Þjóðviljinn - 15.07.1983, Side 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júlí 1983
Karpov að tafli - 169
Englendingurinn Tony Miles varð
fyrsti stórmeistari Englendinga árið
1976. Hann hefur löngum haft orð á
sér fyrir þrautseigju í erfiðum stöðum,
samfara góöri endataflstækni. Ein-
beitni hans er annáluð, en á hinn bóg-
inn þykir hann einstaklega næmur á
taugum. Hann mætti Karpov í 6. um-
ferð mótsins í Las Palmas og þá var
stutt síðan þeir tefldu fyrst innbyrðis á
skákmótinu í Bad Lauterberg. Eins
og lög gera ráð fyrir vann Karpov
sigur enda náði hann þegar í byrjun
tafls miklum yfirburðum.
8
7
6
5
4
3
2
1
abcdefgh
Karpov - Miles
27. e5! dxe5
28. d6 Df8
29. fxe5 Rh7
30. Df3 Re6
31. Db7! Ha8
(Undanhaldið er algjört.)
32. Rd5 g6
33. Re7+ Kg7
34. Rc6!
- Miles gafst upp. Hann getur ekki
hreyft legg né lið og á auk þess ekkert
svar við hótuninni 35. d7.
_______ Bridge
Ég fjallaði um öryggisspila-
mennsku í þættinum í gær og það er
ætlunin að halda sig við leistann.
Samningurinn er 4 spaðar og út
kemur tromp:
Norður
S AG9
H A103
T ADG9
L 985
Suður
S KD10752
H K9
T 106
L K73
I reyndinni tók sagnhafi tvisvar
tromp, það lá 2-2, endaði heima, spil-
aði tígul - 10 og lét hana fara þegar
vestur sýndi lítið.
Austur vann á kóng og skipti í lauf-
gosa, kóngur og ás. Vörnin hirti síðan
tvo laufslagi.
75% möguleiki, eða er hægt að
gera betur?
Vitaskuld. Og það veit ég að þú
hefur þegar séð.
Það er aukamöguleiki, nefnilega
að austur eigi EKKI litlu hjónin í
hjarta.
Vlð eigum útspilið í borði og spílum
hjarta. Nú, lágt frá austri og við setj-
um níuna. Vestur á slaginn og skiptir í
tígul, ás. Hjarta á kóng og tromp á
blindan. Hjarta-ás og tígul-10 heima
grýtt. Nú er tímabært að reyna tígul-
drottningu. Vestur má eiga kónginn.
Við köstuðum laufi heima og ekkert
getur ógnað samningnum. Hendur N
V:
Vestur Austur
S 64 S 83
H G864 H D752
T 753 T K842
L AD62 L G104
Þaö breytir engu þó austur reyni að
vera snjall og stingi hjarta-drottningu
á milli. Spilið gengur eins fyrir sig.
Drepið á kóng. Hjarta á ás og hjarta-
10 út.
Ekkert gaman að sitja í austur,
lengur.
alþýðu- og andspyrnusöngva, en
Lorca var sem kunnugt er myrtur
af fasistum í upphafi spönsku
borgarastyrjaldarinnar. Talið
hefur verið að borgarastyrjöldin
hafi hafist 17. júlí, einmitt sama
dag og við frumsýnum.
Lorca var reyndar aldrei virkur
í baráttunni gegn fasistum, en
aiþýðan á Spáni leit á hann sem
málsvara sinn.
„Á Lorca erindi í dag?“
Já, það finnst okkur sannar-
lega. Við höfum rætt um þessi
verk hans fram á nótt, þau virðast
vekja ýmsar spurningar um okk-
ar eigin veruleika. Lorca voru
mjög ofarlega í huga siðvenjur og
fordómar síns tíma og hvernig
slíkt bitnaði á tilfinningalífi fólks.
