Þjóðviljinn - 15.07.1983, Síða 19

Þjóðviljinn - 15.07.1983, Síða 19
Föstudagur 15. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Kári Þorleifsson í baráttu með boltann við Ársæl Kristjánsson í leiknum í gær. Kári skoraði öll mörk ÍBV og var nálægt því að bæta fleiri mörkum við. Ljósmynd: - eik. ÍBV áfram í bikarnum eftir 3:0 sigur yfir Þrótti: Kári skoraði öll mörk eyjamanna Eyjamenn halda áfram í 8-liða úrslit í bikarkeppni KSÍ eftir næsta auðveldan sigur yfir Þrótti í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitunum. Eyjamenn skoruðu þrívegis í lciknum án þess að Þróttarar næðu að svara fyrir sig og það var Kári Þorleifsson sem skoraði öll mörkin þrjú, það fyrsta á 10. mínútu fyrri hálfleiks eftir laglega fyrirgjöf frá Ómari Jóhannessyni og hin tvö mörkin í síðari hálfleik, bæði eftir frábæran undirbúning besta manns IBV, Tómasar Pálssonar. í seinni hálfleik léku Eyjamenn eftir vindinum og ráðu þá lögum og lofum á vellinum. 1. deild: 2 leikir í kvöld Fyrstu leikirnirí 11. umferð íslandsmósins í knattspyrnu, 1. deild, verða leiknir í kvöld. Á Laugardalsvelli kl. 20 mæt- ast Víkingur og ÍA og á Akur- eyrarvelli leika Þórsarar við KR. Sá leikur hefst einnig kl. 20. Þá verður einn leikur í 2. deild í kvöld. Á Húsavíkur- velli leika Völsungar við FH og í 3. deild eru tveir leikir á dagskrá. Ólafsfjarðar Víking- ar leika við Skallagrím í Ólaf- svík og Selfoss mætir Ár- manni á Selfossi. Þá er einn leikur í 4. deild á dagskrá. Á Melavellinum leika Óðinn og Afturelding. Fjölmargir leikir eru á dagskrá í deildunum fjó- rum um helgina, en þeirra er getið annarsstaðar á síðunni. Staðan að loknum 10 um- ferðum í 1. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu, (að sleppt- um frestuðum leik Víkings og ÍBK, er nú þessi: Vcstm.............10 4 4 2 19-11 12 Breiðablik........10 4 4 2 10-5 12 Akranes...........10 5 14 17-7 11 KR................10 2 7 1 10-11 11 Keflavík.......... 9 4 14 12-14 9 Þór................0 2 5 3 10-12 9 Ísafjörður........10 2 5 3 11-14 9 Valur.............10 3 3 4 14-18 9 Víkingur.......... 9 1 6 2 6-8 8 Þróttur...........10 2 4 4 9-18 8 Eyjamenn sýndu afbragðsgóða knattspyrnu á fyrstu mínútum fyrri hálfleiks, boltinn láta ganga mann frá manni, skiptingar 5 til 6 sem telja má allt að því helmingi meira en gerist venjulega hér heima. Eftir að Kári skoraði fyrsta markið einbeittu Eyjamenn sér að því að halda fengnum hlut og gáfu þá dá- lítið eftir á miðju vallarins. Með vindinn í fangið var þetta skynsam- lega ráðið og þegar flautað var til leikhlés var ljóst að róðurinn yrði þungur fyrirÞrótt með mark undir og á móti snörpum vindinum. Annað mark ÍBV var stórfallegt í alla staði. Tómas braust upp vin- stra megin, gaf laglega fyrir markið og þar kom Kári og renndi boltan- umínetið. Þriðja markið var keim- líkt, nema hvað nú var Tómas sjálf- ur í góðu færi en var óeigingjarn og lagði á Kára sem skoraði örugg- lega. Bikarkcppni Frjálsíþróttasam- bands íslands í 1. og 2. deild verður haldin nú um helgina. Fer keppnin fram á tveim stöðum. 