Þjóðviljinn - 03.09.1983, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Blaðsíða 26
2fc‘SÍÐÁ - ÍOÓÖÝIÍJlNr'Í Hélgln 3.-4. september 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Kjördæmisráðstefna Ab á Vestfjörðum veröur haldinn aö Birkimel í V-Barðastrandarsýslu dagana 10. og 11. september. Gestur fundarins verður Svavar Gestsson, formaöur Alþýðu- bandalagsins. Dagskrá: Laugardagur: Sunnudagur: Ráöstefnan hefst kl. 13.00. Skýrsla formanns. Forval og forvalsreglur. Framtíð byggðar á Vestfjörðum - lífskjör - atvinnuskilyrði. Stjórnmálaviðhorfið og fleira. Framsögu- maður Svavar Gestsson. Nefndarstörf hefjast kl. 9.00. Kl. 13.00: Skipulag flokksins. Framsögumaður Svavar Gestsson. Afgreiðsla ályktana. Kosning stjórnar og uppstillinganefndar. Áætlað er að ráðstefnunni Ijúki kl. 17.00. Stjórn kjördæmisráðs Frá Alþýðubandalaginu Starfsmaður óskast nú þegar til að ræsta skrifstofuna að Hverfisgötu 105. •Upplýsingar í síma 17500. Alþýðubandalagið Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Félagsfundur verður haldinn að Kirkjuvegi 7 Selfossi fimmtudaginn 8. sept- ember nk. kl. 20.30. Dagskrá: Samtök herstöðvaandstæðinga og friðarmál. Framsögumaður verður Rúnar Ármann Arthúrsson. Önnur mál. Stjórnin Út-hérað: Hjaltalundur almennur fundur Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á almennum fundi í félagsheimilinu Hjaltalundi laugardaginn 3. september kl. 16.00. Fund- urinn er öllum opinn. Alþýðubandalagið Helgi Hjörleifur Alþýðubandalagið Akureyri - bæjarmálaráð Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði mánudaginn 5. september kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Félagar, mætið vel og stundvíslega. Alþýðubandalagið Neskaupstað Almennur félagsfundur verður haldinn í Egilsbúð, fundarsal, þriðjudaginn 6. september kl. 21.30. Dagskrá: 1. Kosning í bæjarmálaráð. 2. Alþýöubandalag- ið í stjórnarandstöðu. Framsögumaður Hjörleifur Guttormsson. 3. Önnur mál. Stjórnin Æskuíýðsfylking Alþýðubandalagsins Lítið við á skrifstofunni Skrifstofa Æskulýðsfylkingarinnar að Hverfisgötu 105 er opin virka daga kl. 16-19. Á þeim tíma er alltaf einhver stjórnarmanna á staðnum til skrafs og ráðagerða yfir kaffibolla. - Nýir félagar sérstaklega velkomnir. Æskuiýðsfylking Abl. Fræðslukvöld Þriöjudagskvöldið 6. sept. kl. 20:30 sýnum við vídeómyndina „Is it me you want to kill" (og fleiri myndir ef tími vinnst til) í flokksmiðstöðinni að Hverfisgötu 105. Allir sem vilja kynna sér friðarhreyfinguna erlendis og starfsemi hennar, mega ekki láta þessa spólu óséða. í umræðum á eftir spjallar Erling Ólafsson við þátttakendur um myndina og friðarhreyfinguna. Æskulýðsfylking Abl. Haustfagnaður Við fögnum hausti föstudagskvöldið 9. sept. að Hverfisgötu 105. Það má búast við frábærum skemmtiatriðum og diskóteki á heimsmælikvarða. Smáatriðin auglýst síðar. Æskulýðsfylking Abl. Frá Tónlistarskóla Kópavogs Innritun fer fram 8.-10. september aö báöum dögum meðtöldum kl. 9-12 og 16-18. Innritað veröur á sama tíma í forskóladeildir. Nemendur eru beðnir að láta stundaskrár fylgja umsóknum. Athygli skal vakin á því, að meðal annars verður kennt á kontrabassa, óbó, fagott og horn. Upplýsingar á skrifstofu skólans, Hamraborg 11,2. hæð, sími 41066 og 45585. Skólastjóri Hreppsnefnd Mýrahrepps um ratsjárstöð vestra Mótmælir harðlega öllu hernaðarbrölti Amælisvert pukur stjórnvalda - Hreppsnefnd Mýrarhrepps í Vestur-ísafjaröarsýslu mótmælir harðlega því hernaðarbrölti sem virðist í uppsiglingu hér