Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júlí 1983 ALÞYDUBANDALAGID Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn föstudaginn 8. júlí kl. 17.30 í Þinghóli. Dagskrá: Tómstundastarfið. - Stjórnin. Sumarmót AB - Norðurlandskjördæmi eystra jSumarmót AB í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið í Hrísey dagana 8.-10. júlí. Gist verður í tjöldum. Fólk hafi með sér grilltól. Fastar ferðir frá Árskógsströnd föstudag og laugardag. Dagskráin í stórum dráttum: Útsýnis- ferð um eyjuna, kvöldvaka á laugardag með tónlistaleikverki (musikteater) „Aðeins eitt skref" með Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara og Jóhönnu Þórhalls- dóttur söngkonu. Fleira verður sér til gamans gjört. Varðeldur og fjöldasöngur með mararorganundirspili. Upplýsingar gefa Steinar í 21740, Erlingur í 25520 og Hilmir í 22264. Áætlun Hríseyjarferjunnar: Alla daga frá Hrísey kl. 9.00-13.00-17.30. Frá Árskógssandi kl. 9.30-13.30-18.00. Miðnæturferðir þriðjudaga-föstudaga-sunnudaga frá Hrísey kl. 23.30 og frá Litla Árskógssandi kl. 24.00. í athugun er að láta ferjuna fara aukaferðir m.a. til Grenivíkur á föstudag. - Nefndin Norðurlandi eystra. Sumarferðalag Alþýðubandalagsins á Vesturlandi Farið verður um Verslunarmannahelgina. Lagt af stað laugardaginn 30. júlí og farið um Húnavatnssýslur og fyrir Skaga, um Skagafjörö til Siglufjarðar. Nánar auglýst síðar. Kjördæmisráð. Úr Hornvík - maður á eintaii við náttúruna Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum 8.-10. júlí Farið verður á Hornstrandir Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður að þessu sinni farin norður í Hornvík í Sléttuhreppi. Lagt verður af stað með Djúp- bátnum Fagranesinu frá ísafirði, föstudaginn 8. júlí klukkan 2 eftir hádegi og komið til baka á sunnudagskvöld, 10. júlí. Farið veröur á Hornbjarg og í gönguferðir um nágrennið undir leiðsögn kunnugra manna. Dvalíð verður í tjöldum, og þurfa menn að leggja sór til allan viðleguútbúnað og nesti. Munið að vera vel klædd. Kvöldvaka og kynning á Hornströndum. Verð fyrir fullorðna kr. 980.: hálft gjald fyrir 12 til 15 ára unglinga og frítt fyrir börn innan 12 ára aldurs. í verðinu er innifalin ferö til ísafjarðar frá öllum þorpum á Vestfjörðum og heim aftur. Öllum heimil þátttaka. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst einhverjum eftirtalinna manna: ísafjörður: Þuríður Pétursdóttir, sími 4082, Hallur Páll sími 3920, Elín Magnfreðsdóttir, sími 3938. Bolungarvík: Kristinn H. Gunnarsson, sími 7437. Inndjúpshreppar: Elínborg Baldvinsdóttir, Múla Nauteyrarhreppi. Súðavík: Ingibjörg Björnsdóttir, sími 6957. Súgandafjörður: Þóra Þórðardóttir, sími 6167. Önundarfjörður: Jón Guðjónsson, frá Veðrará, sími 7764. Dýrafjörður: Davíð H. Kristjánsson, Þingeyri, sími 8117. Arnaiífjörður: Halldór Jónsson, Bíldudal, sími 2212. Tálknafjörður: Steindór Halldórsson, sími 2586. Patreksfjörður: Bolli Ólafsson, sími 1433. Austur-Barðastrandarsýsla: Gisela Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhóla- sveit, sími 4745. Strandasýsla: Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Pálmi Sig- urðsson, Klúku, Bjarnarfirði, SigmundurSigurðarson, Steinadal, Kollafirði, sími 3343, Höröur Ásgeirsson, Hólmavík, sími 3123. Reykjavík: Guðrún Guðvarðardóttir, símar 81333 og 20679. Sumarfrí 4. júlí-5. ágúst Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður lokuð vegna sumarleyfa frá 4. júlí til 5. ágúst. Skrifstofa flokksins verður opin þennan sama tíma daglega kl. 8-16. Stjórn ABR Húsavík - Almennur stjórnmálafundur Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í