Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. júií 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Eftir kosningar á Italíu:
Hægrimenn töpuðu en
vinstrið sigraði ekki
í kosningunum sem fram fóru á
Ítalíu í síðastliðnum mánuði varð
sú niðurstaða mikilvægust að
stærsti flokkur landsins, Kristilegir
demókratar, DC, missti allmikið
fylgi, fékk tæplega 33% atkvæða.
Hann hefur því aðeins tæplega 3%
atkvæða forskot fram yfir
Kommúnistaflokkinn, sem sjálfur
hefur einu sinni (1976) fengið meira
fylgi en Kristilegir nú.
Þessi úrslit eru að því leyti
þýðingarmikil, að þau eru áfangi í
þróun sem ítalskir vinstrimenn
hafa lengi beðið eftir eða barist
fyrir. Þróun sem leiddi til þess, að
hinn stóri hægriflokkur missti þá
valdaeinokun sem hann hefur haft
frá stríðslokum. En sósíalistar og
kommúnistar hafa jafnan talið, að
forsendan fyrir því að hægt verði að
gera ríkiskerfið lýðræðislegra,
draga úr mun á hinum iðnvædda
norðurhluta landsins og hinum
vanþróaða suðurhluta sem og
kveða niður vald mafíunnar, væri
einmitt tengd því að kristilegir yrðu
„flokkur eins og hinir“.
Mótmœla-
atkvœði
En úrslit kosninganna eru aðeins
áfangi en ekki sigur vinstrimanna.
Það má segja, að hægriöflin hafi
tapað í kosningunum - án þess að
vinstriflokkarnir hafi sigrað. Marg-
ir sátu heima, margir greiddu eins-
konar mótmælaatkvæði ýmsum
smærri flokkum. í borgum þar sem
sósíalistar eða kristilegir áhrifa-
menn höfðu verið viðriðnir
hneykslismál var flokkum þeirra
refsað með fylgistapi. PCI,
kommúnistaflokkurinn hélt svo
allvel utan um sitt fylgi.
Kaþólskan
og pólitíkin
Fylgistap Kristilegra má skýra
með ýmsum hætti. Hann hefur set-
ið lengi við völd og er eftir því
þrælslega flæktur í ótal hneykslis-
og spillingarmál ítölsk. í annan
stað má segja, að kaþólska kirkjan
hefur ekki lagt sig fram um það eins
og áður að mæla með flokknum og
kommúnistar hafa hagað málflutn-
ingi sínum svo, að fáum mun nú
detta það í hug að það sé ósamrým-
anlegt guðstrú að kjósa þann flokk.
Ekki hefur það heyrst frá Páfa-
garði, að þar telji menn að ósigur
Kristilegra demókrata sé ósigur
kaþólskunnar í landinu. Aftur á
móti hafa ýmsir kaþólskir mennta-
menn áhyggjur af því, að fylgi
flokksins hefur rýrnað sérstaklega
mikið meðal unga fólksins og að
allmikill hluti þess fólks sem nú
yfirgaf flokkinn hélt til hægri og
kaus nýfasista og þar með gegn
lýðræðinu.
Vinstrimenn
hugsa sitt ráð
Vinstrimenn hafa látið kosn-
ingaúrslitin verða sér nokkuð ti-
lefni til sjálfsgagnrýni. Kommún-
istablaðið l’Unitá spyr að því,
hvort við upplifum nú hnignun
meðal menntamanna, ekki síst
vinstrisinnaðra - það sé einatt mik-
ið djúp staðfest milli hugmynda
þeirra og gjörða og ný dulhyggja og
nýrómantík sýni vissa uppgjöf
andspænis vandamálum samtím-
ans. Kommúnistar og sósíalistar
hafa líka áhyggjur af því, að þeir
eigi erfitt með að ná til unga fólks-
ins. Um 3,7 miljónir kusu nú í
fyrsta sinn — og það hefur komið
mörgum á óvart, að vinstriflokk-
arnir halda ekki sínu meðal þeirra,
heldur vinna miðjuflokkarnir litlu
verulega á einmitt meðal nýrra
kjósenda.
Starfsemi hefndarverkamanna
hefur að mörgu leyti leikið ítalska
vinstrimenn grátt. í lok sjöunda
áratugarins og byrjun hins áttunda
bjuggust ungir menn og róttækir
við að byltingin kæmi að sunnan.
ítalskir háskólar voru yfirfullir
með hópa og hreyfingar sem hver
um sig reyndu að finna sem stysta
leið til sósíalismans - og allmargir
litu á beitingu vopna sem lið í þeirri
þróun. Kommúnistaflokkurinn
hefur reynt mjög ákveðið að
hreinsa sig af öllum slíkum tilhneig
ingum, svo rækilega, að ungu
fólki hefur fundist hann gerast í
heldur ríkum mæli málsvari lög-
reglunnar Sósíalistaflokkurinn hef-
ur meira slegið úr og í í þessum
efnum. En báðir flokkar hafa feng-
ið að reyna það, að eftir því sem
ystuvinstrihreyfingum hnignaði og
hermdarverkum fjölgaði hefur
komið upp almennur vinstri-
skrekkursem hefur m.a. fælt margt
ungt fólk frá pólitík.
Eitt af mörgum óleystum vandamálum á Ítalíu er það djúp sem er staðfest
milli iðnvæddra norðurhéraða og fátækra suðurhéraða.
Craxi
forsœtis-
ráðherra?
