Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 13. júlí 1983 ÞJÓÐVÍLJINN — SÍÐA 11 íþróttir Víðir Sigurðsson KR-ingar í hörku sókn í ieiknum í gærkvöldi, en markvörður Þróttar grípur inní. Enn eitt jafnteflið 1. deild kvenna Nú hafa verið leiknar Rmm umferðir f 1. deild kvenna ef undan er skilinn leikur Víkings og ÍA, en þeim leik var frestað á sínum tíma og verður leikinn næsla sunnudag. Úrslit ■ hinum leikjum 5. umferðar urðu: Breiðablik-KR..........1:0 Valur-Víðir............7:0 Staðan í mótinu er þessi: Breiðablik....5 5 0 0 10- 2 10 KR............5 2 2 1 8- 3 6 Valur.........5 2 2 1 13- 3 6 Akranes.......4 12 1 6-3 4 Víkingur......4 1 0 3 2-10 2 Víðir.........5005 3-21 0 Nokkurð hlé verður gert á íslands- mótinu í 1. deild vegna leikja í bikar- keppni KSÍ en í 6. umferð eigast við: Víðir og ÍA, Breiðablik og Valur og Víkingur og KR. Allir þessir leikir fara fram fimmtudaginn 21. júlí. Kjærbo vann öldunga- mótið Þorbjörn Kjærbo, margfaldur ís- landsmeistari í golfi, sigraði á öld- ungamótinu sem haldið var á Hval- eyrinni um helgina. Það var golf- klúbburinn Keilir sem sá um mótið. Fjölmargir snjallir golfleikarar mættu til leiks, en Þorbjörn reyndist þó hafa mikla yfirburði þær 18 holur sem leiknar voru. Hann fór á 75 höggum, sem er afbragðsárangur. í 2. sæti var önnur þekkt golfhetja, Sveinn Snorrason, en hann lék á 82 höggum. Vilhjálmur Ólafsson varð í 3. sæti með 83 högg. í keppni með forgjöf sigraði Þor- steinn Þorvaldsson, Arnkell B. Guð- mundsson varð í 2. sæti og Eyjólfur Bjarnason í 3. sæti. Feðgamót í Grafarholti Svonefnd feðgakeppni var haldin á Grafarholtsvellinum um síðustu helgi. Þátttakendur voru 50 talsins og var leikið með forgjöf. Úrslit urðu þessi: 1. Grímur Valdimarsson og Gunnar Grímsson 66 högg (90-24). 2. Guðmundur S. Guðmundsson og Guðmundur Ó. Guðmundsson 68 högg (88-18). 3. Þórir Sæmundsson og Steinar Þórisson 70 högg (83-13). 4. Þorsteinn Sv. Stefánsson og Heimir Þorsteinsson 70 högg (84- 14). 2. deild: 4 leikir í kvöld Fjórir leikir eru á dagskrá í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í kvöld. Hefjast leikirnir kl. 20. Á Akur- eyri leika KA, á Kaplakrikavelli leika FH og KS, á Laugardalsvelti leika Fram og Fylkir og á Vopnafjarðar- velli leika Einherji og Njarðvík. Allir eru þessi leikir þýðingarmiklir fyrir hina miklu baráttu sem nú geisar í 2. deild. f 2. deild kvenna fara einnig fram tveir leikir. Á Árbæjarvelli leika Fylk- ir og Fram í A-riðli deildarinnar og á Akureyri leika Þór og KA. Enn eitt jafnteflið í 1. deildinni í knattspyrnu leit dagsins Ijós í gær- kvöldi þegar KR-ingar og Þróttar- ar lcku án þess að skora löglegt mark. Finnst mörgum sem slík úr- slit séu orðin full-mörg á yfirstand- andi íslandsmóti, og ekki bætir úr skák þegar mörkin Iáta á sér standa. Hvað snertir leikinn í gær- kvöld verða úrslitin að teljast nokk- uð sanngjörn þó sennilega séu vinir mínir úr KR ekki sammála því. Bæði liðin fengu nokkur upplögð marktækifæri sem ekki tókst að nýta. Ekki var veðrið sem ákjósan- legast til að leika knattspyrnu á fag- urgrænum Fögruvöllum. Stekkingsvindur á annað markið og marshiti. Fengu áhorfendur þannig enn kjörið tækifæri til að svekkja sig á sunnlensku „sumri“ Þróttarar léku undan vindinum í fyrri hálfleik og voru mun meira með boltann og sömuleiðis aðgangsharðari við mark and- stæðingana. Þróttarar spiluðu yfir- leitt af meiri skynsemi en KR-ingar sem alltof oft notuðust við of þröngt spil, sem lítið gengur þegar leikmenn eru ávallt umkringdir 3-4 Afturclding veitir Haukum í Hafnarflrði harða keppni í A-riðli 4. deildarinnar í knattspyrnu. Þeir sigruðu Hrafnaflóka í sínum sjötta leik í sumar og það með gífurlegum yfirburðum. Lokatölur urðu 12:0! Þessa leiks var ekki getið í blaðinu í gær