Þjóðviljinn - 15.07.1983, Síða 7

Þjóðviljinn - 15.07.1983, Síða 7
Föstudagur 15. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Einar Hjörleifsson skrifar frá Suður-Ameríku 7. grein Eftir kókaínstjóm Bólivía er bláfátækt ríki, raunar meö hinum fátækustu í heimi. Meöalárstekjur eru ekki nema 500 dollarar, þótt þessi tala segi varla hálfa sögu, vegna afar ranglátrar tekjuskiptingar. (Bólivíu eru um 3/4 hlutar landsmanna af indíánaættum, sem er hæsta hlutfall í álfunni. - Stjórnmálasaga landsins hefur einkennstaf tíöum stjórnarskiptum og valdaránum hersins. í 150 ára sögu lýðveldisins hafa rúmlega 160 forsetar fariö með völd og sumir því ekki setið í stólunum nema í nokkrar vikur eöa mánuði. Frægersagan afVillaroel, sem sóttur var inn í forsetahöllina af æstum múg og hengdur í Ijósastaur fyrir utan. Þessi atburöur geröist áriö 1946 og hefur löngum verið notaður sem vitnisburður um pólitískan vanþroska Suður-Ameríkumanna. Byltingin 52. En í þessu fátæka og valdaránsplagaða landi var samt gerð ein af fáum umtals- verðum byltingum í álfunni, árið 1952. Tinnunámurnar, sem eru helsta auðlind Bolivíu, voru teknar úr höndum amerískra fyrirtækja og þjóðnýttar, róttækar breytingar gerðar í landbúnaðarmálum, með því að stórjörðum var skipt milli smá- bænda og landverkamanna. Indíánarnir fengu í fyrsta sinn full, formleg þegnréttindi til jafns við aðra landsmenn, óháð efnahag og menntun. - Næstu átta árin festi bylting- in sig í sessi, undir forsæti Paz Estenssoro og Silas Zuazo, en pólitískar og persónuleg- ar mótsagnir innan vinstrihreyfingarinnar gengu loks af byltingunni dauðri uppúr 1960. Alvarlegur klofningur varð milli verkalýðshreyfingar og bænda, er notaðir voru sem peð í valdataflinu, herinn framdi nýtt valdarán árið 1964 og sama hringekjan hófst á ný. Kókaínstjórnin. Síðan braust herforinginn García Meza til valda árið 1980 í miklu blóðbaði. Gerðist þetta skömmu eftir þingkosningar, sem veitt höfðu vinstriöflunum lykilaðstöðu í bólivískum stjórnmálum. Þingið kom aldrei saman og forsetaefnið Siles Zuazo hrökklaðist í útlegð til Perú. - Herforingja> stjórnir geta sér sjaldan gott orð, en þessi var þó illræmdust þeirra allra. Forsetinn og innanríkisráðherrann voru ásamt öðrum yfirmönnum hersins sannarlega ramm- flæktir í kókaínsmygl og spillingin sló öll met. Bandaríkjastjórn fannst nóg um og stöðvaði alla aðstoð við stjórn Meza, enda fer mestur hluti eiturlyfsins á Bandaríkja- markað. Hin algera einangrun kókaín- stjórnarinnar svonefndu ásamt alvarlegri efnahagskreppu, sem var í uppsiglingu í B. eins og í öðrum löndum álfunnar, neyddu loks García Meza til þess að segja af sér og við tók annar herforingi, Vildoso. Allt í steik. Núverandi efnahagskreppa er sú versta sem yfir Bólivíu hefur dunið. Það sem af er árinu 1982 hefur verðbólgan hér á landi verið um 200% og bólivíski gjaldmiðillinn, pesoinn, fallið tífalt í verði gagnvart Banda- ríkjadollar. í febrúar ’82 fengust 25 pesoa fyrir hvern dollar, en á tímabili sl. haust var hlutfallið 280 á móti einum. Kaupgeta alls almennings rýrnaði að sjálfsögðu gífurlega við þetta og mót- mælaaldan reis að slíku marki, að Vildoso generáll lét undan og lofaði nýjum kosning- um árið 1983. Þegar það dugði ekki til gagn- vart daglegum mótmælagöngum og alls- herjarverkfaili, samþykkti hann loks að færa völdin í hendur hins kjörna þings frá árinu 1980. Siles Zuazo var kjörinn forseti af þinginu og tók formlega við völdum 10. október. í byrjun nóvember gerði forsetinn heyrinkunnar nýjar efnahagsráðstafanir. Þær fela m.a. í sér afnám niðurgreiðslna og þarafleiðandi töluverðar verðhækkanir á flestum nauðsynjavörum. Brauðhleifurinn hækkaði um 150% og aðrar matvörur um allt að 50%. Bensínverð þrefaldaðist og far- gjöld í almenningsvagna hækkaði að sama skapi. Dalurinn, sem hafði verið að smá- falla vikurnar á undan, var óvænt hækkaður í 200 pesoa og allir þeir ferðamenn, sem höfðu flýtt sér að skipta sem mestu á svart- amarkaðnum, nöguðu nú á sér neglurnar. Mótmæii