Þjóðviljinn - 07.07.1983, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Qupperneq 19
Ávarp Bjarnfríðar Leósdóttur varaformanns Verkalýðsfélags Akraness áútifundiáLækjartorgi sl. þriðjudag: Fimmtudagur 7. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 ÉG ER HRÆDD Ég er hrædd. - Já ég er hrædd. - Ég er svo hrædd, að ég varð að hugsa mig um andartak áður en ég tók ákvörðun um að taka til máls á fundi sem þessum. Ég hugsaði um það, hvort ekki væri best að loka augum og eyrum, og heyra hvorki né sjá hörmungar meðbræðra sinna, hvort þeir væru í E1 Salvador eða annars staðar á þessari jörð. Ég hugsaði um það, hvort maður ætti að þora, já hvort maður ætti að þora að láta varaforseta Bandaríkj- anna, sem nú gerir sér það ómak að koma við á íslandi í ferð sinni um Evrópu, þora að láta hann vita um það að ennþá er til hópur íslend- inga sem vill ekki ljá land sitt undir vígvélar og vopnaburð. Vill ekki vera í Nató. Viíl ekki vera samsek- ur helstefnu Bandaríkjastjórnar. Ég er hrædd, - vegna þess að rödd hrópandans er svo víða kæfð í blóði og augun blinduð af tárum. Ég er hrædd vegna þess að ég veit ekki hvort sú stund nálgast að sveit- um lögreglu og hers verði beitt gegn okkur. Gegn börnum okkar, og barnabörnum. Ég er hrædd þegar ég heyri aðvör- unarflaut Almannavarna, sem ennþá eru aðeins æfingar. Hvenær verður það alvara? Hvenær til- kynnir þetta flaut okkur, að nú skulum við öll deyja?Hvenær? Ég er hrædd vegna þess að ég er engin hetja. - En einmitt þessvegna stend ég hér. - Það er vegna óttans. Það er vegna óttans og samvisku okkar að við stöndum hér í dag, um hásumarið. í miðjum gróandanum og mótmæl- um helstefnu Bandaríkjastjórnar. Neitum að hún sé leidd yfir okkur og börn okkar. Mótmælum þeirri kúgun og ofbeldi sem hún styður víðsvegar um heiminn og ekki síst núna í Suður Ameríku. Við stöndum hér í dag vegna þess að við viljum sýna samstöðu og skilning með því hetjulega fólki í E1 Salvador og víðar, sem er ákveðið í því að öðlast frelsi, hvað sem það kostar, fólki sem veit að það er þús- und sinnum betra að deyja í átökum fyrir réttinn til lífs, vinnu og heilsu, en að halda áfram að deyja úr hungri og fátækt. Það er þetta ástand, sem gefur fólki það hugrekki og þann járnvilja sem með þarf, til að vinna sigur. Það ætti öllum valdhöfum að vera ljóst, að þar sem alþýðan stendur saman þar sigrar hún og brýtur á bak aftur ofbeldi kúgarans. Þess vegna er það eina von mann- kynsins að allur almenningur ég og þú, taki höndum saman í órofa friðarkeðju um lönd okkar, um alla jörðina, og bægja með því hel- stefnu stórveldanna frá. Víða um lönd eru uppi raddir innan verkalýðshreyfingarinnar um að Bjarnfríður Leósdóttir flytur ávarp sitt á Lækjartorgi. Björk Gísladóttur frá E1 Salvador nefndinni og Pétri Þórarinssyni frá Samtökum herstöðvaandstæðinga var hleypt inn fyrir lögreglukeðjuna til þess að afhenda fulltrúa bandaríska sendiráðsins samþykkt útifundarins að viðstöddum Bjarka Elíassyni yfirlögregluþjóni. Lögreglukeðja lokaði leið göngumanna að bandaríska sendiráðinu við hornið á Skálholtsstíg og Laufásveg. þeim verksmiðjum og vinnustöð- um sem framleiðavopnskulibreytt til að framleiða nytsamlega hluti sem tilheyra lífinu, en ekki dauðanum. Þær raddir verða æ háværari sem kveða upp úr um það, hversu stór glæpur það sé við mannkynið, að ausa öllum þeim fjármunum, hug- viti og verkviti og mannafla í þágu hernaðar, eins og gert er í dag, í stað þess að nota þetta afl í þágu mannkynsins til að koma á efna- hags og félagslegu réttlæti. Þess vegna viljum við láta kröfuna um efnahags og félagsleg réttindi öllum til handa hljóma í dag og alla daga, minnug þess að réttlæti er forsenda friðar, og friður er for- senda réttlætis: „Réttan skerf sinn og skammt á hvert skaparans barn, allt frá vöggu að gröf“. Píslarsaga 1983 Einhverntíma þegar pálmablöðin bærast í kvöldkyrrðinni og góðlynd nóttin kemur með frið og öryggi verður þín minnst. Einhverntíma þegar jörðin grær upp af blóði þínu og ungir draumar svífa inn í nýja veröld verður þín minnst. Einhverntíma segir gömul kona sögu um unga stúlku sem lét lífið í von þess að lítil börn mættu vaxa til frelsis Þá verður þín minnst Maríanella García-Villas. Maríanella García-Villas var myrt í heimalandi sínu E1 Salvador 13. mars 1983. Ljóð eftir Ingólf Sveinsson. ,Jlétt’ upp hend’ sem eruð í Víkingasveitinni“, sagði einhver sem lögreglan horfðist í augu við ,4)AUÐANN“.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.