Þjóðviljinn - 07.07.1983, Qupperneq 15
BLAÐAUKI
Fimmtudagur 7. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Nokkrir
fróðleiks-
molar
um vind-
þéttingu
Aðaltilgangur vindþéttilegans
er að hindra að blási eða gusti
inn í einangrunarefnin. Slíkur
blásturdregurúr
einangrunarhæfni efnisins.
Sem vindþéttileg er oftast
notaðurpappi eðaviðarplötur. í
vissum tilvikum fylgir vindpappi
einangrunarplötum þótt slíkt sé
fátítt hérlendis.
Þegar vindþétting er gerð með
sérstöku pappalagi skal ganga frá
samskeytum með góðri skörun.
Pappann skal festa tryggilega
þannig að hann blakti ekki. Pappi
sem notaður er sem vindþétting við
lóðrétta eða hallandi klæðningu
skal klemmdur við undirlagið og
öll samskeyti skal klemma á milli
stífra efna.
Til að vindþétting í horni milli
IR-myndavélin (Infrarauð) sem keypt var frá Svíþjóð og kostaði
750 þúsund komin til Rannsókn arstofnunar. Hún finnur alla
mögulega galla á efni. Það er starfsmaður Rannsóknarstofn-
unar byggingariðnaðarins, Bergsveinn Jóhannsson, sem
heldur á tækinu.
Múrhúðunarefni
tilvatnsþéttingar
Steinprýði h/f, Smiðshöfða 7 í
Reykjavík hefur einkaumboð á ís-
landi fyrir vörur fró fyrirtækinu
Thoro, standard dry wall products.
Eins og nafnið bendir til eru það
vörur sem halda eiga steinveggjum
þurrum, þ.e. ýmis múrhúðunar-
efni til vatnsþcttingar. Efnin eru
ýmist í vökvaformi eða duft sem
blandað er með vatni.
Sem dæmi um efni sem
Steinprýði h/f flytur inn er
sementsefnið Thoroseal. Pað er
sérstaklega gert til að vatnsþétta
veggi ofanjarðar sem neðan. Eigin-
leikar efnisins eru þeir að veggur-
inn „nær að anda“ þannig að rak-
inn safnast ekki á bak við, eins og
gerist þegar málað er. Efnið er bor-
ið á með sementskústum þegar bú-
ið er að blanda það en fyrst er veg-
gurinn úðaður með vatni. Efnið er
blandað eins og þykkur grautur,
borið þykkt á og síðan slétt úr því.
Efni þetta er til í níu litum, og er
sagt læsa sig langt inn í múrveggi og
verða í raun hluti af honum.
Thoro verksmiðjan var stofnuð
1912 og er sögð brautryðjandi í
þéttiefnum sem hafa staðist erf-
iðustu prófanir. Fjöldi annarra
vatnsþéttiefna frá Thoro fást í
Steinprýði.
veggjar og þaks komi að fuilu gagni
er sérstaklega mikilvægt að frá-
gangur sé rétt hannaður og fram-
kvæmdur. Þessi tenging veggjar og
þaks er ávallt erfið og allt of oft
ófullnægjandi gerð. Með þeim
tækjum sem nú eru notuð við rann-
sóknir á einangrun og löftleka er
unnt að sýna hvernig ófullkominn
frágangur veldur loftleka inn í hús
og milli einangrunar og loft-
klæðningar.
Þær viðarplötur sem notaðar eru
mest sem vindþétting eru 12 mm
asfalttex, olíusoðið masonite 4 mm
þykkt og 6 mm krossviðsplötur.
Nauðsynlegt er að slíkar plöturséu
skeyttar saman á miðjum stoðum
og negling þeirra þétt. Helst skal
nota heitgalvaníseraða nagla með
stórum haus.
Við notkun viðarplatna skal lögð
áhersla á notkun raka og veðurþol-
inna platna. Oft getur liðið langur
tími frá uppsetningu þeirra þar til
endanleg klæðning kemur yfir.
(Upplýsingar fengnar hjá Rann-
sóknarstofnun byggingariðnaðar-
ins)
FAGMENNIRNIR
VERSLA
HJÁ OKKUR
Þvi að reynslan sannar aö
hjá okkur er yfirleitt til
mesta úrval af vörum til
hita- og vatnslagna.
BURSTAFELL
byggingavöruverslun
Réttarholtsvegi 3
simi 38840
Blikkiðjan
Ásgaröi 7, Garðabæ
onnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiöi.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI 53468
ÞAKMÁLNING SEM ENDIST
málninghf