Þjóðviljinn - 23.08.1983, Side 12
Félag einstœðra
foreldra:
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. ágúst 1983
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Kjördæmisráðstefna Ab á Vestfjörðum
verður haldinn að Birkimel í V-Barðastrandarsýslu dagana 10. og 11.
september. Gestur fundarins verður Svavar Gestsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins.
Dagskrá:
LaugardagurrRáðstefnan hefst kl. 13.00. Skýrsla formanns. Forval og
forvalsreglur. Framtíð byggðar á Vestfjörðum - lífskjör -
atvinnuskilyrði. Stjórnmálaviðhorfið og fleira. Framsögu-
maður Svavar Gestsson.
Sunnudagur-.Nefndarstörf hefjast kl. 9.00. Kl. 13.00: Skipulag flokksins.
Framsögumaður Svavar Gestsson. Afgreiðsla ályktana.
Kosning stjórnar og uppstillinganefndar. Áætlað er að
ráðstefnunni Ijúki kl. 17.00.
Stjórn kjördæmisráðs
Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra
Áríðandi félagsfundir
Áríðandi félagsfundir verða í Alþýðubandalagsfélögunum á eftirtöldum
stöðum í næstu viku:
Daivik miðvikudaginn 24. ágúst kl. 20.30.
Ólafsfirði fimmtudaginn 25. ágúst kl. 20.30 í Tjarnarborg.
Mývatnssveit föstudaginn 26. ágúst kl. 21.00.
Húsavík mánudaginn 29. ágúst kl. 20.30 í Snælandi.
Æskulýðssamtök
fatlaðra á Norður-
löndum stofnuð
í lok maí sl. héldu fötluð ungmenni á Norðurlöndum fund í
Danmörku til þess að stofna æskulýðssamtök sín á milli.
Samtökin nefnast „Fötluð ungmenni á Norðurlöndum"
(„Funktionshindrade Ungdomarf Norden"), FUN.
Á fundinum voru samþykkt lög og stefnuskrá samtakanna. Þar
segir meðal annars; að samtökin skuli vinna að samnorrænum
áhugamálum fatlaðra ungmenna, samtökin eiga að koma af stað og
samhæfa hina ýmsu starfsemi sem fer fram meðal æskulýðssamtaka
á Norðurlöndum. Samtökunum er ætlað að vera stefnumótandi í
samnorrænum málefnum fatlaðra ungmenna.
Eitt fyrsta verkefni FUN verður að undirbúa þátttöku fatlaðra í
alþjóðaári æskunnar 1985 og sjá til þess að þetta ár verði einnig
alþjóðaár fatlaðrar æsku.
FUN mun vinna að því að ekki verði litið á fatlað fólk sem
sérstakan hóp, heldur verði það meðhöndlað sem eðlilegur hluti
þjóðfélagsheiidarinnar. Tilgangurinn á að vera sá að sú framþróun
sem á sér stað í þjóðfélaginu verði ekki fyrir útvalda heldur komi
öllum til góða, jafnt fötluðum sem ófötluðum.
Áskriftarsími
Þjóðviijans er
81333
•, Blikkiðjan
Ásgarði 1, Garðabæ
onnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI 53468
Eginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Ásta Margrét Guðlaugsdóttir,
Miklubraut 42
andaðist í Landakotsspítala aðfararnótt 22. ágúst
Björgvin Grímsson,
Jóhann S. Björgvinsson Klara Sjöfn Kristjánsdóttir.
Guðrún E. Björgvinsdóttir Jón Böðvarsson
Guðlaugur Björgvinsson Þórunn Hafstein
og barnabörn
Skelja-
hellir
tekinn
til starfa
Félag einstæðra foreldra hefur
,tekið í notkun kjallara hússins við
Skeljanes 6. Nefnist kjallarinn
SKELJAHELLIR og verður þar í
framtíðinni félagsstarf og vonandi
menningarmiðstöð fyrir félagið,
segir í fréttatilkynningu frá FEF.
Þarna verður aðstaða fyrir ýmsar
smærri samkomur, barnabingó,
spila- og kaffikvöld og í setustofu
mun stjórn og starfsnefndir fá
aðstöðu.
Flúsið að Skeljanesi 6 tók til
starfa í apríl 1981. „Við höfum litið
á þetta sem tilraun, en óhætt er að
segja að sú tilraun hafi gefist mjög
vel,“ sagði Jóhanna Kristjónsdótt-
ir, formaður FEF, í stuttu spjalli
við blaðakonu um húsnæðið. „Hér
hefur sjaldan komið til árekstra, en
þegar við byrjuðum þessa starf-
semi heyrðum við margar svartsýn-
israddir, m.a. þær að hér yrði mik-
ið sukkað og svona sambýli gæfist
aldrei vel. Þær raddir eru nú þagn-
aðar.“
1 húsinu eru 6 íbúðir og 4 her-
bergi í risi þar sem einnig er sam-
eiginleg setustofa og eldhús. Dval-
artími hverrar fjölskyldu eru 6
mánuðir í íbúðunum og 3 mánuðir í
herbergjunum. Einstæðir foreldrar
í námi hafa möguleika á lengri
dvöl. Húsaleigu er mjög stillt í hóf
og aðeins einn mánuður greiddur
fyrirfram. Húsráðandi er Laufey
Waage, en undanfarna mánuði
hefur Ragnhildur Vilhjálmsdóttir
leyst hana af vegha sumarleyfa.
