Þjóðviljinn - 14.07.1983, Side 9
Fimmtudagur 14. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
ir að vernda
kom kvennaframboð ekkert til
álita hér við alþingiskosningarnar í
vor?
- Ja, ég skal nú ekki segja hvort
það hefur eitthvað komið til tals
eða verið hugleitt. Og það þarf í
sjálfu sér ekki að vera neitt undr-
unarefni því þetta var nú sumsstað-
ar á dagskrá og varð ofaná í, já
hvað, þremur kjördæmum. En ég
hallast nú hinsvegar fremur að því,
að ef Alþýðubandalagskonur telja
sig knúnar til þess að bjóða sérstak-
lega fram til Alþingis þá beri þær
þann lista fram í nafni flokksins því
að á Alþingi þurfa konur að taka
afstöðu til fleiri mála en þeirra ein-
na, sem sérstaklega snerta þær og
þeirra sérmál, ef svo má orða það,
og þá er náttúrlega slæmt ef þær
stefna sín í hverja áttina. Ég er ekki
viss um að þannig löguð samtök
fengju staðist til frambúðar.
Ráðstefnan
- Jæja, Dröfn, ég lofaði nú að
tefja þig ekki lengi og þó að ég hafi
nú enga sérstaka löngun til að
standa við það loforð þá er náttúr-
lega ekki viðkunnanlegt að byrja á
því að kynna sig sem sérstakan
svikahrapp. En að einu langar mig
aðeins til að víkja áður en þú rýkur
frá mér, hvað viltu segja um
ráðstefnuna?
- Ég tel þetta á margan hátt
mjög gagnlega ráðstefnu eins og
aðrar slíkar sem Alþýðubandalag-
ið hér hefur haldið. En eitthvað má
auðvitað að öllu finna því ekkert er
fullkomið. Ég tel t.d. að heppilegri
tími fyrir ráðstefnuhald væri í sept-
ember. Þá hefur fólk yfirleitt rýmri
tíma til þess að sinna félagsmálum.
Fólk vill gjarnan nota þann tíma,
sem það hefur ráð á yfir sumarið
fyrir sig sjálft sig, hvfla sig eða ferð-
ast. Þessi ráðstefna hér nú má að
vísu teljast vel sótt en ég hygg þó,
að þátttakendur yrðu fleiri á sept-
emberráðstefnu.
Annað er það einnig, sem at-
huga þyrfti, og það er málafjöld-
inn, sem fyrir er tekinn. Ég heíd að
við séum með fullmargt í takinu
hér nú. Þessi mál, sem hér eru á
dagskrá nú, eru bæði mörg og yfir-
leitt mjög viðamikil. Til þess að
ræða þau, álykta um þau og af-
greiða þarf æði rúman tíma, til þess
á ekki og má ekki kasta höndum.
Mér finnst nú að ástæða væri til
þess að ræða verkalýðsmál á svona
ráðstefnu. Þau mál eru náttúrlega
alltaf á einhverri hreyfingu og
þurfa sífellt að vera til umræðu og
kannski hefur það sjaldan verið
brýnna en einmitt nú, þegar stjórn-
völd vega að verkalýðnum með
harkalegri og ósvífnari hætti en
áður hefur þekkst hérlendis a.m.k.
Alþýðubandalagið telur sig vera
flokk launþega, vill vera það og er,
vil ég nú segja. En hópur launþega
er stór og tekjur einstakra hópa
innan launþegahreyfingarinnar á-
kaflega misjafnar. Og þá eru það
hagsmunir láglaunafólksins, sem
sérstaklega verður að vernda. Það
má við minnstum efnahagslegum
áföllum, raunar engum. Og það er
blátt áfram skylda Alþýðubanda-
lagsins að standa vörð um hags-
muni þessa fólks og sjá til þess að
það verði ekki úti í þeirri gerninga-
hríð, sem nú hefur skollið á.
- mhg
egir við það
í verulegum mæli óskilið mál.
En á þessu er að verða, og er
raunar orðin, veruleg breyting.
Konur hafa sótt fram til meiri á-
hrifa. Það hefði ekki þótt trúlegt,
jafnvel fyrir fáum árum, að svo
skammt væri í það að kona skipaði
æðsta tignarsess á íslandi. En hið
merkilega er að til eru þær konur
sem virðast láta sér fátt um finnast.
