Þjóðviljinn - 30.07.1983, Page 12

Þjóðviljinn - 30.07.1983, Page 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. júlí 1983 unglingasíðan, Er ekki hægt að nýta eitthvað af þcim skóium er standa auðir yfir sumartímann? Léleg nýting skólahúsa Sýknt og heilagt má sjá í biööum auglýsingar um ýmiskon- ar námskeið er standa unglingum til boða. Sá er einn galii á að flest þessara námskeiöa þarf að sækja út fyrir landsteinana. Eins og allir vita stendur fá- heyrður fjöldi skólahúsa auöur yfir sumartímann. Viö reyndum ’að grafast fyrir mn fjölda þeirra. Reyndist þaö æöi erfitt og kom- umst við aö raun uni að tölur um þaö eru aö öllum líkindum ekki til. Þó má áætla aö u.þ.b. 20 skólahús af u.þ.b. 200 séu í notkun. Er ekki hægt að nota þessa skóla? Veröa íslensk ungmenni að stunda tungumálanám erlendis og greiða fyrir þaö of fjár? Er þetta ekki sú aðstaða sem unglingar eru alltaf að biðja um? Látið heyra í ykkur, komið með hugmyndir hveynig mætti nýta þessa skóla. Hagsmunaaðilar sniðgengnir Nú fyrir skömmu skipaöi menntamálráðherra vinnuhóp sem á að athuga tengsl fjölskyldu og skóla. í henni eiga sæti alls- kyns aðilar er tengjast þessu máli (skólarstj., námsstj.. barnageð- læknir ofl.), en enginn fulltrúi skólabarna né heldur foreldra, þrátt fyrir aö þetta séu tveir helstu hagsmunaaöilarnir. Okkur þótti þetta í meira lagi undarlegt og höfðum því sam- band viö Salome Þorkélsdóttur, formann vinnuhópsins, og spuröum hana hverju þetta sætti? Uún sagði aö sú leið hefði veriö talin hagkvæmari aö vinnuhópur- inn heföi „samráð" við hina ýmsu hagsmunaaðila. Eingjgsagði hún þessa tvo fyrrnefndu hagsmuna- aöila skiptast í tvennt eftir því hvort þeir byggju í dreifbýli eöa þéttbýli. Fyrsti fundur vinnu- hópsins verður í næstu viku og vcrður áreiöanlega fróðlegt að sjá hversu mikið „samráð'" verö- ur haft viö skólabörn og foreldra. Kennarar í verkfall? Kennarasambandið sendi ný- lega frá sér yfirlýsíngu þar sem efnahagsaðgeröir ríkisstjórnar- ipnar eru harölega fordæmdar. Einnig er í yfirlýsingunni lýst stuðningi viö samþykktir ASÍ. Samningum starfsmanna ríkis og bæja cr sagt upp frá og með 1. október að telja og höföum við því samband viö Valgeir Gcsts- son og spuröum hann hvort verk- fallsaðgeröir komi til greina. Taldi hann ekki tímabært að fullyröa neitt um þaö, heldur ntyndu þeir bíöa og sjá hvað gerðist í sambandi við lánskjör, kaupmátt, ofl. Einnig sagöi Val- geir það mjög erfitt að kalla saman fundi í Kennarasamband- inu nú þar sem félagar þess væru í sumarleyfum. SKOP Vegna lesendabréfs þess er birtist á seinustu unglingasíðu fannst okkur tilvalið aö birta hér örlitla gamansögu er birtist í „TÍMANUM" 15. júlí sl. Þótti okkur hún gefa góöa mynd af þankagangi þeirra Kremlherra. „Þú manst eftir félaga Brésn- cf? Nú, Brésnef skildí, eíns og þú veist við þennan heim, og sem hann dáinn var, var hann lagður á viðhafnarbörur, svo aö Sovét- menn mættu nú votta honum sína hinstu virðingu, hvaö fjölmargir þeirra gerðu. Geröist það svo, þegar röðin kom að félaga And- ropov, að félagi Brésnef opnaði annaö augaö og hvíslaði ofurlágt: „Félagi Andropov, fólkið mun aldrei fylgja þér.“ Svarar félagi Andropov þá að brágði: „Ef fójk- ið viil ekki fyigja mér, þá fyigir það bara þér!"