Þjóðviljinn - 16.07.1983, Side 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. julí 1983
skammtur
Af klámhöggi
Ég á mér dulítið leyndarmál, sem ég hef nú eigin-
lega ekki verið að flíka, því það er nú einu sinni svo að
þegar farið er að flíka leyndarmálum, þá eru þau ekki
lengur leyndarmál.
Þó ég vilji nú helst eiga þetta litla leyndarmál einn,
get ég ekki stillt mig um að láta það flakka hér, en
auðvitað í von um að það fari ekki lengra.
Ég er svolítið svag fyrir klámi.
Til er lítið kvæði, þar sem talað er um „hið Ijúfa
leyndarmál". Mitt leyndarmál er ekki „Ijúft leyndar-
mál“, heldur hið gagnstæða, nokkuð sem mér hefur
eiginlega alla tíð þótt svo dónalegt að ég hef ekki fyrir
nokkurn mun viljað að nokkur manneskja kæmist að
því.
Ég hef nefnilega lúmskan grun um að við, sem erum
svag fyrir klámi, séum ekki sérlega hátt skrifaðir í hinu
siðmenntaða samfélagi, og stundum er ég satt að
segja að velta því fyrir mér, hvort það geti verið að ég
sé einn um þessa andskotans ónáttúru.
Ég veit bara ekki hvað yrði sagt heima hjá mér, ef
þetta kæmist upp. Drottinn minn dýri, ég þori varla að
hugsa þá hugsun til enda.
Ég er mesti klækjarefur og stundum hef ég beitt
þeim hæfileika mínum til að reyna að kanna það, án
þess að upp um mig kæmist, hvort vinir mínir, kunn-
ingjar, samstarfsfólk, yfirboðarar og undirsátar, séu
svona eins og ég, pínulítið uppá klámhöndina. En þaö
er eins og viö manninn mælt, allir eru, já undantekn-
ingarlaust haldnir slíkri forakt og fyrirlitningu á klámi að
það hálfa væri nóg. Við þetta fyllist ég ægilegri sekt-
arkennd og sjálfsfyrirlitningu, verð desperat og fer að
velta því fyrir mér, hvort ég sé einhver andskotans
öfuguggi með afbrigðilegar sérþarfir.
Eg tek undir það, þegar klám ber á góma, sem er nú
æði oft, að það sé bæði hvimleitt, ógeðfellt og ósam-
boðið siðuðum manneskjum, og satt að segja er það
nú svo, þegar ég fer að hugsa meira um þetta þá finnst
mér klám óintressant, asnalegt og ósköp lágkúrulegt,
en það breytir ekki þeirri staðreynd að ég er svag fyrir
klámi.
Einhvern tímann las ég það einhvers staðar, að
áhugi fyrir klámi kæmi gjarnan yfir gömul karlrembu-
svín, sem búin væru að missa náttúruna og það má nú
vel vera. Mér finnst ekki viðeigandi að ég sé að tíunda
það neitt hér, hvernig statusinn er hjá mér í þeim
efnum, en hitt er annað, að ég er á því að þessi
staðhæfing sé gersamlega úr lausu lofti gripin, því
ekki man ég betur en áhuginn væri mjög almennur
meðal okkar strákanna hérna vestur í bæ þegar ég var
að alast upp. Einlægur, brennandi og fölskvalaus
áhugi, sem fékk útrás í umfangsmikilli söfnun á „gleði-
sögum", Ijóðum og lausu klámi. Ekkert var lesið af
gullaldarbókmenntunum nema Bósa saga og Herr-
auðs. innsigluðu síðurnar af Elskhuga Lady Chatter-
leys, sem Kristmann hafði þýtt og Ragnar í Smára
gefið út, voru rifnar úr kilinum og lesnar upp til agna,
en bókin sjálf, sem kölluð var „bláa bókin“, af því hún
var blá á litinn, var álitin meiri kjörgripur en Flat-
eyjarbók.
Allir voru á bólakafi í því að safna myndum af ber-
rössuðu fólki í öllum mögulegum og ómögulegum
stellingum. Þetta voru kölluð klámkort eða píkumyndir
og gerðu rosalega lukku. Til að villa foreldrum sýn
voru þessar myndir kallaðar jesúmyndir og allir voru í
sjöunda himni yfir guðsótta æskulýðsins í vestur-
bænum.
