Þjóðviljinn - 07.07.1983, Side 23

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Side 23
Fimmtúdagur 7. júM 1983 WÓÐVILJINN - SÍÐA 23 Umsjón: Víðir Sigurðsson Brynjar Guðmundsson markvörður Vals hefur gómað boltann af tánum á Sveinbirni Skagamanni Hákonar- syni. Þorgrímur Þráinsson Valsmaður er við öllu búinn. Mynd: - eik. Vantaðl skotskó Dregið í Evrópumótunum AKRANES MÆTIR ABERDEEN! Hina margfrægu skotskó vantaði illilega þegar Valsmenn og Akur- nesingar léku í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var á Valbjarnarvellinum í Laugardal og tókst hvorugu liði að skora mark, þótt leikið væri í heila tvo tíma, þ.e. venjulegan leiktíma og framleng- ingu. Liðin verða því að mætast að Frestað v/þoku Tindastóll og Keflavík gátu ekki leikið á Sauðárkróki í gærkvöldi í 16-liða úrslitum í bikarkeppninni í knattspyrnu þar sem þoka iagðist yfir Skagafjörðinn í gær og gerði flug ókleift. Leikurinn hefur verið settur á í kvöld. nýju á Akranesi, í næstu viku senni- lega. Leikurinn einkenndist lengi vel af baráttu og taugaspennu leik- manna í fyrri hálfleik og talsvert fram í þann síðari skeði lítið upp við mörkin. Skagamenn tóku síðan leikinn í sínar hendur síðari hluta síðari hálfleiks og fengu þá nokkur stórhættuleg færi. Sveinbjörn Há- konarson komst í gegn eftir fallega útfærða aukaspyrnu Sigurðar Jóns- sonar en skaut í hliðarnet og tíu mínútur fyrir leikslok var Sigurður snöggur að taka aukaspyrnu á miðjum velli, sendi á Sveinbjörn, hann innfyrir á Sigþór Ómarsson en Brynjar Valsmarkvörður bjarg- aði með úthlaupi. Bergþór Magn- ússon fékk síðan dauðafæri hinum megin á 89. mínútu eftir auka- spyrnu en Bjarni Sigurðsson bjarg- aði ÍA með meistaralegri mark- vörslu. Valsmenn byrjuðu með látum í framlengingu, Þorgrímur Þráins- son þrumaði í þverslá Skagamarks- ins, en leikurinn datt niður aftur og jafnaðist. _y§ Það er ekki hægt að segja annað en Akurncsingar hafi dottið í hinn margfræga lukkupott í gær þegar dregið var um það í Sviss hvaða félög skyldu mætast í 1. umferð Evrópumótanna í knattspyrnu. Þeir leika gegn sjálfum Evrópubik- armeisturunum, Aberdeen frá Skotlandi, einhverju allra skemmtilegasta liði Evrópu um þessar mundir. -Víkingar og Vestmannaeyingar voru ekki eins heppnir, Víkingar mæta ungversku meisturunum Vasas í Evrópukeppni meistaraliða og Eyjamenn lenda austur fyrir járntjald eina ferðina enn, leika gegn Carl Zeiss Jena frá Austur- Þýskalandi. Helstu leikir í keppnunum þrem- ur eru eftirtaldir: Evrópukeppni meistaraliða: Víkingur - Vasas AS Roma - Gautaborg Ajax - Olympiakos Pireus Liverpool - Ódense Dundee United -Hamrun Spartans I.infield - Benfica Grasshoppers - Dinamo Minsk Nantes - Rapid Vienna Lech Poznan - Atletico Bilbao Liverpool sem sagt gegn dönsku meisturunum og Dundee United gegn Maltverjum. Evrópumeistar- ar Hamburger sitja hjá. Evrópukeppni bikarhafa: Akranes - Aberdeen Juventus - Gdansk Dukla Prag - Manch. United Barcelona - Swansea/Magdeburg Innsbruck - Köln UEFA-bikarinn: ÍBV - Jena Watford - Kaiserslautern Aston Villa - Guimares (Port) Tottenham - Drogheda (írlandi) Nottm. For. - Vorwárts (A. Þýsk) St. Mirren - Feyenoord Celtic - Aarhus Fyrri leikirnir eiga að fara fram 14. september, þeir síðari þann 28. september. - VS. Páll bjarg- aði Þrótti Oddur og Óskar áfram Oddur Sigurðsson og Óskar Jakobsson áttu ekki í vandræðum með að komast í úrslitakeppnina í sínum greinum, Oddur í 400 m hlaupi og Óskar í kúluvarpi, á heimsleikum stúdenta í Edmonton í Kanada í fyrrinótt. Oddur varð þriðji í sínum riðli og fékk áttunda besta tímann í hlaupinu, 46,96 sekúndur. Óskar kastaði kúlunni 18,54 metra, þurfti aðeins eitt kast því lágmarkið fyrir úrslitakeppnina var 18 metrar. Kast Óskars var það fjórða besta í forkeppninni. Úrslitin í þessum greinum fóru fram nú í nótt, eða öllu heldur snemma í morgun, og því ógerlegt að greina frá þeim í blaðinu í dag. Páll Ólafsson tryggði Þrótturum úr Reykjavík annan leik gégh ÍBV í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi þegar hann jafnaði, 2-2, beint úr auka- spyrnu tveimur mínútum áður en framlengingu skyldi Ijúka í leik liðanna í Eyjum. Páll skaut af 30 m færi, vel