Þjóðviljinn - 15.07.1983, Side 5

Þjóðviljinn - 15.07.1983, Side 5
Föstudagur 15. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA.5 Lánasjóðsins verulega niður. Ég væri þess vegna tilbúinn til þess að láta fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um hvort þjóðin vill halda áfram þessum stöðuga fjáraustri, og þá á ég ckki bara við Lánasjóð íslenskra náms- manna, heldur sinfóníuhljóm- sveitina, Pjóðleikhúsið og margt margt fleira sem gerir ekker annað en að stækka og bólgna J út, á sama tíma og við erum að boða samdrátt í þjóðfélaginu. Ég spyr bara: vill fólkið í land- inu, sem nú er vcrið að skeraj niður vísitöluna við í launum.J bæta við sig fimm scx tímum ál sólarhring í vinnu, til þess aðl fjármagna frekari útþenslu?" Úrklippa úr Tímanum í gær, þar sem fjármálráðherra lýsir skoðunum sínum á þjóðaratkvæðagreiðslu. Fj ármálaráðherrann: Þjóðaratkvæði um afnám verðbóta? - Það kemur allt til greina og ég hef ekkert á móti þjóðaratkvæða- greiðslum, sagði Albert Guð- mundsson fjármálráðherra þegar hann var spurður hvort hann vildi ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um af- nám samninga, afnám verðbóta á laun, útsölu á ríkisfyrirtækjum og fleiri slík atriði. Tilefni spurningarinnar var að fjármálaráðherra segist í viðtali við Tímann í gær telja eðlilegt að fram- kvæmd verði þjóðaratkvæða- greiðsla um málefni Lánasjóðs ís- lenskranámsmanna, Þjóðleikhúss- ins og fleiri fyrirtækja. -óg Gísli Alfreðsson um ummæli fjár- málaráðherra Enginn fjáraustur í Þjóðleikhúsið - Þjóðleikhúsið nýtur minni ríkisstyrkja en sambærileg leikhús erlendis, sagði Gísli Alfreðsson, sem tekur við störfum Þjóðleikhús- stjóra nú í haust, er blaðið innti hann álits á ummælum fjármála- ráðherra um að stöðugur fjáraust- ur væri í stofnanir eins og Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljóm- sveitina sem alltaf væru að bólgna út. Gísli Alfreðsson sagði að Þjóðleikhúsið hefði samkvæmt lögum menningarlegu hlutverki að gegna og væri því engin gróða- stofnun. Það væri rangt að þessi menningarstofnun hefði verið að bólgna út á undanförnum misser- um. Á íslandi hefðu menn því menn- ingarlega láni að fagna, að áhugi á leiklist væri meiri heldur en víðast hvar í veröldinni. Það sýndu allar samanburðartölur um aðsókn að leikhúsum. „Þjóðleikhúsið er og hefur verið rekið með langtum minni fjármagnsstyrk en sambæri- leg leikhús erlendis fá“, sagði Gísli Alfreðsson. - óg Sigurður Björnsson Sinf óníuhl j óms veitinni Menning - Eg vil sem minnst segja um þessi ummæli fjármálaráðherra sagði Sigurður Björnsson fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, er Þjóðviljinn innti hann álits á ummælum fjármála- ráðherra um ijáraustur ■ menning- arstofnanir eins og Sinfóníuhljóm- sveitina og Þjóðleikhúsið auk Lán- asjóðs námsmanna. „Við lifum í menningarþjóðfé- lagi og öll menntun og menning kostar peninga. Fyrir ári voru sett lög um Sinfóníuhljómsveit íslands og við höldum okkur innan ramma þeirra laga“, sagði Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri Sin- fóníuhljómsveitar íslands. „„ kostar fé Sigurður Björnsson framkvæmda- stjóri sinfóníuhljómsveitar íslands Albert Guðmundsson um afnám söluskatts 1 • x np/ /!/• hja Tivomnu. Gert fyrir börnin - Niðurfellingin á söluskattinum á leiktækjum hjá Tívólíinu á Mikl- atúni var leyfð áður en Tívólíið var opnað, sagði Albert Guðmundsson fjármálarðherra þegar Þjóðviljinn leitaði upplýsinga hjá honum um niðurfellingu söluskattsins hjá Tí- vólíinu. Það sem er öðruvísi en venjulega í þessu tilfelli þegar söluskattur er felldur niður, er það að söluskatt- urinn er felldur niður áður en Tívó- líið er opnað til þess að lækka aðgöngumiða að tækjum í verði. Það er sem sagt verið að gefa börn- unum í bænum. En yfirleitt er sölu- skattur felldur niður eftir á, þannig að þá er verið að gefa þeim sem eiga viðkomandi rekstur peninga. Hér er hinsvegar verið að lækka miðaverð fyrirfram. Þeir