Þjóðviljinn - 15.07.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.07.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júlí 1983 Á sunnudag sátu landsþing- skonur aðra stórveislu, er bæjar- stjórn Akureyrar bauð til hádegi- sverðar í Sjallanum. Þótti mörgum gaman að koma á þennan fræga stað, enda er Sjallinn glæsilegt hús. Helgi Bergs, bæjarstjóri, tók á móti hópnum ásamt nokkrum bæjarstjórnarfulltrúum. 5 konur úr bæjarstjórn voru í móttökunefn- dinni, og fögnuðum við því að hitta þær svona magar á þeim vettvangi. Við vékum vaxandi áhyggjum af holdafari okkar til hliðar og nutum þess góðgætis, sem fram var reitt. Vigdís forseti flutti ávarp, en hún var nú á förum suður. Hún hvað hafa verið athyglisvert og gaman að sitja þingið. Hún sagði hugmyndir hafa fæðst hjá sér, eina eftir aðra, og lofaði okkur að heyra nokkrar snjallar. Hún talaði um Forseti íslands. Vigdís Finnbogadóttir heiðraði landsþingið með nærveru sinni. A vinstri hönd situr Hjörtur Eldjárn, Valur Arnþórsson, á hægri hönd og við hlið hans María Pétursdóttir formaður K.I. / Frá 25. landsþingi K.I. Seinni hluti i Alltaf bj artsýnar! gildi þess að vera jákvæður og bjartsýnn, og við vorum áreiðan- lega allar orðnar bjartsýnni, þegar við stóðum upp frá borðinu. Kvöldvaka Á sunnudagskvöldið buðu eyfir- sku samböndin, þ.e. Samb. eyfir- skra kvenna, hópnum á kvöldvöku í félagsheimilinu Laugaborg. Margar kvenfélagskonur úr hér- aðinu voru þarna einnig og munu kvöldvökugestir hafa verið á þriöja hundrað. Margt var til skemmtun- ar, og hvert atriðið öðru betra. Kórsöngur kvenfél. í Svarfaðar- dal, þjóðdansaflokkur frá Dalvík, aimennur söngur, og Ló Ló mín lappa og mjaltakonan úr þjóðsög- unni birtust þarna ljóslifandi við mikinn fögnuð. Á eftir var drukkið veislukaffi og fluttur skemmtilegur bragur eftir einn þingfulltrúann, Vigdísi Einarsdóttur. Viðlagið: Ef við verðum ef við bara verðum alltaf bjartsýnar, var auðlært, og kvennaskarinn tók undir það af lífi og sál. Þetta var alveg frábær samkoma. Ályktanir 25. landsþings K.í. Á mánudagsmorgun voru til- lögur ræddar og afgreiddar. Mikið var rætt um bágan fjárhag K.f. og ráð til úrbóta, enda er það fyrir neðan allar hellur að samtök, sem þurfa að sinna um 23 þúsund fé- lagsmönnum sínum og ennfremur landsmönnum öllum (Leiðbeining- astöðin), skuli ekki einu sinni fá nægilegt fé til ráðstöfunar til að launa einn starfsmann. Þó að hinn ágæti „hálfi" starfskraftur, Sigríður Kristjánsdóttir, komi eflaust eins miklu í verk og margur myndi gera á heilum vinnudegi, eru þó tak- mörk fyrir því, hvað hún kemst yfir. Ekki er hægt að hafa Leiðbeiningastöðina opna nema 2 klst. á dag sem hefur sýnt sig að er alls ófullnægjandi. Enginn kostur að fara með fræðslustarfsemi út á land. En við ætlum að vera bjartsýnar og trúa því, að skilningsleysi fjár- veitingavaldsins hljóti að fara að minnka. Landsþingið samþykkti að ítreka áskorun 23. landsþings K.í. frá 1979 um að menntamála- ráðherra og fjármálaráðherra beiti sér fyrir því, að fé fáist á fjárlögum ríkisins til að forstöðumaður Leiðbeiningastöðvar húsmæðra verði framvegis á launaskrá ríkisins og njóti allra sömu réttinda og jíkisstarfsmenn. Landsþingið tekur undir þakkir 15. formannafundar K.