1. deildin fer fram á Laugardalsvelli laugardag og sunnudag og hefst kl. 16.30 báða dagana og 2. deild fer fram á Kópa- vogsvelli laugardag og sunnudag og hefst kl. 14 báða dagana. Eins og að líkum lætur þá tekur margt af okk- ar besta frjálsíþróttafólki þátt í keppninni, og má þar m.a. nefna Odd Sigurðsson og Einar Vil- hjálmsson. í 1. deild tekur þátt frjálsíþrótta- fólk frá eftirfarandi félögum: ÍR, KR, HSK, ÚÍA, UMSEA og FH í 2. deild tekur þátt frjálsíþrótta- fólk frá Ármanni, UMSB, HSH, USAH, UMSK og UMSV. Það vekur athygli að Einar Vilhjálms- son UMSB, keppir í 2. deild og er það eitt fárra skipta sem hann tekur þátt í frjálsíþróttakeppni hér Eyjamenn eru með heilsteypt lið um þessar mundir. Tómas Pálsson og Valþór Sigþórsson voru að þessu sinni bestu menn liðsins og athygli vöktu frábærar sendingar Ómars Jóhannessonar sem þó virk- aði kærulaus seinni part síðari hálf- leiks. Þróttarar náðu sér aldrei á strik og næstu leikir þeirra í íslandsmót- inu hljóta að ráða úrslitum hvort liðinu tekst að halda sér uppi. Eftir érfitt gengi að undanförnu verða þeir að taka sig verulega á. Eini maðurinn sem eitthvað sýndi var Ásgeir Elíasson. Góður dómari þessa leiks var Sævar Sigurðsson sem þó virðist hafa smitast af því „spjaldafári" sem nú gengur í röðum knattspyrn- udómara okkar. Gult spjald á Valþór Sigþórsson var dæmigerð smámunasemi sem alltof mikið hefur sést til í sumar. á landi í ár. Einar setti sem kunnugt er nýtt og glæsilegt íslandsmet á dögunum, þegar hann kastaði spjóti 89,98 metra. Hann mun e.t.v. fá keppni á mótinu þar sem keppinautar. hans verða Sigurður Einarsson Ármanni sem hefur kastað spjótinu 75,38 metra og Hreinn Jónasson UMSK sem á best 65,02. Þá keppir Norðmaður- inn Harald Sörensen, sonur norsku sendiherrahjónanna á íslandi, á mótinu sem gestur en hann á best 84,62 metra. Fyrirkomulag keppninnar er með þeim hætti að tvö neðstu liðin í 1. deild falla í 2. deild og 2 efstu liðin í 2. deild fara upp í 1. deild. Það sama gildir um tvö neðstu liðin í 2. deild, þau falla í 3. deild og tvö efstu koma up í 2. deild. Að þess- um forsendum gefnum má búast við harðri keppni í bikarkeppni FRÍ um helgina. Bikarkeppni FRÍ verður haldin um helgina: Einar og Oddur meðal keppenda Umsjón: Víðir Sigurðsson Bikarkeppni kvenna: Blikar og ÍA í úrslitin Undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni kvenna fóru fram í gærkvöldi. Akranes og Valur léku á Skipaskaga og Blikar léku við KR í Kópavogsvellin- um. Laufey Sigurðardóttir fylgdi vel á eftir og skoraði. Valsstúlkurnar áttu meira í síð- ari hálfleik en þeim tókst ekki að nýta færin. Eftir marklausan fyrri hluta framlengingar skoraði Ragn- heiður Jónasdóttir sigurmark ÍA. Akranes - Valur 2:1 Sannkallaður bikarleikur á Skaganum. