Þjóðviljinn - 16.07.1983, Page 21

Þjóðviljinn - 16.07.1983, Page 21
iiKi 'r f - M/jj iyjfjfv-} .- -*r^ ( Helgin 16.-17. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Sextugur: Karl G. Sigurbergsson Dag nokkurn fyrir mörgum árum mætti ég tveimur mér ókunn- um mönnum á götu í Keflavík. Það var að vísu ekkert óvenjulegt í þessari verstöð, en þessir menn skáru sig allmjög úr fjöldanum sak- ir vaxtar og vænleika. Þeir voru nokkuð áþekkir á stærð, báðir voru þeir Ijósir yfirlitum og voru í niðurbrettum sjóstígvélum, sem benti til að þeir væru aðkomusjó- menn. Þó að menn þessir létu ekki mikið yfir sér og færu spaklega þá duldist mér ekki að hér mundu engir meðalmenn fara, og spurðist því fyrir um hverjir þeir væru. Mér var tjáð að þeir væru af bát, sem komið hafði til Keflavíkur ein- hverra erinda. Héti annar Jónas Árnason og var þá þegar orðinn nokkuð þekktur maður þó ekki væri það fyrir sjómennsku, en hinn væri austfirskur sjómaður og héti Karl G. Sigurbergsson. Seinna átti ég eftir að kynnast þessum mönnum báðum og staðfestist þá sá grunur minn að þar væri um eftirtektaverða persónu- leika að ræða. Karl settist að í Kefl- avík og bættist þar í hóp hinna dug- miklu skipstjóra við Faxaflóa. Ekki liðu mörg ár þar til leiðir okk- ar lágu saman í félags- og stjórn- málavafstri hér í bæ. Tveir eru þeir þættir í skapgerð Karls, sem mér hefur alltaf fundist áberandi - og eiga þeir ef til vill ekki sérlega vel saman. Annar er sá að honum er mjög óljúft að sækjast eftir forystuhlutverki og þeirri í- mynduðu eða raunverulegu upp- hefð, sem því fylgir. Sá er hinn að það er honum víðsfjarri að standa utan við átök í hagsmuna og rétt- indabaráttu sinnar stéttar og hirða svo á þurru það, sem áunnist hefur fyrir annarra tilverknað. Ég hefi aldrei heyrt hann nota orðatiltæki eins og: Ég held að „þeir“ geti gert þetta eða hitt, eða: Af hverju hafa „þeir“ ekki gert þetta eða hitt, sem allt of víða heyrist þar, sem um fé- lagsstarfssemi er að ræða. Það eru einmitt þessir eiginleikar, ásamt góðum gáfum, sem hafa gert hann að þeim forustu og baráttumanni, sem hann er. Starfsbræður hans fundu þetta og fljótlega eftir að hann kom til Keflavíkur kusu þeir hann til for- manns í stéttafélagi sínu, Skip- stjóra og stýrimannafél. Vísi. Því starfi gegndi hann í hart nær 20 ár, og var jafnan fulltrúi félagsins við allar samningagerðir. Sú staða kom upp að skipstjórum þótti brotnir á sér samningar og ákváðu að leita réttar sín fyrir dómstóiun- um. Karl tók að sér að fara í próf- mál og vann það fyrir sig og sína stétt. Fljótlega kvisaðist um Keflavík að Karl væri einlægur herstöðva- andstæðingur, og róttækur í skoð- unum. Við, sem höfðum verið að puða í vinstri pólitík í þessu íhalds- bæli - að vísu með heldur litlum árangri og aldrei komið manni í bæjarstjórn eygðum þarna þann foringja, sem okkur vantaði. En Karl hafði ekki löngun til slíkra hluta. Það var ekki fyrr en hann sá að svona mátti ekki lengur til ganga að hann lét til leiðast að verða efsti maður á lista Alþýðubandalagsins við bæjarstjórnarkosningar. Þá kom í ljós að hann var prýðilega máli farinn og vel ritfær, sérstak- lega samdi hann afburða vel skrif- aðar ræður. Karl náði kjöri í þessum fyrstu kosningum, sem hann tók þátt í og sýndi það sig þá að hann átti fylgi langt út fyrir hinar pólitísku flokks- raðir, og þá einkum meðal sjó- manna, sem til hans þekktu. Sæti sínu í bæjarstjórn hélt hann í þrjú kjörtímabil, en