Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 16
DlOÐVIUINN Miðvikudagur 13. júlí 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaösins i síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Búið að steypa vestursporð brúarinnar. - Ljósm.: Leifur. Ný brú yfir Sogið við Þrastarlund Tflbúin í haust „Nei, þetta er svosem ekki alveg ný tækni hjá okkur“, sagði JónasGíslason verkstjóri við nýju brúna yfir Sogið við Þrastarlund. „Borgarfjörður var brúaður á svipaðan hátt. Við steypum fyrst upp brúarsporðana báðum megin, og leggjum svo iniðhlutann yfir É lausum eftirspenntum bitum sein eru steyptir áður í landi. !H þess að konia miöhlutanum fyrir þarf fyrst aö setja járnbita á stöplum og er nú veriö aö vinna viö þá úti ánni. .lárnbitinn ogstöplarn- ir verðti svo teknir hurt þegar miöhlutinn er kominn á sinn staö. Gamla brúin yfir Sogið hjá Þrastarlundi var reist 1936 og er komin til ára sinna. Hún var reist i tengslum viö Ljósafossvirkjun, til aö koma virkjunarefni yfir ána. Áöur var þarna hengibrú sem var flutt innaö Hvítá. „Við byrjuðum hérna urn 20. apríl í vor. og höfum veriö tæplega tuttugu mánns viö þetta. Brúin á aö vera tilbúin í h;iust“, sagöi Jónas verkstjóri Þjóðviljamönnum. „Nógir peningar? Ja, viö fáum alla- vega útborgað ennþá. Annars hættir maður ekki við brýr í rniðju kafi. Þaö er hægt við vegi, en varla viö brýr.“ - m. Jónas Gíslason verkstjóri, Ákvörðun samgönguráðuneytisins:_ Flugleiðir missa Gr ænlands flugið „ Við fréttum af þessu fyrir algera tilviljun á fundi með ráðuneytismönnum, sem haldinn var út af allt öðru máli. Þar komumst við að því að Flugskóli Helga Jónssonar hefði verið tilnefndur til að taka við föstu áætlunarflugi til Grænlands Hafa flogið þangað í 30 ár eftir 30 ára f lug Flugleiða þangað“, sagði Hans Indriðason hjá Flugleiðum í samtali við blaðið í gær. Samgönguráðuneytið hefur veitt Helga Jónssyni leyfi til reglubund- ins áætlunarflugs til Grænlands og að jafnframt falli þá niður áætlun- arleyfi Flugleiða. Flugleiðir telja aö með þessari ákvörðun séu allar forsendur fyrir áframhaldandi áætlunarflugi félagsins milli Islands og Grænlands í sumar brostnar. Hefur því verið ákveðið að hætta reglubundnu flugi til Narssarssuaq þegar í stað og verður send flugvél eftir þeim farþegum Flugleiða sem þar dvelja. Vélar Flugleiða hafa flogið tvis- var í viku miili Keflavíkur og Nars- sasssuaq frá því í júní og fram í ágúst. Sagði Hans Indriðason í samtali við blaðið í gær að félagið hefði lagt í sérstakan kostnað við að auglýsa Grænland upp vegna þessa áætlunarflugs og kæmi því þessi ákvörðun samgönguráðu- neytisins þeim Flugleiðamönnum ákaflega spánskt fyrir sjónir. Ekki síst vegna þess að þeir hefðu fengið þau svör í ráðuneytinu í gær að þjónusta Flugleiða á þessari flug- leið hefði verið með ágætum. - v. Bandarísk kona lét lífið í Grímsey: Mistókst fallhlífar- stökk Ung bandarísk kona lét lífið í gærnótt er henni mistókst fallhlífarstökk við Grímsey. Var hún í hópi sjö annarra bandarískra fallhlífarstökksmanna og tveggja íslenskra og var tilgangurinn að slá heimsmet með því að stökkva í hóp norðan heimskautsbaugs. Bandaríski hópurinn var hér á landi á vegum flugbjörgunarsveita í Reykjavík og á Akureyri. Stökk hópurinn úr allmikilli hæð yfir Grímsey en svo virðist sem eitthvað hafi farið úrskeiðis því fimm fallhlífarstökkvaranna lentu í sjónum skammt frá landi en fjórir náðu landi. Bandaríska konan lenti hins vegar í bjarginu og hrapaði í sjó niður með fyrrgreindum afleið- ingum. Loftferðaeftirlitið hefur mál þetta til rannsóknar. Verðlagsráð Brauðið hækkar um 10-19% A fundi Verðlagsráðs í fyrradag var samþykkt 10-19% hækkun á brauðum, borðsmjörlíki og jurt- asmjörlíki um rúmlega 5% og þjón- ustugjöldum skipafélaga um 21%. Telur Verðlagsstofnun að áhrif gengisfellingarinnar 27. maí sl. hafi með þessum hækkunum að mestu komið fram í vöruverði. Sem dæmi má nefna að 500 gr. franskbrauð sem kostaði 11.95 kr. í gær kostar 14.15 í dag, normal- brauð kostar nú 12.35 kr. en kost- aði áður 11.25 kr. Orsökin er talin hráefnahækkanir vegna gengisfell- ingarinnar í maí. Þjónustugjöld skipafélaga hækkuðu síðast 28. apríl en síðan þá hafa orðið hækkanir á rekstr- arkostnaði vinnuvéla, rekstri fast- eigna og launum. Fasteignaverð í Reykjavík og nágrenni: FER LÆKKANDI! I asteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað undanfarna mánuði og var söluverð íbúða í fjölbýlishúsuin 11% lægra í aprílmánuði sl. en í saina mánuði í fyrra. Þá er miðað við lánskjaravísitölu og fast verðlag. Kóma þessar upplýsingar fram í fréttabréfi Fasteignamats ríkisins. Þar kemur cinnig fram að lækkun íbúðaverðs er meiri eftir því sem á þetta ár hefur liðið og er m.a. talið a&á fyrsta ijórðungi þessa árs hafi raunverð íbúða í fjölbýlishúsum lækkað um 9% og sérbýlishúsa um 6% A tímabilinu apríl 1982 til sama mánaðar t ár hækkaði l'asteignaverð unt aðeins 52%, en lánskjaravísitala um 70% og byggingavísitalan um 75%. Ef litið er hins vegar á þró- un verðs einstakra íbúða- stærða kemur í ljós að litlar íbúðir eru óvenju háar í verði og kostaði t.d. hver fermetri í tveggja herbergja íbúð 12% meira t apríl heldur en fermetrinn í fjögurra her- bergja íbúð. Munurinn fer vaxandi. Er talið að þarna gæti afleiðingar af litlu fram- boði og mikilli eftirspurn minni eigna. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.