Þjóðviljinn - 14.07.1983, Page 10

Þjóðviljinn - 14.07.1983, Page 10
lft SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. júlí 1983 Hvað vilja uppreisnarmenn í PLO? „ Arafat er hættulegri en öfgamennlrnir...” Abu Musa: Þeir sem komu við stofnun Ísralesríkis og síðar verða að fara. Fréttir síðustu daga benda til þess, að mjög erfiðlega gangi að jafna þann ágreining sem risinn er innan PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna. Það kemur líka æ betur í ljós, að um raunverulegan og djúpstæðan ágreining er að ræða, sem verður ekki skýrður t.d. með því, að Sýrlendingar vilji beita PLO fyrir sinn vagn. Þegar uppreisnin var gerð gegn Jassir Arafat, leiðtoga PLO, meðal sveita samtakanna í Bekaadal í Líbanon komst utanríkisráðherra ísraels, Shamir, svo að orði, að Arafat væri „hættulegri en öfga- mennirnir". Þess vegna væri það æskilegt að Arafat biði ósigur innan PLO. Vilji menn skilja hvað þessi ísra- elski ráðherra á við, er rétt að skoða viðtal sem fyrir skömmu birtist í breska blaðinu Guardian við Abu Musa, helsta foringja upp- reisnarmanna innan PLO. Alla Palestínu f viðtalinu segir Abu Musa, að hann hafi ekki aðeins verið að mót- mæla því að Arafat hækkaði ónýta stuðningsmenn sína í tign, né held- ur þeirri fjármálaspillingu sem stafi af áhrifum auðugra Palestínu- manna á Arafat. Hann segir að hér sé fyrst og fremst um djúpstæðan „Arafat hefur svikið Þjóðarstefnu- skrá Palestínumanna“. pólistískan ágreining að ræða. Arafat hafi allt frá árinu 1974 verið að slá af þjóðlegri stefnuskrá Pal- estínumanna frá 1964. Arafat hafi farið að sætta sig við það, að Palest- ínumenn fengju aðeins hluta lands- ins til umráða og yrðu þá að viður- kenna Ísraelsríki um leið. Slíkar áætlanir kæmu fram í hinni svo- nefndu „jórdönsku" lausn Reagans Bandaríkjaforseta og í áætlun Ar- abaríkja sem kennd er við borgina FEZ. Abu Musa hafnar þessari leið, sem liggur yfir langa samningavegi, skilyrðislaust. Hann segir að ekki geti verið um að ræða neitt minna en frelsun allrar Palestínu. Og ef menn sætti sig við að ná aðeins hluta landsins í fyrsta áfanga, þá megi samt aldrei fylgja nein viður- kenning á ísrael, enda sé áfanga- sigur aðeins upphaf algjörrar frels- unar. „Við erum segir upp- reisnarforinginn, trúir Þjóðlegu stefnuskránni, sem segir „engar sættir, enga viðurkenningu, enga samninga“ við ísrael. Leið Arafats Og hér er komið að skýringunni á því, hvers vegna ísraelsstjórn mundi heldur vilja að menn eins og Abu Musa réðu fyrir PLO en Arafat, eða þá Sarawi, sem myrtur var nýlega. Arafat hefur að vísu aldrei lýst yfir því að Þjóðlega stefnuskráin væri fallin úr gildi. En hanri hefur hvað eftir annað gefið til kynna að hann væri reiðubúin að fallast á tveggja ríkja lausn (en skipting Palestínu í Arabaríki og Gyðingaríki var eins og menn vita samþykkt af Sameinuðu þjóðunum 1948 og skrifuðu bæði Bandaríkin og Sovétríkin upp á þá lausn). Út á þessa afstöðu hefur Arafat unnið marga pólitíska sigra fyrir PLO og opnað samtökunum leið að margháttuðum diplómatískum samskipturn, bætt mjög stöðu þeirra í almenningsáliti í Evrópu, skapað þeim vissa stöðu einnig í alþjóðlegum stofnunum. ísraelar hafa mjög hamast gegn Arafat á þeirri forsendu, að hann talaði tungum tveim, og hefði aldrei við- urkennt sjálfan tilverurétt