Þjóðviljinn - 16.07.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 16.07.1983, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. júlí -1983 —mhg á Austurlandi Að glæða almennan áhuga fyrir tónlist Að kvöldi mánudagsins 4. júlí sl. voru þrír heiðursmenn á ferð í bíl austur í Hróarstungu. Þessirþremenningarvoru: Vigfús Eiríksson og Magnús Magnússon tónskólastjóri, báöir búsettir í Egilsstaðakauptúni og undirritaður blaðamaður frá Þjóðviljanum. Við höfðum skroppið út í Hróarstungu að aflíðandi hádegi, okkurtil gagns og skemmtunar, og vorumnúáleiðtil Egilsstaðakauptúns. Þávar það, sem blaðamanni datt í hug að nota tímann til þes að forvitnastofurlítið um Tónskólann, því vart mundi annars gefast tóm til þess. ísleifur minn Gíslason á Sauöárkróki sagði einu sinni: „Ekki er hægt að yrkja í bíl, allt er á reiðiskjálfi". Ef ekki er hægt að yrkja í bíl, vegna ókyrrleika umhverfisins þá er enn síður liægt að skrifa í bíl, þó að vegir séu raunar sumsstaðar verri en í Hróarstungunni. Því er það, sem hér verður tínt til, meira byggt á minni en skriflegum heimildum. Vonandi verður þó útkoman ekki mikið lakari en hjá manninum, sem var að selja rjúpurnar. Kaupandinn kvartaði yfir því, að í þær væri kominn ýlduvottur. Þá svaraði rjúpnaskyttan: „Jú, það kann nú að vera rétt en það eru þó partar í þeim“. Og hefst nú yfirheyrslan og við byrjum á því að spyrja um tónlist- arferil Magnúsar. Þýskaland - Ólafs- fjöröur - Egilsstaða- kauptún - Ég kom frá Þýskalandi árið 1965. Hafði verið þar við almennt tónlistarnám um nokkurt skeið. Leið mín lá fyrst til Ólafsfjarðar en þar átti ég nokkurn þátt í stofnun tónlistarskóla og stjórnaði honum þar til ég flutti hingað austur í Eg- ilsstaðakauptún. - Hvenær var skólinn þar stofn- aður? - Tónskóli Fljótsdalshéraðs var stofnaður árið 1971 og er rekinn af Egilsstaða- og Fellahreppum. - Hvernig hefur aðsóknin verið? - Hún hefur verið góð. Síðast- liðinn vetur stunduðu t.d. 105 nem- endur nám við skólann, úr þessum tveimur sveitarfélögum. Ég held að slíkt verði að teljast mjög góð aðsókn. - Og á ýmsum aldri? - Já, svo sannarlega eru þeir það eða allt frá 7 ára aldri og upp úr. - Hvernig er kennsluhúsnæðið? - Við erum nú ekki við eina fjöl- ina felldir með það. Kennslan fer m.a. fram í Grunnskólanum, kirkj- unni, og í heimahúsi. Um 30 nem- endur eru í hópvinnu en um 70 í einkatímum. Fjölþætt kennsla - Og eruð þið með allar tegundir hljóðfæra í takinu? - Ekki veit ég hvort hægt er nú að segja það en við kennum á alls- konar hljóðfæri og má þar til nefna orgel, píanó, gítar, blásturs- hljóðfæri og svo strengjahljóðfæri, en kennsla á þau byrjaði aðallega í fyrrahaust. Jú, ég held að segja megi að fjölbreytnin sé orðin tölu- verð. - Nú skilst mér að misjafnlega hafi gengið að fá kennslukrafta að tónlistarskólum út um land, hvern- ig hefur ykkur gengið það? - Það hefur nú gengið alveg sæmilega. Við höfum ekki þurft að Egilsstaðakau pt ún. mhg Mt rœðir Mt a§nús viö Tt skólt a§nús, 'son. Egik astjóra , °n^ólans f SStaö°kauptúm kvarta svo mjög yfir skorti á þeim. Auk skólastjóra eru hjá okkur tveir fastir