enda var ekki ráð fyrir honum gert í leikjabókinni. Hafþór Kristjánsson skoraði fjögur mörk í leiknum og telst því vera markhæsti leikmaður allra deilda með 11 mörk skoruð úr 6 andstæðingum í hvert skipti þeir fá boltann. Besta marktækifærið í leiknum fengu KR-ingar á 72. mín. þegar Sæbjörn komst einn inn fyrir vörn Þróttara, en hógværð hans varð til tjóns því hann gaf boltann á rang- „Það er okkur ánægjuefni að eiga fjóra fulltrúa í þessari rniklu keppni, því hér er um stórviðburð að ræða. Reyndar leikjum. Þá skoraði félagi hans Lárus Jónsson fjögur mörk í leiknum og fylgir Hafþóri eftir sem skugginn með 10 mörk. Næst leikur Afturelding við Óðin og fer leikurinn fram á föstudagskvöldið. Staðan í A-riðlinum er nú þessi: Haukar............6 5 1 0 32- 1 11 Afturelding.......6 4 2 0 30- 6 10 Reynir............73 1 3 9- 8 7 Bolungarvík.......7 3 1 3 8-13 7 Stefnir...........7 1 5 1 8-20 7 Hrafnaflóki.......6 1 1 4 8-32 3 Óðinn.............7 0 1 6 1-26 1 stæðan samherja í stað þess að skjóta sjálfur. KR-ingar voru mun betri í seinni hálfleik, en sem fyrr var sóknar- Ieikur þeirra heldur bitlaus. Ottó Guðmundsson var bestur-KR-inga og einnig átti Sigurður Indriðason góðan leik. munaði litlu að Þorvaldur Þórs- son og Vésteinn Hafsteinsson kæmust í þennan hóp, en þeir eru með fjórða bestan árangur í sínum greinum,,, sagði Orn Eiðsson formaður Frjálsíþrótt- asambands íslands þegar hann var spurður álits á þátttöku ís- lendinga í keppni Norðurland- anna við Bandaríkin sem fram fer í Stokkhólmi dagana 26. og 27. júlí næstkomandi. Þeir ís- lendingar sem valdir hafa verið til keppni eru Oddur Sigurðs- son sem keppir í 400 metra hlaupi og 4x400 metra boð- hlaupi, Oskar Jakobsson sem keppir í kúluvarpi, Einar Vil- hjálmsson sem keppir í spjót- kasti og Þórdís Gísladóttir sem keppir í hástökki. Þetta er í fyrsta sinn sem keppni sem þessi fer fram, en íslendingar áttu upphaflegu hugmyndina og komu fram með tillögu um slíka keppni á þingi Norræna Frjáls- íþróttasambandsins 1981. Keppnisfyrirkomulagið verður með þeint hætti að 6 keppa í hverri grein, þrír frá Norðurlöndunum og þrír frá Bandaríkjunum. Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum frjálsra íþrótta nema Asgeir Elíasson bar liöfuð og herðar yfir aðra í Þróttaraliðinu, en liðið er að öðru leyti efnilegt, og líklega það besta í sögu félagsins. Ragnar Ö. Pétursson dæmdi mjög vel, og lét stöðugt nöldur leikmanna ekkert á sig fá. maraþonhlaupiogtugþraut. Kepp- endur verða alls 90 og er stærsti hluti liðs Norðurlandanna frá Sví- þjóð cg Finnlandi, en Danir eiga einungis 6 keppendur, þar af 5 kon- ur og einn karl. Heimsfrægar frjáls- íþróttastjörnur í liði Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn verða ekki með neina miðlungsskussa í sínu liði, heldur tefla þeir fram öllum stjörnum sínum. Fremstan skal telja snillinginn Carl Lewis sem tal- inn er fremsti frjálsíþróttamaður heims um þessar mundir. Er ljóst að Norðurlöndin munu eiga við ramman reip að draga. Óskar Guð- mundsson á bestan árangur Norð- urlandabúa í kúluvarpi en bestu menn Bandaríkjanna hafa þráfald- lega kastað langt yfir 21 metra. í spjótkasti mun Einar Vilhjálmsson sem er í 3. sæti af Norðurlanda- búum mæta heimsmethafanum Petranov, sem var mjög nálægt því að rjúfa 100 metra múrinn í heim- smetskasti sínu sem er 99,72 metr- ar. Oddur á annan bestan árangur Norðurlandabúanna í 400 metrun- um og Þórdís á annan bestan ár- angur í hástökki. íslandsmótið í knattspyrnu-4. deild: Afturelding vann 12:0! Hafþór Kristjánsson marka- hæstur leikmaður allra deilda Fjálsíþróttamenn frá Noröurlöndunum keppa viö Bandaríkin 4 íslendingar valdir í liðið Oddur, Óskar, Einar og Þórdís verða fulltrúar íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.