Þjóðviljinn - 30.07.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.07.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ; Helgin 30.-31. júlí 1983 sunnudagspistill _ / , Alið á fordónlum í uppeldi og inn- rætingu almenní gagnvart samkynhnelgðu fól^i Málefni samkynhneigðs fólks hafa mikið til legið milli hluta á íslandi þartil nú síðustu árað fleira og fleira fólk hefur komið úr felum og viðurkennt kyn- hneigð sína. Þeirsterkustu hafa gengið í Samtökin 78 sem er félag lesbía og homma á Is- landi, í því eru 40 félagar. Undanfarið hefurathygli beinst að þessum samtökum vegna veitingastaðar í Reykjavík sem meinað hefur samkynhneigðu fólki aðgang, og einnig var ný- lega fróðlegur útvarpsþáttur um málefnið þar sem fram komu ótrúlegirfordómar ís- lensksalmennings. Þjóðviljinn ræddi þessi mál viðtalsmann Samtaka 78, Guðna Baldurs- son og lögfræðing sem kynnt hefur sér þessi mál, Arnmund Bachman. Fordómarnir liggja djúpt Þetta má - af því hér er vlst sitthvort kynið á ferðinni. Ljósm. Jan Kaiia. „Þaö er hvergi bannað að vera samkynhneigður” sagði Arnmund- ur, „það eru skýlaus brot á mann- réttindum þegar einum hópi er meinaður aðgangur að skemmti- stað. Það er ekki leyfilegt fremur en að banna rauðhærðum aðgang. Meinið liggur bara miklu dýpra, í innrætingu allt frá barnæsku og í öllu viðhorfi almennings. Rann- sóknir sem gerðar hafa verið er- lendis gefa til kynna að samkyn- hneigt fólk er minnihlutahópur sem á við gífurlega fordóma að stríða, þess vegna ert.d. stórhópur fólks óhamingjusamur í kynlífi sínu alla tíð vegna þess að það þorir ekki að viðurkenna samkynja til- hneigingar sínar en veit af þeim sjálft. í lögfræði er notað hugtakið „Homosexual panik”. Það er sú hræðsla sem grípur um sig þegar heterosexual fólk kemst í nána snertingu við samkynhneigða og getur þá gripið til örþrifaráða. Ég kynnti mér þessi mál rækilega þeg- ar ég var verjandi í morðmáli sem tengdist þessu og fékk refsinguna mildaða vegna þess. Vanþekking fólks á þessum mál- um er iíka mjög mikil, það halda margir að þetta sé bráðsmitandi, eins og kynsjúkdómar og hægt sé að iækna þetta með einhverjum að- ferðum. Fólk verður að hafa það hugfast að samkynhneigt fólk eru mann- eskjur eins og aðrir og líta á það þannig en ekki láta fordóma sam- félagsins stjórna sér. Ástæðan fyrir þessum aðgerðum eiganda veiting- ahússins er sú að hann gengur út frá því að'almenningur hafi viðbjóð á samkynhneigðun og skiiji því þær hálfkveðnu vísur sem fram koma í auglýsingum frá staðnum”, sagði / Arnmundur Bachman. Auglýsingar í Morgunblaðinu „Við erum með aðgerðir í undir- En hvað ef fólk af sama kyni sést láta vel hvort að öðru... Skyldu þær??? Ljósm. Guðm. Ingólfsson. búningi”, sagði Guðni Baidursson, talsmaður Samtakanna 78, „bæði varðandi auglýsingar og aðgöngu- bannið. Þessar auglýsingar hafa farið síversnandi í Morgunblaðinu en það er eina blaðið sem birtir þær. Síðasta auglýsing bar t.d. vott um háþróaða kynóra þess sem hana samdi og því miður persónu- lega vandamál hans. Það er of- framboð á skemmtistöðum í Reykjavík og því samkeppni milli staða um gesti. Eigandi staðarins sem tók við f byrjun júní, reynir að höfða til þess fólks sem hefur for- dóma gagnvart okkur. Við erum að berjast fyrir samkynhneigt fólk yfirleitt, ekki bara félaga í Samtök- unum, þeir eru ekki svo margir. Samkynhneigt fóik hefur ekki sótt þennan stað neitt fremur en aðra því slíkt fólk er út um allt.” 7 mánuði í dómskerfinu „Ég lenti sjálfur í því í desember sl. að vera meinaður aðgangur að skemmtistað vegna þess áð ég væri hommi. Ég kærði málið strax en það er enn að velkjast í dómskerf- inu. Þegar ég hringdi í saksóknara nýlega og spurði um málið fannst það fyrst ekki, en síðan var ég spurður hvort ég þyrfti endilega að sækja þennan skemmtistað. Máiið er víst núna hjá rannsókn- arlögreglunni svo það er alls óvíst enn hvað út úr því kemur. Við eigum enn Við mikla fordóma að stríða sem liggja mjög djúpt hjá fólki.