Þjóðviljinn - 14.07.1983, Side 3

Þjóðviljinn - 14.07.1983, Side 3
Fimmtudagur 14. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar leyst upp Byggði 1251 íbúð Framkvæmdanefnd byggingará- ætlunar sem starfað hefur frá 1965 hefur lokið störfum sínum. Hún var upphaflega skipuð í framhaldi af kjaradeilum og átti að standa að byggingu 1250 íbúða sem ráðstafa skyldi til félagsmanna í stéttarfé- lögum í Reykjavík á hagstæðum kjörum. Þetta stóð hún við - og einni íbúð betur. Síðasta verkefni nefndarinnar var bygging Menningarmiðstöðvar við Gerðuberg í Breiðholti og var hún formlega afhent Reykjavíkur- borg í apríl á þessu ári. Sú bygging var fjármögnuð með því að selja ýmis tæki sem nefndin átti. I nefn- dinni sátu Jón Þorsteinsson, Eyj- ólfur K. Sigurjónsson, Gísli Hall- dórsson, Guðmundur J. Guð- mundsson, Ingólfur Finnbogason og Óskar Hallgrímsson. Fram- kvæmdastjóri var Ríkharður Steinbergsson. -G.A.T. 495 einbýlishúsa- lóðum úthlutað Líklegt að einhverjir gefist upp Gatnagerðargjöld fyrir einbýlishús 350 þúsund kr., segir Sigurjón Pétursson - Ég býst við að margar lóðirnar verði dregnar til baka, því fólk hef- ur ekki efni á gatnagerðargjöldun- um, sagði Sigurjón Pétursson borg- arráðsmaður Alþýðubandalagsins, en á síðasta fundi borgarráðs voru samþykktar úthlutanir fyrir 495 lóðir fyrir einbýlishús og raðhús. - Gatnagerðargjölderunúámilli 360-370 þúsund krónur, sagði Sig- urjón. Hann vakti einnig athygli á því, að gildar umsóknir samkvæmt auglýsingum væri einungis frá á fjórða hundrað umsækjendum. Auk einbýlishúsalóðanna, var úthlutað 70 raðhúsalóðum, 57 ein- býlishúsalóðum og 241 íbúð í fjöl- býlishúsum til byggingameistara og samtaka. Allar eru þessar lóðir í Selási, Seljahverfi og við Grafar- voginn. Samkvæmt ósk Sigurjóns Péturssonar var úthlutun 9 einbýl- ishúsalóða við Ártúnsholt frestað til næsta fundar. -óg Atvinnu- leysi 1,2% fyrstu sex mánuði ársins Frá vinnumálanefnd félagsmál- aráðuneytisins hefur nú borist mánaðaryfirlit yfir atvinnuástand á landinu. Þar kemur fram að í jún- ímánuði hafi skráðir atvinnuleysis- dagar verið 19.911 á landinu öllu, og jafngildir það 0,8% af mannafla á vinnumarkaði. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fjölgað frá fyrra mánuði um 1.636 daga. Ef hins vegar er miðað við júnímánuð í fyrra hefur atvinn- uleysisdögunum fjölgað um 10.000. Fjölgunin frá maímánuði dreifist misjafnlega um landið - á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi eystra, Suðurlandi og Reykjanesi hefur atvinnuleysi aukist, en aftur minnkað nokkuð á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi. Fyrstu sex mánuði ársins hefur atvinnuleysi verið 1,2% af áætl- uðum mannafla; til samanburðar má geta þess að allt árið 1982 var það 0,7%. Það er ýmislegt hægt að gera þótt pcningana vanti. Það sönnuðu starfs- menn íslenska sjónvarpsins um daginn þegar var verið að taka upp efni frá keppni í sundi. Kvikmyndatökumanninum var skellt í gamlan hjólastól og aðstoðarmenn óku honum síðan fram og til baka á laugarbakkanum! Ljósm. eik. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftirtilboðum í undir- byggingu vegar á Laxárdalsheiði, það er 1,3 km kafla austast á heiðinni. Reiknað er með að nota efni úr holtum í nágrenni vegarins. Um er að ræða ýtingu og keyrslu. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Fylling 16.000 rúmmetrar Skering 1.650 rúmmetrar Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. sept. 1983. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vega- gerðar ríkisins á ísafirði og í Borgarnesi frá og með föstudeginum 15. júlí n.k. gegn 500 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/ eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi síðar en 22. júlí. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, ísafirði, fyrir kl 14.00 hinn 28. júlí 1983 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. isafirði, í júlí 1983 Vegamálastjóri. 1*1 >V> A UTBOÐ Tilboð óskast í að leggja stofnlögn í Selás fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3 Reykjavík, gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 21. júlí 1983 kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Samræmdir Eurotékkar og kort gilda nú hérlendis nakvæmlega eins og innlendar ávísanir Þann 1. júlí síðastliðinn tóku gildi hérlendis svonefndir Eurotékk- ar, sem erlendir ferðamenn geta gefið út í íslenskum krónum hérlendis, til greiðslu á viðskiptum og þjónustu. Eurotékkar gilda nákvæmlega eins og innlendar ávísanir, að vísu með eftirfarandi takmörkunum: 1. Hver Eurotékki má ekki vera hærri en 3000.- krónur, en taka má fleiri en einn tékka. 2. FramvísaverðurkortiviðútgáfuEurotékkaáviðskipta- stað, þannig að viðtakandi tékkans geti borið saman undir- skrift, nafn, útgáfubanka og reikningsnúmer á korti og tékka. 3. Útgáfudagur Eurotékka verður að vera innan gildistíma kortsins. 4. Viðtakandi Eurotékka verður að skrifa númer kortsins á bakhlið Eurotékkans, sem síðan er framvísað í næsta viðskiptabanka eða sparisjóði eins og venjulegri ávísun. Frekari upplýsingar um viðskipti með Eurotékkum fást hjá öllum viðskiptabönkum og sparisjóðum, hjá Kaupmannasamtökunum, sími 28811, og hjá Sambandi veitinga- og gistihúsa, sími 27410. EUROTÉKKI og KORT skulu vera eins og hér er sýnt NAFN BANKA og REIKNINGSNÚMER verða að vera samhljóða bæði á Eurotékka og korti NÚMER KORTSINS skal skrifa á bakhlið Eurotékkans. ISK verður alltaf að vera fyrir framan upphæðina. HÁMARKSUPPHÆÐ Isk. 3.000.- hver Eurotékki. Taka má fieiri en einn tékka. UNDIRSKRIFT Eurotékka ber að undirrita í viðurvist starfsmanns. GILDISTlMI öll kort gilda til 31. des. þess árs, sem getið er á kortinu. Athugið að kortið sé í gildi. Samband viðskiptabanka og sparisjóða

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.