Konur eru í meirihluta í Miðstjórn
Alþýðubandalagsins. Konum
fjölgaði ekki í þingliði flokksins við
síðustu kosningar. En sumar þeira
komust alveg að dyrunum og þeim
verður ekki snúið við. Þannig er
þetta allt á réttri leið hjá okkur. Ég
er á hinn bóginn þeirrar skoðunar,
að ekki sé heppilegt að þetta gerist
með neinni byltingu heldur þróun
og samstilltum viljá og átaki bæði
karla og kvenna.
✓
A gömlum grunni
og traustum
- Alþýðubandalagið hefur lengi
verið sterkt á Austurlandi.
- Já, það er rétt, ég held að Al-
þýðubandalagið eigi hvergi hlut-
fallslega jafn mikið fylgi og hér. Og
það fylgi stendur á býsna gömlum
grunni og traustum. Ég veit ekki
hvað maður á að fara langt út í að
rekja þær ástæður, sem ég a.m.k.,
tel að til þessa liggi. Við höfum
jafnan haft á að skipa traustum og
ágætum forystumönnum og það er
auðvitað mjög þýðingarmikið.
Þetta gildir ekki einasta um þá,
sem valist hafa til þingsetu af okkar
hálfu. Heima fyrir hefur ávallt ver-
ið starfandi ákaflega vökul, örugg,
athafnasöm og harðsnúin bak-
varðasveit, ef svo má að orði
komast.
Þingmenn okkar hafa alveg
óumdeilanlega sinnt málefnum
kjördæmisins betur en þingmenn
annarra flokka og gildir einu hvort
þeir hafa verið innan ríkisstjórnar
eða utan.
Traust og öruggt atvinnulíf er
auðvitað undirstaða afkomunnar
hér sem annarsstaðar. Þegar síldin
hvarf héðan frá Austurlandinu þá
var atvinnulífinu bjargað með því
að kaupa hingað togara og önnur
fiskiskip, endurbæta frystihúsin og
byggja ný. Þar var Lúðvík Jóseps-
son í fararbroddi.
Þannig getum við haldið áfram.
Alþýðubandalagið hefur haft for-
ystu um undirbúning Fljótsdals-
virkjunar. Það mál hefur verið í
öruggum höndum Hjörleifs Gutt-
ormssonar, iðnaðarráðherra. Þó
að núverandi iðnaðarráðherra sé
einnig þingmaður Austurlands
kveður þar við annan tón. Hann
virðist telja að frekari virkjanir á
Suðurlandi eigi að ganga fyrir
virkjun hér. Og er það nokkuð
annað en staðfesting á því, sem ég
hef hér verið að segja?
Hjálparkokkar?
Ég gæti haldið áfram enn um
sinn að benda á ástæður fyrir því
hvað fylgi Alþýðubandalagsins
stendur föstum fótum og er öflugt
hér á Austurlandi, en ég vil að
endingu aðeins bæta því við, að hér
er haldið uppi öflugu og lifandi
flokksstarfi eins og ég vænti að
þessi ráðstefna, sem hér er haldin
nú og aðrar slíkar séu nokkur vott-
ur um.
Auðvitað stefnum við að því að
verða stærsti flokkurinn hér í
Austurlandskjördæmi. Ég er ekki
frá því að þeir kunni að verða okk-
ur hjálplegir við það Tómas, Hall-
dór, Sverrir og Egill.
-mhg
„Við sáum þennan góða gest aldrei sem mann, aldrei meðal fólks, ætíð í járnhulstri,“ sagði Andrés meðal
annars í erindi sínu. Myndin er af Bush varaforseta í hópi öryggisvarða.
