Þjóðviljinn - 15.07.1983, Page 4

Þjóðviljinn - 15.07.1983, Page 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐÝILJINN Föstudagur lSi júlí 1985 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guömundsdóttir. flitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Álmistök íþriðja sinn? • í næstu viku hefjast formlegar viðræður um endurskoðun álsamninga íslands og Alusuisse undir forystu nýrrar ríkisstjórnar. Það er annar uppi en í tíð Hjörleifs Guttormssonar, enda við „allt aðra heiðursmenn að etja“ eins og fulltrúi Alusuisse orðaði það í síðasta mánuði. I stað upplýsinga til almennings um kröfur íslendinga og samningsstöðu ríkir nú leynd og þögn um allan málatilbúnað. í stað forystu iðnaðarráðherra og hans ráðuneytis eru mál- in lokuð inni í nefnd, þar sem sitja samningamenn frá fyrri tíð, allt góðkunningjar Alusuisse, svo notað sé mál lögreglunnar. Hjörleifur Guttormsson hefur kallað þá fanga fortíðarinnar og er það réttnefni, því gera má ráð fyrir að fyrir þeim vaki fyrst og fremst að fegra sína eigin fortíð í samningum við Alusuisse. • En þó að Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra sé einn úr „fangahópnum“ vegna atbeina síns að samningum við Alusuisse 1966 og 1975 eru enn í hans flokki menn sem létu ekki fjötra sig og leita útgöngu þótt aðþrengdir séu vegna „siðbótar“ Stein- gríms í Framsóknarflokknum. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans skilaði ásamt Ingvari Gíslasyni áliti Framsóknarmanna í iðnaðarnefnd neðri deildar, þegar álsamningurinn var til meðferðar á Alþingi 1966. í álitinu sagði að í samningnum kæmi fram vanmat á íslenskum lögum og réttarfari, raforku- verðið myndi verða alltof lágt og íþyngjandi almenn- ingi þegar fram í sækti, og skattaákvæði væru íslend- ingum afar óhagkvæm. I grein um menn og málefni sl. sunnudag segir Tímaritstjórinn: „Reynslan hefur sýnt, að öll sú gagnrýni sem hér hefur verið rakin, hefur átt fyllsta rétt á sér. En nú nægir ekki það eitt að kanna það sem liðið er. í viðræðunum við álhringinn nú, verður að snúa sér af fyllstu alvöru og einbeitni að bæta úr því, sem miður hefur farið. Mistök fyrri viðræðna mega ekki endur- taka sig. Þessvegna mun þjóðin fylgjast vel með þess- um viðræðum og gera kröfur til, að hún fái fyllstu upplýsingar um gang þeirra.“ • Hér er á ferðinni ákveðin aðvörun til Steingríms Hermannssonar: - Þú gerðir mistök þegar þú varst á móti afstöðu Framsóknarflokksins til álsamninganna 1966, þú gerðir mistök þegar þú samdir ásamt Jó- hannesi Nordal við álhringinn 1975, og þú hefur ekki efni á því að gera mistök í þriðj a sinn - segir Þórarinn við Steingrím. Og eru hér ef til vill einnig á ferðinni skilaboð til Sjálfstæðisflokksins, sem nú ber form- lega ábyrgð á álsamningunum, um að allur Fram- sóknarflokkurinn muni ekki láta teyma sig aftur á asnaeyrunum í fangelsi fortíðarinnar eins og 1975? Eða er hér aðeins rödd hrópandans í pólitískri eyði- mörk Framsóknarflokksins þessi misserin? • Undirbúningurinn að álsamningalotunni sem framundan er lofar ekki góðu. Bein mötun frá Alu- suisse er greinilega hafin á ný og hægri pressan með Morgunblaðið í fararbroddi gerir sitt til að sannfæra þjóðina um að hún eigi ekki að vera með heimtu- frekju. En það er ástæða til þess