Þjóðviljinn - 22.07.1983, Side 11
Föstudagur 22. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 .
bragði, vökumaðurinn hugljúfi
sem helgaði allt sitt líf því réttlæti
og þeim sannleik sem felst í barátt-
unni fyrir málstað allra þeirra sem
erfiði og þunga eru hlaðnir, barátt-
unni fyrir betra lífi, bjartari fram-
tíð. Verkamaðurinn sem frá unga
aldri til æviloka lagði nótt með degi
þegar mestu varðaði að standa
vörð um fjöregg alþýðusamtak-
anna, verkalýðshreyfinguna sjálfa
sameininguna og hann vék aldrei af
þeim verði.
Eðvarð var einn þeirra forustu-
manna sósíalismans sem svo var
vandur að virðingu sinni og mikil-
vægi þess starfs sem hann bar á
höndum að á hann féll aldrei
skuggi í lífi hans eða athöfnum,
hanri var sósíalisti af hug og hjarta
og svo trúr sinni hugsjón eins og
hann var vinafastur.
Snemma á árum var hann kjör-
inn til forustu í félagsskap róttækra
verkamanna og þeirri forustu hélt
hann æ síðan og þar naut hann sín
best, þar var hann allur vegna
skoðanna sinna og hæfileika sem
einkenndust af öryggi og festu og
sterkri ábyrgðartilfinningu. Þeir
sem kynni höfðu af mannkostum
hans gjörhygli og viljafestu vita
hverju hann áorkaði með sínum
við sem oftast, og enn er mér ljós í
minni að hafa kynnst skrifstofulíf-
inu á Dagsbrún á þeirri einstæðu
miðstöð reykvískra verkamanna,
og það var mér ímynd þess að
koma þar til samfunda sem lærðir
menn ræðast við, svo lágu verk-
lýðsmálin mönnum létt á tungu,
þýðing þeirra fyrir hvern og einn,
alþýðu landsins og allt þjóðlífið. Á
þessum viðræðufundum á Dags-
brúnarskrifstofunni vorið 1947 og
síðar skildist mér til fulls hvers-
vegna Verkamannafélagið Dags-
brún var það afl innan þjóðfélags-
ins sem raun bar vitni. Náin sam-
staða félaganna innan skrifstof-
unnar sem utan og hiklaus fram-
ganga út til baráttunnar þegar á
reyndi, það var aflvakinn. Verka-
mennirnir í stjórn Dagsbrúnar og
allir hinir voru vissulega lærðir
menn, allir höfðu þeir gengið í
skóla harðrar lífsbaráttu og þaðan
báru þeir sína lærdóma, auk þess
sem skrifstofan var skólastofa,
þeirra lærði skóli.
Að minnast þessara samfunda
og þeirra mörgu verkamanna sem
ég hafði kynni af í Dagsbrún og
þess menningarríka, frjálsa og hlý-
ja félagsanda sem var höfuðstyrkur
og einkenni samtakanna, það er að
fátæktarinnar sem er veldi
auðvaldsins yfir lífsafkomu ís-
lensku þjóðarinnar.
Á kveðjustund þakka ég af alhug
vináttu Eðvarðs og þá alvöru-
þrungnu lífsgleði sem frá honum
geisllaði á svo mörgum samveru-
stundum, það er dýrmæt tilhugsun
að hafa unnið með honum svo
langan vinnudag að sameiginlegum
hugsjóna og framfaramálum, og
hafa jafnframt kynnst ást hans til
landsins, heiðanna og fjallanna
sem hann sótti heim á fáum frí-
stundum, og skynja þrá hans til
hins óbundna frelsis í faðmi ís-
lenskrar náttúru, þar féll honum
mikið sólskin í fang. Og hann dó í
miklu sólskini á ferð um landið sitt
með sinni ástríku eiginkonu sem
hann unni svo heitt og virti. Og á
kveðjustund minnist ég móður
hans heima á Litlu-Brekku og þess
ástríkis sem ofið var gullnum þráð-
um móðurkærleikans frá móður til
sonar og hvílíka umhyggju Eðvarð
bar fyrir móður sinni.
Með þessum kveðjuorðum til
Eðvarðs, verkamannsins hugljúfa,
sendi ég ekkju hans Guðrúnu
Bjarnadóttur og öðrum aðstand-
endum hugheilar samúðarkveðjur.
Verði ljósið sem þú gafst honum
lás og slá fyrir þá sannfæringu sína.
Þrátt fyrir það náði hann því að
vera kjörinn á Alþingi fslendinga
og sitja þar í áratugi og njóta
virðingar allra þeirra sem honum
kynntust og vinna þar að mörgum
hagsmunamálum íslenskrar al-
þýðu.