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1:1 og þurfti framlengingu. ' Skagastúlkurnar komu Valsstúlkunum yfir í fyrri með hreinu og kláru sjálfsmarki, þegar 5 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Fimmtán mínútum síðar náði ÍA að jafna metin. Eftir gott upphlaup skaut Ragn- heiður Jónasdóttir föstu skoti að marki Vals, markvörðurinn náði að verja, en hélt ekki boltanum og Breiðablik - KR 4:0 Blikar unnu KR í annað sinn í vikunni. Rétt eins og í fyrri leiknum höfðu Blikastúlkurnar mikla yfirburði. Bryndís Einars- dóttir kom þeim yfir í fyrri hálfleik með fallegu marki og í síðari hálf- leik bættu þær við mörkum Erla Pétursdóttir með skalla, Ásta Reynisdóttir og Bryndís aftur. 4:0 urðu lokatölur, en sigur Blika var helst til stór miðað við gang leiksins. MHM Leikir um helgina I hinum fjórum deildum íslandsmóts karla fara eftirfarandi leikir fram um helgina og á mánudaginn: Laugardagur 16. júlí 1. dcild Laugardalsvöllur- Þróttur-ÍBÍ kl. 14.00 1. dcild Vestmannaeyjavöllur- ÍBV-ÍBK kl. 14.00 2. dcild Garðsvöilur - Víðir-Einhcrji kl. 14.00 2. dcild Siglufjaröarvöllur- KS-Fram kl. 14.00 3. dcild A Akrancsvöllur- HV-Grindavík kl. 14.00 3. deild A Stykkishólmsvöllur-Snæfcll-ÍK kl. 14.00 3. deild B Grcniv. - Magni-Austri kl. 14.00 3. deild B Hornafj.völlur - Sindri-Huginn kl. 14.00 3. dcildB Rcyðarfj.völlur-Valur-HSÞ kl. 14.00 4. deild A Bolv.v. - Bolungarv.-Haukar kl. 14.00 4. dcild A Patr.fj.v. -Hr. Flóki-RcynirHn. kl. 14.00 4. deild B Kcflav.v. - Hafnir-Gr.fjöröur kl. 14.00 4. deild B Mclavöllur- ÍR-Stjarnan kl. 14.00 4. dcild B Mclavöllur- Lcttir-Grótta kl. 16.00 4. dcild D Blönduósvöllur- Hvöt-HSS kl. 14.00 4. deild D Vallarb. -Glóöaf.-Skytturnar kl. 14.00 4. deild E KA-Völlur- Vaskur-Lciftur kl. 14.00 4. dcild E Breiðdalsv. - Hrafnkcll-Umf. B kl. 14.00 4. dcild F Egilsstaöavöllur- Höttur-Súlan kl. 14.00 4. deild F Fáskr.fj .v. - Lciknir-Egill rauöi kl. 14.00 Sunnudagur 17. júlí 1. dcild Kópavogsvöllur- UBK-Valur kl. 20.00 2. dcild- Laugardalsvöllur - Fylkir-KA kl. 20.00 2. deild Sandg.völlur- Rcynir-Njarövík kl. 20.00 4. dcild C Mclavöllur- Árvakur-Drangur kl. 14.00 4. deild E Ársk.str.v. - Rcynir-Svarfdælir kl. 14.00 Mánudagur 18. júlí 4. dcild C Stokkseyrarv. - Stokkscyri-Þór kl. 20.00 4. deild E Laugarl.v. - Árroöinn-Vorboöinn kl. 20.00 Oddur Sigurðsson verður meðal keppcnda í bikarkcppni FRÍ. íslandsmót Hjólreiðafélag Reykjavíkur heldur íslandsmcistaramót í hjói- reiðum laugardaginn 16.7. Keppt verður í tveim flokkum, 13-16 ára og 17 ára og eldri. Keppnin hefst við Kaplakrikavöll kl. 10 f.h. Keppendur mæti stundvíslega kl. 3:30 til skráningar. Vegalengdin í hjólreiðum sem hjólað verður er um það bil 100 km. Hjólað verður frá Kapla- krikavelli um Kcflavík, gegnum Sandgerði, um Garð, til Kefla- víkur aftur og svo endað við Kaplakrikavöll. Þátttökugjöld fyrir félagsmenn 150 kr. og 200 kr. fyrir aðra.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.