að taka undir það með Þórarni að þjóðin mun fylgjast vel með viðræðunum í næstu viku, og ekki láta blekkjast. Hún er sem betur fer farin að átta sig á þeirri staðreynd, sem fram kemur m.a. í nýlegri skýrslu Orkustofnunar, að „óbreyttur raforkusamningur við ÍSAL virðist munu valda hærra raforkuverði Lands- virkjunar til almenningsveitna áfram næstu árin en verið hefði án hans“. Almenningur borgar brúsann ef haldið verður áfram að selja Alusuisse raforku undir framleiðslukostnaðarverði. klippt Wuttetki Fótaþurrkur og fáviska Alþýðublaðið er gefiö út á kostnaö ríkisins og til að úr því sé lesið í Ríkisútvarpið. Hefur.voA--- " . . \ninni með hverju árinu sem líður. /\ \’a,ur Björgvinsson ritstjóri Alþýðublail rit" ar hann grein hér í Morgunblact t,Juu ao tleiri maettu j taka sér Morgunblaðið til fyrirmymaar það „gæti oröið öðr: ifjölmiölum og opinþerum fréttastofum þarfur skóli.“ A Skotið Staksteinum Staksteinar Morgunblaðsins halda áfram að tyfta fjölmiðla- menn sem ekki hugsa rétt. í gær er röðin komin að Alþýðublaðs- mönnum - þeir eru sakaðir um að trúa í blindni á gagnrýni Al- þjóðasambands jafnaðarmanna á framferði Bandaríkjamanna í Mið-Ameríku. Staksteinninn dregur andann djúpt og slengir fram hinni endanlegu fordæm- ingu: „Blaðið (Alþýðublaðið) er jafnan eins og frímerki á Þjóðviij- anum þegar þessir menn taka til máls um Bandarikin og al- þjóðamál“. Sá sem leitar að köldu stríði mun finna það. Næsta skrefið hjá Moggastrákum er vitanlega að segja að Alþýðublaðið sé á snær- um Rússa. (Samkvæmt gamalli oggóðri formúlu: Þjóðviljinn erá snærum Rússa - Alþýðublaðið er „frímerki á Þjóðviljanum“ - Al- þýðublaðið þjónar Rússum). Þessi síðasta breiðsíða á Al- þýðublaðið í Morgunblaðinu er partur af styr sem staðið hefur út af ferðalagi Georges Bush vara- forseta um Evrópulönd. En þar fékk hann oft að heyra ekki síst frá talsmönnum sósíalista og sósí- aldemókrata, gagnrýni á banda- ríska stefnu í Mið-Ameríku. Morgunblaðið hefur tekið upp þykkjuna fyrir sinn varaforseta og brigslar evrópukrötum óspart um fáfræði um þetta mál og ýmis- legt þaðan af verra. Sjálfskaparvíti í þessu sambandi er rétt að minna á, að það eru fleiri en sósí- aldemókratar sem eru lítt hrifnir af fortölulist Bush í þessum mál- um. í forystugrein í breska blaðinu Guardian á dögunum er það rakið, að Bush hafi í Evróp- ureisunni haldið nokkuð öðruvísi á Miðamríkumálum en gert var um hríð. Nú viðurkennir hann að málin séu flókin, það þurfi að auka efnahagsaðstoð, efla lýðræðisstofnanir osfrv. Guardi- an segir, að allt væri þetta gott og blessað ef „arfur sögunnar og ný- legar yfirsjónir“ kæmust fyrir í svo snyrtilegu skema. En sú reynsla fær blaðið til að efast stór- lega um að einræðisherrann í Gu- atemala „muni að hann á að styðja lýðræðið“ eða að hinir spilltu herforingjar í E1 Salvador stilli sig um að nota þann „varn- arskjöld“ sem Bandaríkjamenn gefa þeim til annars en að drepa alla andstöðu. Um Nicaragua segir Guardian: „Evrópumenn halda ekki að Sandinistastjórnin í Nicaragua sé stjórn góðviljaðra krata sem Olof Palme eða David Owen gætu vel veitt forystu. En samt sýnist þetta stjórn sem nýtur stuðnings al- mennings og reynir að glíma við þau vandamál afskræmdrar þró- unar sem hún hefur tekið í arf með atorku og hugkvæmni. Að hamra á því, að þessi stjórn verði að breyta um stefnu - og reyna að þvinga hana til að gera það með opinskáaum efnahagslegum þvingunum eða laumulegum hernaðaraðgerðum, er bæði heimskulegt og hefur þveröfug áhrif á við tilganginn. Ef að ein- ræðishneigðir í Nicaragua eflast á næstunni, þá bera Bandaríkin ein ábyrgð á því sem og hin sundur- leita hjörð andbyltingarmanna frá tíð Somoza.