úr öllum áttum. Eftir að hinar nýju ráðstafanir gengu í gildi, hefur mótmælum rignt yfir stjórn- völd. Eigendur fyrirtækja kvarta undan auknum ríkisafskiptum, eigendur alrnenn- ingsfarartækja kveða hækkanir á töxtum hvergi nærri hrökkva til að greiða áfallinn kostnað og reka nú mikla auglýsingaher- ferð í blöðum. Til þess að firra sig ekki stuðningi almennings, leggja þeir til að veitt verði fargjaldauppbót á öll laun. Ein helsta krafa verkalýðsfélaganna, sem eru tiltölu- lega sterk í Bólivíu, var að ákveðið yrði lágmarkskaup, sem raunverulega nægði til lágmarkslífsviðurværis og yrði hækkað í takt við vísitöluna. Lágmarkskaupi þessu var komið á og upphæðin ákveðin 8.490 pesoar á mánuði (42 dollarar), þrátt fyrir að skv. rannsókn stjórnvalda sjálfra, þyrfti þessi upphæð að vera a.m.k. 11.000 pesoar. Og hér er ekki verið að reikna með neinni lúxusneyslu, heldur raunverulegum lág- marksþörfum. Viö viljum brauð. Sterkustu og e.t.v. tilfinnanlegustu mót- mælin hafa komið frá námuverkamönnum, sem hafa lykilaðstöðu í efnahagslífi þjóðar- innar. Þeir kölluðu ráðstafanirnar andfé- Torg í La Paz. lagslegar og fjandsamlegar verkalýðnum. Lýst var yfir allsherjarverkfalli frá miðjum desember, nema kaupið yrði hækkað til jafns við lágmarksþarfir verkafólks. - Slagorð MÍR og UDP, pólitísks bakhjarls forsetans, sem lofa betra lífi síðar meir fyrir tímabundnar fórnir nú, virðast því ekki hafa borið árangur. Hinn víðtæki stuðning- ur, er stjórnin naut í upphafi ferils síns virðist í rénun. - Juan Lechín, leiðtogi námuverkamanna og persónulegur andstæðingur forsetans frá fyrri tíð, segir efnahagsráðstafanirnar bera keim af því, að verið sé að uppfylla skilyrði IMF (Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins) fyrir lán- veitingum til landsins. Mér er satt að segja óskiljanlegt, að fjöl- skylda geti lifað af 11.000 pesoum á mán- uði, hvað þá 8.500. Tímakaupið á lægri taxtanum mun vera um 50 pesoar og þessi upphæð nægir fyrir 1 1/2 brauðhleif eða 1 lítra af mjólk. Fyrir kílói af kjöti þarf hins vegar að vinna tæpa 3 tíma. Allur þorri Bólívíumanna getur því hvorki leyft sér að borða kjöt né kaupa mjólk handa börnum sínum. Enda eru hrísgrjón, kartöflur, maís, quinua, baunir og annað grænmeti auk ávaxta, aðaluppistaðan í fæðu mikils hluta landsmanna. Bót í máli, að sum þessara fæðuefna eru auðug að vítamínum og í mörgum tilfellum má notast við sojamjólk til næringar ungabörnum. Samt er tölu- verður hluti indíána þeirra, sem byggir hásléttuna - „altiplano” vannærður sökum fábreyttrar og ónógar fæðu. Erlend aöstoð. Viðbrögð umheimsins við stjórnarskipt- unum voru afar jákvæð. Blöð í Ecuador og Perú keppast við að bjóða bræðraþjóðina velkomna í hóp hinna lýðræðiselskandi þjóða álfunnar og loforðum um efnahags- lega aðstoð rignir yfir stjórnvöld frá Frakk- landi, V-Þýskalandi, Svíþjóð og víðar að. Jafnvel Bandaríkjastjórn heitir stuðningi, þrátt fyrir að kommúnistaflokkurinn eigi tvo ráðherra í stjórninni (atvinnumál og námurekstur). Stuðning þennan skal skoða í ljósi þess, að hluta hans skal varið til að fyrirbyggja kokaínframleiðslu og smygl á Bandaríkjamarkað. Eftirmáli: Síðan grein þessi var rituð hafa breyting- ar orðið í Bólivíu. MÍR (Movimiento Izqui- erda Revolucionario), sem er róttækari en flokkur forsetans, UDP,dró til baka ráð- herra sína í stjórninni eftir harðar deilur um efnahagsstefnuna. Forsetinn skipaði í stað þeirra ráðherra úr eigin flokki, en þótt stjórnarkreppan hafi verið leyst, lofar þetta ekki góðu um stöðugleika í stjórnmálum Bólivíu. Það hlýtur að teljast mikilvægt að forðast að veita hernum átyllu til þess að grípa í taumana enn einu sinni. Hættan á slíku hefur samt sennilega minnkað, eftir að miklar hreinsanir voru gerðar innan hersins um áramót og fjöldi liðsforingja og annarra yfirmanna lækkaður í tign eða rek- inn úr hernum fyrir spillingu og „andlýð- ræðislega" hegðun. Götuvígi hlaðin gegn kókaínstjórninni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.