“ Sovétið á alls að gjalda Það voru mér mikil vonbrigði er ég las hina annars ágætu unglinga- síðu um síðustu helgi, að enn skyldu vera til menn hér á landi sem létu glepjast af blekkingum hinna sovésku harðstjóra. Raunar komst ég að raun um það að ekki var röksemdafærslan upp á marga fiska og ætla ég mér að rökstyðja það aðeins nánar. í bréfinu segir: „í Rússlandi árið 1917 var kommúnisminn sá er Marx ritar um að sjálfsögðu ekki framkvæmanlegur, því að hann miðaðist við þróuð iðnríki. Því urðu Lenín og félagar að byrja frá grunni". í fyrsta lagi, það er bara til einn kommúnismi (munurinn á Lenin- isma, Trotskyisma, Maoisma, o.sfrv. er aðallega fólginn í fram- kvæmd byltingarinnar og skipulagi ,,fqr“kommúnismans). í öðru lagi, þaö er ekki rétt aö í Rússlandi hafi iðnvæðingin ekki enn séð dagsins ljós 1917, hún var vel á veg komin, þó hún væri ekki eins langt á veg komin og í V- Evrópu. í þriðja lagi, kommúnisminn var framkvæmanlegur í október 1917, mjög stór hluti þjóðarinnar var hlynntur byltingunni sem er að sjálfsögðu auk þess sem þjóðfé- lagsástandið ýtti undir byltinguna. Um iðnaðarafrek Sovétmanna er gott eitt að segja nema hvað að benda ná á aö Rússar geta með engu móti framleitt korn ofan í sjálfa sig auk þess sem sovéskur almenningur verður iðulega að standa í biðröðum klukkustundum saman eftir brýnustu nauðsynja-. vörum ef þær á annað borð eru til. (Þetta veit ég þó ég lesi ekki Moggann). Þrír „eldrauðir" segja í bréfi sínu að eftir síðari heimsstyrjöldina hafi Sovétríkin verið í rúst vegna svika Breta og Bandaríkjamanna, þetta er grundvallarmisskilningur! So- vétríkin voru vissulega í rúst eftir heimsstyrjöldina en einungis vegna innrásar Þjóðverja og stríðsins við þá. Bretar og Kanar sviku Sovét- menn ekki meira en svo að á með- an á stríðinu stóð sendu þeir Sovét- mönnum ótölulegt magn af vopn- um, fæði og búnaði. Þessu næst koma þær alfá- heyrðustu fullyrðingar sem sést hafa á prenti! Ég held að það viðurkenni það allir að Sovétmenn stóðu fyrir, skipulögðu og fjár- mögnuðu valdarán í A- Evrópuríkjunum 7. Það þarf ekki annað - til að afsanna það að A- Evrópuríkin hafi gengið sjálfviljug í „varnarsamstarf" við Sovétríkin - en að minna á það að öll A- Evrópuríkin voru mjög andvíg kommúnisma, hvað þá einræðis- kommúnisma Kremlarherranna. Um vígbúnaðarkapphlaupið er það að segja að aðalforsprakkar Umsjón Helgi Hjttrvar Andropov og félagar eiga alls að gjalda! þess eru Bandaríkjamenn og So- vétmenn, og bera báðir aðilar jafn mikla ábyrgð á því hvernig komið er! Tilboð Sovétmanna var gert ár- ið 1946 þegar kjarnorkuvopna- birgðir Sovétmanna voru miklu mun minni en Bandaríkjamanna. Þess vegna höfðu Sovétmenn allt að vinna en engu að tapa, þó að það réttlætti að sjálfsögðu ekki við- brögð Bandaríkjamanna. Að reyna að réttlæta innrás Rússa í Afganistan er það hláleg- asta sem um getur. Þar er stóri rússneski björninn að drepa allar afgönsku hetjurnar. Innrásin er glöggt dæmi um heimsvaldastefnu Sovétmanna sem gefur þeirri bandarísku ekkert eftir. Það er fá- heyrður misskilningur að afgönsku skæruliðarnir séu leppar Banda- ríkjamanna, Kanarnir styðja þá hins vegar með vopnasendingum og það eiga þeir ekkert með að gera. Að lokum langar