Þjóðviljinn - 22.07.1983, Síða 16

Þjóðviljinn - 22.07.1983, Síða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júlí 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra Að þessu sinni liggur leiðin í sumarferð Alþýðubandalagsins a Norðurlandi vestra á einn fegursta og sérkennilegasta stað landsins: gljúf rin í þjóðgarðinum við Jökulsá á Fjöllum: Hljóðakletta, Hólmatungur og Ásbyrgi. Ferðin hefst fyrir hádegi Iaugardaginn30. júlí og er miðað við sameiginlega brottför frá Varmahlíð kl. 10. Hópferðir verðafráöllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra og veita umboðsmenn ferðarinnar upplýsingar á hverjum stað. Farið verður um Akureyri, Mývatn og Grímsstaði, Ásbyrgi og þaðan upp með Jökulsá vestan megin. Gist verður tvær nætur í tjöldum við Hljóðakletta og efnt til fagnaðar eins og venja er með dagskrá og fjöldasöng. Nægur tími ætti að gefast til skoðunarferða um Gljúfrin á sunnudeginum en ■ á mánudag verður ekið um Tjörnes og Húsavík heim á leið. Þátttakendur hafi með sér tjöld, nesti og annan viðlegubúnað. Þátttökugjald er kr. 1000 en hálft gjald fyrir þátttakendur 14 ára og yngri. Umboðsmenn ferðarinnar eru: Siglufjörður: Svava Baldvinsdóttir s. 71429, Sigurlína Þorsteinsd. s. 71406. Sauðárkrókur: Bragi Skúlason, s. 5245, Rúnar Backmann, s. 5684 og 5519. Hofsós: Gísli Kristjánsson s. 6341. Varmahlíð: RagnarArnaldss.6128. Blönduós: Sturla Þórðarson s. 4356 og 4357, Vignir Einarsson s. 4310. Skagaströnd: Ingibjörg Kristinsd. s. 4790. Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson s. 1348, ElísabetBjarnadóttirs. 1435. Þátttaka er öllum heimil Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Félagsfundur ÆF Um undirbúning fyrir friðargönguna 6. ágúst. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins boðar til félagsfundar þriðjudaginn 26. júlí kl. 20:30 að Hverfisgötu 105. Þar verður skipulögð vinna ÆF að undirbúningi friðargöngu Samtaka herstöðvaandstæðinga 6. ágúst n.k. Á fundinum verða sýndar litskyggnur frá Hírósíma 6. ágúst 1945 og víde- óspólur um kjarnorkuvopnaógnína og friðarbaráttuna erlendis. Nýir félagar velkomnir. Æskulýðsfylking Abl. Skrifstofa Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105 verður lokuð í dag eftir hádegi vegna jarðarfarar Eðvarðs Sigurðs- sonar. Alþýðubandalagið Æviskrár Akurnesinga Sögufélag Borgarfjarðr hefur nú sent frá sér 2. bindi af Æviskrám Akurnesinga og nær það til þeirra, sem bera nöfn frá G-f. Bókin er 534 bls. í henni eru 757 myndir á 120 bls. Hún er prentuð í Prentverki Akraness. Fyrsta bindið kom út fyrir síðustu jól og var mjög vel tekið. Ritun Æviskránna hefur Ari Gíslason ættfræðingur á Akranesi annast. Með Æviskrám Akurnesinga er í fyrsta sinn hafist handa um ritun og útgáfu æviskráa fólks í heilum kaupstað á fslandi og þar með brot- ið blað í útgáfu ættfræðirita hér- lendis. Sögufélag Borgarfjarðar hefur verið mjög athafnasamt. Auk Æviskránna hefur það gefið út 6 stór bindi af Borgfirskum ævi- skrám og það 7. kemur út í ár. Fjór- um sinnum hefur félagið gefið út fbúatal fyrir héraðið og Akranes. Kom hið síðasta út 1981 og byggt á allsherj armanntalinu, sem fór fram það ár. Árið 1981 hóf félagið útgáfu á ársritinu Borgfirðingabók og ann- ast sr. Brynjólfur