ísraels. Bætir stöðu ísraels. Ef nú til valda kæmust í PLO menn, sem hugsa eins og Abu Musa: ekkert dugar annað en stríð gegn ísrael, allt annað eru svik - þá er áróðursstríðið um margt miklu auðveldara fyrir ísrael. Þá munu ísraelskir herstjórar telja sig rétt- lætta í hvaða aðgerðum gegn PLO sem væri - eða réttara sagt - þeir kæmust auðveldlegar upp með at- hæfi sitt. Einkum vegna þess, að Abu Musa segir, að það eigi að reka frá Palestínu framtíðarinnar alla Gyðinga sem fluttu þangað „með tilkomu Ísraelsríkis“. „Þeir verða að fara, segir Abu Musa, til landanna sem þeir koma frá. Þeir eiga heima í Evrópu - í Frakklandi, Bretlandi." Nú er það reyndar svo, að flestir gyðinglegra innflytjenda til ísrael eftir 1948 eru ekki frá Evrópu: lík- lega eru 700-900 þúsundir þeirra frá Arabalöndum. Og gætu alls ekki snúið aftur til írak eða Jemen, svo dæmi séu nefnd. í annan stað er næstfjölmennasti hópur innflytj- enda frá Póllandi og Sovétríkjun- um. En hvort sem þau mál eru rak- in lengur eða skemur: fáir yrðu til að veita þeim róttækustu innan PLO stuðning við slíka „lausn“, sem þýddi ekki annað en að vanda Palestínuflóttamanna yrði snúið við - eftir gífurlegar blóðsúthell- ingar. Það er þessvegna sem utanríkis- ráðherra ísraels segir: „Arafat er hættulegri en öfgamennirnir". ÁB. Sj ávarútvegsráðherra Sovétríkj anna: Góð samvinna á sviði sjávarútvegs Vladimir Kamentsef, sjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna, kemur í dag í opinbera heimsókn til Islands og endurgeldur með henni heimsókn Steingríms Hermannssonar. Kamentsev hefur verið sjávarútvegsráðherra lands síns frá 1979, en var áður varamaður fyrrirrennara síns og um langt skeið ábyrgur fyrir yfirstjórn flskveiða á Murm- ansksvæðinu. f grein eftir Kamentsef, sem bor- ist hefurfrá APN segirm.a. aðfisk- afurðir gefi 20% þeirrar dýrafitu sem framleidd er í landinu, síðan segir á þessa leið: „Sjávarútveginum eru látin í té ný skip og haldið er áfram að þróa og hanna nýjan veiðibúnað, tæki, fiskvinnsluvélar og eldisbúnað og unnið er að því að auka frystig- eymslur. Fiskeldi eykst verulega í Sovétr- íkjunum. Samanborið við veiðar á höfum úti og í ferskvatni, fylgja því ýmsir kostir. Næstum ótakmark- aðir vaxtarmöguleikar, lifandi fisk- ur sem er mjög verðmæt fram- leiðsla, eldi fleiri tegunda, lækk- aður flutnings- og orkukostnaður og sv. frv. Sovéska sjávarútvegsráðuneytið hefur á sínum snærum yfir 150 fisk- eldisstöðvar og bú, sem árlega senda frá sér yfír 100 milljón seiði. Viðtæki fisiceldi gefur af sér mik- inn og góðan árangur. Styrjuveiðin í Kaspíahafi og Azovshafi hefur á undanförnum 20 - 30 árum aukist um 150% í kjölfar seiðasleppinga og vísindalegrar skipulagningar því að fara inn í „rauðu bókina" vegna þess að náttúrulegar hryg- gningarstöðvar hans voru að glatast. Það verður að minnast hér á aðra tilraun, en það var tilraun til að auka eðlilega viðkomu síldarinnar í Okhotsk-hafi. Tugir milljóna fer- metra með strönd Okhotsk-hafsins voru lagfærðir, svo að síldin gengi þangað til hrygningar, klaki var komið á í landi og veiðar bannaðar um margra ára skeið. Þetta hafði það í för með sér, að vísindamenn hafa nýlega mælt með því að hafnar verði veiðar á síldinni á þessu ári og er kvótinn nokkrir tugir þúsunda tonna í byrjun. Á yfirstandandi fimm