mig að minnast á þann fáránlega misskilning að stjórnarfar í Sovétríkjunum eigi eitthvað skylt við kommúnisma, það að mega ekki tala, skrifa, hugsa og gera það sem maður vill er harðstjórn og harðstjórn er andstæða kommúnisma. Með byltingarkveðjum. Rönguður. Innlimun A-Evrópu Vegna hinnar fáheyröu full- yrðingar sem þrír eldrauðir settu fram um að A-Evrópuríkin hefðu gengið sjálfviljug í „varnarsam- starf" við Sovétríkin þá látum við hér fylgja stuttan kafla úr bókinni „Hin nýja stétt“ eftir Milovan Dji- las, sem gefin var út af Almenna bókafélaginu 1958, í þýðingu Magnúsar Þórðarsonar og Sig- urðar Líndal. „... þá áttu rússneskir verka- menn, sem ekki gátu bætt kjör sín hið minnsta án blóðugrar baráttu, ekki annarra kosta en beita vopna- valdi til þess að komast hjá örvænt- ingu og hungurdauða. Þetta á ekki við um önnur lönd Austur-Evrópu, Pólland, Tékkósl- óvakíu, Ungvérjaland, Rúmeníu og Búlgaríu, a.m.k. ekki við þau lönd sem fyrst voru talin. Þar varð engin bylting, þar eð Rauði herinn þröngvaði kommúnísku stjórn- kerfi upp á þau. Þar var ekki einu sinni nein brýn þörf á breytingum í iðnaðarháttum, því að hún hafði þegar orðið í nokkrum þeirra, og sízt var hennar þörf eftir aðferðum kommúnista. í þessum löndum var bylting knúin fram af öflum, sem komu utan og ofan að, með er- lendum byssustingjum og valdbeit- ingu. Kommúnistaflokkarnir áttu litlu fylgi að fagna nema íTékkósl- óvakíu, þar sem þróunin var lengst á veg komin, en þar hafði kom- múnistahreyfingunni svipað mjög til þeirra llokka, sem aðhylltust stefnu vinstrisinnaðra og þing- ræðissinnaðra sósíalista, allt til þess. er bein íhlutun Sovétríkjanna hófst í styrjöldinni, og valdaránið var framið í febrúar 1948. Þar eð aðstaða kommúnista í þessum ríkj- um var ekki sterk, hlaut bæði kjarni og yfirbragð kommúnism- ans þar að verða hið sama og í So- vétríkjunum. Sovétríkin þvinguðu þau til að taka upp stjórnkerfi sitt, og kommúnistar heimafyrir veittu því fúslega viðtöku." Um höfundinn er þetta að segja: Milovan Djilas er ættaöur frá Júg- óslavíu. Ungur að aldri varð hann sannfærður kommúnisti og starfaði mikið fyrir júgóslavneska kom- múnistaflokkinn milli stríða og var dæmdur í þriggja ára fangelsisvist fyrir „undirróðursstarfsemi". Þegar síðari heimstyrjöldin skall á gekk hann í skæruliðaher Títós. Milovan Djilas. Djilas varð brátt vegna hæfileika sinna einn af helstu foringjum skæruliðanna og nánasti vinur Títós. Eftir heimsstyrjöldina gegndi Djilas ýmsum valdastöðum, t.d. var hann æðsti yfirmaður opin- berra áróðursstofnana og einnig var hann varaforseti Júgóslavíu. Um 1950 hóf Djilas svo að gagn- rýna stefnu kommúnistaflokksins. Hann krafðist aukins lýðræðis, frjálsari kosninga qg skoðanafrels- is öllum til handa. í jánúar 1955 var hann loks dæmdur í skilorðsbund- inn 18 mánaða fangelsisdóm. í des- ember 1956 var Djilas enn borinn sömu sökum og fékk þriggja ára fangelsisdóm. Bókinni „Hin nýja stétt" var smyglað úr landi skömmu fyrir handtöku Djilasar og fylgdu henni skilaboð frá höf- undi: Gefið bókina út eins fljótt og unnt er án tillit til þess, sem um mig verður." Það kostaði hann sjö ára fangelsisvist í viðbót við hin þrjú.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.