í. 1982 til Ragnhildar Helgadóttur og Vigdís- ar Jónsdóttur fyrir vel unnar til- lögur um framtíðarverkefni K.í. Á grundvelli þessar tillagna sam- þykkir landsþingið að stefnt skuli að því, að K.f. hafi í framtíðinni starfslið, sem svari til 2-3 stöðug- ilda. Landsþingið felur stjórn K.I. að sækja um fjárveitingu fyrir þess- um stöðugildum til hæstvirts A1 - þingis. Landsþingið fagnar stofnun Friðarhreyfingar íslenskra kvenna, og beinir því til aðildarfélaga sinna, að þau taki friðarmál á dagskrá hjá sér og stuðli að stofnun sérstakra friðarhópða vítt og breitt um landið, og vinni markvisst að því að komandi kynslóðir geti lifað í heimi friðar og frelsis. Slíkir hópar, einstaklingar og félagasamtök innan K.I. verði aðilar að Friðar- hreyfingu íslenskra kvenna, Hall- veigarstöðum, Reykjavík. Sam- þykkt var að beina þeim eindregnu tilmælum til Ríkisútvarpsins að það taki til flutnings í útvarp erindi Sigríðar Thorlaíus um friðarmál, sem flutt var á þinginu. Landsþingið skorar á ríkisstjórn fslands að hraða undirbúningi sam- fellds lífeyriskerfis fyrir alla lands- menn, þannig að lífeyriskerfið tryggi öllu fólki sömu réttindi. Þingið hvetur aðildarfélög K.í. til að leita samstarfs við jafnréttis - nefndir í heimabyggð sinni, ef það hefur ekki þegar verið gert. Landsþingið lýsir ánægju sinni yfir því, hvað konum á Alþingi og í bæjar- og sveitarstjórnum hefur fjölgað, og vonar að áframhald verði á þeirri þróun. Þingið lýsir stuðningi sínum við samtök um Kvennaathvarfið, sem hefur tekið til starfa í Reykjavík og er opið konum og börnum þeirra allsstaðað af landinu. Þeim eindrægnu tilmælum var beint til yfirvalda að auka á skipu- legan hátt fræðslu í skólum og ríkis- fjölmiðlum um skaðsemi áfengis og fíkniefna, og það álit látið í ljós, að opinberir aðilar gæfu gott for - dæmi með því að veita ekki áfenga drykki í veislum og móttökum á þeirra vegum. Skorað var á Alþingi að veita samstarfsnefnd um íslenska þjóð- búninga árlegan fjárstyrk til starf- rækslu Leiðbeiningarstöðvar um gerð þjóðbúninga. Landsþingið þakkar gagnlegar áminningar í sjónvarpi og hljóðvarpi varðandi umferðarslys og varúðarráðstafanir, og væntir þess að enn verði aukin fræðsla til almennings í fjölmiðlum um ann- ars konar hættur, t.d. slys í heima- húsum o.fl. Einnig var skorað á Sjónvarpið að flytja fræðsluþætti um matjurta- og skrúðgarðarækt, og að halda áfram með fræðslu- þætti um matargerð og heimilis- hald. Ýmsar fleiri tillögur voru sam- þykktar en hér hefur verið sagt frá. Stjórnarkjör María Pétursdóttir formaður K.í. átti að ganga úr stjorn, en var einróma endurkjörin með lófataki. Sigurveig Sigurðardóttir varafor- maður var búin að sitj a í st j órn K. í. í 12 ár samfleytt, og samkvæmt lögum K.