Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 7. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 RUV0 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar Þulur velur og kynnir 7.25 Leikfimi Tónleikar 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Ðagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð. Bryndis Viglundsdóttir talar. Tónleikar 8.30 Mylsna. Þáttur fyrir morgunhressa krakka. Stjórnendur: Ása Helga Ragn- arsdóttir og Þorsteinn Marelsson. 8.40Tónbilið 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Stroku- drengurinn" eftir Astrid Lindgren Þýð- andi: Jónina Steinþórsdóttir. Gréta Ólafsdóttir les (f 9). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik- ar. fO.OO Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustu- gr. dagbl. (útdr.). f 0.35 Verslun og viðskipti Umsjónarmað- ur: Ingvi Hrafn Jónsson 10.50 Áfram hærra. Þáttur um kristileg málefni. Umsjón: Gunnar H. Ingimundar- son og Ólafur Jóhannsson. 11.05 Vinsæl dægurlög sungin og leikin 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.05 „Refurinn í hænsnakofanum" eftir Ephraim Kishon i þýðingu Ingibjargar Bergþórsdóttur. Róbert Arnfinnsson les 0) 14.30 Miðdegistónleikar „The Academy Music" hljómsveitin leikur Forleik nr. 3 í G-dúr eftir Thomas Augustin Asrne; Christopher Hogwood stj. / Steven Staryk og „National Arts Centre" hljómsveitin leika þátt úr Fiðlukonsert nr. 5 i A-dúr k. 219 eftir Wolfgang Amadeus Mozart; Mario Bernardi stj. 14.45 Popphólfið - Pétur Steinn Guð- mundsson. 15.20 Andartak Umsjón: Sigmar B. Hauks- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Melos-kvartett- inn í Stuttgarf leikur Andante, scherzó, capriccio og fúgu eftir Felix Mendelssohn / Pinchs Zukerman og Daniel Barenboim leika á víólu og píanó Sónötu í Es-dúr * i Um verðlaun forseta íslands Fáránleg umræða í fjölmiðlum Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri: hann er ekki að biðja handhafa framkvæmdavaldsins um leyfi þótt hann bjóði nokkrum útlendingum í lax.... Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra: hún er ekki að hafa áhyggjur þótt Jóhannes Nor- dal bjóði útlendingum í lax... op. 120 nr. 2 eftir Johannes Brahms. 17.05 Dropar Síðdegisþáttur i umsjá Arn- þrúðar Karlsdóttur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Gunnvör Braga heldur áfram að segja börnunum sögu fyrir svefninn. 20.00 Bé einn Þáttur í umsjá Auðar Haralds og Valdísar Óskarsdóttur. 20.45 Leikrit: „Hermann, Milla og Mikki“ eftir Howard Barker Þýðandi: Sverrir Hólmarsson. Leikstjóri: Bríet Héðinsdótt- ir. Leikendur: Karl Ágúst Úlfsson, Ragn- heiður Tryggvadóttir, Gísli Rúnar Jóns- son og Randver Þorláksson. 21.25 Einsögur í útvarpssal: Margrét Bo- asdóttir syngur lög eftir Edvard Grieg, Franz Schubert og Eric Satie. Þóra Friða Sæmundsdóttir leikur á píanó. 21.55 „Sérstakt tilefni", smásaga eftir Anders Hansen Ragnheiður Arnardóttir les. 22.05 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 Fimmtudagsumræðan - Staða efnahagsmála Umsjón: Páll Heiðar Jónsson, 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Ég get ekki orða bundist vegna sífeildra árása á forsetann okkar, Vigdísi Finnbogadóttur, vegna bókmenntaverðlaunanna sem hún ákvað að stofna til í minningu Jóns Sigurðsonar forseta. í öllum borgaralegu blöðunum er fjarg- viðrast fram og aftur um forms- atriði sem ekki hafi verið í lagi. Engu þeirra hefur dottið í hug að upplýsa okkur um hvað raun- verulega er hér á ferð. Eða hafa menn almennt áttað sig á því að hér er um það að ræða að út- hlutað er sem svarar launum eins kennara á ári? Það eru öll ósköpin. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra lætur hafa við sig viðtal á baksíðu Morgun- blaðsins og býsnast þar yfir því að hún hafi ekki verið látin vita um þessi verðlaun áður en þau voru gerð lýðum ljós. Mér er spurn: Hvað kemur menntamálaráð- herra það við? Má hann ekki vera ánægður ef einhver, í þessu tilfelli fjármálaráðherra Albert Guð- mundsson, úthlutar fjármagni til menntamála, framhjá mennta- málaráðuneytinu? Er ekki þeim sem ber menntir og menningar- mál fyrir brjósti, akkur í því ef fjárveitingavaldið eykur framlög til þeirra mála? Annar flötur er á þessu máli og hann ekki ómerkari en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Menn eru að æsa sig yfir því þótt veitt sé smáfjármagni í minningu Jóns Sigurðssonar forseta. Talað er af vandlætingu um að þessi út- deiling úr okkar sameiginlega sjóði hafi átt að koma fyrir alþingi áður en hún var ákveðin. En hvað segja menn þá um laxveiðiferðir Seðlabankastjóra með tugi er- lendra „gesta'1 mörgum sinnum á ári? Hvers vegna skyldi hinn op- inberi starfsmaður Jóhannes Nordal, hafa rýmri heimild til að nota almannafé í því skyni en for- seti lýðveldisins, fjármálaráð- herra og forsætisráðherra saman- lagt í títtnefndu verðiaunamáli? Alveg er ég viss um að það fé sem notað er á ári til risnu fyrir erlenda peningamenn í Iaxveiðiám lands- ins nemur sem svarar tugum bók- menntaverðlauna forseta íslands á hverju einasta ári. Og enginn segir neitt við því. Já, það er ekki sama hver á í hlut. Halldór Bergmundsson. „Ef lesið er.... “ Það var eitthvað verið að tala um hneykslismál í Hvíta húsinu þarna fyrir vestan og af því tilefni fengum vér sent eftirfarandi vísukorn: Ef lesið er lengst í kjölinn og lífsstefna Nixons gleymd. Var Reagan þá skyggn á skjölin í skápnum hjá Carter geymd. Útvarp kl. 20.45 Hermann, Milla og Mikki Dœmisögur ívans Kríloffs I kvöld fimmtudaginn 7. júlí verður flutt útvarpsleikritið ,dlermann, Milla og Mikki“ eftir breska leikritahöfundinn How- ard Barker. Þýðinguna gerði Sverrir Hólmarsson en leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir. Leikendur eru: Karl Ágúst Úlfsson, Ragnheiður Tryggva- dóttir, Gísli Rúnar Jónsson og Randver Þorláksson. Hermann er atvinnulaus og hefur takmarkaðan áhuga á að bæta úr því þrátt fyrir hvatningu Millu sambýliskonu sinnar sem gerir örvæntingarfullar tilraunir til að koma honum út á vinnu- markaðinn. Hermann er undir sterku áhrifavaldi Mikka vinar síns sem vill heldur að hann eyði tíma sínum í að spila billjard með sér. Þegar Millu tekst að lokum að fá Hermann til að vinna, kem- ur í ljós að Mikki er ekki allur þar sem hann er séður. Asninn sem var heiðraður Maður nökkur átti asna sem virtist svo blíður, góður og prúður í hegðun að hann gat ekki hrósað honurn nógsamlega. „Þetta dýr ber af öllum öðrum ösnurn,11 sagði hús- bóndinn. „Ég ætla að hengja bjöllu utan um hálsinn á honum svo að ég tapi honum aldrei.11 Fyrst í stað var asninn geysilega hreykinn yfir þessum virðingarvotti. Hann sperrti sig allan, naut þess að heyra hljóminn í bjöll- unni og hugsaði í sífellu um hvað hann væri mikið fyrirmyndardýr. En áður en asninn fékk heiðursmerkið hafði hann satt að segja verið vanur að gera sig heimakominn í görðuni nágrannanna og fá sér dálítinn rúg eða hafra. Hann teygði sig gegnumhlið eða rifur á girðingunni þeg- ar enginn sá til, át eins og hann lysti og laumaðist svo burt aftur. En nú horfði rnálið öðru vísi við. Þegar asninn ætlaði að laumast inn í garð til að fá sér aukabita, heyrði eigandi garðsins hljóminn í bjöllunni, hljóp út og barði asn- ann hraustlega. Ef hann stóðst ekki mátið og læddist inn á akur nágrannans kom bjölluhljómurinn þegar í stað upp um hann og einhver kom hlaupandi og lumbraði á honum með lurk. Hvert sem hann fór, inn á rúgakurinn, í hafraskemmuna eða inn í aldingarð heyrði einhver bjölluhljóminn og barði asnann uns hann varð blár og marinn, stirður og aumur í öllum iiðum. Þegar sumarið var liðið var asninn með heiðursmerkið ekki orðinn annað en skinnið og beinin. Bóndinn og bjarndýrið Bóndi nokkur og þjónn hans voru að ganga heim til sín að kvöldiagi. Leið þeirra lá gegnum skóg. Skyndilega réðst bjarndýr á bóndann og greip hann heljartökum og leit í kringum sig til að finna skemmtilegan stað til að njóta kvöldverðar síns. Veslings bóndinn var að dauða kom- inn. Hann kallaði til þjóns síns ámát- legri röddu: „Bjargaðu mér, kæri vin- ur. Hjálpaðu mér bróðir minn.“ Þjóninn tók á öllu sem hann átti til. Hann sveiflaði öxinni sinni og klauf höfuð bjarndýrsins og réðst síðan á það með heykvísl. Dýrið vældi, valt um koll og var örent. Þegar hættan var liðin hjá sneri bóndinn sér að þjóninum og tók til að skamma hann allt hvað af tók. „Hvað er þetta? Hvað hef ég gert af mér?“ spurði þjónninn hissa. „Hvað hefurðu gert, heimskinginn þinn og fíflið þitt! Þú hefur drepið þetta dýr á þann hátt, að feldurinn af því er gereyðilagður. Ég get hreint ekkert gert við skinnið11.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.