“ Margir lýstu yfir stuðningi - Margir voru hissa á þeim miklu fordómum sem komu fram- ly á fólki í útvarpsþættinum nýlega. Attuð þið von á þessu? - Við þekkjum mjög vel þau við- horf sem þar komu fram, sagði Guðni, en við vonuðumst eftir mál- efnaiegri umræðu. Þegar þættinum lauk, biðu mjög margir á línunni og margir hringdu í okkur á eftir og lýstu yfir stuðningi við okkur. Það má ekki taka þetta of hátíðlega sem almenningsviðhorf. Staðreyndin er sú að menn sem iáta í ljós svona mikinn viðbjóð og gerðist í þættin- um, eru ófullnægðir í kynlífi sjálfir og þurfa að fá útrás á þennan hátt„ það er það sorglega. Það er hættu- legt ef fólk gengur út frá því að þetta sé almenningsálitið. Það verður hver og einn að líta í eigin barm og dæma út frá því“ sagði Guðni Baldursson að lokum. EÞ Endurminningafargan mikið’ á Italíu: þeir gera nú svo mikið fyrir þjóð sfna þessir karlar. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra, innanrfkisráð- herra, hermálaráðherra..... Marsérað til Rómar: hefði ég verið ítali þá heíði ég verið með, sagði Winston Churchill. Mussolini ræsti fram mýrar aðstæðum af þessu tagi mætti við bæta. En þær ættu, ef allt væri með felldu, að duga skammt til að gera þennan hlægilega einræðisherra og viðskilnað hans að einhversskonar stoltarefni eða þá til að réttlæta hann. Pláss í sálinni Menn vísa þá gjarna til pólitískr- ar þreytu á Ítalíu. Þar hefur skapast sérkennilegt og lífseigt flokksræði Kristilegra demókrata, hægri- flokks sem er nógu öflugur til að ráða því í meira en þrjátíu ár hvern- ig stjórnir eru saman settar, flokks sem hefur skapað hátimbrað og spillt stjórnkerfi, mjög mengað hneykslismálum stórum og smáum. Og það er sagt að fólkið sé líka þreytt á vanmætti vinstri flokk- anna í glímunni við þetta bákn. Við þessar aðstæður finna menn til söknuðar og þrár eftir hinum „sterka manni“ sem þeir halda að höggvi á hnútinn. Þeir eru kannski ekki reiðubúnir til að kjósa yfir sig slíkan herra, en þeir hafa pláss handa honum í sálartetrinu - í því tómi sem hvunndagsleiki lýðræðis- ins hefur skilið eftir. Ekki pólitík Það er líka og var varasamt, að fasisminn sló mjög á þá strengi, að hann væri engin venjuleg pólitísk hreyfing, heldur einskonar lífræn nauðsyn. Mussolini segir á einum stað: „Fasistar eru ekki sósíalistar né heldur lýðræðissinnar' eða íhaldsmenn, ekki heldur þjóðern- issinnar. Þeir eru samruni allrar neitunar og alls samþykkis. Innan fasistasveitanna koma sjálfkrafa saman allir þeir sem þjakaðir eru af vesöld hins gamla hugsunarháttar. Innan fasismans (sem á sér enga stefnuskrá) er þetta nýja frelsi og sjálfstæði sem vantar í hin steingerðu eldri samtök". í annan stað sagði hann „lýðræðið hefur svipt líf fólksins öllum „stíl“ - lit, styrk, hinu myndræna, hinu óvænta, hinu dulræna - öilu því sem máli skiptir í sál íjöldans. Við leikum á alla strengi hörpunnar - frá ofbeldi til trúarbragða, frá list til stjórnmála". Fjölmiðlaspil í orðum af þessu tagi er óneitan- lega að finna skyldleika við tal ým- issa þeirra foringja og fjölmiðla- garpa sem á seinni árum hafa boðað „eitthvað