Þjóðviljinn - 23.08.1983, Page 4

Þjóðviljinn - 23.08.1983, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. ágúst 1983 DJOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviijans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ftitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Úmijónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Blaöamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gislason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Handrita- crg prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Augiýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónssón. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðiónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavik, simi 81333. Umbrot og setning: Prént. Prentun: Blaðaprent h.f. Mikill munur • „Á síðustu mánuðum hefur veruleg kjaraskerðing gengið yfir okkur íslendinga. Kjaraskerðing sem eins og alltaf áður kemur þyngst niður á þeim sem minnst bera úr býtum.“ Þetta voru orð Víglundar Þorsteins- sonar formanns Félags íslenskra iðnrekenda við opnun iðnsýningarinnar. Hér talar maður sem ætti gerst um hlutina vita, enda eru orð hans í samræmi við það sem almennt er talið vera rétt. • Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans hefur hinsveg- ar komist að þeirri sérkennilegu niðurstöðu að þeir sem hæst hafí launin hafí orðið fyrir mestri kjaraskerðingu. Þessvegna séu aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem hann styður, hið mesta þing. Sjálfur gagnrýnir hann tölur frá samtökum launafólks sem sýna í krónum hvað launa- fólk hefur tapað vegna ráðstafana stjórnarinnar, en kemst síðan að þeirri niðurstöðu að hinir tekjuhæstu hafi tapað mest með því að telja krónurnar sem hver tapar. • „Síðustu útreikningar eru þeir, að á tímabilinu 1. júní til 30. nóvember hafi maður, sem hefur 10 þús. kr. mánaðarlaun, tapað 14.856 krónum. Tap þess, sem hefur 20 þús kr. mánaðarlaun er tvöfalt meira, tap þess sem hefur 30 þúsund kr. mánaðarlaun þrefalt meira, tap þess, sem hefur 40 þús. kr. mánaðarlaun fjórfalt. meira og tap þess, sem hefur 50 þúsund kr. mánaðar- laun fimmfalt meira. Hann tapar hvorki meira né minna en 74.280 krónum“, segir Tíminn. • Það sem hér skiptir máli er að tap launafólks, hvort sem það hefur meira eða minna í mánaðarlaun, nemur á þessum fyrstu sex mánuðum nýrrar ríkisstjórnar ein- um og hálfum mánaðarlaunum. Tökum tvo ráðdeildar- menn, annan með kr. 10 þúsund í mánaðarlaun og hinn með 50 þúsund krónur, og spyrjum okkur: Hvorn þeirra munar meira um að verða af einum og hálfum mán- aðarlaunum á 6 mánuðum? Ætli svarið verði ekki eins og hjá formanni iðnrekenda, að það sé þungbærara fyrir þann sem minna ber úr býtum. Sá með 50 þúsund- in er líklegur til þess að skrimta, en hinn með 10 þús- undin er að verða gjaldþrota í sínum heimilisrekstri. Sá er munurinn og hann er ærið mikill. -ekh Full námslán • í ályktun sem þingflokkur Alþýðubandalagsins hef- ur gert um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna er m.a. á það bent að ríkisstjórnin hafi aukið vanda sjóðsins verulega með gengisfellingunni í maílok og þangað sé að rekja það sérstaka vandamál sem við er að etja. Auk þess hafi aðstæður breyst frá því að fjárlög voru samþykkt og hafi ríkisstjórnir oft staðið frammi fyrir þessháttar vanda á undanförnum árum. Minnt er á að fráfarandi ríkisstjórn hafi jafnan gert ráðstafanir til þess að sjóðurinn gæti staðið við skyldur sínar. Þannig, sé Ijóst að stefna núverandi ríkisstjórnar í kjaramálum námsmanna sé önnur en hér hafi ríkt um árabil. „Við- brögð núverandi ríkisstjórnar endurspegla viðhorf hennar til námsmanna með afgerandi hætti og þar með andstöðu hennar við jafnréttisviðhorf í þjóðfélaginu.