Þjóðviljinn - 16.07.1983, Síða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. júlí 1983
Verður tölvuríkið
einnig
Á þessum misserum er mest
skrifað um eldflaugar og tölv-
ur í blöð heimsins. Eldflauga-
tíðindin eru nær alltaf heldur
dapurleg, svo það er kannski
ekki nema von að sumir menn
reyni að finna sér efni í bjart-
sýni í tölvunum góðu, sem
eigaaðleysaallanupplýsinga-
vanda, geraminniðsemog
stritið óþarft. Aðrir láta svo
tölvuþróunina verða sér að
hrollvekju við hliðina á eld-
flaugunum.
Staðreynda-
skrímslið
t.ii eru Bandaríkjamenn og
Japanir í harðri keppni um að búa
til risatölvu af nýrri kynslóð sem á
að verða lOOOsinnum hraðvirkari
en stærstu tölvur eru nú. Og risar
slíkir leiða svo hugann að hinni
„endaniegu tölvu“, staðreynda-
skrímsli skelfilegu, þar sem
geymt væri allt sem hægt er að
vita um alla - efnahag,
fjölskylduaðstæður, trúar-
skoðanir hvers einstaklings, tekj-
ur og gjöld, skuldastöðu, pólit-
ískar skoðanir. áfengisneyslu,
kynlífshegun. geöheilsu og aðra
sjúkrasögu, drauma hans kann-
ski og vonir.
Er slík framtíðarsýn óþörf og
ólíkleg? Um þau mál fjallar Da-
vid Burnham í nýlegri bók sem
ber nafnið „The Rise of Comput-
cr State“ (útg. Random House) -
og fær bókin allmikið lof í um-
sögn í Guardian sem hér er stuðst
við. Burnham minnir meðal ann-
ars á það, að í stjórnartíð John-
sons Bandaríkjaforseta voru uppi
ráðagerðir hjá áhrifamiklum
embættismönnum um að koma
upp „Upplýsingamiðstöð ríkis-
ins“: „Miðstöð þessi, segir í bóki-
nni, átti að safna inn á eina tölvu
öllum þeim hagskýrslu-
upplýsingum sem hinar ýmsu
stofnanir í Bandaríkjunum höfðu
um alla Bandaríkjamenn". Upp
kom kurr meðal almennings við
þessi tíöindi og var horfið frá
þessum áformum. En Burnham
heldur því fram, að þau verði
tekin upp aftur.
ískyggilegt
„Tölvan, segir hann, höfðar til
eðlislægrar forvitni mannsins um
hvaðeina". Og þeir sem boða
stærri og betri tölvur, sem
hlaðnar eru fleiri upplýsingum
um okkur öll, eru blíðmálgir og
lokkandi í málflutningi sínum
gegn þeim sem óttast þessa þró-
un. Þeir benda á, að upplýsing-
arnar séu þegar til einhversstað-
ar. Þeim sé dreift hér og þar hjá
ríkisstofnunum og einkafyrir-
tækjum, og það sé ekki nema til
að gera allt virkara að koma öllu
á eina hendi. En - segir David
Wise, sem skrifar um bókina í
Guardian - menn mega ekki
gleyma því, að heildin er annað
og meira en einstakir hlutar upp-
lýsingakerfanna saman lagðir.
Þegar þeir sem stjórna hafa
skjótan og greiðan aðgang að öll-
um fáanlegum upplýsingum um
þegnana, þá hefur eitthvað nýtt
orðið til og skuggalegt. „Menn
eiga sér ekki einu sinni skjól
lengur í „venjulegunt stirðbusa-
hætti skriffinnskunnar, hvergi er
smuga, við getum hvergi falið
okkur.“
Ekki frekar en Jósef K., hetja í
frægri sögu eftir Kafka, sem nú á
aldarafmæli, ekki gat hann falið
sig fyrir dómstólnum sem átti sér
útibú í hverri kytru og gerði menn
seka - án þess að þeir vissu um
hvað.