Kafli úr spjalli Andrésar Kristjánssonar fyrrv. rit-
stjóra um daginn og veginn í útvarpi 11. júlí:
„Þarna kraup sjálfstæðis-
vitundin á bæði hné“
Við höfum nýlega fengið mikla
heimsókn. Varaforseti Bandaríkj-
anna leit inn hjá okkur á yfírreið
um mörg lönd. Við reyndum að
taka honum vei svo sem sæmdi holl-
vini og reiða fram það besta sem til
var í kotinu. En samt var það svo,
að heimsóknin minnti óþyrmilega á
það sem er okkur mestur þyrnir í
augum í lífí og daglegu fari og fjar-
lægast þeirri gestrisnishugsjón sem
er okkur í blóð borin og innrætt af
langri lífsreynslu, og fyrir bragðið
hefur góð vináttuheimsókn orðið
að verra en engu. Við stöndum eftir
með beiskjubros, hendum
háðsgaman að öllum fyrirgangin-
um, öryggisgæslunni og þeytingn-
um og spyrjum með sjálfum okkur!
Hvers vegna láta menn svona?
Auðvitað er maðurinn í lífshættu,
en það eru allir menn á hverri
stundu, ekki síst hér á norður-
hjara. Það er ekki líf að vera í lok-
uðu hulstri. Frjáls maður verður
að búa við lífshættuna, vita af
henni og dauðanum sem er ætíð ná-
lægur en þora samt að lifa og hrær-
ast eins og maður. Það getur vel
verið að stjórnmálamaður og full-
trúi heimsveldisins sé í meiri lífs-
hættu en aðrir á ferðalagi sínu í
morðóðum heimi, en takist hann
þetta á hendur verður hann að þora
að hætta sjálfum sér og þjóð hans
að þora að hætta honum að
minnsta kost í vináttuheimsókn.
Annars er best að leggja slíkar
heimsóknir niður, þær eru verri en
engar, af því að þær eru ekki
reistar á þeim eina grunni gagn-
kvæmrar vináttu sem til er - gagn-
kvæmu trausti.
Við sáum þennan góða gest
aldrei sem mann, aldrei meðal
fólks, ætíð í járnhulstri. Þannig
verða vináttublóm aldrei gróður-
sett heldur slitin af rót og upprætt,
og þegar maður hlustar á tal venju-
legs fólks núna dagana eftir
heimsóknina eru það ekki hlýlegar
minningar um góðan gest sem þar
ber hæst, heldur háðsglósur um
hulstrið, smásögur af geggjuninni
sem umlauk heimsóknina. Menn
vita ofur vel, að þetta var allt
saman einskis nýtt til varnar. Það
hafa dæmin úr samtímasögunni
þráfaldlega sýnt. Vilji einhver
skjóta forseta eða varaforseta, þá
finnur hann sprungu á hulstrinu.
Þessi sýndarvörn er miklu fremur
ögrun, jafnvel afsökun. Það er
miklu verri glæpur og smánarlegri
að skjóta varnarlausan og sak-
lausan mann. Hins vegar allt að því
hetjudáð að rjúfa herkvína,
brjótast gegnum varnarhulstrið.
Valdamenn friðsamra þjóða verða
einfaldlega að þora að hætta sjálf-
um sér, láta lífshættuna ekki reka
sig í járnhylki fjandskaparins, og
allar þjóðir verða að gera þessa
kröfu til fulltrúa sinna, því að ann-
ars verða þeir aldrei boðberar vin-
áttunnar.
Hvar var hugrekkið?
Og núna eftir heimsóknina bryn-
væddu hlær fólk að herskörunum
sem æddu fram og aftur á bökkum
Þverár með auga á hverjum fingri,
vitandi það að þrátt fyrir allt gat
leyniskytta dulist í öðrum hverjum
runna og leikið sér að því að skjóta
varaforsetann ef hún vildi, gott ef
menn voru ekki að gæla við það í
huganum hvernig mætti leika á
vörnina. Og eftir allt þetta var ge-
stinum stofnað í enn meiri lífshættu
með því að setja hann upp í þyrlu.
Niðurstaða: Það var árangurinn af
heimsókninni sem varnarmennirn-
ir myrtu. Fyrsta sporið á vegi gagn-
kvæmrar vináttu og friðar er að
fulltrúar þjóðanna þori að hætta lífi
sínu til þess að heimsækja vini sína.
Það þykir ekki nema sjálfsögð
krafa að einstaklingar gangi í opinn
dauðann í stríði. Því ekki að ætlast
til ofurlítils hugrekkis líka í þágu
friðar og vináttu.