Þegar myndirnar voru orðnar svo lúnar að ekki var
lengur hægt að greina á þeim hver var að gera hvað
við hvern, var það kallað að þær væru „búnar“, eða
„alveg búnar“, þegar þær voru bókstaflega komnar í
tætlur. Þá var þeim fleygt og reynt að ná í aðrar
skýrari.
Stundum var aðgangurinn svo harður í þessari
dæmalausu söfnun að aðstandendur héldu að verið
væri að safna frímerkjum, en það var nú eitthvað
annað.
Nú kann einhver að spyrja sem svo: „Og hvað með
það?“
Þá er því til að svara að ef halda á sæmilegri geð-
heilsu, er nauðsynlegt að létta á sér og trúa einhverj-
um fyrir því sem þrúgar mann, einhverjum, sem ef til
vill skilur vandann. Og hver er þá líklegri en lesenda-
hópur vor? Nú líður mér líka afskaplega vel, er einsog
annar maður, léttur og Ijúfur í skapi eftir að hafa losað
mig við þessi ósköp, sem lengi hafa þrúgað mig.
Og að lokum langar mig til að beina þeirri áskorun til
þeirra kvikmyndahúsa, sem sýna klámmyndir reglu-
lega að teknar séu upp síðdegissýningar, t.d. kl. 3 eins
og barnasýningar, svo maður geti logið því heima hjá
sér að verið sé að fara á fund.
Síðan læðir maður sér úr sólbjörtum sumardeginum
inní rökkrið, með sólgleraugu, svo enginn þekki mann
og lætur sumarsíðdegið líða við léttan „klámara".
Og þetta verður einsog segir í auglýsingu T & CO:
Allt frá hatti onað tám
eru menn á nálum
af því þeir fá ekkert klám
handa öfugsnúnum sálum.
skráargat
ekki fyrirfinnst einn einasti
áskrifandi Alþýðublaðisns í
plássinu. Þingskörungurinn sjálf-
ur er meðal þeirra sem ekki fær
sent Alþýðublaðið heim í víkina.
I Alþýðuflokknum er komin upp
mikil deila um það hvort þessar
tölfærðilegu niðurstöður segi
meira um þingmenn krata í kjör-
dæminu eða Alþýðublaðið. Svo
magaðar hafa þessar þrætur orð-
ið, að helst minnir á deiluna í fyr-
ra á flokksþingi krata um óvígða
sambúð.
A uglýsing
ein í Dagblaðinu á fimmtudag
vakti mikla athygli. Þar voru
Aðalfundur
Byggung var haldinn um daginn.
Þar skýrðu stjórnendur fyrirtæk-
isins frá því að byggingarfélaginu
hefðu verið úthlutaðar fjórar ein-
býlishúsalóöir á Eiösgranda vest-
ur í bæ sem teljast verður nýjung
þar sem það hefur hingað til ein-
göngu byggt blokkir, flestar stór-
ar. Hitt kom fundarmönnum
nokkuð á óvart að þessar lóðir
voru aldrei auglýstar í félaginu
heldur höfðu toppmennirnir í því
meö Þorvald Mawby í broddi
fylkingar úthlutað sjálfum sér
þessar lóðir. Varð mikill kurr á
fundinum út af þessu máli.
Alþýðublaðið
nýtur ekki allt staðar jafn mikillar
útbreiðslu og hj á starfsmönnum á
Þjóðviljanum. Þegar kratar sett-
ust á ráðstefnu á dögunum og
báru saman kjósendafjölda, þátt-
takendur í prófkjörum á hinum
ýmsu stöðum landsins við áskrif-
endafjölda Alþýðublaðsins, kom
í Ijós að einungis hluti Alþýðu-
flokksmanna og stuðningsmanna
þessa hóps treysti sér til að kaupa
Alþýðublaðið.
Bágast
var ástandið í Bolungavík, þar
sem þingskörungurinn og verka-
Iýðsleiðtoginn Karvel Pálmason
ræður ríkjum. Þar kusu á fjórða
hundrað manns kappann í próf-
kjöri, sem frægt er orðið. Enn
fremur er flokksfélag Alþýöu-
flokksins talið vera á staðnum.
Hvað sem því líður, eða
máske einmitt þess
vegna, kom í
ljós að
auglýstar upphengjur, mjög af-
slappandi og góðar við vöðva-
bólgu. Mynd fylgdi af ungri
stúlku þar sem hún hékk á löpp-
unum í slíku tæki og virtust fæt-
urnir vera hlekkjaðir við þverslá.