félagsheimili Húsavíkur, mánudaginn 11. júlí kl. 21.00. Á fund- inn mæta Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins og Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Svavar Steingrímur ítölsk flugsveit kom til Reykjavíkurflugvallar í fyrrakvöld í minningu þess að fimmtíu ár eru síðan Balbo kom hingað með leiðangur sinn - svo sem eftirminnilegt er frímerkjasöfnurum og bókmenntavinum. (Ljósm.: Leifur). Islenska kjötíð feU> ur Fiimum í geð Úrbætur í kyn- fræðslu- málum í gær gengu á fund menntamála- ráðherra og heiibrigðisráðherra þær Katrín Fjeldsted, læknir, Vil- helmína Haraldsdóttir læknir og Hildur Jónsdóttir skrifstofumaður og afhentu ráðherrunum bréf með kröfum um úrbætur í kynfræðslu- málum. Lagt er til í bréfinu að farin verði sérstök fræðsluherferð sem beinist aðallega að unglingum 15 -19 ára. Tilefni þessa framtaks kvenn- anna er m.a. sú umræða sem orðið hefur í kjölfar frumvarps Þorvaldar Garðars og félaga á alþingi um fóstureyðingar. Það eru 57 konur úr öllum stjórnmálasamtökum sem undir- rita þessa áskorun til ráðherranna. Flestar þessara kvenna hafa starfs síns vegna mikið haft af þessum málum að segja. ___________________-óg. Samtök gegn asma og ofnæmi: Sumarferð um Suðurland A sunnudaginn næsta efna Samtök gegn asma og ofnæmi til sumarferðar um Suðurland. Samtökin eru nú á 10. ári, en helsta verkefni þeirra er að halda uppi fræðslu fyrir þá mörgu sem þjást af þessum sjúkdómum og að berjast fyrir réttindamálum þeirra. Asma- og ofnæmissjúklingar eru velkomnir í ferðina, sem og aðrir þeir sem tengjast málefnum félags- ins. Upplýsingar um sumarferðina fást á skrifstofu samtakanna (s. 22153) og hjá Guðrúnu, s. 72495. Þegar sá ágæti, fínnski forseti Mauno Koivisto, kom hingað til lands í opinbera heimsókn síðla árs 1982, var samið um sölu á 100 tonn- um af frystu dilkakjöti til Finn- lands. Fékkst fyrir það allgott verð miðað við aðra dilkakjötsmarkaði Búvörudeildar. íslenska dilkakjötið hefur fengið mjög lofsamlega dóma í Finnlandi, talið fitulítið og bragðið milt, að sögn finnska blaðsins Helsingin Sanomat. Blaðið telur einnig að ís- Hinn 30. júní sl. fór brunamála stjóri, Þórir Hilmarsson ásamt þeim Guðmundi Haraldssyni og Trausta Þorlákssyni, starfsmönn- um stofnunarinnar austur að Eyrarbakka til að afhenda þar nýj- an slökkvibfl af Bedford gerð, - með tilheyrandi búnaði og dælum. Fylgdu og varahlutir, sem sérpant- aðir voru fyrir þessi tæki. Bíll, dælur og slöngur voru próf- aðar og slökkviæfing haldin í því skyni. Tækin reyndust mjög vel og dælan kraftmikil. Aksturseigin- leikar bifreiðarinnar eru mun betri lenska dilkakjötið sé mjög vel sam- keppnisfært við finnskt dilkakjöt bæði um verð og gæði. Árleg dilkakjötsneysla Finna er talin vera um 200 gr. á mann á ári. Gæði kjötsins hafa aukist en neysla ekki að sama skapi því framboð á fersku kjöti er ekki nóg á þeim tíma, sem eftirspurnin er mest. Þessu er þó hægt að breyta, að áliti blaðsins, með því að leggja áherslu á sölu frysts kjöts og dreifingu um landið allt. en hjá þeim bflum af þessari gerð, sem áður hafa verið fluttir inn. Töluverð viðhöfn var á Eyrar- bakka í tilefni af þessari gesta- komu. Kom gamli slökkvibfllinn til móts við þann nýja, ásamt slökkvi- liði og sveitarstjóra, Magnúsi Kar- el Hannessyni, fólk stóð á götum úti er ekið var um bæinn og í lokin voru kaffiveitingar. Umboðssali fyrir bílinn er Jón H. Þorbergsson, bflaverkstæði, en inn erhann fluttur á vegum Eyrar- bakkahrepps. Slökkviliðsstjóri er Gísli Sigurðsson. - mhg. Eyrbekkingar fá nýjan slökkvibíl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.