Furðulegustu
möguleikar
Að sjálfsögðu er David Burn-
ham ekki blindur á ýmsa ágæta
kosti tölvunnar - hún eykur af-
köst stofnana og fyrirtækja sem
þurfa að afgreiða fjölda manns
eða leysa flókin tæknileg mál. En
um leið er mikið um það fjallað í
bók hans, hvernig þessi sama
tölva getur gert okkur varnarlaus
gagnvart hverjum þeim sem hef-
ur aðgang að persónulegum
gögnum um okkur.
Möguleikar tölvanna á að
safna gögnum um okkar einka-
hagi eru raktir í bókinni og eru
einatt hinir furðulegustu. Tölvur
í sumum bílum geta í raun og veru
njósnað um eigendur sína - tölv-
an sem General Motors segir að
eigi barasta að „auðvelda viðhald
bí!a“ getur skýrt frá þvf, hve oft
eigandinn hefur farið yfir há-
markshraða. Bankarnir vita upp
á mínútu hvenær þú lagðir inn
peninga. Tölvur vita í mörgum
kerfum hvenær menn kveikja á
sjónvarpi. Símafélagið veit hve-
nær þú hringir og í hvern. Og svo
mætti lengi rekja dæmi - sum sak-
leysisleg en önnur ekki.
Villur
Því má heldur ekki gleynta, að
tölvan hefur oft rangt fyrir sér.
Hvað skyldu þeir vera margir,
sem hafa eytt löngum tíma í að
leiðrétta einhverja tölvuvitleysu
úr banka eða verslun? Ekki alls •
fyrir löngu, segir Burnham, var
póstmaður á eftirlaunum,
Leonard Smith, handtekinn í Los
Angeles, fyrir drykkjuskap á
almannafæri. Honum var haldið í
fangelsi í sex daga vegna þess að
tölvan sýndi, að alnafi hans ein-
hver Leonard Smith, væri eftir-
lýstur fyrir að hafa brotið gegn
skilorðsbundnum dómi fyrir 27
árum (sá náungi hafði falsað 10
dollara ávísun). Og það fylgir
sögunni að Smith karlinn sé að-
eins einn af þúsundum íbúa Los
Angeles, sem hafa í misgáningi
verið teknir í varðhald á hverju
ári vegna ruglanda í tölvum.
Upp í loft
Burnham sér það fyrir sér, að
allskonar ótti - ótti við glæpi
heimafyrir, ótti við kommúnista
erlendis - að viðbættri sífelldri
söfnun gagna teymi Bandaríkin
út í tölvuríkið, sem verði með
nokkrum hætti lögregluríki.
Hann býst eins við því, að slíkt
þjóðfélag verði rækilega stétt-
skipt, þar sem hinir ríku starfa við
tölvur og umgangast um tölvur -
meðan þeir sem blankari eru og
hafa ekki tölvuþekkingu byggja
einskonar allsherjarslömm. Efþá
tölvuvillur verða ekki til að
heimurinn springi í loft upp:
Burnham minnir á að tvívegis ár-
ið 1980 hafi tölvur í Colorado
Springs gefið röng merki um að
Sovétríkin hefðu byrjað mikla
eldflaugaárás á Bandaríkin. Þessi
mistök voru síðan rakin til smá-
hluta í raeindabúnaði sem kostar
15 krónur - og munaði litlu að sú
litla þúfa velti stóru hlassi,
heimsbyggðinni allri.
ÁB. tók saman.
Filmuórar um Njálsbrennur
Það er mikið af kynlegum
greinum í íslenskum blöðum -
fáar komast þó til jafns viö
greinaflokksem kvikmynda-
rýnir Morgunblaðsins Ólafur
M. Jóhannesson hefurskrifað
í blað sitt og nefnist „Staða
íslenskrar kvikmyndagerðar
1983“. Lauk þessum flokki í
blaðinu sl. laugardag.
Er þar skemmst frá að segja,
að Ólafur hefur fundið lausn á
vanda listar þessarar og er hún að
sjálfsögðu í anda vinda sem nú
blása. Olafur telur það brýnast að
hætta því sem hann kallar
„menningarsnobb" í stuðningi
við íslenska kvikmyndalist. í
framhaldi af því er hann svo
elskulegur að segja, að ekki hefði
átt að styðja „dauðadæmt kvik-
myndaævintýri" eins og „A hjara
veraldar" með fé úr kvikmynda-
sjóði, heldur púkka þess meira
upp á „Húsið", sem hefði getað
sópað saman peningum erlendis
(skiptir þá ekki máli að Óiafur
plampar sjálfur ofan í það
„menningarsnobb" að telja „Á
hjara veraldar" miklu merkilegri
mynd en Húsið).
