Þjóðviljinn - 30.07.1983, Síða 20

Þjóðviljinn - 30.07.1983, Síða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. júlí 1983 Ég álpaöist inn á Óðal viö Austurvöll á laugardagskvöld ásamt konu minni. Klukkan var ekki orðin 10 og fátt fólk á staðnum. Við urðum að fá okkur saii í Silfurdalaklúbbnum á ntðstu hæð. Ekki var búið að opna önnur salarkynni í þessu hálfmyrkvaða hofi Bakkusar. í Silfurdalaklúbbnum eru dumb- rauðir litir ráðandi og þar eru myndir eftir Rubens og Goya í skrautlegum römmunt uppi á veggjum. Berar. feitar konur og trylltir hestar. Það eru mikil viðbrigði að ganga úr bjartri og tærri sumarnóttinni inn í þetta reykmettaða rökkur þar sem hörð og tilbreytingariaus diskó- tónlist ber veggina án afláts. Okkur leiddist svakalega í Silf- urdollaraklúbbnum. Þarna var mættur einhver strjálingur af fólki sem sat og horföi ýmist út í loftið, ofan í glas- iö sitt eða á hljóðlausan sjón- varpsskerm sem hékk uppi í einu horninu. Sumir héldu uppi lág- niarkssamræðum. Viö hjónin urðum dálítið þunglynd af ver- unni þarna en héldum samt út um hríð af því að við vorum með fag- urrauðan drykk í glösum. Viö gripum til þess ráðs að reyna að skilgreina fólkið. Einn náungi sem sat þarna var nýskilinn viö konuna og afskaplega einmana og óhamingjusamur. Annar var þarna bara til þess að vera ekki alltaf á sama barnum. sennilega Naustinu. Orðinn nokkuðgamall ekkjumaður með tilhneigingu til að reyna að leyna alkóhólisma sínum. Svo voru þarna hjón sem duttu í það daginn áður og voru enn að, sátu rorrandi og röflandi öllum til ama og leiðinda. Þarna var líka drykkfelld kennslukona í sínu langa og blauta sumarfríi og „töff" sölumaður. Tveir sjómenn og þrír snoðklipptir kanar. Seinna um kvöldið fluttum við okkur upp og þá dreif að fjörugt og skemmtilegt fólk og tilveran breytti um lit. Ég var samt alltaf öðru hverju að gefa vesalings könunum auga. Þetta voru ungir menn, hermenn íif Vellinum, og áttu greinilega mjóg bágt. Eftir því sem þeir urðu fyllri herptust varir þeirra meira og meira saman og þeir urðu uppivöðslusamari. Þeir gengu þvers og kruss um húsið en enginn vildi gefa sig að þeim, allra síst kvenfólkið. Þeir litu út eins og þeir væru í Belsent- fangabúðunum og gætu átt von á aftöku hvenær sem var. Ég dauðvorkenndi þeim að vera plantað á þetta „Guði yfirgefna pleis" eins og Nixon orðaði það er hann heimsótti Island um árið. Enda voru þeir tilbúnir til að berja frá sér og það gerðu þeir líka í fyllingu tímans. Klukkan tvö sló einn kananna íslending bylmingshögg í andlitið og flúði síðan húsið ásamt fé- lögum sínum. Einn náðist við Landsímastööina, annar í Austurstræti og hinn þriðji í Hljómskálagarðinum. Síðan fengu þeir að dúsa í Steininum og hafa sennilega verið fegnir að vera komnir í öruggt skjól fyrir hinum hræðilegu íslendingum. Sennilega væri bara best fyrir. aumingja kanana að halda sér heima í Alabama og Ohio og láta okkur um óðölin hér heima. - Guðjón. Veistu: að Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra er dótt- ir Helga Tómassonar yfir- læknis á Kleppi sem kastaði fram stóru bombunni fyrir rúmri hálfri öld, en hún gekk út á að þáverandi mennta- málaráðherra, Jónas frá Hriflu, væri geðveikur. að Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra er heiðursborg- ari í Nice. Þar eru höfuð- stöðvar mafíunnar í Frakk- landi og borgarstjórnin liggur undir grun að vera aðalmafíósinn. að Tómas Arnason alþingismað- ur átti einu sinni Austurland- smet í spjótkasti. að á stríðsárunum voru breskir og bandarískir hermenn taldir jafn margir öllum fullorðnum Islendingum þegar þeir voru flestir hér á landi. að Villo Sigurðsson, einn af borg- arstjórum Kaupmannahafn- ar, er íslendingur í aðra ættina en Persi í hina. að Magnús Bjarnfreðsson er ekki aðeins sjónvarpsstarfsmaður heldur og kynningarstjóri Þýsk-íslenska verslunarfé- lagsins sem Guðmundur G. Þórarinsson fv. alþingismaður og bræður hans stjórna. að Þorlákur biskup helgi í Skál- holti var ekki aðeins dýrkaður á íslandi, heldur víða í ná- grannalöndum svo sem á Grænlandi, í Færeyjum, Nor- egi og á Bretlandseyjum. að Austurstræti í Reykjavík hét einu sinni Lange Fortoug. að Hafnarstræti í Reykjavík hét einu sinni Rebslagerbanen. að Halldór Laxness rithöfundur fæddist í litlum steinbæ sem stóð við Laugaveg 32. að Lækurinn sem Lækjargata og Lækjartorg eru kennd við rennur ennþá undir götunni. Hann er affall Tjarnarinnar. að Tívolí var starfrækt um 18 ára skeið í Vatnsmýrinni í Reykjavík eða frá árinu 1946 til 1964. að Hallgerður langbrók endaði ævi sína í Laugarnesi í Reykjavík og er líklega grafin þar. sunnudagskrossgátan Nr. 382 / 2 3 9 iT V b r T 7 % /2 13 /7 /r /(? // /? V n 5 17 // /8 .5“ Kj 1 2o // 2/ /8 22 28 V 23 17 11 20 8 2o J? 2¥ 2o 1 )¥ (p 8 )o /¥ 2 20 8 K? 2b~ l¥ V 17- 20 9 2? 20 25 20 V 8 ZG 18 28 V 2? l¥ V Z 13 17 V 20 9 27 J Z J/ // 18 8 5? 9 7F~ T~ 8 8o 7 )? V 22 s~ 3o 2 5~ 17 ZO / Zo R? n 23 3/ R? /? /7 1 22 20 8 17 /é> e V 28 /9 17 /5' £ 17- Z % /8 /¥ V 26' /3 17 V 22 2? 5T /v V 11 r RP z 26> 17 1$ 17 V lo V 23 30 2o 28 sr l¥ 20 y“ V II 20 30 ! (í? // 9 3 2 l % 2 í>' 17 17 8 20 <7 <2 8 23 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á götu í Reykjavík. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóð- viljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 382“. Skila- frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. )5\ 26 25 )¥ l(z ¥ 23 )¥ 20 8 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og gáldurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum. t.d. getur a aldrei komið í stað áog öfugt. Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 378 hlaut Þóra K. Árnadóttir, Hvassaleiti 153, Rvík. Þau eru Þrælaströndin eftir Thorkild Hansen. Lausnarorðið var Höfðabakki. A Á B D Ð E ÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚ V X YÝÞÆÖ Verðlaunin að þessu sinni er Ævisaga sr. Jóns Steingríms- sonar og önnur rit hans.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.