Þjóðviljinn - 14.07.1983, Page 5
Fimmtudagur 14. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Gjöf frá Bretlandi til Kjarvalsstaða:
Kjarvals-
málverk
Kjarvalsstöðum barst nýlega frá
Bretlandi olíumálverk eftir Jó-
hannes S. Kjarval sem nefnist Júní-
nótt á Þingvöllum. Málverkið gaf
Leslie Tunks til minningar um
Þórunni Dagmar Sigurðardóttur
sem lést í vetur.
Júnínótt á Þingvöllum eftir
Kjarval. Heim eftir 48 ára útlegð.
Mynd þessi er 64x37 sm að
stærð og var máluð 1935. Það ár
eignaðist Þórunn málverkið og
flutti það með sér til Bretlands
þar sem það hefur verið síðan.Því
hefur veriðkomið til sýnir á sýn-
ingu Kjarvalsstaða Kjarval á
Þingvöllum. Hún er opin daglega
Atvinnustefna stjórnarinnar:
Herinn og Alusuisse
í röskan áratug hafa allar ríkis-
stjórnir leitast við að efla íslenska
atvinnuvegi. Þótt áherslurnar
hafi verið mismunandi var viður-
kennt, að framfaraspor á þessu
sviði væri afdrifaríkur mælik-
varði á ágæti stjórnarstefnunnar.
I upphafí síðasta áratugs beitti
vinstri stjórnin sér fyrir útfærslu
landhelginnar, endurnýjun
veiðiflotans og öflugri atvinnust-
efnu í öllum landshlutum. Þegar
rfldsstjórn Geirs Hallgrímssonar
tók við, hófst að vísu nokkurt
daður við erlenda stóriðju, en út-
færsla landhelginnar í 200 mflur
var engu að síður risaskref í þágu
sjávarútvegs og íslenskrar
atvinnuuppbyggingar. Á síðustu
árum hefur vöxtur íslensks
iðnaðar svo verið megin viðfangs-
efni stjórnvalda. Áætlanir um ís-
lenskan verksmiðjurekstur á
fjölmörgum sviðum og eflingu út-
flutningsgreina, sem lúta íslensku
forræði, eru ávöxtur hins mikla
starfs.
Efnahagslegt sjálfstæði grund-
vallast fyrst og fremst á öflugum
atvinnugreinum landsmanna
sjálfra. Flestir stjórnmálamenn
hafa á liðnum árum viðurkennt
þennan sannleika bæði í orði og á
borði. Nú hefur hins vegar orðið
breyting.
Ríkisstjórn, sem með lögþ-
vingunum hefur skert kjör al-
mennings um röskan fjórðung í
því skyni að „bjarga efnahags-
legu sjálfstæði íslendinga", hefur
Ólafur
Ragnar
Grímsson
skrifar
hafnað íslenskri atvinnustefnu á
afdrifaríkan hátt. Hún hefur sýnt
á fáeinum mánuðum að vaxta-
broddurinn verður í hennar tíð
alfarið í höndum útlendinga.
Þáttaskil.
Hér hafa orðið afdrifarík þátt-
skil. Áhrifa þeirra mun lengi gæta
í sögu íslendinga. Ráðherrarnir
hafa ákveðið að gera stórauknar
hernaðarframkvæmdir og aukin
umsvif Alusuisse að mikilvægasta
vaxtarsviði atvinnumála á næstu
árum.
Sóknarkraftur í íslenskum
iðnaði, sjávarútvegi og tækni-
greinum er nú hvergi finnanlegur
í boðskap ríkisstjórnarinnar. í
staðinn eru komnar ítarlegar
áætlanir um margvíslegar stór-
framkvæmdir bandaríska hersins
á íslandi og víðtækir samningar
við Alusuisse um stórefld ítök
fyrir tækisins í íslensku efnahags-
lífi.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins er sú
fyrsta í áraraðir, sem á blygðun-
arlausan og óskammfeilinn hátt,
gerir risavaxin umsvif útlendinga
að burðarási í hérlendu atvinnu-
lífi.
10 miljarða hern-
aðarframkvæmdir.
Á fáeinum vikum hefur Geir
Hallgrímsson lagt grundvöll að
slíkri aukningu á framkvæmda-
umsvifum bandaríska hersins, að
annað eins hefur ekki þekkst í 30
ár. Þó er greinilegt, að ekki eru
öll kurl komin til grafar í góðvild
Geirs. Sé reynt að greina þær
framkvæmdaáætlanir, sem þegar
hafa verið samþykktar formlega,
ásamt þeim sem ráðherrann hef-
ur lýst stuðningi við, má áætla að
á næstu 4 árum muni framvæmdir
Bandaríkjahers á íslandi geta
numið rúmlega 300 miljónum
dollara eða í kringum 10 miljörð-
um íslenskra króna. Flugstöðvar-
byggingin, risaframkvæmdirnar í
Helguvík, sprengjuheldu flug-
skýlin, radarstöðvar í öllum
landshlutum og fjölmargt annað
hefur nú ýmist hlotið formlega af-
greiðslu eða verið fest í sessi á
framkvæmdaskrá.
