Þjóðviljinn - 30.07.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.07.1983, Blaðsíða 3
Helgin 30.-31. júli 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Orkuverðiö til almenningsveitna 56% hækkun á 2 mánuðum Þannig jafnar ríkisstjórnin hitakostnaðinn! — Og Alusuisse borgar óbreytt verð! Frá því ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum þann 26. maí s.l., þá hefur orkuverð frá Landsvirkjun til almenningsrafveitnanna í landinu hækkað um 56% á aðeins tveimur mánuðum. Fyrst hækkaði verðið um 19% þann 3. júní s.l., og svo aftur um 31% nú þann 1. ágúst. Þessar gífurlegu hækkanir á heildsöluverði orkunnar bitna með fullum þunga á öllum almenningi í Iandinu og hafa nú þegar leitt til nær 40% hækkunar á raforku- verði til neytenda. Á sama tíma hefur kaupið aðeins hækkað um 8% í krónutölu. Þegar ríkisstjórnin settist að völdum þóttist hún ætla að jafna húshitunarkostnað í landinu, - og svona fer hún að því. Á sama tíma og verðið til al- menningsrafveitna er hækkað um 56%, þá stendur verðið á þeim helmingi orkunnar sem seldur er Ákærður fyrir misferli í starfi í gær var gefín út ákæra á hend- ur fyrrverandi fræðslustjóra í Vest- fjarðaumdæmi, Sigurð K.G. Sig- urðsson. Fræðslustjórinn er ákærður fyrir misferli í starfí sem talið er varða við almenn hegning- arlög. Að sögn Þórðar Björns- sonar, saksóknara verður málið höfðað í Sakadómi Kópavogs, þar sem Sigurður er nú búsettur. Búið er að ráða annan mann í stað Sigurðar í embætti fræðslu- stjóra. Það er Ingólfur Ármanns- son sem verið hefur kennari á Ak- ureyri lengi og gegnt embætti fræðslustjóra á Norðurlandi eystra síðastliðin tvö ár meðan Sturla Kristjánsson, fræðslustjóri var í launalausu leyfi og gegndi störfum skólastjóra Þelamerkurskóla, þar til Ingvar Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra vék honum úr starfi. Sturla tekur nú aftur við starfi fræðslustjóra Norðurlands eystra. E.Þ Herskattar Bandaríkjaher er annar hæsti skattgreiðandi f Reykjanesum- dæmi, og greiðir samtals 5.979.329 kr. í opinber gjöld. Vegna fyrir- spurnar sem blaðinu hefur borist skal upplýst að skattar þessarar júrídísku persónu (lögaðila á skattamáli) skiptast þannig: vinnu- eftirlitsgjald 207.207 kr. slysa- tryggingagjald atvinnurekenda 512.645 kr., lífeyristryggingagjald atvinnurekenda 4.579.161 kr., atvinnuleysistryggingagjald 680.316 kr. Allt eru þetta launa- tengd gjöld. Þess má geta til samanburðar og samlagningar að sömu gjaldliðir hjá þeim lögaðila sem gjaldhæstur er á landinu, íslenskum aðalverk- tökum nema 2.017.012 kr. - m Hverjum W bjargar það næst. álverinu í Straumsvík í stað, nema hvað krónutalan breytist með gengisbreytingum. Á síðast liðnu hausti voru teknar upp greiðslur úr ríkissjóði til að greiða niður húshitun með raf- magni vegna hins ógnvænlega kostnaðar við rafhitunina, sem leiðir beint af gjöfunum á orku til Alusuisse. Þegar stjórnárskiptin urðu stóðu þau mál þannig, að verðið sem not- endur greiddu beint var um 60% af kostnaði við húshitun með óniður- greiddri olíu, - en ríkissjóður greiddi síðan þann mismun sem á vantaði. Til að halda þessu niður- greiðslustigi út þetta ár var talið að til þyrfti um 200 miljónir króna, og hafði Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra til- búnar sameiginlegar tillögur frá nefnd fulltrúa allra þingflokka um hvernig þess fjár skyldi aflað. Hin nýja ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar boðaði einnig á sínum fyrsta degi 150 miljón króna aukafjarveitingu í þessu skyni, en eftir þær gífurlegu hækkanir á ork- uverðinu, sem yfir hafa dunið þá er ljóst, að sú upphæð mun ekki einu sinni duga til að halda óbreyttu niðurgreiðslustigi á raforku til hús- hitunar. Þannig má ætla að sú hækkun ein, sem ákveðin var í fyrradag kalli á yfir 130 miljónir niðurgreiðslur, ef halda á óbreyttu niðurgreiðslustigi. Það er því ljóst að þeir sem borga verða allt að hálfum dagvinnu- launum verkamanns fyrir upphitun híbýla sinna fá í raun alls engar bætur fyrir þá 25-30% almennu kjaraskerðingu, sem ríkisstjórnin gengst fyrir. k. Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin er tempruð AAMSTEMMMÉL UMEHÚPU ALIALEJÐ óvæntum Bilaleigubíllinn i Amsterdam er einstaklega þægilegur og ódýr til ökuferðar vítt og breitt um Evrópu. Borgin er miðsvæðis, flugið ódýrt og billinn á frábæru verði - ekki síst með tilliti til þess að innifalinn er allur sá aukakostnaður sem annars þarf að greiða með dýrmætum gjaldeyri þegar til útlanda er komið. Dæmi um verd: kn 10.832 miðað við fjóra farþega i bíl af B-flokki i eina viku. Innifaliö: Flug, bílaleigubíll, allar nauðsynlegar bila- og farþegatryggingar, söluskattur og ótakmarkaður akstur án nokkurs viðbótarkostnaðar. VIÐ REIKNUM AMSTERDAM- BÍLINN Á RÉTTU VERÐI - HJÁ OKKUR ER ALLTINNIFAUÐ Leitið til söluskrifstofu Arnarflugs eða ferðaskrifstofanna. « Flugfólag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.