Ég held að enginn sem kemst í
forystusveit íslenskrar. verkalýðs-
hreyfingar geti óskað sér betri
leiðbeinanda en Eðvarðs Sigurðs-
sonar, og hafi ég nemandinn ekki
numið fræðin er það ekki læri-
meistaranum að kenna heldur tor-
næmi nemandans.
í stjórn eins stórs félags og Dags-
brúnar getur ekki einn maður farið
með alla samningagerð, því höfum
við skipt þeim á milli okkar. Ég
neita því ekki að ég sakna þess inni-
lega að geta ekki tekið upp símann
og spurt vin minn Eðvarð ráða þeg-
ar mér hefur fundist ég einn og
ráðalaus, nú er þetta samband
rofið. Með Eðvarði hef ég misst
góðan vin, ég sakna þeirra stunda
er ég fór til hans, í næsta herbergi
til að ræða málin, bæði þau sem
voru félagsleg og eins um lífið og
tilveruna, sem við gerðum oft. Ég
mun ekki rekja hér lífshlaup
Eðvarðs, til þess verða aðrir, en ég
óvenju nærgöngull. Á aðeins viku
hafði hann hrifið á brott tvo af mín-
um bestu vinum og helstu samverk-
amönnum allt frá því að við hjónin
fluttum til Reykjavíkur haustið
1964.
Með Eðvarði Sigurðssyni er
horfinn af vettvangi einn af áhrifa-
mestu og sterkustu forystu-
mönnum, sem samtök verka-
manna hafa eignast, forystumaður,
sem var hertur í fátækt og miskunn-
arleysi kreppuáranna, maður, sem
aldrei eitt andartak missti sjónar af
því, sem hann taldi verkafólki vera
fyrir bestu hverju sinni, maður sem
hugsaði eins og verkamaður til
hinnar hinstu stundar.
Allt frá því að vinstri menn undir
forystu þess mæta manns, Sigurðar
heitins Guðnasonar unnu sigur í
stjórnarkjöri í Verkamannafé-
laginu Dagsbrún árið 1942 og til
aðalfundar félagsins 1982 átti
Eðvarð sæti í stjórn félagsins, fyrri
helming tímabilsins sem ritari og
síðari heiminginn sem formaður og
starfsmaður Dagsbrúnar var hann
frá 1944 til æviloka. Allan þennan
tíma var hann helsti forystumaður
félagsins og raunar ekki aðeins for-
ustumaður verkamanna í Reykja-
vík heldur og verkafólks á öllu
Miðstjórn ASÍ undir forystu Hannibals Valdimarssonar og Eðvarðs Sigurðssonar.
Snorri Jónsson, Ásmundur Stefánsson og Eðvarð á ASÍ fundi.
hljóðlátu rökfærslum sem var lífs-
regla hans og skapgerð.
Eðvarði Sigurðssyni kynntist ég
fyrst á vordögum 1947 þá nýfluttur
til Reykjavíkur, hafði þó séð hann
og heyrt áður. Leiðsagnar hans
innan verkalýðssamtakanna hafði
ég notið til jafns við aðra verka-
menn á íslandi þegar baráttan um
brauð fátæka mannsins stóð sem
hæst á tímum atvinnuleysis og
kaupkúgunar og þar af leiðandi
harðra stéttaátaka. Frá árinu 1942
höfðu þeir setið í stjórn Dagsbrún-
ar Sigurður Guðnason, Hannes M.
Stephensen og Eðvarð Sigurðsson,
valinn maður í hverju rúmi, menn
sem skildu til hlítar sitt hlutverk
innan verkalýðshreyfingarinnar og
forystuhlutverk Dagsbrúnar.
Frá árinu 1944 voru þeir starfs-
menn Dagsbrúnar Hannes og
Eðvarð, þá var skrifstofa félagsins í
Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu,
hvorki var hún víð til veggja né
hlaðin dýrum húsgögnum, en
þangað inn lögðu margir verka-
menn leiðir sínar að loknu dags-
verki, rétt til að koma við og skipt-
ast á skoðunum, segja fréttir af sín-
um vinnustað og spyrja tíðinda og
þannig urðu starfsmenn Dagsbrún-
ar kunnugir á vinnustöðum borgar-
innar. Oft voru margir menn sam-
ankomnir í senn á skrifstofunni
sinni og þó virtist aldrei vera þröng
þar innan dyra enda var engum
hurðum læst. Þarna hlustaði ég á
samtöl og órðræður manna og naut
þess að vera einn af þeim. Oftast
snérust umræðurnar um dægurmál
samtakanna, vinnuna, aðbúnað á
vinnustað, kaup og kjör og horfur í
atvinnumálum eða þá væntanlega
samninga sem oft voru dagskrár-
málin og hvort knýja þyrfti á með
verkfalli.