Gíslason í Staf- holti ritstjórn hennar. Bækur og rit Sögufélagsins fást hjá umboðsmönnum og í bóka- verslunum. - mhg Lokað í dag eftir hádegi vegna jaröarfarar Eðvarðs Sigurðssonar Landssamband vörubifreiðastjóra Lífeyrissjóður landssambands vörubifreiðastjóra Séö yfir Siglufjörð, en þar munu félagar í sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi meðal annars staldra við. Alþýðubandalagið á Vesturlandi um verslunar- manna- helgina Það verður lagt af stað frá Akranesi kl. 9 og frá Borgar- nesi kl. 9.30 laugardaginn 30. júlí og komið heim að kvöldi mánudags 1. ágúst. Farið verður um Húnavatnssýslur, fyrirSkaga, um Skagafjörð og til Siglufjarðar. Gist báðar nætur að Húnavöllum. Svefnpokapláss og hótelherbergi eftir vali. Leiðsögumaður er Magnús H. Gíslason frá Frosta- stöðum. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst til þessara manna: Akranes: Guðbjörg Róbertsdóttir, sími 2251, Ingunn Jónasdóttir simi 2698. Borgarnes og nærsveitir: Ríkard Brynjólfsson, sími 7270, Halldór Brynjúlfsson sími 7355. Snæfellsnes sunnan heiðar: Jóhanna Leópoldsdóttir, sími 7691. Hellissandur: Sigríður Þórarinsdótlir, sími 6616. Ólafsvík: Anna Valversdóttir, sími 6438. Grundarfjörður: Ingi Hans Jónsson, simi 8811. Stykkishólmur: GuðrúnÁrsælsdóttir, sími8234. Búðardalur: Kristjón Sigurðsson, sími 4175. Reykjavík: Magnús H. Gíslason, sími 81333. Tilkynnið ykkursemfyrst. Ferð fyriralla fjölskylduna! Öllum heimilþátttaka! Kjördæmisráð. 5 0 0.0 w * k A Starfsfólk í veitinga- húsum' Félagsfundur verður haldinn að Hótel Sögu mánudaginn 25. júlí kl. 20.30 í hliðarsal 2. hæð. Fundarefni: Uppsögn kjarasamninganna. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ kemur á fundinn. Stjórnin FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR DAGVISTUN BARNA, FORNHAGA 8 SÍMI 27277 Dagmömmur vantar! Dagmömmur vantar! Mikil vöntun er nú á heimilum hér í borginni sem vilja taka börn í dagvist - þó sérstak- lega í Vesturbæ og þar í grennd. Fólk sem vildi sinna þessum störfum er vin- samlega beðið að hafa samband við umsjón- arfóstrur á Njálsgötu 9 sími 22360, sem veita upplýsingar og annast milligöngu um leyfis- veitingu. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júnímánuð 1983, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viður- lögin 5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. ágúst. Fjármálaráðuneytið, 18. júlí 1983. Lokaö eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar Eðvarðs Sigurðssonar Borgarfell Skólavörðustíg 23 Vegna jarðarfarar Eðvarðs Sigurðssonar verða skrifstofur okkar að Suðurlandsbraut 30, 3. hæð lokaðar föstudaginn 22. júlí. Lífeyrissjóðir Dagsbrúnar og Framsóknar Samband almennra lífeyrissjóða Umsjónarnefnd eftirlauna Verkamannasamband íslands Hugheilar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Hartmanns Pálssonar Lönguhlíð 25 María Magnúsdóttir Ásdís Hartmanns Kristín Hartmannsdóttir Guðbrandur Sæmundsson Halldóra Hartmannsdóttir Ásta Hartmannsdóttir Guðrún Hartmannsdóttir Adda Hartmannsdóttir Erna Hartmannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Adólf Haraldsson Bragi Jónsson Ásgeir Jónsson Halldór Ólafsson Anton Þórjónsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.