Ekki fylgdi sögunni hvernig
tækið virkaði að öðru leyti en að
sjá var það eins og pyndingatól
frá miðöldum, gapastokkur,
þumalskrúfur eða spænska stíg-
vélið.
Ekki
er langt síðan núverandi ríkis-
stjórn tók við en ráðherrarnir eru
greinilega svo þreyttir að þeir eru
flestir í fríi. Þannig eru Geir Hall-
grímsson, Albert Guðmundsson
og Matthías A. Mathiesen ný-
búnir að vera í Bretlandi, líklega í
pílagrímsför í ríki Tatchers. Frá
samgönguráðuneytinu koma alls
konar yfirlýsingar um flugleyfi
hingað og þangað en ráðherrann,
Matthías Bjarnason, er víðs
fjarri, einhvers staðar í sumar-
leyfi. Og nú standa fyrir dyrum
álsamningar í næstu viku en
Sverrir orkumálaráðherra kemur
hvergi nærri undirbúningi. Hann
er í sumarfríi.
Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra
skemmtir þjóðinni um þessar
mundir. Mikla athygli vöktu við-
töl við hann í Tímanum á fimmtu-
dag þar sem hann lýsti yfir fjand-
skap sínum við Lánasjóð ísl.
námsmanna, Þjóðleikhúsið og
Sinfóníuhljómsveitina og einnig
því að hann hefði bara ekki áttað
sig á því að tengdasonur hans var
einn af aðstandendum Tívólísins
á Miklatúni þegar hann ákvað að
undanskilja það frá söluskatts-
greiðslum. Félagar hans í Sjálf-
stæðisflokknum eru náttúrulega
æfir yfir slíkum „banölum" yfir-
lýsingum enda hefur ekki verið á
málið minnst í Morgunblaðinu og
Dagblaðinu. Sjálfur afsakaði
hann sig með því að hann hefði
gleymt að láta þess getið við við-
komandi blaðamann frá Tíma-
num, Agnesi Bragadóttir, að
ekki mætti hafa þetta eftir honum
opinberlega. Þá hafa einnig vakið
athygli yfirlýsingar Alberts um
blóðnasir og höfuðverk sem allt
birtist jafnóðum í blöðum. Al-
bertsfarsinn skemmtir því
þjóðinni nú um hásumarið en
samráðherrar hans sjá rautt.
Sem
betur fer eru fáein glimt innan um
glórulaus ofstækisskrif Morgun-
blaðsisn og eitt af þeim er Gísli J.
Ástþórsson og þankastrik hans. I
gær birtist t.d. skopmynd af
auknu og endurbættu matadori
hans. Þar stóð m.a.: „Þú tapar á
Tívólí. Ríkið gefur þér söluskatt-
inn. 5 reitir áfram“ og síðan: „Þú
missir íbúðina vegna vanskila.
Færð döðlur í sárabætur en missir
úr kast“. Ekki þarf að fara frekari
orðum um þetta en greinilegt er
hvert pillunni er beint.
Rás 2
í Ríkisútvarpinu tekur væntan-
lega til starfa í september í haust
undir stjórn Þorgeirs Ástvald-
sonar. Uppistaða dagskrár verð-
ur létt tónlist en auglýsingum
skotið á milli. Þessar auglýsingar
verða sungnar og leiknar en ekki
lesnar á hefðbundinn hátt.
Auglýsingargerðarmenn senda
nú bréf til fyrirtækja þar sem þeir
bjóðast til að semja slíkar auglý-
singar. Eitt slíkt fyrirtæki sendi út
bréf fyrir nokkrum dögum þar
sem segir m.a.: „Við munum
reyna að hafa áhrif á verð og þró-
un auglýsingargerðarinnar á
sama hátt og við höfum gert um
sjónvarpsauglýsingar".
Gallerí
Grjót hefur nú verið opnað með
pomp og pragt á Skólavörðustíg
4a og standa að því margir ágætir
listamenn. Það vekur athygli að
tveir gullsmiðir eru nú með í
þessu sambandi við gallerí hér á
landi. Þetta eru þau Hjördís Giss-
urardóttir og Ófeigur Björnsson
og nota þau ekki aðeins gull og
silfur í listaverk sín heldur einnig
kopar. Þá eru fjaðraskartgripir
og prjónaðir skartgripir. Gull-
smiðir eru flestir hér á landi í
fjöldaframleiðsu þannig að þetta
er gleðileg nýjung.