Á þessum dögum sá ég hve sam-
starfið var náið milli starfsmanna
félagsins og verkamannanna sem
hópuðust inn á skrifstofuna, það
varð mér sönn unun að staldra þar
minnast Eðvarðs, svo var hans
merka ævistarf samgróið verk-
lýðsbaráttunni og lífsafkomu al-
þýðuheimilanna í blíðu og stríðu.
í tvo áratugi var ég í stjórn Dags-
brúnar.og hefi því margs að minn-
ast frá samstarfi við Eðvarð og alla
þá ágætu félaga sem þar lögðu
hönd á plóg, sú minning er mér jafn
dýrmæt sjálfri lífsgleðinni, svo
mikilsvert að vera þátttakandi í
þeim störfum sem gegna því hlut-
verki að þoka málefnum alþýðunn-
ar fram til menningarríkara mann-
lífs. Frá þessum árum er mér sér-
staklega minnisstætt hve framlag
Eðvarðs var byggt á traustum
grunni, skipulega framsett og sann-
færandi, hve andlegt atgervi hans
féll um djúpan farveg mannvits og
mannkærleika.
Nú þegar Eðvarð er fallinn og
minningarnar hópast að eru mér
efst í huga mikilvægustu störfin
hans í þágu íslenskrar alþýðu, ís-
lensku þjóðarinnar, uppbygging
verklýðssamtakanna og stefnu-
mörkun baráttunnar sem allt var
unnið í anda sósíalískrar lífshyggju
og byggt á því bjargi. Það merki
stendur og ég hefi þá sannfæringu
að það verði borið fram um alla
framtíð, borið fram til sigurs, það
er að heiðra minningu verka-
mannsins Eðvarðs Sigurðssonar,
sem á ungum aldri hóf merki verk-
lýðssamtakanna til vegs og virðing-
ar og bar það í fararbroddi í full
fimmtíu ár.
Ég sá Eðvarð fyrsta maí síðast-
liðinn þar sem hann gekk í öflugri
kröfugöngu verklýðssamtakanna
undir fána Dagsbrúnar, það var
gangan sem hann þreytti allt sitt líf,
svo var hann trúr sinni hugsjón.
Ég veit að okkur öllum er í mun
að heiðra minningu Eðvarðs og
standa vörð um lífsafrek hans og
hugsjónir, einingu alþýðusamtak-
anna í baráttunni fyrir betra lífi,
bjartari framtíð, fyrir útrýmingu
fátæktar á íslandi og afnámi orsaka
Guðrún, ástarstjarnan hans, þér að
leiðarljósi.
Tryggvi Emilsson.
Hinn9. júlí sl. lést Eðvarð Sig-
urðsson skyndilega austur á Egils-
stöðum, þar sem hann var í sumar-
fríi. Þótt við sem þekktum til og
störfuðum með Eðvarð vissum um
sjúkleika hans, þá datt okkur fæst-
um eflaust til hugar að svo brátt
bæri andlát hans að.
Ég hafði talað við hann nokkrum
dögum áður til þess að tilkynna
honum andlát vinar okkar og sam-
starfsfélaga Sigurðar Guðgeirs-
sonar, og ræddi þá við hann um að
gera ráðstafanir til þess að hann
kæmist til að vera við jarðarför Sig-
urðar og fara aftur austur sama
dag. En ekki fara allir hlutir eins og
maður ætlar, því á sunnudag var
mér tilkynnt andlát Eðvarðs. Og á
mánudag var ég viðstaddur komu
kistu með líki hans og skömmu síð-
ar sama dag kistulagningu Sigurðar
Guðgeirssonar.
Ég kynntist Eðvarð fyrst er ég
kom inn í stjórn Dagsbrúnar 1958.
Ekki veit ég hvað olli því að ég tók
sæti í stjórn félagsins, en ekki er
mér grunlaust um að hann hafi átt
sinn hlut í þeirri ákvörðun. Á milli
okkar tókst strax góð vinátta og
skilningur sem hélst alla tíð, eða
þar til sá batt enda á, sem öll bönd
slítur.
Eðvarð Sigurðsson var einstök-
um gáfum gæddur og gat tileinkað
sér flóknustu mál, sem aðrir þurftu
langskólanám til að nema. Hann
naut ekki langs skólanáms í æsku,
en var þeim mun áhugasamari að
fræðast um það sem hann hafði
áhuga á.
