Þjóðviljinn - 13.07.1983, Side 1

Þjóðviljinn - 13.07.1983, Side 1
J Margrét Pála Ólafsdóttir lýkur í dag vandaðri úttekt á dagvistun barna í Reykjavíkog hyggur að framtíðinni. Sjá 6. júli 1983 miðvikudagur 154. tölublað 48. árgangur Sighvatur Björginsson um flugstöðvarmálið: afgreiðsla Óeðlileg Stangast á við anda þingræðis og stjórnarskrár þingflokksformaður Alþýðuflokksins er Þjóðviljinn innti hann álits á afgreiðslu fulgstöðvar- málsins: - Ég tel óeðlilegt að þingnefnd sem kosin var af síðasta alþingi, starfi áfram eftir að nýtt þing hefur verið kosið - og fjalli um og afgreiði mál sem heyra undir nýju löggj afarsamkomuna, sagði Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi - Þessi vinnubrögð og reyndar fleiri af hálfu ríkisstjórnarinnar síð- ustu daga stangast á við anda þing- ræðisins og stjórnarskrárinnar. - Nefnd alþingis getur ekki verið til eftir að hún liefur misst umboð - og ég tel að nýjar kosningar felli slíkt umboð úr gildi. Stjórnvöld geta ekki látið eins og nýtt alþingi sé ekki til. Ég minni á að nýju þing- flokkarnir tveir hafa saman tilstyrk sem gæti nægt til að fá menn kjör- inn í utanríkismálanefnd - og það Sighvatur Björgvinsson. Nefnd al- þingis getur ekki verið til eftir að hún hefur misst umboð. þýddi að annað hvort Framsókn- a.-.aöur eða Sjálfstæðismaður dyttu út úr henni. Það er af og frá að hægt sé að standa svona að málum. Pingið hefði átt... - Þingmenn Sjálfstæðisfiokksins og stjórnarandstöðuflokkanna lögðu til að þingið kæmi saman að afloknum kosningum m.a. að til kjósa í nefndir alþingis og embætti þess. Sú krafa var sett fram til að forðast það að svona atburðir gætu gerst. Og er afgreiðsla stjórnvalda á þessu máli dæmi um þaö hversu brýna nauðsyn ber til þess að kalla ávallt saman alþingi eftir kosningar og stjórnarskipti, sagði Sighvatur Björgvinsson að lokum. _ Gangstéttin sem á sínum tíma lá yfir vatnsæðinni sem sprakk í fyrrinótt fór bókstaflega á loft og er nú ónýt á stórum kafla. Ljósm.AB. Vatnsæð sprakk við Reykjaveginn Mikill vatnsflaumur 3 íbúðir skemmdar Mikið vatnsflóð varð við Reykjaveg í fyrrinótt, þegar vatnsæð á 3-4 metra dýpi sprakk. Urðu talsverðar skemmdir af vatnsflóðinu, en þetta er 12 tonna vatnsæð. Flóði upp í holræsum í þremur íbúðum í grenndinni, þar sem holræsin gátu ekki tekið við vat nsflaumnum, og skemmdust þær talsvert. Þá fór gagnstéttin á „loft“ þar sem rörið sprakk og er hún ónýt á kafla. Starfsmenn borgarinnar huga að skemmdum. Vatnslaust varð um stóran hluta bæj arins af þessum völdum og enn í gær var víða vatnslítið eða vatns- laust þarna í nágrenninu, eftir því sem Þóroddur Sigurðsson verk- fræðingur hjá Vatnsveitunni sagði í viðtali við blaðið. Orsakir sprengingarinnar má rekja til raða af atvikum. Grafa hafði slitið rör við Flókagötu/ Gunnarsbraut, þar sem var verið að leggja kapalstreng fyrir raf- veituna. Var þá lokað fyrir vatnið þar, en þrýstingurinn varð meiri en kerfið þoldi og sprakk þá rörið við Reykjaveginn. Sagði Þóroddur að menn vonuðust til að unnt yrði að gera við skemmdirnar strax, og von væri á eðlilegu vatnsrennsli til gatna þarna í nágrenninu strax í dag. þs Það var margt um manninná sumarmóti Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjör- dæmi eystra, en það var haldið í Hrísey um helgina. Rekstrarfjárstaða fiskvinnslunnar: Afurðalán lækkuð / Ahrif gengislækkun- arinnar fjara út!” Afurðalán Seðlabankans hafa lækkað úr tæpuin 52% niður í 45% af verði útfluttra sjávarafurða. Þessi lækkun var tilkynnt í síðasta mánuði en hefur farið mjög hljótt í fjöl- miðlum. Mat margra sem þekkja til reksturs fiskvinnslunnar er aö gengislækkunin hafi öll veriö tekin aftur meö þessari lækkun gagnvart fiskvinnslunni. Þann- ig veikist rekstrarfjárstaða þessara fyrirtækja um 13% miðað við það sem verið hefði að óbreyttum afurðalánum, að sögn heimildarmanna okkar. -óg Er álver lausnin á atvinnuvandamáli Eyfírðinga? Viðtal við Helga Guðmundsson um starf iðnþróunar- ncfndar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.