Þjóðviljinn - 03.09.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVJLJINN Helgin 3.-4. september 1983 DJuÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis I Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans j Framkvæmdastióri: Guörún Guömundsdóttir. | Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafssen. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlóöversson. íþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guöión Sveinbiörnsson. Ljósmyndlr: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Sfmavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Siguröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir Utkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. ritstjornargrei n úr aimanak ínu Áskorun frá samtökun launafólks • Samtök launafólks með 80.000 félaga hafa birt í öllum dagblöðum áskorun til ríkisstjórnarinnar. • Þar er krafist að rétturinn til samninga, grundvöll- ur lýðræðislegra stjórnarhátta, verði á ný veittur fólkinu í landinu. • Þar er krafist afnáms bráðabirgðalaganna en þau fela í sér stærstu kjaraskerðingu sem um getur í stjórnmálasögu Vesturlanda á síðari áratugum. • Þar er boðuð nauðsyn nýrrar efnahagsstefnu til að skapa grundvöll fyrir varanlegri lausn verðbólgu- vandans og víðtækri sókn til betri lífskjara. • í áskoruninni, sem fimm stærstu samtök launa- fólks senda ríkisstjórninni, eru afleiðingar stjórnar- stefnunnar raktar á skýran og einfaldan hátt. • Kjaraskerðingin nemur nú 33% á lágmarkstekjur. Láglaunafólkið í landinu skortir nú 3.500 kr. á mán- uði til að ná samningsbundnum launum. Kjör ann- arra launamanna hafa hrapað um 36% þegar miðað er við 1. september. • Á sama tíma og láglaunafólkið hefur búið við þetta kjarahrap hefur verðlagið ætt upp á við. Matar- reikningur meðalfjölskyldunnar hefur hækkað um 55%. Báknfurstarnir hjá ríki og Reykjavíkurborg hafa knúið fram 47% hækkun á opinberri þjónustu. Greiðslur húsnæðislána hafa hækkað um 46% á sex mánuðum. Lað er raunveruleikinn sem birtist þegar kosningaloforðin um þáttaskil í kjörum húsbyggj- enda komust til framkvæmda. • Þessar staðreyndir eru skýrar og afdráttarlausar. Samtök 80.000 launamanna fordæma efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar. Þau árétta að launafólk vill ekki að efnahagsvandinn verði einhliða leystur á kostnað heimilanna. Þau benda á að þær upphæðir sem færðar eru frá launafólki til atvinnurekenda hvetja ekki til hagkvæmni í rekstri og fjárfestingu. Þær geta aldrei orðið forsenda umsköpunar í ís- lensku atvinnulífi. • Samtök launafólks hafa með birtingu þessarar áskorunar tekið afdráttarlausa afstöðu gegn ríkis- stjórninni. Víglínurnar eru nú skýrar. Fólkið í landinu stendur nú sameinað gegn gerræðislögum ráðherranna. Albert endurtekur svikin • Fyrir ári síðan lofaði Albert Guðmundsson Reykvíkingum í borgarstjórnarkosningum að fengi Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta í borginni yrðu skattar almennings stórlækkaðir. • Á grundvelli þessara loforða gáfu Reykvíkingar Sjálfstæðisflokknum umboð til að stjórna og Albert varð forseti borgarstjórnar. Innan fáeinna mánaða hafði Albert opinberlega svikið öll fyrirheitin. í stað lækkunar voru skattar og gjöld almennings í borginni hækkuð svo hressilega að aukningin nemur mán- aðarlaunum verkamanns. • í kosningunum í vor lofaði Albert aftur að lækka skattana - núna hjá ríkinu - ef Sjálfstæðisflokkurinn kæmist í ríkisstjórn. Loforðameistarinn varð fjár- málaráðherra. Innan fáeinna mánaða tilkynnir hann að engin skattalækkun hjá almenningi muni koma til framkvæmda. • Á rúmu ári hefur Albert Guðmundsson tvisvar sinnum svikið kjósendur í Reykjavík. í krafti fyrri loforðanna varð hann forseti borgarstjórnar. í krafti hinna síðari fjármálaráðherra. Bæði embættin voru fengin með svikum. ór Rallraunir Setjum svo lesari minn að í þig hringi náungi og segði að hann hefði ákveðið að standa fyrir handboltaleik heima í stofunni þinni og spyrði hvort þú værir ekki þakkiátur. Þú yrðir vita- skuld hvumsa fyrst en síðan myndirðu væntanlega svara hon- |um neitandi. Hann myndi bregð- ast hinn versti við og segja með þjósti að þú værir öfgamaður og idjót, við þig þýddi greinilega ekkert að tala og skella á með tilþrifum. Þú myndirhristahaus- inn yfir svona fuglum og fara að sofa. Svo líða mánuðir. Einn sunnu- daginn ertu að dunda þér í eld- húsinu og heyrir að utan mikið hark sem nálgast uns hurðinni er hrundið upp og inn bruna tvö handboltalið sem tafarlaust út- búa tvö mörk í stofunni þinni sem er stolt þitt og yndi út af öllum sjaldgæfu kaktusunum sem þú hefur safnað í áraraðir. Dómar- inn flautar til ieiks - þetta er æs- ispennandi, mikið markaregn, úrslitin ráðast ekki fyrr en á síð- ustu stundu. Þegar þeir fara og stofan í rúst