Þjóðviljinn - 14.07.1983, Page 4

Þjóðviljinn - 14.07.1983, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. júlí 1983 DIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir. JRitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson. ‘ Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sseunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjori: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. -<■ Kropið á bæði hné • Sjálfstæðisvitundin er dýrmætasta sameign þjóðar- innar. Kaupskerðingar og lækkun á fasteignaverði eru hjóm eitt miðað við vitundarleysi um sjálfstæðið. And- rés Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri Tímans sagði í útvarpserindi um daginn og veginn í tilefni af heimsókn Bush varaforseta Bandaríkjanna að „þarna hefði sj’álf- stæðisvitundin kropið á bæði hné“. Og það var ekki aðeins kropið í orði og æði meðan á heimsókninni stóð, heldur lagst á hnén í verki. • Eins og Alþýðubandalagið hefur bent á í bókun í utanríkismálanefnd er samningsgerðin um flugstöð í tvennum tilgangi á Keflavíkurflugvelli smánarblettur á sjálfstæðisvitund okkar og lítilsvirðing við Alþingi. Frá- leitasta og furðulegasta ákvæði hins nýja samnings við Bandaríkjastjórn er það að í „neyðartilfellum“ eins og það er kallað eru íslendingar sviptir öllum yfirráðum yfir þessu helsta samgöngumannvirki þjóðarinnar við önnur lönd. • „Framlag Bandaríkjamanna til byggingar flug- stöðvar er alls ekki útlátalaust fyrir okkur íslendinga; við verðum að sætta okkur við að glata yfirráðum yfir mannvirki sem við höfum sjálfir greitt að meiri hluta til, hvenær sem hagsmunir Bandaríkjamanna kalla á. Þetta einstæða samningsákvæði sem ekki á sér nein fordæmi í samskiptum sjálfstæðra þjóða skýrir að verulegu leyti, hvers vegna stærð og gerð flugstöðvarinnar er svo langt umfram þarfir íslendinga og hvers vegna kostnaðurinn sem leggst á íslenska skattgreiðendur verður langtum hærri en nokkur þörf er á.“ • En þó að íslenskir ráðamenn skríði á hnjánum með þessum hætti frammi fyrir bandaríska stórveldinu, rísa þeir upp þegar þarf að troða á rétti og virðingu Alþing- is. „Framkoma utanríkisráðherra gagnvart Alþingi er vissulega einstæð í stjórnmálasögu síðari ára og verður að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna hliðstæð dæmi um ósvífna framkomu ríkisstjórnar gagnvart Al- þingi, þegar hernaðarhagsmunir Bandaríkjamanna eiga í hlut,“ segir í áðurnefndri bókun Alþýðubanda- lagsins. • Á málamyndafundi í utanríkismálanefnd, sem vafa- mál er hvort skipuð sé á þinglegan hátt, gat utanríkis- ráðherra hvorki lagt fram kostnaðaráætlun né hönnun- arforsendur byggingarinnar. Alþingi fær ekkert tæki- færi til þess að fjalla um fjárfestingarákvörðun sem hefur alla eiginleika til þess að reynast hin herfilegustu mistök. Utanríkisráðherra neitaði að fresta samnings- undirritun meðan upplýsinga væri aflað og sýnir nýjum þingflokkum fullkomna lítilsvirðingu. Allt ber hér að sama brunni: Hroki og yfirgangur gagnvart Alþingi, sem einungis er litið á eins og ómerkilega afgreiðslu- stofnun, en lítilþægni á fjórum fótum í samskiptum við risaveldið, sem okkur ber þó sem frjálsri þjóð að um- gangast sem jafningja til þess að gæta sjálfsvirðingar okkar og sjálfstæðisvitundar. - -ekh. „Heilög þrenning“ • Morgunblaðið hefur misserum saman varað við óeðlilegum fjölda sovéskra sendiráðsstarfsmanna í Reykjavík og fasteignaumsvifum sovéska sendiráðsins í borginni. Nú þegar stjórnarformaður Árvakurs er orðinn utanríkisráðherra ættu að vera hæg heimatökin að reisa skorður við þessari útþenslu. En ef til vill hafa skrifin aðeins verið undirbúningur fyrir gagnkvæma fjölgun og útþenslu bandaríska sendiráðsins. Enda þótt það sé býsna vel mannað ef skyldulið, íslenskir starfs- menn og bandaríska setuliðið er talið með, þá hyggur iþað nú á byggingu 11.700 fermetra skrifstofuhúsnæðis í Nýja miðbænum við hlið Húss Verslunarinnar og nýrr- ar Morgunblaðshallar. Þar er sú „heilaga þrenning“ vel komin en hér sýnist okkur að verið sé að efna í kapp- hlaup um útþenslu sendiráða. —ekh. klippt Samúel leitar að fulltrúa íslands í glæsi legustu fegurðarsamkeppni í heimi 28 milljóna fegurðarsamkeppnin: VIUA DJARFAR MYNDIRAFSIG■ URVEGARANUM Miljón dollarar Samúel heitir tímarit sem út kemur undir ritstjórn Ólafs Haukssonar, sem er einhver iðnasti talsmaður svonefnds frjáls útvarpsreksturs. Samúel er ekki mikið í umræðunni eins og það heitir, kannski vegna þess að mörgum finnst ritið eins og „stikkfrí". En hvað um það- DV vekur í fyrradag athygli á sér- stæðu frumkvæði þessa blaðs sem vert er að fjalla dulítið um. í júníhefti Samúels er auglýst, að