til hliðar, og knötturinn sigldi yfir nafna hans Pálmason í Eyjamarkinu. Eyjamenn fengu óskabyrjun, Kári Þorleifsson fékk sendingu frá Hlyni Stefánssyni strax á 3. mínútu, lagði knöttinn vel fyrir sig með hendinni áður en hann sendi hann í netið, 1-0 fyrir ÍBV. Þrótturum tókst að jafna á 72. mínútu. Páll Ólafsson sendi fyrir Eyjamarkið og Júlíus Júlíusson skoraði með skalla, 1-1. Framlengt - á áttundu mínútu þar lyfti Ómar Jóhannsson inní víta- teig Þróttar og Jóhann Georgsson skallaði snyrtilega yfir Guðmund Erlingsson markvörð, 2-1. Svo kom jöfnunarmark Páls og liðin mætast aftur í Reykjavík. Leikurinn einkenndist af baráttu og lítið var til að gleðja augað á rennblautum vellinum. Jafnteflið var sanngjörn niðurstaða, Þróttur átti skilið sigur ef eitthvað var. Eyjamenn fengu fleiri færi en Þróttur sótti meira, einkum eftir því sem á leið leikinn. Páll, Guð- mundur Erlingsson markvörður og bakvörðurinn Kristján Jónsson voru bestir í liði Þróttar. Hjá Eyja- mönnum bar mest á þeim Valþóri Sigþórssyni, Kára og Sveini Sveinssyni. - JR/Eyjum. Víkverji hrelldi Blikana 4. deildarlið Víkverja setti mikinn skrekk í 1. deildarlið Breiðabliks í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar á Melavell- inum í gærkvöldi. Víkverji leiddi í hálfleik, 1-0, með marki Alberts Jónssonar úr vítaspyrnu en Breiðablik skoraði síðan tvívegis í síðari hálfleik. Fyrst Sigurður Grét- arsson, síðan Jón Gunnar Bergs. Halldór Þórarinsson sýndi snilldartilþrif í marki Víkverja. Þórsurum rúllað upp í Kaplakrika! Fjölbreytt á Sumarhátíð Vinsælasti og viðamesti viðburðurinn á íþrótta- sviðinu á Austurlandi ár hvert er án efa Sumarhátíð Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands. Nú er komið að henni, hún hefst að Eiðum á morgun, föstudag, og lýkur á sunnudaginn. Reiknað er með miklum mannfjölda að vanda en þúsundir koma við eða gista á hátíðasvæðinu ár hvert. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði, megin- uppistaðan viðamikil frjálsíþróttakeppni. Sund verður í fyrsta skipti á dagskrá og góðir gestir sækja Austfirðinga heim, kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir til leiks og spiiar gegn kvennaúrvali Austur- lands. Þótt íþróttir séu það sem allt snýst um, verður kryddað með ýmsu öðru og óvenju margir þekktir skemmtikraftar koma fram á þessari sumarhátíð. Þar ber mikið á tónlistarfólki, Bubbi Morthens tekur lagið, svo og Magnús Sigmundsson, Ingunn Gylfadóttir og fleiri. Jörundur og Laddi koma einn- ig fram. Heiðursgestir verða Helgi Seljan alþingis- maður og Ingimundur Ingimundarson frjálsíþrótta- þjálfari ásamt konum sínum. í tenglsum við hátíðina verða haldnir dansleikir í Valaskjálf og Félagslundi, Reyðarfirði, þar sem A- þena og SKLF leika fyrir dansi. Það verður fjör á Sumarhátíð UIA, það bregst aldrei. Fyrstudcildarliði Þórs á Akur- eyri var hreinlega rúllað upp á Kaplakrikavcllinum í gærkvöldi þegar það lenti þar í klónum á 2. deilarliði FH í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu. Eftir að Þórsarar höfðu leitt í hálf- leik, 0-1, skoraði Hafnarfjarðar- liðið fimm sinnum í síðari hálfleik og sigraði 5-1. Þór var betri aðilinn í fyrri hálf- leik og þá skoraði Helgi Bentsson. Ólafur Danivalsson jafnaði fljót- lega eftir hlé fyrir FH, Pálmi Jóns- son skoraði, 2-1, Jón Erling Ragn- arsson 3-1, Pálmi aftur og loks landsliðsbakvörðurinn Viðar Hall- dórsson, 5-1, FH hefur því skorað ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum, skoraði sex í Sand- gerði í 2. deildinni um helgina. -VS KR KR þurfti framlengingu austur á Vopnafirði til að knýja þar fram sigur á Einherja, 1-0, í bikarkeppn- inni í knattspyrnu, 16-liða úrslit- um, í gærkvöldi. í fyrri hluta fram- lengingarinnar náði Björn Rafns- son að skora sigurmarkið. Einherj- ar sóttu allan síðari hlutann en náðu ekki að jafna. fram sigur KR var betri aðilinn mestan part leiksins sem var mjög harður og bikarstemmningin á Vopnafirði var gífurleg. Sæbjörn Guðmunds- son og Elías Guðmundsson voru bestir KR-inga en Birkir Kristins- son átti stórleik í Einherjamarkinu og þá lék vörnin mjög vel. -JS/VS.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.