kennarar og tveir stundakennarar og það hefur nægt okkur nokkurn veginn, en þeir hafa líka nóg að gera. - Og þið haldið auðvitað tón- leika öðru hvoru? - Já, við reynum það nú. Við höldum ævinlega jólatónleika, svo eru tónleikar við skólaslit og próf, auk þess sem nemendur skólans koma fram við ýmis tækifæri önnur. Alþýðutónlistarskóli - Vigfús ekur all greitt og innan stundar verðum við í Egilsstaðak- auptúni. Ég fel nafna mínum að slá botninn í þetta skyndiviðtal okkar og hann segir: - Þessi skóli okkar er fyrst og fremst alþýðutónlistarskóli, sem leitast við að veita sem besta undir- stöðumenntun í ýmiss konar hljóðfæraleik og því, sem að hon- um lýtur. Þeir, sem skara fram úr, geta svo haldið áfram námi ef vilji og aðrar ástæður eru fyrir hendi. Um þörfina fyrir svona starfsemi þarf ekki að efast, aðsóknin sannar hana. En tilgangurinn með þessum skóla okkar hér er fyrst og síðast sá, að glæða almennan tónlistará- huga og tónlistarlíf og ég vona að það áform hafi náðst að einhverju verulegu leyti að minnsta kosti. - mhg Gaman að sj á börnin vitkast og þroskast mhg /*erSM, Aradt r&ðir ru °ttur V/ stajfsstúlku Paghei> 1 Neskau við 'milið 'Pstað Mér fyndist það ekkert óeðli- legt þótt cg væri ekki meira cn svo vel séður gestur hér á ráðstefnunni. Ég er nefnilega alltaf að trulla fólk og tefja frá störfum, sem það er komið til að vinna, margt um langan veg. En Austfirðingar eru kurteist fólk og þyki þeim nóg um ágcngnina þá láta þeir a.m.k. ekk- ert á því bera. Það hjálpar blaða- manni til þess að telja sér trú um að hann sé bara frekar velkoininn gestur. Ég tel mig vera jafnréttismann eins og Gunnar Ingvarsson, sem ég var að spjalla við áðan. Og nú er ég búinn að ræða hér við tvo karl- menn en ekki nema eina konu. Það er því farið að hallast á hrossinu. Þann áhalla verður að laga og reyna nú næst að ná sér í kven- mann. En það er eins og fyrri dag- inn að sá á kvölina sem á völina. Víða er hægt að bera niður en ég ákvað að leysa vandamálið - (ég er fyrir löngu orðinn leiður á því að heyra og sjá talað og skrifað um að ,Jeysa vandann“) - með því að láta kylfu ráða kasti og drep hendi á öxl þeirrar konu, sem fyrst verður á vegi mínum og spyr, hvort hún sé fáanleg til að koma með mér afsíðis ofurlitla stund? Hún lítur upp, dá- lítið undrandi á svipinn, sýnist mér, - var það líka furða, - brosir síðan, út í annað munnvikið a.m.k., og spyr, eðlilega, um tilganginn. Og þegar það upplýsist, að hann getur vart meinlausari verið fellst stúlkan á viðtal, nreð því skilyrði þó, að það verði stutt. Að því skilyrði er gengið og Bergþóra Aradóttirer þá fyrst að því spurð hvað hún starfi þar í Neskaupstað. - Ég starfa við dagheimiliö í Neskaupstað, svarar Bergþóra. - Er búin að vinna þar síðan í haust. - Ertu kannski fóstra? - Nei, það er ég nú ekki. Við skulum bara segja að ég sé starfs stúlka þarna við heimilið. Tvíþœttur rekstur - Viltu segja mér eitthvað nán- ar frá dagheimilinu? - Já, en þú manst að þetta átti að vera stutt. Það er bærinn, sem rek- ur þetta heimili. Og það má kann- ski orða það svo, að sú starfsemi, sem þarna