Þegar þetta er skrifað hefur ný
stjórn ekki verið mynduð, en líkur
eru taldar á því, að ósigur Kristi-
legra leiði til þess, að foringja sósí-
alista, Craxi, verði falin stjórnar-
myndun. Það væri að sönnu í fyrsta
sinn sem sósíalisti yrði forsætisráð-
herra á Ítalíu eftir stríð, en samt er
vafasamt að reikna slík málalok
sem verulegan sigur fyrir sósíalista.
Craxi felldi fyrri stjórn og knúði
fram kosningar í þeirri von að
flokkur hans ynni verulegan sigur.
Það gekk ekki eftir - flokkur sósíal-
ista bætti innan við 2% atkvæða við
sig. Og í nýrri stjórn verða að öllum
líkindum þeir sömu flokkar og hafa
setið í samsteypustjórnum að
undanförnu - kristilegir og sósíal-
istar og þrír smáflokkar í miðju.
ÁB
Sænskt vfldngaskip á
leið til Miklagarðs
Víkingaskipið „Krampmacken“ er nú í miðju Póllandi og var þar vel
fagnað.
Stöövað við
sovésku
landamærin
Nokkrir Svíar eru nú komnir
inn í mitt Pólland á bátnum
„Krampmacken“ sem er eftirlík-
ing af minniháttar víkingaskipi.
Þeir ætluðu í fótspor feðra sinna
eftir ám Austur-Evrópu allt til
Miklagarðs, en munu nú stranda
á iandamærum Póllands vegna
þess að þeir höfðu ekki tryggt sér
sovéska vegabréfsáritun.
Víkingar hér áður fyrr, segir í
frásögn af máli þessu í DN, ruddu
sér braut með sverði og mútum.
En nú stoðar ekki annað en gild
vegabréfsáritun.
Undirbúningur leiðangursins
sem Erik Nylen stjórnar, hefur
tekið þrjú ár. Fyrir mánuði var
lagt af stað og siglt frá Gotlandi
upp í mynni pólska fjótsins
Wislu. Fyrir nokkrum dögum
kom víkingaskipið litla til Var-
sjár, og hafði verið skrifað um
það af miklum velvilja í pólskum
blöðum og fylgst með því í sjón-
varpi.
Svíarnir ætluðu síðan áfram
upp eftir ánni Bug og yfir í
Dnjepr í Sovétríkjunum og niður
að strönd Svartahafs. En þeir
höfðu ekki tryggt sér vegabréfs-
áritun. Að vísu höfðu leigangurs-
menn sent fyrir milligöngu sæn-
sku vísindaakademíunnar skýrslu
um áform sín til hinnar sovésku
vísindakademíu, en svar fengu
þeir ekki fyrr en þeir voru komnir
af stað.
Sovéska akademían lét í ljós
efasemdir um vísindalega þýð-
ingu leiðangursins, segir tals-
maður sænsku akademíunnar,
Manfred Ribbing. Hann bætir
því við í viðtali við DN, að ef til
fara.
vill liggi leið víkingaskipsins um
einhver þau svæði í Sovétríkjun-
um sem séu viðkvæm frá hern-
aðarlegu sjónarmiði.
Sænska sendiráðið í Moskvu
hefur nú fengið endanlegt nei við
umsókn Svíanna um leyfi til að
sigla eftir hinum rússnesku fljót-
um. Utanríkisráðuneytið sænska
telur reynandi að draga skipið á
land í Póllandi og fresta áfram-
haldi leiðangursins þar til tekist
hefur að tala Sovétmenn til og
útskýra betur fyrir þeim eðli
leiðangursins.
Ferðin hefur annars gengið að
óskum og hraðar en víkingarnir
nýju bjuggust við. Til dæmis kom
Krampmacken viku fyrr til Var-
sjár en ráð var fyrir gert.
Allt frá því að Norðmaðurinn
Thor Heyerdahl fór leiðangur
sinn í Kon-Tiki hefur það verið
vinsælt að líkja eftir ýmsum forn-
um sjóferðum.
Vestur-Þýskaland:
Heitt sum-
ar gegn
kjarnorku-
vopnum
Vesturþýska lögreglan hefur nú
mikinn viðbúnað vegna hinna víð-
tæku mótmæla gegn uppsetningu
eldflauga í landinu sem í undirbún-
ingi eru.
Leyniþjónustan segist óttast að
hópar sem hún kennir við stjórn-
leysi eóa segir yst til vinstri muni
nota tækifærið og grípa til „algjörr-
ar andspyrnu gegn kerfinu" - og
muni þá m.a. beita vopnum.
Um leið er það haft eftir yfir-
völdunum, að sem betur fer hafi
slíkum hópum ekki tekist að ná
þeim áhrifum í friðarhreyfingunni
sem þeir gjarna vildu.
Aðrir óttast hinsvegar að lög-
reglan muni nota þrátafl sitt við
hópa, sem hallir eru undir hermd-
arverk sem fyrirslátt, til að ganga
harkalega fram gegn friðsamlegum
mótmælum kjarnorkuandstæð-
inga.
Það er einmitt mikið á dagskrá
hjá friðarhreyfingunni nú hvernig
mótmælaaðgerðunum verði best
háttað og hve langt eigi að ganga í
að hunsa reglugerðir og fyrirmæli
iögregluyfirvalda.
Andstæðingar kjarnorkuvopna í
Vestur-Þýskalandi hafa reyndar
unnið einn „friðsamlegan" sigur
nýlega. Yfirréttur í Luneburg hef-
ur orðið til þess að kveða upp úr
um það í fyrsta sinn í dómskerfinu,
að viðleitni bæjar- og sveitastjórna
til að lýsa sitt land „kjarnorku-
vopnalaus svæði“ sé fyllilega
lögmæt og í anda stjórnarskrár-
innar.