þá gaf hann ekki lengur kost á sér. Hann var búinn að ryðja brautina og nú gátu aðrir tekið við. Það er ekki létt verk að vera full- trúi Alþýðubandalagsins í bæjar- stjórn Keflavíkur. Svo náin er sam- staða hinna þriggja íhaldsflokka, Alþýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins að ég held að jafnvel hið gleggsta gestsauga gæti ekki séð þar nokk- urn mun. Og vandlega gæta þeir þess að fulltrúi Alþýðubandalags- ins fái ekki að sitja bæjarráðsfundi, sem áheyrnarfulltrúi og er það eftir því sem ég hef heyrt einsdæmi nú til dags að minnihluti, sem ekki á kjörinn fulltrúa í bæjarráði fái ekki að hafa þar áheyrnarfulltrúa. Það er geysilegt starf að vera fulltrúi flokks, sem ekki á nema einn fulltrúa í bæjarstjórn og verða að setja sig inn í öll bæjarmál og vinna fullan vinnudag. Hjá þeim flokkum sem fleiri hafa fulltrúana geta þeir skipt með sér verkum. En Karl lét það ekki á sig fá, ekki kom til greina að slá slöku við, þá var bara að sofa minna. Og þannig hef- ur hann verið í félagsstarfinu, ævin- lega tilbúinn að taka að sér hvert það starf, sem vinna þarf; og það starf, sem Karl tekur að sér er ör- uggt að verður leyst. Auk forustustarfa í sinni heima- byggð hefur Karl gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu- bandalagið. Verið í kjördæmis- ráði, flokksráði og miðstjórn. Einnig setið á Alþingi fyrir Reykjaneskjördæmi sem varamað- ur og segir það sína sögu um það traust er hann nýtur. En það var ekki meiningin að fara að rita hér ævisögu eða afreka- skrá, því það vel þekki ég minn mann að ég veit að honum er ekki mikið um það gefið. Ég held að ég hefði tæplega þorað að láta hann njóta sannmælis í þessum afmælis- línurn ef hann væri ekki erlendis og lítil líkindi að þær komi honum fyrir augu. En fyrir hönd Alþýðu- bandalags Keflavíkur vil ég færa honum innilegar þakkir fyrir það mikla starf, sem hann hefur fyrir það unnið og vona að enn um mörg ókomin ár megum við njóta starfskrafta hans. Og sjálfur óska ég þessum vini mínum og samherja innilega til hamingju með sextugs- afmælið og þakka honum og konu hans Valgerði Bjarnadóttur fyrir samveruna á liðnum árum. Sig. N. Brynjólfsson. Stuðmenn gefa út plötu: Grái fiðrmgurmn Stuðmenn hafa nýlega gefið út hljómplötu og þeir eru einnig að leggja upp í Þann 20. þessa mánaðar kemur út ný hljómplata með Stuð- mönnum sem þeir nefna Gráa fiðringinn. Er hér um sex laga plötu að ræða eða svokallaða Mini- LP. Stuðmenn munu stíga á stokk að nýju í Atlavík um Verslunar- mannahelgina en það er í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur fram síðan um áramót. í Atlavík munu Grýlurnar einnig koma frain en þær Ragnhildur Gísladóttir og Linda Heiðarsdóttir aðstoðuðu Stuðmenn við söng á Gráa fiðringnum. Stuðmenn munu síðan leika á hverju landshorni fyrir sig það sem eftir er ágústmán- aðar, og mun vera ætlunin að taka upp „live“ plötu á þeim tíma sem koma mun út í lok ársins. Þá hefur heyrst að Stuðmenn séu með bók í bígerð fyrir jólin þar sem verða nótur að öllum lögum hljóm- sveitarinnar, mataruppskriftir, Ijóð, myndir og brandarar, svo eitthvað sé nefnt. Eftir áramót munu Stuðmenn síðan hefja undir- búning næstu kvikmyndar sem verður jólamyndin’84. —v ■ ALVAR AALTO artek FráArtek, Finnlandi, hönnun AlvarAaito. Eldhúsborð og stólar, margar stæröir, íitaval. Hentar einnig i kaffistofur og mötuneyti. Borgartúni 29 Simi 20640

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.