Þjóðviljinn - 30.07.1983, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 30.07.1983, Blaðsíða 28
Þessi fjögur voru í sólskinsskapi á Gerður Olafsdóttir úr Hafnarfirði, Gerðar. leið til Þingvalla í gær. Iris Hjaltadóttir úr Reykjavík, Ágústa Lárusdóttir úr Brciðholtinu og Finnbogi bróðir Gígja Sigurðardóttjr og Laufey Viðarsdóttir vinkona hennar voru á leið í Húsafell, en Örn Sigurðsson ætlaði að skella sér á Gaukinn ’83 í Þjórsárdal. Hvert Iiggur leiðin? Umferðar- miðstöðin nafli alheimsins eina helgi Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 MOBVIUINN Helgin 30.-31. júlí 1983 Beðið cftir rútu þó vindar blási kalt. - Myndir: Atli. Um verslunarmanna- helgina liggur Ieið unga fólksins útúr bænum á vit ævintýra á útisamkomum. Allir vilja fara þangað sem fjörið er og strax uppúr hádegi í gær fóru að tínast inná Umferðarmiðstöðina unglingar sem voru á Ieið „bara eitthvað“ og spurðu hvert allir færu. Um miðjan dag var orðið tölu- vert að gera og áætlunar- bílar biðu tilbúnir sunnan byggingarinnar meðan einkabílarnir streymdu að anddyrinu norðanmegin og eftirvæntingarfullir ferðalangar undu sér út með allar „græjur“ í úti- leguna á bakinu. Önnum kafnir foreldrar rétt gáfu sér tíma til að lyfta hendi í kveðjuskyni áður en hald- ið var á vit vinnunnar og velferðarkapphlaupsins á nýjan leik. Þjv. var á staðnum og átti stutt spjall við nokkra ferðalanga. Úti í horni sátu nokkrir hressir krakkar og voru að bíða eftir því að komast til Þingvalla. „Þingvalla!", hváði blaðamaður. „Ereitthvað að gerast þar?“ „Já blessaður vertu," sögðu þau einum rómi, „allur Breiðholtsskólinn ætlar þangað“. Þegar þau voru spurð hvers vegna Þingvellir hefðu orðið fyrir valinu sögðu þau að allar samkomur væru svo dýrar að þau hefðu ekki efni á því að fara. Þau töldu engan hæng á því að skemmta sér á Þingvöllum, „við ætlum að kveikja varðeld, grilla og svoleiðis.“ Á öðrum stað í húsinu hittum við þrjá vel útbúna unglinga frá Grindavík, tvær stelpur og einn strák. Stöllurnar voru á leið í Húsa- fell; „við vorum þar í fyrra og það var æðislegt“, sögðu þær er blaða- maður spurði hvað drægi þær þang- að. Þær sögðust vera að vinna á fullu í fiski í Grindavík og því hefðu þær vel efni á því að lyfta sér á kreik um þessa helgi. Kváðust þær vera búnar að undirbúa ferðalagið lengi og vera búnar í hvaða veður sem væri, „nema kannski sól!“ Strákur- inn var aftur á móti á leið í Þjórsár- dal því honum leist vel á dagskrána þar. „Það er náttúrlega dálítið dýrt, svona svipað og var í Eyjum í fyrra en maður lætur sig hafa þetta“, sagði hann íbygginn. Hann kvaðst vinna við trésmíðar hingað og þangað í nágrenni Grindavíkur og því hefði hann lítið getað ferðast í sumar. „Jú, þetta leggst bara vel í mig og veðrið verður ekkert vanda- mál. Eg er með allt sem þarf í úti- legu og geri mér ekki rellu útaf neinu nema ríkisstjórninni". Það var nú það eins og maðurinn sagði. Þjóðviljinn óskar öllum landsmönnum góðrar og giftu- samrar verslunarmannahelgar. -áþj Sigurður Thoroddsen látinn Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur lést í fyrrinótt, 81 árs að aldri. Hann fæddist 24. júlí 1902 á Bessastöðum á Álftanesi, sonur hjónanna Skúla Thorodd- sens alþingísmanns og Theódóru Thoroddsens skálds og var hann einn eftir á lífi af þeirra stóra barnahóp. Hann lauk prófi í byggingaverkfræði í Kaup- mannahöfn árið 1927 og starfaði síðan hjá Reykjavíkurhöfn og Vita- og hafnarmálastjórn. Frá 1932 rak hann eigin verkfræði- stofu og frá 1961 í félagi við aðra verkfræðinga. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsens hefur ára- tugum saman verið einna umsvif- amest hér á landi á sínu sviði og Sigurður brautryðjandi í hönnun stórvirkjana á fslandi. Má þar nefna Laxárvirkjun, Grímsár- virkjun og Þjórsárvirkjanir. Sigurður var landskjörinn al- þingismaöur fyrir Sósíalista- flokkinn 1942-46 og var alla tíð einn af traustustu liðsmönnum stjórnmálahreyfingar sósíalista. Hann sat í fjölmörgum stjórnum og nefndum og var m.a. um hríð formaður Verkfræðingafélags ís- lands. Hann fékkst við myndlist og síðari árin helgaði hann sig henni að mestu leyti. Sigurður hélt fimm einkasýningar og tók þátt í mörgum samsýningum. Eftirlifandi kona hans er Ásdís Sveinsdóttir og vottar Þjóðviljinn henni og öðrum aðstandendum samúð sína. Sigurðar verður minnst hér í blaðinu síðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.