í. mátti ekki endurkjósa hana. María Pétursdóttir þakkaði henni frábær störf í þágu K.f. og afhenti henni kínverskan vasa að gjöf frá fundarkonum. Stefanía María Pétursdóttir úr Kópavogi var kosin í stjórn í stað Sigurveigar. Þriðja konan í stjórn K.f. er Sól- veig Alda Pétursdóttir. í stað Sig- urhönnu Gunnarsdóttur, sem ekki gaf lengur kost á sér í varastjórn, var kosin Unnur Ágústsdóttir1 Schram, Reykjavík. Helga Guð- mundsdóttir og Þórunn Eiríksdótt- ir voru endurkosnar í varastjórn. Sigríður Thorlacíus gaf ekki lengur kost á að vera ritstjóri Hús- freyjunnar og var Sigríður Ingi - mundardóttir kosin í hennar stað Meðritstjóri Húsfreyjunnar er Ing- ibjörg Bergsveinsdóttir. Sigríður Thorlacíus verður áfram í ritnefnd. Pakkir til Eyfirðinga Formaður K.í. og fleiri konur fluttu þakkarræður við ýmis tæki- færi. Við höfum svo margt að þakka. Þakka forseta íslands, sem með nærveru sinni hafði varpað Ijóma á fundinn og vakið athygli á K.í. Þakka konunum sem staðið hafa í fararbroddi og unnið svo mikil ólaunuð sjálfboðastörf, og öllum hinum sem minna ber á, en vinna engu síður vel. Þakka móttökurnar í Hrafnagils- skóla, sem voru með glæsibrag. Eyfirsku konurnar höfðu meira að segja sett upp Iistsýningu í skóla- num, okkur til yndisauka. Þar var sýning á munum úr undurfallegum íslenskum steinum, sem Ágúst Jónsson á Akureyri hafði unnið, sýning á textilverkum Guðnýjar Marinósdóttur, mjög athyglisverð, og sýnishorn af námskeiðavinnu eyfirskra kvenfélagskvenna, leðurvinna, rósamálun o.fl. Þakka frábærar móttökur hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, Akur- eyrarbæ, sr. Bjartmar Kristjáns- syni sem við áttum indæla kvöld- stund með í Grundarkirkju, og sér- staklega eyfirsku kvenfélagasam - böndunum þremur, sem settu Eyjafjörð á annan endann til þess að taka sem allra best á móti okkur. Þakka ógleymanlegar samver- ustundir á Hrafnagili, ekki aðeins á fundinum heldur einnig á kvöldin og næturnar, þegar við tímdum ekki að sofa, en nutum samvist- anna hver við aðra í ríkum mæli. Eða þá allt fjörið í rútunni suður, okkur fannst við vera orðnar ungar stelpur á ný. Ég má til að þakka henni Jónu Þórðardóttur á Felli sérstaklega fyrir skemmtunina þá. Ý msar fundarkonur reyndust vel hagmæltar og fluttu jafnvel ræður í bundnu máli. Ég enda þessa frá- sögn á tveim stökum eftir Sigríði Ingimarsdóttur, sem orðaði mjög vel það sem við vildum sagt hafa: Hæstur drottinn hér á jörð, heyrðu okkar bœnargjörð, sendu yl í svalan svörð, sendu vor í Eyjafjörð. Við þökkum ykkur allt sem var, Eyjarfjarðarsólirnar, viðtökur og veitingar, verið þið allar blessaðar. Þórunn Eiríksdóttir. Síðbúin sjötugs- heilsan til Aðalsteins Gíslasonar kennara Það var svo sem Aðalsteini líkt, að gera mér það til bölvunar, að eiga sjötugsafmæli, meðan ég lá sjúkur á spítala, svo hann slyppi við heimsókn mína. Sennilega óttast að ég drykki hann sjálfan undir borð. f hart nær tuttugu ár varð ég að láta mig hafa það, að búa við hliðina á honum, auðvitað okkur báðum til mikillar ánægju. Þegar ég lít til baka, yfir næsta brösótta samveru á sama stigapalli á Ásbraut 3, verður mér ljóst, að frá því tímabili sakna ég, þrátt fyrir allt, Aðalsteins mest. Lífið hefir farið á miklum kost- um, síðan við Aðalsteinn, ungir menn ólumst upp á Austurlandi, þó dreymir okkur ennþá þangað. Og báðir vildum við bera fánann í skrúðgöngu ungra manna, til feg- urra og betra lífs, og það er ekki okkur að kenna, þótt jörðin sé að verða vitlausraspítali alheimsins. Aðalsteinn Gíslason er fæddur 16. júní 1913 að Krossgerði í Ber- uneshreppi í S-Múlasýslu. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1935. Lauk síðan kennaraprófi og stundaði kennarastörf víða á Austurlandi, Snæfellsnesi og í Þingeyjarsýslu, þá í Keflavík, en síðustu árin í Kópa- vogi, eða þar til hann lauk kennslu- störfum fyrir nokkrum árum. Aðalsteinn tók þátt í Ungmenn- afélagshreyfingunni og skrifaði greinar um kennslu barna, en barn- afræðsla hefur verið hans ævistarf. Það má segja að líf hans hafi verið ein löng kennslustund. Lengst af, síðan Aðalsteinn lauk kennslustörfum, hefir hann unnið hjá trésmiðjunni Víði í Kópavogi. Þar mun hann ekki hafa reynst neinn svikahlekkur. Aðalsteinn á gott bókasafn og vel um gengið, les mikið, enda fróður um menn og málefni. Mað- urinn ersterkurpersónuleiki. Yndi mikið hefir hann af að tefla og iðkar mikið þá íþrótt. Þá iðkar hann mikið öndvegis list sína kveð- skapinn og á hann marga bragi í fórum sínum. „Þetta var að fæðast núna“ segir hann jafnan, þegar hann hefir lokið kvæði. Hann á þrjú öndvegisbörn, Kristínu, Vilborgu og Tryggva. Mér dytti aldrei í hug að segja, að Aðalsteinn vinur minn væri galla- laus, en gallar hæfa aðeins mönnum sem kunna að bera þá. Og hafðu það eins og ég, horfðu mót sólu, þá sérðu ekki skuggana. Halldór Þorsteinsson. „Einfaldleik- inn er eilífur” Timburverslunin Völundur hefur innflutning á dönskum eldhús- mnrettingum Nýr sýningarsalur var nýlega opnaður í húsakynnum Timbur- verslunarinnar Völundar að Skcif- unni 19 Reykjavik. Þar getur að líta nýjasta innflutn- ing fyrirtækisins, eldhús- og skápa- innréttingar frá danska fyrirtækinu Uno form. Þetta eru ákaflega stíl- hreinar og staðlaðar innréttingar (byggja á 60x60 cm. grunneining- um). Einkunnarorð Uno form eru: „Det enkle gár aldrig af mode“ sem útleggst: Einfaldleikinn er eilífur. Húsbyggjendum gefst kostur á að kynna sér þessa framleiðslu og fá þeir aðstoð við skipulagningu eldhúsa sinna og ráðleggingar í því sambandi. Að hausti komanda stendur til að ráða innanhússarki- tekt til fyrirtækisins viðskiptavin- um til halds og trausts. Gerð verða verðtilboð í innréttingar ásamt teikningum. f dag framleiðir Völundur m.a. innihurðir, útihurðir, hlýhurðir, bílskúrshurðir og verksmiðju- hurðir. Sérstök athygli skal vakin á hlýhurðunum, sem er ný fram- leiðsla, þar sem megináhersla er lögð á góða einangrun hurðanna. Auk eigin framleiðslu flytur Völ- undur einnig inn ýmsar vöruteg- undir fyrir byggingariðnaðinn má þar m.a. nefna parkett frá Junck- ers, Werzalit-sólbekki og vegg klæðningar og hina vinsælu Velux- þakglugga. Fyrirtækið Timburverslunin Völundur h.f. var stofnað 1904 og verður því 80 ára á næsta ári. Mark- mið þess hefur alla tíð verið að veita byggingariðnaðinum sem besta þjónustu. Það hefur verið gert með því að hafa ávallt fyrir- liggjandi allar venjulegar tegundir af timbri allt frá mótavið upp í besta ofnþurrkaðan smíðavið og á síðustu árum einnig gagnvarinn við, sem um það bil fjórfaldar endi- ngu viðarins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.