ára tíma- bili er verið að ljúka starfi varðandi aukningu fiskeldis í tjörnum. Þetta starf felur í sér athuganir á útbún- aði fyrir fiskeldi á iðnaðarstigi, rannsóknir á fóðurtegundum, aðferðir á sviði vélvæðingar og sjál- fvirkni á öllum stigum fiskeldis og margt fleira. Þessar ráðstafanir og stór land- svæði, sem verða tekin undir tjarn- eldi munu auka framleiðslu verð- mætra fisktegunda á næstu fimm árum um 80%. Rannsókna- og eftirlitsstarf hef- ur verið aukið til muna næstum alls staðar á heimshöfunum til þess að leysa þau verkefni, sem iðnaður okkar stendur frammi fyrir og ver- ið er að gera ráðstafanir til að auka afköst fiskveiðiflotans. Fiskveiðiflotinn hefur yfir að ráða kerfi sérhæfðra menntastofn- ana á miðskólastigi og æðra stigi. Á tímabili síðustu fimm ára áætlunar voru útskrifaðir frá þessum stofn- unum yfir 40.000 sérfræðingar. veiðanna. Verið er að endurreisa hinn merka laxastofn Kaspíahafs- ins. Eitt sinn var þessi tegund nærri Þróun samvinnu íslands og Sovétríkjanna Fiskveiðihagsmunir Sovétríkj- anna og íslands eru nátengdir á Norð-Austur-Atlantshafi. Höfin umhverfis ísland hafa lengi verið eitt þeirra svæða, þar sem miklar veiðar Sovétmanna hafa átt sér stað. Einnig hafa Sovétmenn feng- ist mikið við rannsóknir á þessum svæðum og svo eru íslenskar fiskaf- urðir hefðbundin söluvara til So- vétríkjanna. Árið 1975 hættu Sovétmenn fisk- veiðum við ísland, en íslendingar færðu fiskveiðilögsögu sína út í 200 mílur, en Sovétríkin halda áfram hinum hefðbundu fiskveiðirann- sóknum, sem eru nauðsynlegar til að meta líffræðilega framleiðslu í Norður-Atlantshafi. íslendingar fá í hendur allar upp- lýsingar um útbreiðslu og ferðir langhala, gulllax og kolmunna samkvæmt samkomulagi Sovétr- íkjanna og íslands um vísindalega og tæknilega samvinnu og ráðgjöf um fiskveiðar og rannsóknir á auðæfum hafsins, en það sam- komulag var undirritað 1977. Þetta samkomulag er mikilvæg- ur þáttur í eflingu gagnhagkvæmra samkipta milli landa okkar á sviði fískveiða. f samkomulaginu segir, að báðir aðilar viðurkenni ábyrgð sína og skyldu til að gera áhrifaríkar ráðstafanir til að varðveita, efla og nýta skynsamlega lifandi auðlindir sjávarins, einkum fiskistofna, sem báðir aðilar hafa áhuga á að nýta. Þetta undirstrikar enn einu sinni að samskipti okkar á sviði fiskveiða grundvallast á skynsamlegri ný- tingu lifandi auðæva samkvæmt vísindalegum upplýsingum og með tilliti til gagnkvæmra hagsmuna fiskimanna í löndunum báðum. Það var merkur viðburður í sam- vinnu landa okkar, þegar Sovétrík- in og ísland lögðu til árið 1969 að gerður yrði samningur um bann við veiðum á vorgotssíldinni, sem var undirritaður árið 1972. Sovétríkin og ísland vinna einnig saman hjá alþjóðlegum stofnun- um, sem á einn hátt eða annan fjalla um varðveislu og skynsam- lega nýtingu lifandi auðæva heimshafanna. Ég tel, að lönd okkar eigi fyrir sér góðar framtíðarhorfur á sam- vinnu á sviði fiskveiða. Þar má nefna rannsóknir og leitarstarf- semi, veiðiaðferðir, tækni og sölu og markaðsmál. Að lokum langar mig að óska íslenskum sjómönnum, hinni hug- rökku stétt, alls hins'besta -'far-' sældar, góðs byrs, afla, heppni og hamingju.“ (APN) Vladímír Kamentséf leggur mikla áherslu á fískeldi í grein sinni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.