klappa þeir þér ekki á öxlina heldur hvor öðrum og, segja „good show“ og hafa allan hugann við væntanleg afrek - þetta var nefnilega bara upp- hitun. Þú hringir umsvifalaust í kerf- isbáknið sem þvælir þér auðvitað fram og aftur í nokkra daga þar til þú nærð í réttan mann og spyrð hann hvort ekki sé hægt að koma lögum yfir svona þrjóta. Hann sér alla vankanta á því: Það eru engin lög sem taka fyrir frum- kvæði aðila varðandi þess háttar íþróttaatferli, segir hann, og að teknu tilliti til þess að vitneskja liggur ekki fyrir um gang leiksins, sjáum við ekki ástæðu til aðgerða... A dögunum kom hingað til lands einhver Frakki sem hafði fengið þá vitrun að hann ætti endilega að halda rall hérna. Hann spurði hvorki kóng né prest um leyfi heldur böðlaðist strax af Andri Thorsson skrifar stað með undirbúning - hóaði saman ökuþórum útbjó leið o.s.frv. Einhverja fslendinga hafði hann að sögn samband við - eitthvað sem heitir „landsam- band íslenskra akstursíþróttafé- laga“ - og þeir virðast hafa sagt honum að ekkert stæði í veginum fyrir því að hann hefði rallið þar sem honum sýndist. Fregnir ber- ast af rallinu, hann sækir loks um leyfi sem hann fær þegar búið er að stytta leiðina og fækka kepp- endum. Hann kemur hingað til lands og þykir íslendingar ósvífn- ir að vera með puttana í hans ralli. Öll hegðun mannsins og fram- koma er með þeim hætti að augljóst er að það þarf að hafa eftirlit með honum - dómsmála- ráðuneytiðvonarhið besta.Síðan hverfa rallarar af sjónarsviðinu í nokkra daga, dómsmálaráðu- neytið veit ekkert, enda allir þar vísast hundleiðir á þessu máli. Seinna kemur í ljós að rallarar voru ekki öldungis iðjulausir þann tíma er þeir hurfu af sjónar- sviðinu, heldur brugðu sér austur, alla leið í Jökuldal til þess „að sýna þær leiðir sem ekki fékkst leyfi til að keppa á og jafn- framt tækifæri til að skoða landið" eins og Örvar Sigurðsson hjá rallíþróttafélaginu orðar það. Hann er Iíka hneykslaður á Nátt- úruverndarráði að vera að æða með „þessar ásakanir“ í fjölmiðla með „jafnlitlar upplýsingar í höndunum og raun ber vitni“. Ásakanirnar hljóða upp á það að rallarar hafi rallað en ekki verið í útsýnisferð. Hinar „litlu upplýs- ingar“ eru komnar frá bændum í Jökuldal. Dómsmálaráðuneytið kemur af fjöllum. Þar segja menn að ekki sé hægt að banna mönnum umferð um þessar slóðir ef þeir eru ekki í formlegu ralli. Ráðu- neytið segir líka að ekki sé hægt að hafa eftirlit með urnferð á há- lendinu. Sumsé: rallarar geta rallað þar sem þeir máttu ekki ralla ef þeir eru ekki að ralla því ekki er hægt að sanna upp á þá rallið, nema rall sé. Þvílík er speki hinna lögvísu. Allt þetta rugl er náttúrlega vegna þess að yfirvöld landsins brugðust frumskyldu sinni um að hafa eftirlit með því að hinn rall- óði Frakki færi ekki að brjóta þær reglur sem honum höfðu verið settar. Vitaskuld er ómæld ögrun við heimamenn fólgin í því þegar óvígur her af grenjandi rallber- serkjum birtist á slóðum þar sem heimamenn hafa frábeðið sér rall. Vitaskuld átti að hafa eftirlit með þeim þegar þeir voru að leika sér í Jökuldal. Það er fárán- leg viðbára að ekki sé hægt að hafa eftirlit með allri umferð á hálendinu. Hver var að ætlast til þess af dómsmálaráðuneytinu? Kjarni málsins er að hingað kem- ur yfirlýsingaglaður Frakki með heila sveit af ökuþórum, hann er ískrandi illur yfir takmörkun á keppninni og því sjálfsagt að hafa eftirlit með honum og hans sveit. Svo „hófst“ rallið. Eitthvað virðast slóðir á hálendinu hafa verið vanbúnar til að taka á móti kappakstrinum, ef marka má lit- ríka frásögn í mogga þriðjudag- inn 30. ágúst. Þar segir að Ómar og Jón hafi ekið hraðast allra þótt útlendingarnir hafi verið á miklu kraftmeiri bílum. Síðan segir af þeim bræðrum: „Á Kjalvegi óku þeir lengi þurrkulausir og villtust af þeim sökum smáspöl (fóru út fyrir slóðir? -gat) því skyggnið var að vonum slæmt í öllum drulluaustr- inum (undirstr. mín - gat), en leiðin var mjög blaut.“ Við getum ímyndað okkur á- standið á þessum slóðum þegar allir bílarnir hafa verið farnir þarna framhjá úr því að Ómar og Jón voru komnir í „drulluaust- ur“, jafn framarlega og þeir voru... Dómsmálaráðuneytið brást við skjótt og með markvissum hætti þegar hingað kom maður að nafni Gervasoni sem vildi ekki vera í her. Þá tók dómsmála- ráðuneytið ákvörðun sem ekkert fékk hnikað. Nú bregður svo undarlega við að ráðuneytið hef- ur verið eins og úti á þekju allan tímann, tekið ákvarðanir seint og með hálfvelgju og lítið gert til að fylgja þeim eftir. Hvað veldur því að hið fyrrum staðfasta ráðuneyti er svo heillum horfið er ráðgáta því viss- ulega var Gervasoni sauðmein- laus og fráleítt áhugamaður um yfirgang og „drulluaustur" á há- lendi fslands. - gat

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.