fá ekki peningana sem standa fyrir þessu, heldur börnin sem kaupa sér skemmtun í leiktækjunum, sagði Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra að lokum. -óg Fjármála- ráðuneytið Okunn upphæð Hér í ráðuneytinu er ekki vitað hversu há upphæðin er sem um er að ræða, sagði Lárus Ögmundson í fjármálaráðuneytinu er Þjóðvilj- inn leitaði upplýsinga um söluskattsundanþáguna í ráðun- eytinu. Lárus sagðist telja að hér væri einungis um undanþágu frá sölu- skatti í sambandi við leiktækin og aðgangseyri að ræða. -óg Ragnar Arnalds Brot á reglu Þessi undanþága er brot á þeirri alltaf talið tækin söluskattskyld, meginreglu að hingað til höfum.við sagði Ragnar Arnalds fyrrverandi Meirihlutinn í Reykjavík Einkaaðili fær söluskála Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarráði Reykjavíkur felldi til- lögu Sigurjóns Péturssonar um að borgin ætti og leigði út söluskála í Austurstræti - og felldi ennfremur tillögu til vara frá Sigurjóni um að söluskálar þessir yrðu boðnir út með auglýsingu. - Hins vegar samþykkti meiri- hluti borgarráðsins á síðasta fundi sínum, að leigja fyrirtækinu Upp- lýsingum hf., sem Kristinn Ragn- „Við sem stöndum í þessum rekstri erum auðvitað ákaflega óhressir með þessa lækkun afurðal- ánanna og það er alveg Ijóst að þessi þróun gerir það að verkum að geta okkar til að standa við ýmsar innlendar skuldbindingar minnkar n\jög mikið“, sagði Tryggvi Finns- son framkvæmdastjóri Fiskiðjus- amlagsins á Húsavík í samtali við Þjóðviljann í gær. „Núna eru endurkaupalánin svo og viðbótarlán sem við fáum aðeins um 65% af framleiðsluverðmætinu en hefur komist upp í það að vera um 75%, sem það vissulega þarf að vera,“ sagði Tryggvi ennfremur. „Þessi rýrnun lánanna kann að arsson arkitekt og fleiri eiga, lóðir í Austurstræti (upphækkunin í vest- -urenda götunnar) til 15 ára. Fyrir- huguð er sölustarfsemi í skálum á þessum stað. Fulltrúar minnihlut- ans greiddu atkvæði á móti samn- ingi um þessa leigu - og lögðu fram tillögur um að borgin ætti þessa söluskála ellegar amk. byði út leigu þeirra, en meirihlutinn sat fastur við sinn keip. reynast vítahringur sem erfitt verð- ur að komast úr. Við eigum erf- iðara með að greiða okkar skatta gagnvart ríki og sveitarfélaginu svo og opinber gjöld okkar starfs- manna. Það þýðir auðvitað að minna kemur í fjárhirslur hins op- inbera sem um leið gerir það að verkum að minna fé verður til ráðstöfunar. Einnig nýta útibú bankanna sér yfirdráttarheimildir Seðlabankans í auknum mæli til að reyna að bjarga sínum viðskipta- vinum. Ég held því að allir hljóti að tapa á þessu og að ráðherra verði að taka um það ákvörðun strax að hækka afurðalánin upp í fyrri mörk“, sagði Tryggvi Finnsson að síðustu. fjármálaráðherra er blaðið innti hann álits á söluskattsundanþágu núverandi ijármálaráðherra við fyrirtækið „Kaupstefnan“ sem rak Tívólí á Miklatúni um nokkurra vikna skeið. - Á undanförnum árum hefur alls konar starfsemi verið undan- þegin söluskatti sem tengist menn- ingarlegum efnum og því um líku. Þannig hefur útiskemmtan, íþrótt- aviðburðir, hestamannamót og leikur á sviði í tali og tónum verið undanþeginn söluskatti. Hins veg- ar hefur það verið meginregla í sambandi við Tívólírekstur, að tækin væru söluskattskyld, og í minni ráðherratíð var ekki veitt undanþága frá því, sagði Ragnar Arnalds. -óg UNGVERJALAND Orlofsferðir Alla föstudaga. Gist 1 dag í Budapest Skoðunarferð laugar- daga. Dvalist við Balatonvatn í sumarhúsum í Alsóörs við n-a hluta vatnsins. Matarmiðar - skoðunar- ferðir - barnagæsla. Börn innan 12 ára frí gisting og hálft far- gjald 4-5-6 manna sumarhús í einkaleigu. Leiðsögumaður Emil Kristjánsson kennari. Verð 3 vikur með matarmiðum miðaðv. 4 í bústað um 21.700.- Fá sæti eftir FERÐASKRIFSTOFA KJARTANS Gnoðarvogur 44 sími 91 -86255 Lœkkun afurðalánanna Skapar vítahring segir Tryggvi Finnsson á Húsavík

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.