„Aðsóknin í þetta húsnæði hefur
verið mjög mikil undanfarna mán-
uði og ég tel greinilegt, að fólk á nú
í meiri erfiðleikum á leigumark-
aðnum en áður,“ sagði Jóhanna
Kristjónsdóttir.
Eftirlit með arnarstofninum var
haft eins og áður í samvinnu við
Náttúrufræðistofnun íslands. Með
vissu urpu 25 arnarhjón, 22 ungar
komust upp hjá 15 hjónum, varp
misfórst hjá 10 hjónum. Þar að
auki er vitað um tvenn hjón sem
ekki urpu.
Þetta mun vera í betra lagi. Úr 6
hreiðrum komust upp tveir ungar
og er það fremur óvenjulegt.
Heildartala arna á landinu liggur
ekki fyrir fyrr en um áramót, en
tala arnarhjóna er nú um 30. Tvö
arnarhræ hafa fundist á þessu ári.
(Frá Fuglaverndarfélagi íslands)
Amarvarp
í betra lagi
Anna Stella, GiIIi og Hilmar Páll undu sér vel að Skeljanesi 6 þegar okkur
bar þar að garði. (Ljósm. - Leifur)
V élhj ólaökumenn:
Tíföld hætta í
umferöinni
Eru ökumenn vélhjóla í tíu sinn-
um meiri hættu í umferðinni heldur
en ökumenn annarra farartækja?
Svo virðist vera ef litið er á þá
staðreynd að vélhjólaslys eru um
9% af öllum umferðarslysum, sam-
kvæmt skýrslum lögreglunnar, en
vélhjól eru innan við 1% af
skráðum ökutækjum. Þetta kemur
m.a. fram í könnun sem Guðmund-
ur H. Einarsson, heilbrigðisfull-
trúi, hefur gert að tilhlutan Land-
læknisembættisins. Þessi könnun
var unnin í kjölfar þingsályktunar,
sem Alþingi samþykkti á síðasta
vetri, um rannsóknir á vélhjóla-
slysum.
Könnunin tók til fimmtíu vél-
hjólaslysa í Reykjavík árin 1981 og
1982. Áðild að þessum slysum áttu
37 ökumenn léttra bifhjóla (skelli-
naðra) og 14 ökumenn bifhjóla
(mótorhjóla). Af þessum hópi var
fjórði hver réttindalaus, én af þeim
sem voru með réttindi höfðu 66%
haft þau í minna en eitt ár, þar af
53% innan við hálft ár. Á þessum
tveimur árum lenti einn drengur
þrisvar í vélhjólaslysum og annar
tvisvar.
Samkvæmt greiningum á Slysa-
deild Borgarspítalans reyndust
49% af ökumönnum léttu bifhjól-
anna vera alvarlega slasaðir en ein-
ungis 15% ökumanna bifhjólanna.
Auk þess slösuðust tveir farþegar á
vélhjólum og einn gangandi veg-
farandi.
Af þessum fimmtíu vélhjóla-
slysum urðu flest í ágúst (10) og
september (17), og tiltölulega flest
á kvöldin. Lang oftast var um að
ræða árekstur milli vélhjóls og bif-
reiðar, og í 63% þeirra tilvika tald-
ist ökumaður vélhjólsins vera „í
rétti“. Þegar Guðmundur kynnti
þessar niðurstöður á norrænu.
umferðarslysaráðstefnunni nefndi
hann þá ástæðu fyrir slíkum slysum
að ökumenn bifreiðanna sæju ekki
vélhjólin nógu tfmanlega. Taldi
hann að aukin notkun endurskins-
merkja gæti komið að gagni.
Varðandi aðgerðir til að draga úr
vélhjólaslysum bendir Guðmund-
ur H. Einarsson á betri öku-
kennslu, lækkun á hámarkshraða
léttra bifhjól úr 50 í 30-40 km og
hugsanlega hækkun á lágmarksald-
ri ökumanna slíkra bifhióla úr 15 í
16 ár.
Rauði krossinn:
Nýir spilakassar
Aðaitekjustofn Rauða krossins,
spilakassarnir eru farnir að gefa
mun minna af sér en áður. Þeir
skila af sér sömu krónutölu og áður
en þar sem verðgildi krónunnar
hefur rýrnað mjög hefur ráðstöf-
unarfé félagsins minnkað stöðugt
að raungildi.
Frá þessu er skýrt í fréttabréfi
Rauða krossins og sagt að grípa
þurfi til sérstakra ráðstafana og
beita mikilli aðahaldssemi til að
tryggja hag félagsins.
Eitt aðalkappsmál félagsins hef-
ur verið að fá leyfi yfirvalda til að
breyta krónukössunum í fimm-
krónukassa og fékkst slíkt leyfi um
síðir. Þá hefur stjórn RKÍ tekið á-
kvörðun um kaup á nýjum spila-
kössum og verða þeir væntanlega
komnir á markað hér í haust.
Skemmdarverk í Hafnarfirði
Fyrir helgi réðust einhverjir firði fer þess á leit við þá sem kynnu
gaurarátværjarðýturásorphaug- að hafa orðið varir við grunsam-
unum í Hafnarfirði og mölvuðu legar ferðir þarna í námunda, að
rúður. þeir hjálpi til við að upplýsa málið.
Rannsóknarlögreglan í Hafnar- -gat