Þjóðviljinn - 16.07.1983, Page 5

Þjóðviljinn - 16.07.1983, Page 5
Helgin 16.-17. júlí 1983 þjóðVILJINN - SÍÐA 5 'ttinvw Sognhátíð fjöl- skyldu- hátíð Helgina 22.-24. júlí næst- komandi verður haldin að Sogni í Ölfusi 3ja Sognhátíðin. Að þessu sinni verður minnst merks áfanga þ.e. fimm ára af- mælis eftirmeðferðarheimilis- ins. Margt verður til skemnitunar á hátíðinni. Hljómsveitin Kaktus, Pálmi Gunnarsson, Bergþóra Árnadóttir og Tryggvi Húbner sjá um dansmúsik og tónleikahald auk annarra skemmtikrafta. Haldnar verða kvöldvökur bæði föstudags- og laugardagskvöld, í- þróttamót fyrir börnin, flugelda- sýning, sameiginlegt grill o.m.fl. Hátíðin veröur sett föstudaginn 22. júlí kl. 20.00og slitið seinnipart sunnudagsins 24. Eins og áður segir er þetta þriðja fjölskylduhátíðin sem haldin hefur verið að Sogni og er víst að þetta verður árviss atburður í fram- tíðinni, svo vel hefur tekist hingað til-Nánari upplýsingar veita Gunn- ar Kvaran (s. 66308) og Gunnar Elísson (s. 46919). IWTT CDG XANDAÐ FERÐATILBCO SÆUUVIKUR f Við efnum til óvenju glæsílegra pakkaferða til Sviss dagana 14. og 21. ágúst. Nu færðu vandaða ferð með heilmiklu meðlæti og kynnist um leið heill- andi landi og vingjarnlegri þjóð. Flogið er í áætlunarflugi Arnarflugs til Zurich og þaðan haldið til hins einstaklega fallega ADELBODEN-svæðis, gróðursæls og hrífandi dals sem liggur við fjallsrætur svissnesku Alpanna í allri sinm tign og fegurð. Stúdentaleikhúsið frumsýnir: í þessari ferð gengurðu á vit svissneskrar náttúru eins og hún gerist fegurst og kyrdátust í senn. Gönguferðir um nálæga staði, utsýnisferðir með fjallakláfum upp á fjallstinda, bátsferðir á nálægum vötnum, skógarferðir og ótal margt annaðer á meðal ómissandi verkefna og þegar kvöldót taka annalaðir veitingastaðir og eldfjörugir skemmtistað- ir við. „Klárinn blakkur, tunglið rautt” Hópurinn sem stendur að Lorcakvöldinu ásamt Baltasar sem lánaði klárinn blakka til myndatöku. Sunnudaginn 17. júlí, daginn sem borgarastyrjöldin braust út á Spáni fyrir 47 árum verður Lorcakvöld frumsýnt hjá Stúdentaleikhúsinu, en þetta er dagskrá úr tveimur þekktustu leikritum hans, Ijóð og söngvar, auk þess sem sungnir eru spánskiralþýðu-og andspyrnusöngvar. Leikin verða af bandi lög úr borgarastyrjöldinni fyrir sýningu og önnur spönsk tónlist. Lorca var sem kunnugt er myrt- ur af fasistum síðla sumars 1936, en hann er talinn með fremstu leikrit- ahöfundum aldarinnar. Aðeins fimm sýningar verða á Lorcakvöldinu, en leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir og umsjón með tónlist hefur Valgeir Skag- fjörð. Þýðingar eru eftir Hannes Sigfússon, Karl Guðmundsson, Helga Hálfdanarson, Karl Ágúst Úlfsson og Þórarin Hjartarson. Leikendur eru Aldís Baldvins- dóttir, Andrés Sigurvinsson, Hans Gústavsson, Harpa Arnardóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Kristján Franklín Magnús og Ragnheiður Arnardóttir. Valgeir Skagfjörð, Arnaldur Arnarsson og Gunnþóra Halldórsson leika á gítara og fiðlu. í Adelboden er gist á Hótel Bristol, vingjarnlegu og dæmigerðu svissnesku fjallahóteli. Öll herbergi eru búin baði og/eða steypibaði, síma, sjónvarpi, útvarpi og „mini-bar". Hálft fæði er innifalið í verði ferðarinnar. Unnt er að velja á milli eins eða 2ja vikna dvalar og sé ferðin 2ja vikna löng er t. d. upplagt að not- færa sér hina hagstæðu bílaleigusamninga Arnar- flugs og skipta Sviss-heimsókninni á milli Adelbo- den og ökuferðar vítt og breitt um nálæg eða fjar- lægari héruð. Brottfaradagar: 14. eða 21. ágúst. Verð 1 vika í Adelboden kr. 18.966. 2 vikur í Adelboden kr. 24.197. miðað við gistingu ( 2ja manna herbergi Innifalid: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting með 1/2 fæði, gönguferðir (fylgd innlendra og þaulkunnugra fararstjóra, aðgangur að Adelbo- den-sundlauginni, ókeypis og ótakmarkaður að- gangur að Alpine-járnbrautarkerfinu og öll aðstoð ís- Leitlð 1,1 sölljsk"fs*ofu Arnarflugs | lenskra starfsmanna Arnarflugs i Zurich og Adel- boden. Barnaafsláttur 2ja—11 ára kr. 5.996. Bílaleigubíll fyrir tvo í eina viku, A-flokkur, kr. 3314, fyrir hvorn ejnstakling. Trygging og skattur innifalinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.