ritið hafi tekið upp samvinnu við Penthouse, sem er karlablað svonefnt, byggir mikið á stúlku- myndum nokkuð glæfralegum („lífhárastíllinn") og hæpnum sögum. Samúel á að leita á ís- landi að stúlkum í „glæsilegustu fegurðarsamkeppni í heimi“ eins og þar stendur. Keppnin er, segir Samúel, fólgin í því að „Stúlka ársins fær eina milljón dollara í verðlaun". Blaðið tekur skýrt fram, að önnur eins verðlaun séu hvergi í boði annarsstaðar enda megi kaupa fyrir þau „tíu meðal- stór einbýlishús á íslandi, eða fimmtíu Saab Turbo bíla“. Og mun það ekki ástæðulaust, að Bandaríkjamenn lýsa hinni mestu sælu einmitt með orðunum „I’m feeling like a million dollars". Hvað er Penthouse Eitthvað er Samúel samt blygðunarsamur í þessu sam- bandi. Blaðið segir að Penthouse „birtir gjarna fallegar myndir af fallegum fáklæddum stúlkum“ - en meinar að þær séu „naktar og í djarflegum stellingum" eins og DV tekur fram. Þá segir Samúel, að sigurvegarinn heiti „Stúlka ársins“, en DV bendir á það, að samkeppnin heiti „One million dollar Pet of the year“ sem út- leggst: „Milljón dollara gæludýr ársins" - og er það víst og satt, að margt skolast til í alfrjálsri pressu. Samúel segir svo, að stúlkan sem vinnur muni „taka að sér um- fangsmikið kynningarstarf fyrir Penthouse“. DV bætir um betur og segir, að vinningshafinn verði að skuldbinda sig til að koma fram á síðum Penthouse í eitt ár - og þá væntanlega í fyrrgreindum „lífhárastíl“ Samkomu- lagsatriði Ólafur Hauksson ritstjóri segir það svo í viðtali við DV, að skil- málarnir fyrir keppninrii verði samkomulagsatriði „milli blaðs- ins og viðkomandi stúlku. Dómn- efndin mun ræða við keppendur um þetta atriði úti í Róm áður en keppnin fer fram og væntanlega mun afstaða nefndarinnar mótast af niðurstöðum þeirra viðræðna" sagðir Ólafur. Erfitt er að skilja síðastnefnd ummæli öðruvísi en svo, að „dómnefndin" muni alls ekki velja til verðlauna þá stúlku sem neitar fyrirfram að vinna í Pent- housestíl. Eins og menn muna frá Silfurtúngli Halldórs Laxness og mörgum góðum heimildum öðr- um standa skemmtanastjórar ekki í góðgerðastarfsemi. Frelsið er svo yndislegt og mik- ið í fjölmiðlun kjötmarkaðarins. ÁB. Gjaldþrot Nú er svo þrengt að Pinochet einræðisherra í Chile, að hann getur ekki látið við það sitja eftir tíu ára ógnarstjórn að berja á verkfallsmönnum og handtaka forystumenn þeirra - nú síðast er hann farinn að handtaka forystu- menn Kristilegra demókrata. Hin herfilega tilraun sem gerð var með dyggilegum stuðningi bandarískra áhrifamanna, með að steypa „marxistastjórn" Al- lendes og hressa upp á vestræna samstöðu og efnahagslíf með herforingjastjórn og Chicago- hagstjórn hefur endað í efnahags- hruni og fullkomlega grímu- lausum fasisma. Harmatölur bílstjóra Frá þessu sagði nokkuð í sjón- varpsmynd um Chile sem sýnd var á mánudagskvöld. Þar var ekki síst fróðlegt að heyra í vöru- bflstjórum, sem voru að fara á hausinn og kváðust ekki eiga salt í grautinn. Þeir sögðust ætla í verkfall gegn Pinochet. Vörubflstjórar komu mjög við sögu á stjórnartíð Allendes. Þeir fóru í langt verkfall sem hafði hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir atvinnulíf þessa langa og mjóa lands. Og það er haft fyrir satt að þetta verkfall hafi verið mjög sérstætt: vörubflstjórarnir voru á kaupi allan tímann sem það stóð, og það fé kom frá bandarísku leyniþjónustunni eða þeirri sérnefnd Henry Kissingers, sem hafði það verkefni að gera vinstristjórninni í Chile lífið leitt. Og nú er komið að skuldadög- unum: vörubflstjórarnir (sem eru sjálfsagt í efri millistétt í landinu) eru búnir að gefast upp. Þeir segj- ast engu hafa að tapa lengur, rétt eins og öreigarnir hans Karls Marx. En þeir eru hræddir. Þeir vita vel, að það er annað að berj- ast við blóði drifna herforingja- stjórn en lýðræðislega kjörna stjórn - eins og einn þeirra sagði í sjónvarpsmyndinni. Og þeir og aðrir voru ekki í vafa um að ást- andið væri margfalt verra nú en það varð nokkru sinni á tíð Al- lendes, þegar stjórnin barðist af þrautseigju við ótal efnahagslega örðugleika, sem voru m.a. skipu- lagðir af öllum áhrifamætti hins bandaríska risa. Staksteina- mórall Ræða vörubflstjóranna er líka fróðleg athugasemd við þá meg- inkenningu Reaganstjórnarinnar nú, að „hefðbundin harðstjórn" (eins og stjórn Pinochets) sé allt- af betri en „marxistastjórn“. En eins og vænta mátti finnst hægripressunni óþarft að minna á slíka hluti. í DV á þriðjudag var sagt í sjónvarpsrýni að nær væri nú að „fá myndir um atburði sem standa okkur nær“! Staksteina- siðgæðið breiðist ört út um þessar mundir. ÁB.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.