Þá hefur löngum þótt merkilegt
hve næman skilning hann hafði á
lífi kvenna. Hann fjallar um fólk í
kaþólsku samfélagi í upphafi ald-
arinnar, en mér finnst maður
kannast ansi vel við flest sem
hann fjallar um.
Lorca var ekki síður þekktur
sem ljóðskáld, en stór hluti
leikrita hans eru í bundnu máli og
býsna erfið í flutningi. Við flytj-
um t.d. hina þekktu „Vöggu-
þulu“ úr Blóðbrullaupi, en eftir
langar umræður ákváðum við að
nota þýðingu Hannesar Sigfús-
sonar (sem þýðir Blóðbrullaup)
en ekki hina frábæru og betur
þekktu þýðingu Magnúsar Ás-
geirssonar. Okkur fannst þýðing
Hannesar falla betur að leikatr-
iðinu sjálfu, enda þýðing Magn-
úsar gerð sem sjálfstætt ljóð.“
„Hefur þetta verið skemmtileg
vinna“?
„Mjög svo. Þó að ekki sé
langur æfingatími hjá Stúdenta-
leikhúsinu, enda allt unnið í sjálf-
boðavinnu, hefur verið mjög
gaman að glíma við þetta verk-
efni, og hópurinn mjög áhuga-
samur. Lorca er líka svo magn-
aður og margræður - honum
teks't snilldarlega að tvinna
saman harmleik og húmor og
þótt dauðinn sé alltaf á næsta
horni, skynjar maður hina sterku
lífsþrá í verkunum, - að fólk fái
að lifa lífinu lifandi." „Nú er
býsna langt síðan þú hefur leikið,
en áður fyrr lékst þú m.a. hjá LA
og Alþýðuleikhúsinu og söngst
mikið. Hvað hefurðu verið að
gera?“
„Ég var tvö ár í Kaupmanna-
höfn að lesa leikhúsfræði, síðan
hef ég staðið í barnauppeldi og
smátt og smátt verið að læðast út
á vinnumarkaðinn. En ég hef
ekki leikið í fimm ár og það er
gaman að leyfa leiklistarbakterí-
unni að blómstra eftir þetta hlé.
Hún er með lífsseigari kvillum og
þótt hægt sé að bæla hana niður
um stundarsakir virðist illmögu-
legt að ganga af henni dauðri."
sagði Kristín að lokum.
Aðeins fimm sýningar verða á
Lorcakvöldinu. Leikstjóri er
Þórunn Sigurðardóttir, en Val-
geir Skagfjörð sér um tónlist.
ÁÞ.
Leikarahópurinn samanstendur af lærðum og ólærðum leikurum. Frá vinstri, Ragnheiður E. Arnardóttir,
Harpa Arnardóttir, Andrés Sigurvinsson, Hans Gústavsson, Aldís Jónsdóttir, Kristján Franklín Magnús og
Kristín Á. Ólafsdóttir.
„Klárinn blakkur, tunglið rautt”
„Magnaður höfundur
segir Kristín Ólafsdóttir
sem leikur og syngur i Lorcakvöldi Stúdentaleikhússins
„Okkur langar til að kynna
Lorca, þótt auðvitað sé ógerlegt
að gefa tæmandi mynd af honum
sem skáldi á einu kvöldi. Enda
höfum við valið efnið með það í
huga að gera samstæða dagskrá,
fremur en að sýna allar hliðar á
Lorca.
Við höfum valið brot úr
tveimur leikritum hans,
„Blóðbrullaupi" og „Yermu",
sem ásamt „Húsi Bernörðu Al-
ba“ eru einu harmleikirnir sem
hann samdi og þau verk sem hafa
haldið frægð hans hvað mest á
lofti. „Yerma“ hefur aldrei verið
leikin hér, en við notum nýja
þýðingu Karls Guðmundssonar.
„Blóðbrullaup“ var leikið hér í
Þjóðleikhúsinu 1959. Við flytjum
einnig nokkur ljóða Lorca, syngj-
um söngva sem hann hefur útsett
og eru úr leikritum eftir hann.
