Þjóðviljinn - 30.07.1983, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 30.07.1983, Qupperneq 11
Jakobínu þáttur Sigurðardóttur Næst las G. Margrét Óskarsdótt- ir kafla úr Kristrúnu í Hamravík eftir Guðmund G. Hagalín. Að því loknu hófst Jakobínu þáttur Sig- urðardóttur en hún ólst upp í Hæla- vík sem stendur vestan við Hæla- víkurbjarg. Flutt var ljóðið Hugsað til Hornstranda sem ort var þegar von var á „verndurunum" sem hugðust upphefja meiriháttar her- æfingar með fallbyssuskothríð á Hælavíkurbjarg og Hornbjarg en þar segir m.a.: þeim, sem vilja virkjum morðsins níða vammlaust brjóstið þitt. Sýni þeim hver örlfjj>‘böðuls bíða bernskuríkið mitt. Þá söng Þorvaldur Örn eigið lag við ljóð Jakobínu, Hvort var þá hlegið í hamri? en það yrkir hún eftir að „verndararnir" sneyptust burt, fyrir áhrínsorð skáldkonunn- ar Jakobínu sem magnaði á þá storm og stórviðri á blíðu sumri. Þar segir: hermenning stefndi frá landi óvíg gegn íslenskri þoku ófœr að glettast við tröll. og síðar: Geyma skal sögn og saga sigur hornstrenskra vœtta. Þorvaldur söng einnig lag sitt við ljóð Jakobínu, Svikarann, og Jón Baldvin Hannesson, ísafirði, las nokkra kafla úr Snörunni. Laumaði einhver því þá útúr sér að nú hefðu Vestfirðingar sýnt Nato- agentinum Bush álit sitt á heim- sókn hans og erindagjörðum - að ekki sé minnst á þá sem flöðruðu upp um hann hér. Þá flutti Hanna María ljóð Elísabetar Þorgeirs- dóttur, Ölvíma að innan, en það er einmitt ort eftir sumarferð Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum. Þar segir m.a. hér er ferskur andvari með sjávarlykt mjúkt gras, vín á pelum og vinaleg nikka. og síðar: hér eru lautir og hólar og við öll sem þekkjumst. Engin mannþröng engir kæfandi mannasiðir engin tortryggni í köldum augum. Hér eru bara við og íslensk sumarnótt inni í okkur öllum. Nú rak hvert atriðið annað. Hallmundur Hafberg frá Flateyri er meiriháttar eftirherma og spil- ari, Hallgrímur, Þorvaldur, Auður Haraldsdóttir, Bryndís Friðgeirs- dóttir og allir hinir sungu, dönsuðu og spiluðu. Létu menn sumarnótt- ina inni í sér halda völdum fram undir morgun enda fáránlegt að missa af henni með svefni. Enn skein sólin Sunnudaginn 10. júlí rann upp og enn skein sólin í heiði. Aftur skiptust menn í hópa og fóru í lengri og skemmri gönguferðir, þar af fór einn hópur í Rekavík bak Höfn. Gísli Hjartarson, félagi vor sem verið hafði fararstjóri fyrir hóp Ferðafélagsins sem fór með Fagr- anesinu um leið og við komum norður, varð eftir og lét ekki sitt eftir liggja að fræða fólk báða dagana. Hinir stresslausustu sem ekki hugðu á gönguafrek, lágu í sólbaði á sunnudaginn en órólega deildin sem undirrituð tilheyrði, rölti um svæðið og sníkti sér m.a. svart- fuglsegg úr Látrabjargi. Rauð- sendingar treystu nefnilega betur heimahögum í þeim efnum. Klukkan fjögur var Höfn orðin tjaldlaus að kalla og allt rusl komið í sorppoka. Meðan Fagranesið sigldi út Hornvíkina, stóðu flestir úti og sendu í huganum kveðjur og þakkir fyrir ógleymanlega helgi í Hornvík. Hittumst heil. G. Margrét Óskarsdóttir. Heigin 3Ó.-31. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Hér má sjá nokkra félaga í gönguferð í Rekavík, f.v. Björgvin Skúlason,bóndi Ljótunarstöðum í Hrútafirði, Kjartan Úlafsson fararstjóri, Eiríkur Guðjónsson, Isafirði, Hallgrímur Axelsson, ísafirði, Davíð Davíðsson,Þingeyri, sitjandi, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Isafirði, Gísli Skarhéðins- son, skipstjóri, Isafirði, Ása Ketilsdóttir Laugaíandi, Skaldfannardal, Isafjarðardjúpi og Guðmundur og Hailgrímur Hallgrímssynir. Ljósm. JBH. Að venju var haldin myndarleg kvöldvaka með söng, fróðleik og ljóðalestri auk leikja. Stjórnandi kvöldvökunnar og greinarhöfundur sést standa fyrir miðri mynd. Á myndinni sést hluti kvöldvökugesta. Ljósm JBH. Kraftaljóð Jakobínu Sigurðardóttur: „Feigum villtu sýn” Eins og fram kemur I ferðasögunni hér á síðunni, orti Jakobína Sigurðardóttir áhrínsljóð í september 1953 þegar bandaríski herinn hugðist hefja miklar skotárásir í æfmgaskyni á Hornbjarg og Hælavíkurbjarg. Þegar hermennirnir ætluðu að hefja æfingarnar skall á slíkt fárviðri að þeir urðu frá að hverfa og þótti það merki um mátt Jakobínu. 25. október sama ár, eftir að „verndararnir“ hrökkluðust á brott orti hún annað Ijóð sem ber heitið: Hvort var þá hlegið í hamri? Við rifjum upp brot úr kvæðunum báðum - þau þurfa allir íslendingar að þekkja, ekki síst nú þegar Friðargangan ’83 stendur fyrir dyrum. Hugsað til Hornstranda. Víða liggja „verndaranna“ brautir. Vart mun sagt um þá, að þeir hafi óttast mennskar þrautir, eða hvarflað frá, þótt þeim enga auðnu muni hyggja íslandströllin forn. Mér er sagt þeir ætli að endurbyggja Aðalvík og Horn. Láttu, fóstra, napurt um þá nœða norðanélin þín, fjörudrauga og fornar vofur hrœða. Feigum villtu sýn, þeim,sem vilja virkjum morðsins níða vammlaust brjóstið þitt. Sýni þeim hver örlög böðuls bíða bernskuríkið mitt. Byltist, fóstra, brim í geði þungu. Barnið leitar þín. Legg mér hvessta orðsins egg á tungu, eld í kvæðin mín. Lífsins mátt og orðsins afl þar kenni ármenn réttar þíns. Níðings iljar alla daga brenni eldur Ijóðsins míns. (Sept. 53). Hvort var þá hlegið í hamri? Hvort var þá hlegið í hamri? Herskipi stefndu frá landi, ögrandi banvænum öldum íshafs, við norðlæg fjöll. Sá það Hallur í hamri. Heyrði það Atli í bergi. Yggldi sig lækur í lyngmó, leiftraði roði á mjöll. Válega ýlfruðu vindar, veifaði Núpurinn éljum, öskraði brimrót við björgin boðandi víkingum feigð. Hljómaði hátt yfir storminn: Hér skal hver einasta þúfa varin, og aldrei um eilífð ykkur til skotmarks leigð. Hertu þá seið í hamri heiðnir og fjölkynngi vanir. Bölþrungin Blóðug-hadda byltist úr djúpi og hló. Reykmekkir, rauðir af galdri, risu úr björgum til skýja. Níðrúnir gýgur í gljúfri grálynd á klettaspjöld dró. Hvort var þá hlegið í hamri? Hermenning stefndi frá landi óvíg gegn íslenskri þoku, ófær að glettast við tröll. Ljómuðu bjargabrúnir, brostu þá sund og víkur, föðmuðust lyng og lœkur, logaði ósnortin mjöll. Hvílast nú Hallur og Atli. Hljótt er í bjargasölum. Enn er þó kurr í kyljum, klettur ýfist við hrönn. Geyma skal sögn og saga sigur hornstrendskra vætta íslenskiur hlátur í hamri hljóma í dagsins önn. (25. okt. 1953) Kvæði þessi er að finna í bókinni Kvæði, Heimskringla 1960

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.