Þjóðviljinn - 03.09.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Blaðsíða 9
Helgin 3.-4. september 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9 Iðnþróunar verkefnið Heitt vatn allt að 100 1/sek varð norskt í hinu glæsilega „Barkarhúsi", sem reist hefur verið við Laugar- dalshöllina í tilefni Iðnsýningarinn- ar sýna nokkur fyrirtæki hluta af framleiðslu sinni. Meðal þeirra er Vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar hf. Fyrirtæki þetta er enginn nýgræðingur í íslenskum járniðnaði því hinn þekkti athafn- amaður og núverandi forstjóri þess Sigurður Sveinbjörnsson stofnaði það árið 1946. Að sögn fram- kvæmdastjórans Sigurþórs Jóns- sonar voru verkefnin fyrst í stað aðallega viðgerðir. Árið 1955 urðu síðan þáttaskil í starfsemi fyrirtæk- isins en þá hófst í samvinnu við nor- ska fyrirtækið Hydra-Winch fram- leiðsla á litlum togvindum og öðr- um vindubúnaði. Síðan hefur fyrir- tækið eflst og vaxið við að smíða stöðugt stærri vindur fyrir fiskiskip og eru nú togvindur og vindubún- aður sem fyrirtækið hefur framleitt í rúmlcga þrjú hundruð físki- skipum af stærðinni 12-1300 rúml- estir. Undanfarin ár hefur verið lægð í vinduframleiðslunni sem Sigurþór rekur til slæmrar stöðu útgerðar- innar m.a. Á Iðnsýningunni sýnir Vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar eftirtaldar vindur: Tvær togvindur svokallaðar splittvindur, átak um 15 tonn hvor vinda. Vindurnar hafa sjálfvirkt vírastýri, sjálfvirka bremsu og taka um 900 faðma af 3“ vír hvor vinda. Tengja má við vindurnar rafstýri- búnað fyrir sjálfvirka útslökun o.fl. oft nefnt autotroll. Pokavindur fyrir togaraátak 7 tonn. Bómulyft- ari átak 1,5 tonn. Gilsvinda átak 2,5 tonn, má einnig nota sem to- gvindu í smærri skip. Netavinda át- ak 3 tonn. Fyrir þremur árum var sett af stað raðsmíðaverkefni á fiski- skipum. En gefum nú Sigurþóri orðið: „Okkur skildist að þetta ætti að vera íslenskt iðnþróunarverkefni enda áttu stjórnvöld í iðnaði hlut að máli. Við reiknuðum með því að eiga góða möguleika á vindusmíð- inni í skipin. Unnið var ötullega að þessu hjá okkur til að geta boðið jafngóða eða betri vöru en inn- flutta, enda fengum við staðfest að okkar tilboð voru fyllilega sam- keppnisfær við erlendu tilboðin bæði verð og gæði. Ekkert hefur þó enn verið pantað hjá okkur og er ástæðan sú að stöðvarnar gátu fengið mjög hagstætt norskt lán að því tilskildu að þær keyptu öll tæki í skipin frá Noregi. Þar með vorum við ekki lengur inn í myndinni né íslenskur tækjaiðnaður almennt. Iðnþróunarverkefnið varð því að lokum norskt“, sagði Sigurþór að lokum. Hinar miklu sveiflur í rekstri sjávarútvegsins hafa skapað ó- vissuþátt í vinduframleiðslunni. Þess vegna fór fyrirtækið út á þá braut fyrir 20 árum að setja saman djúpdælubúnað fyrir hitaveitu bor- holur. Sjálfar dælurnar og rafmót- orinn er flutt inn, en fyrirtækið hef- ur síðan smíðað allan tengibúnað á milli. Nú eru 55 slíkar dælur í notk- un víðs vegar um land. Lengd dæl- anna (dýpt) er mismunandi eftir aðstæðum en algengt er um 100- 150 metrar. Dýpstu dælurnar eru þó um 250 m, hjá Hitaveitu Akur- eyrar. Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar hf. er til húsa við Arnarvog í Garðabæ og þar starfa nú 30 menn. - Ó.Þ.J. Járniðnaðarmenn Vélsmiðja úti á landi óskar að ráða vana járniðnaðarmenn. Húsnæði til staðar. Upplýsingar í símum 25531 og 25561 í Reykjavík á skrifstofutíma. Skrifstofustarf Staða ritara hjá vegamálastjóra er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf þarf að skila fyrir 16. september nk. Vegagerð ríkisins Borgartúni 7 Reykjavík og vammœskómörm wkkur Yddararfrá kr 3,90 Strokleðurfrá kr 4,90 Blýantarfrá kr 3,00 / Stílabœkur og reikningsbœkur frá kr 5,80 Pennaveski frá kr 23,00 /Skólatöskur frá kr 168,30 /tj •ti' "* ■4'* 1 '1 Ujj áT /ÆBM : gt/OÍŒT* rf' /W'ýrté ' Æ Verslanir: Hallarmúla 2 s:83211 Laugavegi 84 Hafnarstrœti 18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.