“ • Það er skilningur þingflokksins að Lánasjóði ís- lenskra námsmanna beri í ár, lögum samkvæmt, að lána 95% af áætluðum framfærslukostnaði námsmanna um- fram tekjur, nema lagabreyting komi til. Þingflokkur- inn mótmælir hugmyndum um setningu bráðabirgða- laga til að leysa sjóðinn að einhverju leyti undan skyldum sínum. Ljóst sé að ekki sé á Alþingi meirihluti fyrir því að lækka lánshlutfall sjóðsins og það sé því skylda ríkisstjórnarinnar að leysa fjárhagsvanda sjóðsins, svo hann geti sinnt sínu lögboðna hlutverki. Krafan er full námslán í haust. klippt CTtroitni ð vettvangi dagsins Um hernaðarum- svif og stef nufestu eftir Guðmund Jonas Kristjánsson, Flateyri ■ Á aðalfundi miðsljómar Framsókn- arflokksins á s.l. ári var m.a. ályktað um utanríkismál. þar var undirstrikað nauð- syn þcss, að Islcndingar gcrðu hvað þcir gxtu til að draga ur hættunni á því, að kjarnorkustyrjöld brytist út f hciminum. Nauðsynlegt vrri, að framsóknarmcnn hefðu frumkvæðið í þessum efnum, og fagnaði fundurinn framkominni þingsá- lyktunartillögu þingmanna (lokksins um, að (slcndingar bcittu sér fyrir ráðstcfnu um afvopnun á Norður-Atlantshafi. Þá lýsti fundurinn yfir stuðningi við frjálsar og óháðar friðarhreyfmgar, scm vinna að gagnkvæmri afvopnun Itrekuð var sú stcfna Framsóknarflokksins, að bandarlski herinn á Miðneshciði f*ri af landi brott jafnskjótt og aðstæður leyfðu, og því skyldu allar hernaðar- iframkvæmdir og umsvif hersins hafðar í lágmarki 18. flokksþing framsóknar- manna á sl. hausti ályktaði mjög í sömu átt, og lagði áhc/slu á takmörkun hem- aðarumsvifa meöan vera hcrsins vaeri talin nauðsyn. Umræður um herumsvif Ástxða þcss að þetta cr rifjað upp hér, er sú mikla og almenna umraeöa, scm átt hefur stað undanfarið, um margs- konar framkvzmdir sem nú hafa veríð ákveðnar, eða cru á umrzðustigi á vegum bandarfska hersins hér á landi. Þar bcra hzst framkvrmdimar f Helgu- vík, bygging nýrrar flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli, og nú umrzður um nýjar ratsjárstöðvar. Áður höfðu miklar um- . rzður spunnist um byggingu nýrra flug- gegna eftirlitshlutvcrkinu með tveimur AWACS flugvélum. Þeirri aronsku dulu hefur verið veifað að lslendingar gztu fengið afnot af þessum nýju ratsjárstöðvum fyrir innan- lands- og millilandaflug og hefur það auðvitað vakið áhuga þcirra, sem á annað borð hugsa á aronska vísu. Það er • ástzðulaust að láta slfkan gullkálfsljóma blinda sig fyrir þeim staðreyndum, sem virðast blasa við, að uppbygging landrat- sjárstöðva á vegum bandaríska hersins sé gjörsamlega óþörf frá óryggissjónar- miði íslendinga, og því meðöllu ástzðu- laus." Hér er ekki töluð nein tzpitunga. enda I fullu samrzmi við stefnumið Framsóknarflokksins þess efnis, að halda bcri aftur af öllum hemaðarum svifurn bandaríska hcrsins hér á landi. Þess vcgna verður alls ekki á annað trúað, cn að framsóknarmenn ( ríkis- stjóm taki nú þegar af öll tvfmælí mcð það, að fjölgun ratsjárstöðva hérlendis KOMI ALLS EKKI TIL GREINA. Og hvað okkur Vestfirðinga viðvíkur, þá ÆTLUMST VIÐ TIL ÞESS ALLIR, að okkar ágzti þingmaður, sjálfur forsztis- ráðhcrrann, sjái svo um, að amerískt hemám nái ALDREI að klófesta vest- firskar byggðir, með uppsetningu svo- kallaðra ratjsárstöðva, eftirsótt skot- mðrk f stríði. Fyrst ekki var hzgt að sjá eftir viðbótar lúsarögn f vestfirska vega- og fiugvallargcrð við afgrciðslu mar- marahallarinnar á Miðnesheiði, þá VIUUM VIÐ EKKI fyrir nokkurn lífsins mun fá amcrískt hernám og drápsklyfjar þess í staðinn. - Frekar Stefnufestu skortir Guðmundur Jónas Kristjáns- son skrifar skelegga grein í Tímann sl. fimmtudag og segir að Framsóknarflokkinn skorti hvorki hugsjón né hugmynda- fræði. Það sem á skorti sé stefnu- festa og vilji forystumanna til þess að fylgja eftir flokkssam- þykktum. „Þannig ber okkur Framsóknarmönnum ekki að stuðla að aukningu hernaðarum- svifa.þegar allar flokkssamþykkt ir og ályktanir kveða á um hið gagnstæða. Við eigum alls ekki að standa í samningum um frek- ari hlutdeild útlendinga í stór- iðjuverum, meðan allar flokks- samþykktir undirstrika, að fs- lendingar eigi ætíð að hafa virk yfirráð í orkufrekum iðnaði með því að íslendingar sjálfir eigi meirihluta í öllum stóriðjufyrir- tækjum þ.á.m. í álverksmiðjunni í Straumsvík. Þá eiga menn ekki að lýsa yfir stuðningi við forsend- ur ályktana um frestun á bygg- ingu flugstöðvar, en fallast á flug- stöðvarbyggingu á allt öðrum forsendum nokkrum mánuðum síðar...