Eðvarð tileinkaði sér strax á
unglingsárunum baráttuna fyrir
bættum kjörum verkafólks og
barðist ótrauður fyrir rétti þess alla
tíð. Hann var einn þeirra fáu ís-
lendinga sem settur var á bak við
verð að segja það að kynni mín af
Eðvarði Sigurðssyni hafa auðgað
líf mitt. Á stundum fannst mér
hann um of íhaldssamur og þröng-
sýnn. Ég minnist þeirra stunda
þegar ég, sem fannst ég ansi ungur,
kom til hans og sagði: „Þetta geng-
ur ekki lengur Eðvarð, við verðum
að gera eitthvað í málinu". Þá svar-
aði hann: „Halldór minn finnst þér
þessi mynd á almanakinu ekki fal-
leg“. Hvað segja menn þegar svona
er svarað, þeir verða orðlausir, og
fara að hugsa málið betur. En eitt
kenndi Eðvarð mér og það var að
gefast ekki upp heldur þrauka, en
vera þó tilbúinn að víkja frá ýtrustu
kröfum, og þrátt fyrir að ekki væru
sett á blað öll þau mál, sem menn
urðu sammála um, þá stæði það
sem sagt hafði verið.
Nú er Eðvarð Sigurðsson allur
og við Dagsbrúnarmenn höfum á
skömmum tíma séð á bak tveim af
okkar ágætustu félögum. Þau eru
þung sporin þessa dagana, en hvað
um það við söknum og tregum
góða félaga, en jafnframt erum við
þakklátir fyrir að hafa kynnst slík-
um mönnum, og fengið tækifæri til
að starfa með þeim.
Guðrún mín, ég færi þér og öll-
um aðstandendum Eðvarðs inni-
legustu samúðarkveðjur mínar og
konu minnar.
Halldór Björnsson.
Mánudaginn 11. þessa mánaðar
var ég ásamt fjölskyldu minni
staddur í húsi danska Verkamann-
asambandsins í Kaupmannahöfn.
Vegna andláts vinar míns, Sigurðar
Guðgeirssonar, þurfti ég að hafa
símasamband við skrifstofu Verka-
mannasambands íslands í Reykja-
vík. Þegar ég hafði lokið erindi
mínu sagði Kolbrún: „Ég segi þér
slæmar fréttir, hann Eðvarð er dá-
inn“. Tilfinningum mínum á þess-
ari stundu reyni ég ekki að lýsa.
Maðurinn með ljáinn hafði gerst
landinu og launþegahreyfingarinn-
ar innan ASÍ en í miðstjórn ASÍ
átti hann sæti um langt skeið.
Eðvarð átti stærstan hlut í samn-
ingum Dagsbrúnar og atvinnurek-
enda, en þeir samningar urðu síðar
fyrirmynd samninga annarra
verkalýðsfélaga og eru meginstofn
þess samnings Verkamannasam-
bandsins, sem í gildi er í dag.
Hæfni Eðvarðs sem samninga-
manns launþegasamtakanna var
óumdeild jafnt af samherjum sem
þeim er „sátu hinum megin við
borðið" og þá ekki síður vand-
virkni hans og heiðarleiki. Orð
hans voru jafngild skriflegum
samningi og virðing fyrir þeim
samningum, sem gerðir voru, var
hafin yfir allan efa.
Þegar almennu verkalýðsfélögin
tóku þá ákvörðun að stofna Verka-
mannasambands íslands árið 1964,
var Eðvarð kjörinn fyrsti formaður
þess, og gegndi því allt til haustsins
1975, eða sem næst llVi ár. Hann
átti því manna mestan þátt í því að
móta starf og stefnu sambandsins í
upphafi og að þeim grunni mun
það lengi búa.
Hér verður engin tilraun gerð til
þess að rekja störf Eðvarðs, en öll
miðuðu þau að því að gera hlut
þeirra, sem minnst máttu sín og
versta aðstöðu höfðu til þess að
koma ár sinni fyrir borð, betri og
sem bestan, ég minni aðeins í því
sambandi á hlut hans í atvinnuleys-
istryggingunum og lífeyrissjóðum,
en þeim helgaði hann krafta sína
mest síðustu árin.
Þó að við Eðvarð Kristinn Sig-
urðsson, eins og hann hét fullu
nafni, hefðum þekkst um allnokk-
urn tíma sem samherjar í verka-
lýðsmálum og á pólitísku sviði,
tókust ekki með okkur veruleg ná-
in kynni fyrr en ég gerðist starfs-
maður Verkamannasambands ís-
lands haustið 1964. Með Eðvarð
var ákaflega gott að vinna, hann
var ljúfmenni í umgengni, hjarta-