nýtt“ í þjóðlífi og formælt „gömlu flokkunum." En menn skulu heldur ekki gleyma því, að í eftirspurn eftir fasískum minningum hafa fjölmiðlar og þeirra spil miklu hlutverki að gegna. Þeir gera sitt til að gera tímabil, sem í raun voru hin hörmulegustu að einhverju sem var skrautlegt, og furðulegt og æsi- spennandi og litríkt. Og kvik- myndalistin hefur bætt gráu ofan á svart með því að leika sér helst til oft að því að gera fasismann að einskonar kynferðislegri til- raunastarfsemi. Það er líka vert að athuga, að einræðisherrar eiga afar auðvelt með að básúna út framkvæmdir sínar og láta menn falla í stafi yfir sjálfsögðustu hlutum. Bresk blöð gátu á dögum Mussolinis ekki dáðst að því nógsamlega að „járn- brautarlestirnar á Ítalíu koma nú á réttum tíma“. Finnskur kunningi minn benti mér einu sinni á það, að fjölmiðlar í Evrópu básúnuðu það út um allar jarðir að stjórn Musso- linis hafði ræst fram mýrar skammt frá Róm. Við Finnar, sagði hann, unnum á þessum tíma að margfalt meiri jarðabótum, en það tók eng- inn eftir því - Vegna þess að við höfum engan Mússa til að auglýsa það. Gaetane Salvemini segir í bók sinni um tímann: „Það var ómögu- legt að reisa náðhús í þorpi án þess að blöðin skrifuðu um það sem feikilegt afrek“. Þessi snjalla auglýsingastarfsemi, sem fékk Churchill til að segja í Róm árið 1927 að „ef ég væriTtali þá færi ég í svarta skyrtu“ hefur orðið furðu lífseig. Mussolini gerði svo mikið fyrir fólkið, segja menn. Þeir segja meira að segja um Hitler: já, en hann lagði hraðbrautirnar góðu um sitt land! ÁB utanríkisráðherra, innanfíkisráð- herra, ráðherra hagsmunsamtaka, kommandör lögreglunnar, her-, flota- og flugmálaráðherra. Ömurleg málalok Hann náði góðum árangri í að auglýsa sig sem viljasterkan, snjall- an stjórnmálaforingja og bjargvætt gegn kreppu og sósíalisma - eins og síðar mun að vikið. En uppbygging Ítalíu á hans dögum var reyndar mjög í skötulíki, hvað sem leið skrautlegum fjöldasýningum fas- ismans, og átti það eftir að sannast þegar Mussolini slóst í för með Hitler (sem hann hafði lengst af fyrirlitið og talið ómerkilegan eftir- apanda sinn) í því að leggja heiminn undir fasismann. Þau hernaðarævintýri voru hin ömur- legustu (aumlegust var innrás ít- alska hersins frá Albaníu inn í Grikkland, sem Grikkir sneru fljótlega í sókn og hefðu tekið Al- baníu af Mussolini ef Hitler hefði ekki sent mikið lið á vettvang). Ár- ið 1943 höfðu breskirogbandarísk- ir herir frelsað suðurhiuta Ítalíu, kóngurinn og herforingjarnir gerðu samsæri gegn Mussolini og allt hans valdakerfi hrundi eins og spilaborg. Eins og Ernst Nolte segir í bókinni „Three Faces of Fascism" - þá varð hinn þjóðlegi fasíski borgari aftur venjulegur ít- alskur borgari - en harðjaxlarnir urðu enn meiri fasistar en áður. Þeir stofnuðu fasistalýðveldi á norður ftalíu, sem hrundi í stríðs- lok - þýskir stormsveitarmenn rændu Mussolini úr haldi og settu hann yfir þetta fyrirtæki, sem varð raunar lítið annað en þýskt lepp- ríki. Maðurinn sem virðulegir breskir aristokratar höfðu nefnt „mesta stjórnmálamann okkar tíma“ endaði feril sinn sem lítið peð í ömurlegu lokatafli Hitlers. Að vísu var Mussolini ekki fjöldamorðingi. Að vísu var ítölsk ritskoðun mild og umburðarlynd miðað við það sem gerðist hjá öflugri einræðisherrum. Að vísu reyndi Mussolini um tíma að and- æfa gegn gyðingafjandskap hins þýska nasisma. Nokkrum mildandi eða nokkrar vangaveltur um vinsældir einræðisherra Sjá hér hve illan enda: Mussolini og Clara Pettacci, Mílanó 1945. Vittorio, sonur