Einnig flytjum við spánska
Kristín Ólafsdóttir: gaman að Aldís og Kristján leika brúðina og Leonardo í Blóðbrullaupi. Hestinn
leyfa leiklistarbakteríunni að blakka á Baltasar, en hann heitir Skuggi.
blómstra
VÍÐFÖRLI
rit Skálholtsútgáfunnar komið út
Víðförli nefnist rit Skálholts-
útgáfunnar og er ritstjóri hans sr.
Bernharður Guðmundsson.
Blaðinu hefur nú borist maí-tbl.
2. árg. en Víðförli hóf göngu sína
á sl. ári.
í forsíðugrein blaðsins segir frá
friðarráðstefnu kirkjunnar, sem
haldin var í Uppsölum í Svíþjóð
um sumarmálin síðustu.
Ráöstefnuna sátu fulltrúar frá
ýmsurn kirkjudeildum víðsvegar
um heim. Fulltrúi íslensku kirkj-
unnar var herra Pétur Sigurgeirs-
son, biskup.
Eitt meginatriðið í ályktun
ráðstefnunnar var krafa um nýja
fjárhagsskipan heimsins, er byggi
á réttlæti og samstöðu þjóðanna.
„Því það verður ekki friður á
jörðu meðan fólk líður af sulti og
sjúkdómum og ríku þjóðirnar út-
vega einræðisherrum fátæku
þjóðanna vopn“, eins og Arus
kardináli frá Brasilíu sagði.
„Þingið hvatti kirkjur heimsins til
þess að taka miklu ríkari þátt í
baráttunni fyrir friði, ekki síst
með auknu uppeldi til friðar og
fræðslu um friðarmál", segir Víð-
förli. Sr. Bolli Gústavsson í
Laufási segir fréttir úr prestakalli
sínu og nefnir: Með Hólastiptis-
göngulagi. Rætt er við Margréti
Hróbjartsdóttur geðhjúkrunar-
fræðing og formann Kristilegs fé-
lags heilbrigðisstétta. Sr. Jón
Bjarman á þarna grein er hann
nefnir Vangaveltur fangaprests.
Eru það athyglisverðar hug-
leiðingar út frá bókinni Aumingj-
arnir eftir Juhani Iivari fanga-
prest í Helsinki. Rætt er við Jón
Guðmundsson byggingaverktaka
um fóstureyðingar o.fl. Oddur
Albertsson segir frá veru sinni
með „smáfólkinu" á kirkjulist-
arsýningunni á Kjarvalsstöðum
en Oddur var leiðsögumaður
þess þar. „Þeir eru stórhuga,
Húnvetningar" nefnist viðtal við
prestshjónin á Melstað í Mið-
firði, sr. Guðna Þór Ólafsson og
Herbjörtu Pétursdóttur. Sr.
Guðni tók við Melstaðarpresta-
kalli fyrir tæpu ári en auk þess
þjónar hann Hvammstanga,
Staðarbakka og Efra-Núpi. Þá er
í blaðinu ávarp, sem Sigurbjörn
Einarsson, fyrrverandi biskup
hefur samið og er ætlað
guðfeðginum og foreldrum skírn-
arbarna og grein eftir Þóri Kr.
Þórðarson. Grein er um Al-
kirkjuráðið og lag eftir Baldur
Andrésson við texta eftir Matthí-
as Jochumsson Hvað er þér ljós?
Auk þess eru svo í blaðinu fréttir
af kirkjulegu starfi víðsvegar um
land. - mhg.
Nei lesandi góður, þetta er ekki
Karl Marx að slappa af frá Kapit-
alinu. Þetta er teikning af tón-
skáldinu Brahms en þann 7. maí
sl. voru liðin 150 ár frá fæðingu
hans.
Gœtum
tungunnar
Einhver sagði: Ég vill fara
Rétt væri: Ég vil fara.