“ Framtíð heimshluta Hér er komið að einkar þýðingarmiklu máli. Jafnaðar- menn og aðrir þeir sem hafa já- kvæða afstöðu til Sandinista í Nicaragua og vinstrifylkingarinn- ar í E1 Salvador telja, að einmitt slíkur stuðningur geti komið í veg fyrir það að byltingar í þessum hluta heims endi í vítahring eins flokkskerfisins, valdaeinokunar- innar. Um leið er slíkur stuðning- ur - m.a. stjórna Frakklands, Spánar og Svíþjóðar eitt af því sem heldur nokkuð aftur af hern- aðaríhlutun Bandaríkjanna í þessum heimshluta. Þetta finnst George Bush og Morgunblaðinu að því leyti bölv- að, að þau vilja knýja fram viður- kenningu á þeirri kenningu sinni, að vinstribyltingar endi allar í al- ræðinu. Og þess vegna sé það réttlætanlegt að berja niður vinstriöfl og nota til þess m.a. „hefðbundna harðstjóra“ eins og blóðhundar af Somozategund- inni í Nicaragua heita á máli ráð- herra Reagans. - ÁB. Albert í stuði í merkum viðtölum við Tímann í gær, lýsir Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra því yfir, að fyrir ástar sakir á börnum hafi hann fellt niður söluskatt af Tívolíinu á Miklatúni - enda þótt hann vissi að hann yrði gagnrýnd- ur fyrir það, vegna þess að tengdasonur hans kemur þar við sögu. „Ef ég á að vera hræddur við að gera það sem ég tel vera rétt, þá er eitthvað öðruvísi en ég hefði talið að það ætti að vera“, segir Albert í því tilefni (Skilur nokkur hvað hann átti við?) Aðalréttlæting Alberts fyrir þessu söluskattsmáli var svo sú, að hann væri búinn að gera „miklu stærri hluti fyrir kaupfé- lögin og samvinnuhreyfinguna“. Og því mál til komið, semsagt, að M WWPWI III.»111. Fjármálaráðherra fellir niður I söluskatt af Ti volilnu á Miklatúni: MINN NYKOMINN í FYR1RTÆK1Г - „áttaði mig ekkí á þvi strax“, segii^lbertGuðiriunclsson^ gera eitthvað fyrir sína menn. í sömu andrá boðar Albert niðurskurð á fé til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, Þjóðleik- hússins og Sinfóníunnar. Þetta er fóðrað með því að ef slíkar fjár- veitingar verði skornar niður megi leysa íslenska alþýðu undan vinnuþrælkun og hefur frumlegri hagfræði ekki heyrst lengi í þessu ágæta landi fimmtíu prósent vaxta. Við hœfi En allt er þetta við hæfi eins og strákarnir segja. Aðalráðgjafi Alberts í menningarmálum hefur jafnan verið Svarthöfði og þaðan er stefnuskráin komin. Einn liður í henni er að miðar í leikhús eigi að „kosta það sem þeir kosta“ eins og á Broadway. Albert vill greiða niður salíbunur í Tívolí á þeim forsendum að slík skemmt- un megi ekki vera „einka- skemmtun fyrir þá sem hafa mikla peninga“. En þessi kenn- ing segir líka að það sé allt í lagi að leikhúsferðir og tónleikar séu slík einkaskemmtun - peninga- fólks. Þjóðin er ekki búin að bíta úr nálinni með Albert Guðmunds- son. Ríkisstjórnin ekki heldur. - AB. -ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.