Mussolinis, á fundi hjá nýfasistum: Og þetta átti ég eftir að upplifa sagði hann klökkur. lýðræði. Svartstakkar hans fóru rænandi, brennandi og misþyrm- andi fólki um Ítalíu (einn hinn duglegasti var Italo Balbo, sem hér var minnst á dögunum með mikilli blíðu) - og sköpuðu það andrúms- loft, að þegar 40 þúsund fasistar löbbuðu sig til Rómar 1922, hrundu allar stofnanir hins ítalska ríkis fyrir þeim og Mussolini var falið að mynda stjórn. Hann tók í tiltölulega fáum skrefum þá þróun að gegnsýra Ítalíu fasisma undir einkar persónulegri handleiðslu - því hann var allt í senn forseti Stór- ráðs fasista, forsætisráðherra, fengu nýlega 2,5 miljónir atkvæða í j kosningum og bættu verulega við 1 sig eftir langa hrakninga. Almir- ante foringi þeirra hefur lengst af reynt að halda vissri fjarlægð frá fasisma Mussolinis, en nú er öll slík feimni horfin. Þetta er undarlegt, og andfasist- ar ítalskir, ekki síst sósíalistar og kommúnistar, standa ráðalausir og vita ekki hvernig á því stendur, að furðumörgum löndum þeirra finnst fasisminn orðinn „fallegur" eða spennandi með jákvæðum for- merkjum. Og það er kannski ekki nema von að menn séu hissa ef þeir rifja þó ekki sé nema í stórum stökkum upp feril Mussolinis. Furðulegur ferill Mussolini hóf pólitískan feril sinn nálægt aldamótum sem, eld- heitur sósíalisti, ritstjóri dagblaðs- ins Avanti og harðlínumaður gegn þeim sem þóttu hallir undir krat- isma. (Það er ein þversögnin í sögu Mussolinis, að þegar ftalir áttu í nýlendubrölti í Norður-Afríku lýsti hann því yfir, að vinir hans væru líbískir öreigar og ítalskir, en óvin- urinn borgarastéttin, hvort sem hún væri ftölsk eða tyrknesk - Aldarfjórðungi síðar átti Mussolini eftir að láta æsku Ítalíu blæða út í Afríku í sérstaklega misheppnaðri viðleitni til að endurreisa Róm- verska heimsveldið). í heimsstyrj- öldinni fyrri gerðist hann svo, þvert ofan í stefnu flestra sósíalista, ákaf- ur stríðsæsingamaður í nafni þjóðrembu og sérkennilegrar dul- hyggju um hreinsandi kraft stríðsins. Upp úr stríðinu steypir hann saman fasískri hreyfingu úr ýmsum hópum og þankastraumum og verður fyrstur til að nota sér ótta borgaranna við sósíalíska byltingu og þörf smáborgaranna fyrir öryggi og fríðindi til að berja niður Kennslukonan skoska, ungfrú Brodie, sem er í sjónvarpinu á sunnudögum, er ein þeirra sem trú- ir á mikla menn í sögunni, leiðtoga, frumkvöðla. Og hennar maður á þriðja áratug aldarinnar er oddviti ítalska fasismans Mussolini: hann hefur gert svo mikið fyrir land sitt segir hún. Og skilur alls ekki ítalsk- an föður eins nemanda sinna, sem hefur orðið að flýja land vegna þess að honum er ekki líft án málfrelsis. Er fasisminn „fallegur“? Ungfrú Brodie er ekkert eins- dæmi (og andófsmaðurinn ekki heldur). Svona sögur af sögulegum görpum og aðdáendum þeirra úr fjarska eru alltaf að gerast. Engu að síður er það furðuiegt, hve vin- sæll Mussolini allt í einu er orðinn í heimalandi sínu um það bil fjörtíu árum eftir að hann var festur upp eins og hundur í Miiano ásamt ást- konu sinni. Engu líkara en fasism- inn sé í tísku, eða hafi að minnsta kosti gengið undir mjög mjúkhenta og milda endurskoðun. Hver Mussolini-ævisagan rekur aðra,, fyrrverandi ráðgjafar hans og meðreiðarsveinar gefa út endur- minningar í löngum bunum, sjón- varpið fyllist af Mussolinidag- skrám, börn foringjans, Edda og Vittorio, koma fram og minnast þess að „pabbi var dásamiegur fjöl- skyldufaðir". Nýfasistar í MSI Árni Bergmann skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.