Stærðargráða framkvæmda-
aukningarinnar er slík, að al-
menningur á sjálfsagt erfitt með
að átta sig á þeim veruleika, sem
framundan er. Til skýringar skal
þess getið, að þessar fram-
kvæmdir Bandaríkjanna á næstu
árum eru næstum tvisvar sinnum
stærri en virkjunaráform íslend-
inga til aldamóta!!
Efling Alusuisse.
Hin tröllauknu
svif risaveldisins eru þó aðeins
hluti breytinganna, Framrás út-
lendinga í atvinnulífinu verður
enn stærri. Sest hefur verið að
samningaborði með fulltrúum
Alusuisse. Yfirlýstur tilgangur
þeirra viðræðna er að stækka ál-
verið í Staumsvík um helming. í-
tök Alusuisse eru greinilega að
dómi ráðherrana ekki nægileg á
íslandi. Þau skulu gerð enn
öflugri.
í samanburði við stækkunará-
form Alusuisse og aukin hernað-
arumsvif verða hugmyndir ís-
lenskra atvinnufyrirtækja nánast
eins og aumingjaleg peð á stóru
skákborði hinna erlendu um-
svifa. Risavaxin umsvif útlend-
inga í efnahagslífi íslands eru
ásamt kjaraskerðingunni þegar
orðin merkimiði þessarar ríkis-
stjórnar. Hún hefur á þessum
tveimur sviðum skapað afdrifarík
þáttaskil. Engin ríkisstjórn á
Vesturlöndum hefur lögþvingað
á einu bretti slíka kjaraskerðingu
hjá almennu launafólki. Aldrei
fyrr hafa íslenskir ráðherrar jafn
blygðunarlaust þjónað hagsmun-
um útlendinga á sviði hernaðar-
umsvifa og stóriðju.
Atak gegn krabba
Fyrirtæki
gela stórfé
Einkafyrirtæki og samvinnufyr-
irtæki hafa á undanförnum
mánðum safnað fé til aukinnar bar-
áttu gegn krabbameini. Söfnun
þessi er í óbeinu framhaldi af lands-
söfnun meðal einstaklinga, en hún
fór fram í lok október sl. undir
kjörorðinu „Þjóðarátak gegn
krabbamcini“, eins og kunnugt er.
Fé það sem safnaðist í fyritækj-
asöfnuninni var afhent Krabbam-
einsfélaginu föstudaginn 8. júlí við
athöfn í húsi því sem félagið hefur
keypt við Reykjanesbraut 8.
Sigurður Helgason forstjór Flug-
leiða afhenti dr. Gunnlaugi Snædal
formanni Krabbameinsfélags ís-
lands söfnunarfé frá 240 einkafyri-
tækjum. Benedikt Sigurðsson fjár-
málastjóri Samvinnutrygginga af-
hennti Gunlaugi síðan framlag frá
Sambandi ísl. samvinnufélaga og
samvinnufyritækjum. Heildarupp-
hæðin er 6,7 milljónir króna.
Það kom fram hjá talsmönnum
gefenda að fyrirtæki landsins gera
sér fulla grein fyrir því hve brýnt er
að berjast gegn þessum skjúkdómi
sem enn tekur stóran toll hjá fólki á
besta aldri.
Dr. GunnlaugurSnædal þakkaði
fyrir þessar höfðinglegu gjafir til
Krabbameinsfélagsins og saðgi að
þær kæmu sér svo sannarlega vel
nú þegar ætti að inrétta hið nýja
hús félagsins. Þessi stuðningur get-
ur ráðið úrslitum um það að unnt
verði að flytja inn í húsið í byrjun
næsta árs og að félagið geti aukið
starfsemi sína eins og stefnt hefur
verið að.
Þess má geta að nú stendur yfir
söfnun meðal stéttarfélaga og er
búist við að henni ljúki í haust.
ENSKUNÁM
í ENGLANDI
Vikulega - næst 24. júlí.
Lágmarksdvöl 3 vikur.
20 - 26 - 32 tímar á viku
fyrir fólk á öllum aldri.
Sérherbergi á einka-
heimilum - fæði innifalið.
Verð frá 25.000 kr.
Örfá sæti laus.
Bæklingar sendir.
FERÐASKRIFSTOFA
KJARTANS
Gnoðarvogur 44
sími 91-86255