt. Mér hefur stundum
fundist sumir innflytjendur ekki
hafa nægilega þekkingu á þeirri
vöru sem þeir eru að flytja inn. Á
hinn bóginn leggja þeir mikið upp
úr auglýsingum sem oft vilja verða
heldur skrumkenndar. Ég get
nefnt dæmi um vissar tegundir
málningar með þekjandi „fúavarn-
arefnum“ sem eru að sumu leyti
betri málning en gamla olíumáln-
ingin, en ekki jafn góð og sendna
plastmálningin eða aðrar vatns-
þynnanlegar plastmálningar. Við
hér á Iðntæknistofnun erum hins-
vegar hlutlausir rannsóknaraðilar
og gerum ekkert upp á milli teg-
unda; íslenskt eða erlent er ekki
heila málið, heldur gæði vör-
unnar,“ sagði Rögnvaldur.
Hann hefur mörg jám í eldinum
um þessar mundir. Undirbýr
endurmenntunarnámskeið fyrir
iðnaðarmenn auk annarra fræðslu-
og útbreiðslustarfa fyrir Iðntækni-
stofnun þar sem hann hefur starf-
að síðastliðið 11 /2 ár.
— hól.