er rekin, sé tvíþætt. I fyrsta lagi er það dagvistardeild, þar sem börnin eru allan daginn og svo eru þarna einnig fjórar leikskóladeildir. í tveimur þeirra dvelja börnin fyrir hádegi og í tveimur eftir hádegi. Það kemur sér vel fyrir konur, sem vinna úti hálfan daginn. Dagvistardeildin sér aftur á móti fremur um börn þeirra kvenna, sem vinna allan daginn úti. f Neskaupstað er mikið athafnalíf og því mikið að gera. Og voru þeir ekki að tala um það við þig nú nýlega, Ólafur Gunnarsson og Þorsteinn Þorsteinsson, að þá vantaði kvenfólk? Samt vinna kon- ur í Neskaupstað eins mikið úti og þeirn er unnt, held ég mér sé óhætt að segja, og fyrir þær er dagheimil- ið ómissandi stofnun. Bjartsýnismenn - Og það fullnægir þörfinni? - Já,.svo má a.m.k. heita. Það voru miklir bjartsýnismenn, sem byggðu þetta heimili í öndverðu. Kannski hefur það verið vel við vöxt í byrjun en það var horft til framtíðarinnar. Forgöngumenn- irnir trúðu því, að bærinn þeirra ætti fyrir sér blómlega framtíð, at- hafnalíf vxi og íbúum fjölgaði. Og þeirn hefur orðið að þeirri trú. En einmitt af því hvað heimilið er reist af miklum myndarskap og stórhug hefur það reynst nokkurn veginn fullnægjandi fram á þennan dag, þannig að ekki hefur þurft að vera á því teljandi bið að börn kæmust hér að. Lifandi og skemmtilegt starf - Og þér fellur þessi vinna vel? - Já, mjög vel. Þetta er ákaflega skemmtileg vinna og lifandi. Það er svo undur gaman að fylgjast með bömunum vitkast og þroskast svo að segja frá degi til dags. Manni finnst maður eiga eitthvað í þessum krökkum, sem maður umgengst og lifir með daglega, og þeir eiga á hinn bóginn eitthvað í okkur. Bergþóra Aradóttir: Það voru miklir bjartsýnismenn, sem byggðu þetta heimili í öndverðu. - Er þetta starf sæmilega launað? - Já, það er nú það. Ég held að það sé rétt að launa svona störf nokkuð vel. Þau eru býsna ábyrgðarmikil. En við fengum sér- kjarasamning í haust og það var til talsverðra bóta. Nú, og ef við verðum svo að vinna sjálfstætt, það er að segja án þess að fóstrur séu með í störfum, þá fáum við ofur- litla launauppbót. Þarf tíma til þess að hristast saman - Ráðstefnan? - Já, þú vilt náttúrlega víkja að pólitíkinni og ég hef auðvitað ekk- ert á móti því, enþú lofaðir að hafa þetta ekki langt. - Rétt, en við erum líka alveg að ljúka þessu. Ein eða tvær mínútur enn og svo steinhættum við. - Mér finnst þessi ráðstefna á margan hátt ágæt og gildi svona samfunda verður ekki dregið í efa. Um þá hlið málsins þarf ekki að ræða. En við þurfum á hinn bóginn að vara okkur á því að ætla að gera of mikið í einu. Ég held að heppi- legra væri að taka aðeins fyrir tvö til þrjú megin mál hverju sinni og ræða þau þá í botn, ef svo má segja. Og ráðstefnan stendur nú ekki nema tvo daga. Fulltrúarnir eru dreifðir um víðlent kjördæmi. Hafa ekki mörg tækifæri til að finn- ast og sumir eru sjálfsagt að hittast hér í fyrst sinn. Þeir þurfa að fá tíma til þess að kynnast og ræðast við, eigum við ekki bara að segja að þeir þurfi að fá tíma til þess að hristast saman. - mhg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.