“ Sjónarmið Vest- firðinga hunsuð Guðmundur ávítar flokksfor- ystuna fyrir að hafa ekki tekið undir tillögur Olíufélagsins um lausn mengunarmála í sambandi við olíutanka hersins á Keflavík- urflugvelli, og láta í stað þess leiða sig út í stórfelldar hern- aðarframkvæmdir í Helguvík. Hann rekur deilurnar innan Framsóknarflokksins um fjár- mögnun flugstöðvar og kveðst sjálfur vera mótfallinn erlendri fjárveitingu í íslenskt mannvirki, enda sé það „allsendis ósam- boðið sjálfstæðri þjóð og heilbrigðum þjóðarmetnaði". Síðan víkur hann að ályktun sem Kjördæmisþing Framsóknar- manna á Vestfjörðum gerði um byggingu nýrrar flugstöðvar í lok ágúst 1982. í henni fólst m.a. á- kveðir. ósk um frestun með vísan til slæms efnahagsástands og brýnni forgangsverkefna í sam- göngumálum innan lands, þám Vestfirðinga. Ályktun þessi var samþykkt með miklum meiri- hluta atkvæða þingfulltrúa; og vakti verðskuldaða athygli. Á því er enginn vafi, að ályktun þessi er enn í fullu gildi, þar sem þær fors- endur sem hún byggði á, hafa þvert á móti farið vaxandi eftir því sem frá hefur liðið. Má þar til sanns vegar færa, að efnahagsá- stand þjóðarinnar hefur verulega • versnað þessa tæpu tólf mánuði frá samþykkt ályktunarinnar, og ömurlegt ástand í samgöngumál- um Vestfirðinga hefur sjaldnar komið eins berlega í ljós og á sl. vetri.“ Steingrímur brýndur Þá kemur Guðmundur einnig að óskum Bandaríkjastjórnar um nýjar ratsjárstöðvar og ummæl- um ritsjóra Tímans þess efnis að hér sé um mál að ræða sem sé gjörsamlega óþarft frá öryggis- sjónarmiðum auk þess sem aronskublær sé á framsetningu þess. „Hér er ekki töluð nein tæp- itunga“, segir Guðmundur Jón- as, „enda í fullu samræmi við stefnumið Framsóknarflokksins þess efnis, að halda beri aftur af öllum hernaðarumsvifum banda- ríska hersins hér á landi. Þess vegna verður alls ekki á annað trúað, en að Framsóknarmenn í ríkisstjórn taki nú þegar af öll tví- mæli með það, að fjölgun ratsjár- stöðva komi alls ekki til greina. Og hvað okkur Vestfirðinga viðvíkur, þá ætlumst við til þess allir, að okkar ágæti þingmaður, sjálfur forsætisráðherrann, sjái svo um, að amerískt hernám nái aldrei að klófesta vestfirskar byggðir, með uppsetningu svo- kallaðra ratsjárstöðva, eftirsótt skotmörk í stríði. Fyrst ekki var hægt að sjá eftir viðbótar lúsar- ögn í vestfirska vegakerfið og flugvallargerð við afgreiðslu marmarahallarinnar á Miðnes- heiði, þá viljum við ekki fyrir nokkurn lífsins mun fá amerískt hernám og drápsklyfjar þess í staðinn. - Frekar þreyjum við þorrann." Ekki vetir af Hingað til hefur Framsóknar- forystan frekar látið leiða sig inn í íhaldsbásinn í hermálunum, heldur en að láta binda sig á bás flokkssamþykkta. En gott er til þess að vita að almennir flokks- menn skuli nú sýna viðleitni til þess að koma á hana böndum í eigin fjósi. Ekki mun af veita. -ekh Vonin björt Víglundur Þorsteinsson for- maður Félags íslenskra iðnrek- enda var mjög vongóður við opn- un iðnsýningarinnar miklu. Gengisskráning er iðnaðinum í hag vegna þeirra gengisfellinga sem fylgt hafa áföllunum í sjávar- útvegi, eins og það hefur verið orðað. Við það kviknar „ný von“, og verðbólgan hjaðnar. „Hinn 1. maí sl. var verðbólgan síðustu 12 mánuði þar á undan 87% og á hraðri uppleið, 1. ágúst var verðbólgan mæld á sama hátt 101.1%, 1. nóvember nk. verður hún enn 85-90% en þó á niður- Ieið“, sagði Víglundur en taldi þessa reiknisaðferð einungis henta þeim sem „vilja lifa í for- tíðinni“. Framtíðarmenn reiknuðu svona: „Síðustu sex mánuði hefur verðbólgan, reiknuð tii heils árs verið yfir 100%. Á næstu þremur mánuð- um verður verðbólguhraðinn, mældur á sama hátt, um 40% að meðaltali og þegar kemur fram yfir áramót ætti hann að vera komin niður í um 20%“. Það væri semsagt bjart framundanef fólkið hefði einhverja peninga þegar þar væri komið til þess að kaupa framleiðsluna fyrir. Þessvegna telur Víglundur vaxta- og skatta- lækkanir á næstu vikum og mán- uðum forsendur þess að von hans breytist í trú. -ekh -ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.