Að skáka
Hollywood
Nú. Næst er að taka kvik-
myndagerð undan menntamála-
ráðuneyti og setja undir Sverri í
iðnaðarráöuneytinu, enda sé um
eitthvað það að ræða sem er skylt
við ál og kísilgúr. Þessu næst á að
slá Albert Guðmundsson um fé,
enda muni hann laus við menn-
ingarsnobbið en kunna þeim mun
betur á „gróðamöguleika í réttri
markaðsstýringu" eins og kvik-
myndarýnirinn segir, nýfrelsaður
til markaðstrúar. Auk þess á að
freista Norðurlanda til að vera
með í púkkinu, því það þarf mik-
ið fé til að slá Hollywood út með
Stjörnustríðin og ET. Lesendan-
um skilst helst að fyrirmyndina
að væntanlegri sigurgöngu ís-
lenskra kvikmynda sé.að finna í
fyrirtæki einu í llong Kong, sem
er duglegt við að framleiða og
selja slagsmálamyndir. Hin nor-
ræna samsteypa á að lifa á efni-
viði fslendingasagna og þá vænt-
anlega koma upp með „réttri
markaðsstýringu" eftirspurn eftir
hasarmyndum sem mætti kalla
„norðra“ (sbr ,,vestra“).
Það stóð í
Mogganum
Það er að vísu allsendis óvíst,
hvort nokkur sá finnist sem hrífst
af þessum hugmyndum. En það
verður samt ekki fram hjá svona
skrifum gengið vegna þess að þau
breiða úr sér með þeim þunga
sem Morgunblaðið hefur. Óg svo
eru þau í ætt við þá markaðs-
hyggjustrauma tímans, sem hafa
stundum áður brotist fram t.d. í
fúkyrðum um sinfóníuhljómsveit
eða ráðleggingum um að
Þjóðleikhúsið ætti ekki að sýna
neitt annað en það sem gæti safn-
að gróða á Broadway.
Hugmyndirnar eru náttúrulega
fáránlegar og vita gagnslausar.
Það getur enginn yfirboðið
Hollywood með ofvöxnum
ævintýrum né heldur skákað
Hong Kong í færibandafram-
leiðslu á vélrænni æsingu. Allra
síst á þeirri myndbandatíð sem
stórfækkar gestum í
kvikmyndahúsum víðast hvar.
Gunnar Héðinn og Njáll munu
heldur ekki bjarga íslenskri kvik-
myndagerð - eins þótt Albert
setti allan þjóðarauðinn í að búa
til meiriháttar Njálsbrennu. Það
getur því miður ekkert bjargað
íslenskri kvikmyndagerð annað
en vönduð vinnubrögð.Það er að
vísu blygðunarefni að þurfa að
taka slíkt fram - en það er kann-
ski ögn skárra en að þegja yfir
hinum furðulegu kenningum úr
Morgunblaðinu.
Vitanlega er þörf á því að
íslenskar kvikmyndir komist á er-
lendan markað, þó nú væri. Og
það gæti vel verið skynsamlegt að
reyna samstarf við aðra smærri
kvikmyndaframleiðendur um
dreifingarmál. Hitt er víst að sá
róður verður þungur - nægir um
það að vísa til þeirra erfiðleika
sem kvikmyndastórveldi á borð
við Frakka og ítala hafa átt í.
Kannski verður að tengja vonir
manna á þessu sviði við þann
möguleika að æ fleiri gerist
þreyttir á Stjörnustríðafargani en
þeim fjölgi að sama skapi, sem
hafa nennu til að fylgjast með því
sem sérstætt er og um Ieið unnið
af því vandaða hugarfari, þeirri
afstöðu til verksins sem ein getur
rofið þann vítahring markaðslög-
mála sem sleginn er utan um
kvikmyndaframleiðslu smárra
þjóöa.