Að standa á sjálf-
stœðisréttinum
En það var fleira sem fór fyrir
brjóstið á mér sem áhorfanda að
þessari heimsókn. Ég lít á Banda-
ríkjaþjóðina sem einhvern
traustasta og besta vin íslendinga,
en það þurrkar ekki út hið gamla
spakmæli, að menn verði ekki síð-
ur að gæta sjálfs sín gagnvart vinum
sínum en óvinum. Þótt vinátta
grannþjóðar sé góð, má smáþjóð
aldrei gleyma sjálfri sér og jafnrétti
sínu við hvern sem er. Mér þótti
það óþarfi af talsmanni sjálf-
stæðrar íslenskrar þjóðar í eyru
gestsins, að lýsa yfir fyrir hönd
þjóðarinnar - og raunar alls hins
frjálsa heims, að vænst væri forystu
Bandaríkjanna í mikilvægum sam-
eiginlegum málefnum sjálfstæðra
vinaþjóða og heimsins alls. Það
getur verið kurteisi við gest að
krjúpa á annað hnéð en þess verð-
ur að gæta vel að standa á sjálf-
stæðisréttinum með hinum fætin-
urn. Fyrir hönd sjálfstæðrar þjóðar
hefði verið viðkunnanlegra að orða
þetta svo, að við væntum
stuðnings, samvinnu og atfylgis við
sameiginlegan, góðan málstað.
Sjálfstæð þjóð þótt lítil sé má ekki
gleyma sér svo í návist góðs og
voldugs gests að hún lýsi yfir vilja
til að lúta forræði hans í málefnum
hver sem þau eru. Henni veitir ekki
af því að halda af öllu afli, og ekki
síst í orðum, í þann sjálfstæðisrétt
sinn, að hún sé jafningi hvers sem
er af öðrum samherjanna, hvernig
sem vopnastyrk er háttað, en ekki
endilega óskoraðrar forystu. Á-
kvörðunarréttur frjálsra sam-
stöðuþjóða verður ætíð að vera op-
inn og óskertur á hverri stundu til
þess fela einhverjum samherjanna
forystu ef þurfa þykir, en við
megum ekki vænta hennar eða ætl-
ast til hennar af einum eða neinum.
Þrátt fyrir allt er það þessi frjálsi
ákvörðunarréttur sem við erum að
vernda, við verðum að lifa í krafti
hans hvað sem á gengur, og ekki
einu sinni bráð lífshætta einstak-
linga eða þjóða getur réttlætt trún-
aðarbirgðir við þann hugsunarhátt.
Ef við gerum það nálgumst við
kúgunarkerfi austurblokkarinnar
svonefndu og hugarfangelsi sjálf-
skipaðra forystuþjóða hennar.
Undarleg lítilþœgni
Þá fór það einnig ofurlítið fyrir
brjóstið á mér, að sjá einstaka
fjölmiðla kjamsa með nokkurri
velþóknun á því að gesturinn hefði
látið í ljós sérstaka ánægju sína
með núverandi ríkisstjórn á ís-
landi, sem hlýtur að skiljast svo að
honum hagnist hún betur en ein-
hverjar aðrar íslenskar rfkisstjórn-
ir. Við slíkar tíundir á orðum gests-
ins hefði verið við hæfi að einhver
hefði látið þess getið, að þessi orð
væru varla við hæfi, þar sem það
væri réttur hverrar sjálfstæðrar
þjóðar að láta í ljós þóknun eða
vanþóknun á ríkisstjómum sínum,
en varla viðeigandi yfirlýsingarefni
opinberra gesta annarra þjóða. En
auðvitað réð maðurinn orðum sín-
um. Það eru ekki ummæli hans sem
hér skipta máli, heldur viðbrögð
okkar og undarleg lítilþægni.
Þarna kraup sjálfstæðisvitundin á
bæði hné. Það eru svona smádæmi
sem sýna hvað okkur er hætt og hve
smáþjóð er nauðsynlegt að gæta
sjálfstæðisvitundar sinnar vel.
(Kafli þessi er vélritaður eftir
segulbandsupptöku, millifyrir-
sagnir eru Þjóðviljans. - ritstj.)