í sveitar- féiaginu -, segir í ályktun frá hreppsnend Mýrarhrepps sem sam- þykkt var 30. ágúst. Menn í Mýrarhreppi hafa orðið varir við ferðir þyrlu og mælingamanna í námunda við Barðann og víðar þar í héraðinu. Amœlisvertpukur f ályktuninni er einnig tekið fram að hreppsnefndinni þyki ámælisvert það pukur sem fylgir þessu máli, þareð heimamenn eru að frétta á skotspónum að verið sé að skoða staði sem hentugir þættu fyrir ratsjárstöðvar Nató án nokk- urs samráðs við viðkomandi sveitarstjórnir. Stjórnvöld viti hug heima- manna „Því er þessi ályktun gerð að yfirvöld viti þannig hug sveitar- stjórnar Mýrarhrepps", segir að lokum í þessari ályktun. Engar frekari upplýsingar hafa borist frá ríkisstjórninni og banda- ríska setuliðinu um ratsjármálið. Brimnesið sökk Brjmnes SH sökk í gærmorgun skammt vestur af Snæfellsnesi, eftir að eldur hafði komið upp í bátnum. Skipverjar komust i gúmmíbjörgunarbát og var bjarg- að um borð í Saxhamar frá Rifi. Brimsnesið var 70 tonna trébátur. Islenska skáksveit- m 1 oðru sæti íslenska skáksveitin er nú í öðru sæti í heimsmeistaramóti skák- manna 26 ára og yngri í Chicago. Sovétmenn eru í efsta sæti. 60 þúsund Haukur Jóhannsson skipstjóri á Sjöfn Ve varð 60 þúsundasti gest- urinn á iðnsýningu 83 laust fyrir kl. 16.00 í gær. í fylgd með konum var eiginkona hans Emma Kristjáns- dóttir. Haukur hlaut í verðlaun tíu þús- gestir und króna vöruúttekt hjá íslensk- um iðnfyrirtækjum innan FÍI. Tveir dagar eru til loka sýningar- innar, en hún hefst kl. 13.00 báða dagana. Gestir eru taldir verða yfir 70 þúsund og hefur verið ákveðið að heiðra 70 þúsundusta gestinn á sama h^tt. Iðnsýningin S Nýjung hjá Rauðakrossi Islands Skipuleggur hjálp til bjargar heyi Rauði kross íslands hefur ákveðið að skipuleggja hjálparstarf til heybjargar á þurrkasvæðunum og geta sjálfboðaliðar hringt á skrifstofu samtakanna og Búnaðarfélags íslands frá kl. 10-12 í dag, laugardag, og á morgun sunnudag og látið skrá sig. Einnig mun tekið við skráningum í símum þessara skrifstofa frá og með mánudagsmorgni næsta. Talsmenn Rauða krossins kynntu þessa nýjung í hjálparstarfi samtakanna á fréttamannafundi í gær og þar kom m.a. fram að ó- þurrkarnir á Suður- og Vesturlandi hafi valdið því að margir bændur hafa aðeins náð inn hluta heyja sinna. Sé auðsætt ef ekki bregði til þurrviðris næstu daga að vá verði fyrir dyrum hjá fjölda bænda. Því hafi verið ákveðið að reyna að koma til aðstoðar með því að skipuleggja hjálparstarf þeirra sem gætu hugsað sér að fara í heyskap. Rauði krossinn og Búnaðarfélag fslands hafa haft samvinnu um þetta mál eins og áður sagði en einnig hvetur Félag íslenskra bif- reiðaeigenda menntilað leggja til ökutæki svo unnt reynist að flytja sjálfboðaliðana af þéttbýlis- svæðunum til bænda. Talsmenn þessara aðgerða bentu á að auk þess að hafa sam- band við skrifstofur samtakanna gætu sjálfboðaliðar haft beint sam- band við bændur sem eru vinir þeirra og venslamenn en æskilegt væri að skipuleggjendur fengju um það vitneskju til að koma í veg fyrir að tveir hópar sjálfboðaliða kæmu til starfa á sama bæ. Sími Reykjavíkurdeildar RKÍ er 28222 og 26722 er sími aðalskrif- stofunnar. Þar eru veittar allar upplýsingar þessara aðgerða til hjálpar bændum á óþurrka- svæðunum. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða VERKAMENN við lagningu jarðsíma á stór- Reykjavíkur- svæðið. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 26000.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.