Þjóðviljinn - 15.07.1983, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 15.07.1983, Qupperneq 1
DJOÐVIUINN Er Alþýðublaðið frímerki á Þjóðviljann? Sjá 4 júlí 1983 föstudagur 156. tölublað 48. árgangur Alþýðubandalagið birtir spurningar til utanríkisráðherra Krafist upplýsinga um ný herstöðvaáform Utanríkisráðuneytið birtir fréttatilkynningu fyrir helgina Á fundi utanríkismálanefndar í byrjun viku lagði Ragnar Arnalds formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins fram fimm spurning- ar til utanríkisráðherra vegna um- mæla hans og forsætisráðherra um nýjar ratsjárstöðvar Bandaríkja- hers á jslandi. Alþýðubandalagið hefur nú sent spurningarnar til fjölmiðla og samkvæmt upplýsing- um utanríkisráðuneytisins mun Geir Hallgrímsson gefa út frétta- tilkynningu um málið fyrir helgina. Helgi Ágústsson forstöðumaður varnarmáladeildar sagði í gær að ráðherrann hefði gefíð munnleg svör á fundi utanríkismálanefndar 11. þ.m. og ætlað að svara spurn- ingum Ragnars Arnalds skriflega á næsta fundi, 8. ágúst n.k. í Ijósi þess að spurningarnar hefðu nú verið birtar myndi ráðuneytið gefa út fréttatilkynningu. Spurningarnar eru þessar: 1. Hvenær lögðu stjórnvöld í Bandaríkjunum fram greinar- gerðir og skýrsiur um eðli og tilgang þeirra ratsjárstöðva sem ætiunin er að reisa? Er ríkis- stjórnin reiðubúin að leggja þessar skýrslur fram í utanríkis- málanefnd? 2. Hvers eðlis eru ratsjárstöðvarn- ar, hve margar þeirra vilja Bandaríkjamenn reisa hér á næstu árum og hvar eiga þær að rísa? 3. Hvert er hlutverk hinna nýju ratsjárstöðva í a) hernaðarkerfi NATO, b) hernaðarkerfi Bandaríkjanna? 4. Hvert skila ratsjárstöðvar þær sem Bandaríkjastjórn vill reisa á íslandi þeim upplýsingum sem þær safna?. 5. Hvenær hyggst ríkisstjórnin af- greiða ósk Bandaríkjastjórnar unr nýjar ratsjárstöðvar? Fram kemur í formála að spurn- ingarnar séu bornar upp vegna um- mæla forsætisráðherra um að ósk Bandaríkjastjórnar um nýjar her- stöðvar með ratsjárbúnaði væru á umræðustigi innan ríkisstjórnar- innar og milli íslenskra og banda- rískra stjórnvalda. Þá hafi utanrík- isráðherra í ræðu 2. júlí sl. sagt að sjálfsagt væri að verða við ósk um byggingu radarstöðva. - ekh „Við byrjuðum að slá fyrir viku“, sagði Stefán Snæbjörnsson á Nolli í Grýtubakkahreppi Þjóðviljamönnum á ferð fyrir norðan. „Þetta er mjög svipað og í fyrra, cn er þó ívið fyrr á ferðinni í ár. Sprettan er mjög sæmileg hér, en norðar, útundir Grenivík, eru fúain sumhver ansi Ijót. Jörðin hefur vcrið blaut og það er lítið gras á mýrartúnunum. Nei, það er ekkert kal hér og hefur ekki verið síðan 1979, eina kalárið í Eyjafirði.“ Eyfírðingar og Skagfírðingar eru flestir byrjaðir að bera Ijá í gras, en sláttur er vart hafínn í Þingeyjarþingi, þarsem tún hefur kalið illa; í Kinn er til dæmis víða einsog yfir eyðimörk að líta, en ekki búskaparíand. « - m. Ljósm.: Leifur Álviðræður í næstu viku Mistökin mega ekki endurtaka sig núna - segir ritstjóri Tímans Á fimmtudag og föstudag í næstu viku eru ákveðnar formlegar viðræður milli fulltrúa íslands og Alusuisse um endurskoðunálsamninganna. í forystugrein blaðsins í dag segirm.a. aðundirbúningurað þessum viðræðufundi lofi ekki góðu. í staðupplýsingatil almennings um kröfur íslendinga og samningsstöðu ríki nú leynd og þögn um allan málatilbúnað, og málin séu lokuð inní nefnd, þar sem sitja samningamenn frá 1975 og 1966. Bein mötun frá Alusuisse sé og greinilega hafin á ný. í þessu samhengi eru rifjuö upp áhyggjufull ummæli ritstjóra Tímans sl. sunnudag, þar sem hann segir m.a.: „Mistök fyrri viðræðna mega ekki endurtaka sig. Þessvegna mun þjóðin fylgjast vel með þessum viðræðum og gera kröfur til, að hún fái fyllstu upplýsingar um gang þeirra.“ Sjá 4 Aukablað um matarœði fylgir blaðinu i dag. Þar er fjallað um ýmsar matarvenj ur fólks og rætt við menn sem telja rétt mataræði mikilvægt til að auka vellíðan. 7 t Eftir Kókaínstjórn M - í slcndingur á ferð 0 íBólivíu. Fjármálaráðherrann ómyrkur í máli Hagsýn húsmóöir Þegar fyrirvinnan er lasin og barnahóp- urinn kröfuharður • Fyrirvinnanerlasin, barnahópurinn kröfuharöur og því þurfum viö aö taka hina hagsýnu húsmóðurtil fyrirmyndar, segir Albert Guðmundsson fjármálaráöherra í viðtali á blaösíöu þrjú í blaðinu í dag, þar sem verið er aö fjalla um málefni Lánasjóös íslenskra námsmanna. • „Fjáraustur" í menningarstofn- anir einsog Þjóðleikhús og Sinfóní- uhljómsveit Islands? Albert Guð- mundsson er tilbúinn til að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um þennan „fjáraustur". í blaðinu í dag er leitað álits Gísla Alfreðs- sonar og Sigurðar Björnssonar á ummælum ráðherrans á blaðsíðu fimm. • „Ég er búinn að gera miklu stærri hiuti fyrir kaupfélög og sam- vinnuhreyfinguna síðan ég kom hingað", segir Albert í Tímanum í gær. Erlendur Einarsson forstjóri og Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri kannast ekkert við það sem Albert er að segja og Albert vill ekki tjá sig frekar um málið á þessu stigi. • Var afnám söluskatts á leiktækj- um Tívolísins fyrir eigendur fyrir- tækisins eða börnin í borginni? Þessu svarar Albert á blaðsíðu fimm í dag. -óg Sjá 3, 5 og 24

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.