Þjóðviljinn - 15.07.1983, Page 24
E
wðvhhnn
Föstudagur 15. júlí 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er
hægt að ná í blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er
hægtað ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348
og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld.
Aöalsími Kvöldsími Helgarsími
81333 81348 81653
Albert Guðmundsson um fyrirgreiðslu við SÍS
Engar frekari
upplýsingar
Erlendur Einarsson
forstjóri SÍS
Kannast
ekki við
fyrir-
greiðslu
- Ég kannast ekki við að Sam-
bandið hafi farið fram á neina sér-
staka fyrirgreiðsu hjá fjármálaráð-
herra, sagði Erlendur Einarsson
forstjóri SÍS þegar blaðið spurði
hann hvað Albert Guðmundsson
ætti við þegar hann segist hafa gert
miklu meira fyrir kaupfélögin og
samvinnuhreyfinguna heldur cn
sem næmi afnámi söluskatts Tívó-
lísins á Miklatúni.
Orðrétt segir Albert í viðtali við
Tímann í gær: „Ég er búinn að gcra
miklu stærri hluti fyrir kaupfélög
og samvinnuhreyfinguna síðan ég
kom hingað, helduren þctta“.Þetta
var svar ráðherrans við spurningu
um afnám söluskatts á leiktækjum í
Tívolí á Miklatúni.
Erlendur Einarsson forstjóri SÍS
sagðist ekki vita hvað ráðherrann
ætti við með þessari yfirlýsingu.
Hins vegar væri ekki útilokað að
eitthvert kaupfélag hefði farið
fram á frestun á greiðslu söluskatts
vegna tímabundinna erfiðleika. En
SÍS hefði ekki svo hann vissi til far-
ið frani á neina slíka fyrirgreiðslu
hjá ráðherranum.
-óg
„Ég stend við þessi ummæli“,
sagði Albert Guðmundson, „en ég
gef engar frekari upplýsingar, að
minnsta kosti á þessustigi málsins“,
þegar Ejóðviljinn spurði hvers kon-
ar fyrirgreiðslu væri hér um að
ræða.
Haft cr eftir honum í Tímanum í
gær að hann væri búinn að gera
miklu stærri hluti fyrir kaupfélög
og samvinnuhreyfinguna heldur en
sem næmi afnámi söluskattsins hjá
Tívolí Miklatúni.
„Ég sé enga ástæðu til að gera
þetta að sérstöku umræðuefni“
sagði Albert Guðmundsson fjár-
málaráðherra.
-óg
Gestir á Húsavík setja sig sjaldan
úr færi að hitta Egil Jónasson, einn
kunnasta hagyrðing Þingeyinga,
sem nú er vistmaður að Hvammi,
heimili aldraðra. Þeir Steingrímur
Sigfússon og Svavar Gestsson not-
uðu tækifærið á yfirreið sinni um
Norðurland í síðustu viku, settust
inn hjá Agli og hófust strax líflegar
samræður um tíðarfar, skáldskap
og stjórnmál. Barst talið að pólit-
ískum afrekum knattspyrnuhetj-
unnar Alberts Guðmundssonar, og
skrapp þá þessi vísa uppúr Agli:
íhaldið þó iðki spark
ekki er kálið sopið.
Hafi Albert hitt í mark
hefur það staðið opið.
- m
Valur Arnþórsson:
Efast
ekki um
góðan vilja
Alberts
Gott að geta leitað til
hans framvegis
- Mér er ekki kunnugt um það
hvað fjármálaráðherra kann að
vera tala um, sagði Valur Arnþórs-
son kaupfélagsstjóri og stjórnar-
formaður SÍS, er blaðið innti hann
álits á ummælum fjármálaráð-
herra. „Albert er gamall
Samvinnuskólamaður og ég efast
ekki eitt augnablik um mjög góðan
vilja hans gagnvart samvinnufélög-
unum, sambandinu og kaupfélög-
unum þannig að mér þykir gott að
geta leitað til hans framvegis þegar
einhver hagsmunamál eru á ferð-
inni sem ég vildi ræða sérstaklega
við hann. En mér er ekki kunnugt
um hvað þetta kann að vera sem
hann á við“.
„Vitanlega getur hann átt við
eitthvað hjá einstaka kaupfélögum
án þess að mér sé kunnugt um það.
En við förum aldrei á flot með
neitt, nema sem við teljum vera
eðlilega fyrirgreiðslu við atvinnu-
lífið og sem að getur þá komið til
álita að samvinnufélögin njóti eins
og aðrir“, sagði Valur Arnþórsson
stjórnarformaður SÍS.
-óg
stræti 7. Þar verður veitt öll almenn þjónusta á sviði
erlendra viðskipta. Um leið verða opnaðar gualdeyris-
afgreiðslur í útibúum bankans í Reykjavík og úti á landi.
Búnaðarbankinn býður viðskiptavini velkomna í bankann
til gjaldeyrisviðskipta.
^BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS