Þjóðviljinn - 16.07.1983, Side 22
22 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. júlí 1983
um helgina
Talað efni er flutt af Kristínu Magnús leikkonu.
Ferðaleikhúsið
í fullu fjöri
Torfi Harðarson við þrjár mynda sinna.
Torfl Harðarson með
sýningu á Flúðum
Fimmtudaginn 14. júlí opnaði Torfi Harðarson myndlistarsýningu í
félagsheimili Hrunamanna, Flúðum. Á sýningunni eru 23 myndir og
eru flestar þeirra unnar með litkrít. Sýningin er opin daglega frá kl.
14.00 - 23.00, og lýkur henni 18. júlí. Þetta er 3. sýning Torfa.
Ferðaleikhúsið er nú byrjað
sýningar á Light Nights sem hefur
verið fastur liður í leikhúslífi
borgarinnar s.l. fjórtán sumur.
Sýningin er í kvöldvökuformi
fyrir erlenda ferðamenn á íslandi
en einnig hefur leikhúsið farið
með sýningar erlendis, til Banda-
ríkjanna, Skotiands og Englands.
Uppfærslan í ár er nokkuð
breytt frá því sem áður hefur ver-
ið og leikmyndin er nú tvískipt,
annars vegar baðstofa frá síðustu
Ljós-
mynda-
sýning í
Stúdenta
kjallar-
anum
aldamótum og hins vegar víking-
askáli. Sýningarnar í ár eru í
Tjarnarbíói á fimmtudags-,
föstudags- og sunnudagskvöldum
og hefjast kl. 21. Efnið sem ætlað
er til skemmtunar og fróðleiks er
allt íslenskt en flutt á ensku að
undanskildum þjóðlagatextum
og kveðnum lausavísum. Á milli
atriða eru sýndar skyggnur af
verkum þekktra listamanna og
fluttar upptökur af íslenskri tlon-
list. Allt talað efni er flutt af
Kristínu G. Magnús leikkonu.
Jane Reéd frá Boston í Banda-
ríkjunum heldur Ijósmyndasýn-
ingu í Stúdentakjallaranum. Sýn-
ingin verður opnuð kl. 18.00 á
þriðjudaginn og stendur til júlí-
loka.
Jane Reed er ljósmyndari og
hefur tekið myndir víða um heim,
í Indónesíu, San Francisco og
New York. Hún hefur haldið
einkasýningar og tekið þátt í sam-
■sýningum víða og getið sér gott
orð í listinni. Myndirnar á sýning-
unni er úr ýmsum áttum, þ.á.m.
eru danshreyfingar. Jane Reed
stundaði nám við San Francisco
Art Institute og lauk námi 1971.
Ólafsvík
Málverka-
sýning
Hauks
Halldórs-
sonar
Haukur Halldórsson, listmál-
ari, opnar málverkasýningu í sal
grunnskólans í Ólafsvík á morg-
un. Sýnir Haukur þar um fimmtíu
verk sem unnin eru í kol, krít,
túss og með silkilitum.
Haukur nefnir sýningu sína
„Undir Jökli ’83“, og verður hún
opin alla daga frá kl. 14.00 -
20.00 fram til 24. júlí.
Gönguferð
um
Elliðaárdal
Árbæjarsafn er opið um helg-
ina frá kl. 13.30-18.00 og verða
kaffiveitingar í Eimreiðar-
skemmu. Á sunnudag kl. 16.00
leikur blásarakvartett Guðna
Franssonar úti, ef veður leyfir
sama dag, kl. 14.00 hefst göngu-
ferð um Elliðaárdal frá safninu.
Aðgangseyrir er kr. 40 fyrir
fullorðna og kr. 20 fyrir unglinga
12-16 ára.
Kjartan Guðjónsson er einn
þeirra sem sýnir á yfirlitssýningu
Listmálarafélagsins á Kjarvals-
stöðum. Henni lýkur annað kvöld
eftir framlengingu.
Listmálaraféla gið.
Framlengir
sýningu sína
Sýning Listmálarafélagsins á
Kjalvarsstöðum hefur verið
framlengd til sunnudagskvölds
vegna fjölda áskorana. Þar sýna
22 hinna svokölluðu „akademík-
ara“ verk sín.
Listmálarafélagið er samtök
málara sem efla vilja framgang
myndlistar í landinu á lýðræðis-
legan hátt og stuðla að auknum
áhuga almennings á myndlist,
eins og segir í inngangsorðum
Guðna Þórðarsonar í sýningar-
skrá.
Gler í
Bergvík
á Kjalarnesi
Áhugafólk um glergerð getur
brugðið undir sig betri fætinum
um helgina og heimsótt glerblást-
ursverkstæði Sigrúnar og Sörens
við Vesturlandsveg, rétt vestan
við Kléberg.
Þar er opið milli kl. 10-12 og
13.30-17 og gefst fólki kostur á
að sjá þau blása gler og skapa alls
kyns fallega glerhluti sem eru til
sölu.
myndlist
Norræna húsið:
Listaverk eftir Aka Höogh og Ivar Silis,
grafíkmyndir og Ijósmyndir. Sýningin
kemur hingaö frá Færeyjum.
Listasafn Einars Jónssonar:
Safniö er opiö daglega nema mánudaga
frá kl. 13.30-16.
Nýlistasafnið:
Björn Roth, Daði Guöbjörnsson og Egg-
ert Einarsson meö sýningu sem stendur
til 17. júlí.
Gallerí Lækjartorg:
Smáljóö heitir sýning sem Jóhann G.
Jóhannsson gengst fyrir.
Safnahúsið Sauðárkróki:
Vfirlitssýning á þætti Islands i Norrænu
menningarkynningunni. Fer næst til Isa-
fjarðar.
Grunnskólinn Ólafsvík:
Haukur Halldórsson með myndlistars-
ýningu í Ólafsvík frá því í dag til 24. júlí.
Fimmtíu verk í kol, krít, tússi og silkilitum.
Flúðir:
Torfi Harðarson opnar myndlistarsýn-
ingu í félagsheimili Hrunamanna, Flúö-
um. 23 myndir til sýnis. Sýningin opin
daglega frá 14-23. Lykur 18. júlí.
Kjarvalsstaðir:
Vegna fjölda áskorana veröur sýning
Listmálarafélagsins framlengd til sunnu-
dagskvölds, 17. júlí. 22 fremstu málarar
þjóðarinnar sýna þar verk sin.
ferðalög
Útivist:
Farið á morgun, sunnudag kl. 8.00 í
einsdagsferð i Þórsmörk og kl. 13.30
verður farið annars vegar að Tröllafossi
og hins vegar á hátind Esju. Farið frá
Bensínsölu BSl.
Ferðafélag íslands:
Ökuferð í dag, laugardag um Mýrar. Ek-
ið niður að sjó og um Hltardal á eftir.
Verð kr. 400,- Á morgun, sunnudag
verður farið i tvær ferðir. Kl. 8 að Baulu
og kl. 13 í Botnsdal. Bauluferð kostar kr.
400,- kr og í Botnsdal 200.- kr.
tónlist
Norræna húsið:
Á morgun, sunnudag, kl. 20.30 verður
flutt færeyska tónverkið Hrafnaþing eftir
Kristian Blak í Norræna húsinu. Það er
jass með þjóðlagaívafi sem höfundur
flytur (píanó) ásamt Ernst Dalsgarð
(flauta). Jafnframt flutningum verður
varpað á veggi Ijósmyndum eftir Frakk-
ann Philippe Carré.
Norræna húsið:
Yggdrasill, hljómsveit frá Færeyjum
leikur i Norræna húsinu á sunnudags-
kvöld kl. 20.30.
Dómkirkjan:
Orgeltónleikar verða i Dómkirkjunni á
sunnudag, 17. júlí. Leikur Marteinn H.
Friðriksson á orgel og hefjast tónleikarn-
ir kl. 17.00. Allir velkomnir og er að-
gangur ókeypis.
Tjarnarbíó:
Ferðaleikhúsið starfar nú í Tjarnarbíó og
eru sýningar á hverju kvöldi frá fimmtu-
degi til sunnudags kl. 21. Þar er flutt
íslenskt efni, Light Nights, á ensku í
kvöldvökuformi fyrir erlenda ferðamenn.
Talað efni er flutt af Kristínu G. Magnús
leikkonu en einnig er flutt ísiensk tónlist
og skyggnum af verkum þekktra ís-
lenskra listamanna varpað á tjald milli
atriða.
Islenska óperan:
Kvöldvaka í kvöld. Fjölbreytt alíslensk
dagskrá. Islensk þjóðlög, íslenskir ein-
söngvarar, myndlistarsýning, kaffisala
og kvikmyndasýning.
Flugdagur á Sauðárkróki:
I dag verður haldinn flugdagur á
Sauðárkróki og með honum hefst Sælu-
vika Skagfirðinga. Hefst dagskráin kl.
13.30. Samkoman verður á Kirkjutorgi.
Árbæjarsafn:
Opið í dag frá 13.30-18.00. Kaffiveiting-
ar í Eimreiðarskemmu. Blásarakvintett
Guðna Franssonar leikur á sunnudegin-
um utan dyra kl. 16.00 ef veður leyfir.
Gönguferð um Elllðaárdal á sunnudag
og farið frá safninu kl. 14.00.