Þjóðviljinn - 03.09.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. september 1983 Sárhyggja er ekki styrkleiki Rætt við Þröst Ólafsson framkvæmdastjóra Dagsbrúnar Þröstur Ólafsson var nýlega ráöinn framkvæmdastjóri Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og gekk sú ráðning ekki fyrir sig þegjandi og hljóðalaust. Um hinn þýskmenntaða hagfræðing hefur raunar ekki verið lognmolla þann hálfan annan áratug sem liðinn er frá því hann fór að láta að sér kveða í íslensku þjóðlífi. Hugmyndir hans hafa vakið athygli og mætt mótspyrnu og störf hans verið umdeild. Fyrrverandi forystumaður námsmanna, starfsmaður BSRB, hjálparmaður iðnaðarráðherrans Magnúsar Kjartanssonar, framkvæmdastjóri Máls og menningar og aðstoðarmaður Ragnars Arnalds fjármálaráðherra í síðustu stjórn er nú sestur í nýjan stól og verðurenntilefni umræðnaog er áhugaverður viðmælandi fjölmiðla. - Þetta starf hefur sem slíkt ekki verið til áður, segir Þröstur, þótt auðvitað hafi hér verið framkvæmdastjórn og verkstjórm Það er ekki komin reynsla á þetta enn. f minni starfslýsingu felst m.a. umsjón með rekstri félagsins, ábyrgð á fjármálum og bókhaldi gagnvart stjórn. Ég geri ráð fyrir að þetta starf mótist í að verða hefðbundið framkvæmdastjórastarf einsog hjá öðrum stéttarfélögum. Þú vekur fyrst athygli í íslensku þjóðiífi sem formaður SINE, Sambands íslcnskra námsmanna erlendis, þegar þau samtök virtust uppá sitt róttækasta, menn hernámu sendiráð erlendis og SINE-þing hvöttu til almcnnrar óhlýðni. Hafa hugmyndir þínar um sósíalisma og byltingu í samfélaginu breyst síðan? - Hugmyndir mínar um þetta tvennt voru auðvitað ekki fullmótaðar á þessum tíma. Þær mótuðust af því umhverfi sem ég lifði í, bæði á uppvaxtarárum og við nám í Þýskalandi. Þá var í gangi mikil endurvakn- ing sósíalískra hugmynda og boðið upp á fjölbreytilegar skoðanir um aðferðir til að ná sósíalískum markmiðum. Ég mótast talsvert af hreyfingu stúdenta innan há- skóla míns í Berlín á sjöunda áratugnum. Aðstæður þar voru auðvitað allt aðrar en hér, það fann ég greinilega eftir að ég fór að vinna hér heima. Skoðanir mínar á sósíal- isma og baráttuaðferðum hafa vonandi breyst síðan á á námsárunum, enda hefur mikið breyst, bæði í okkar eigin umhverfi og í hinum sósíalíska heimi. Þá hrifust menn til dæmis af hugmyndum Maós um stöðuga byltingu. Nú eru þær grafnar eins- og margt af því sem þá var talið til endurnýj- unar á sósíalismanum. Jú, hugmyndir mín- ar hafa breyst, enda taka hugmyndir manna mið af þeim raunveruleik sem menn búa við og þeirri reynslu sem menn verða fyrir. Þær mega aldei verða eins og uppstoppaður geirfugl. Skoðanir mínar byggjast þó enn á samstöðu með lítilmagnanum og því að jöfnuður milli manna og stétta sé sem mestur. Friðarhreyfingin í Þýskalandi: krókótt framhaid af stúdentauppreisnunum fyriráratug... Líturðu svo á að þessi stúdentahreyfing sem þú tókst þátt í hcima og erlendis hafi beðið ósigur? - Nei, ekki ósigur. Hún hafði mikil áhrif, einkum erlendis. Hún var aldrei föst í sessi hér og risti aldrei mjög djúpt. Hún hafði skörp og beitt áhrif um tíma en hugmyndir hennar komust aldrei til skila hér í sama mæli og til dæmis í Þýskalandi þar sem mik- ill munur sést á samfélaginu núna og fyrir þennan tíma. Hreyfing okkar þá var afsprengi tímans, félagslegrar og fjárhagslegrar stöðu náms- manna, skipulags skólanna, og þess hvert hlutverk þeirra var í reynd. I þetta blandast stríðið í Víetnam og framferði Bandaríkj- anna í þriðja heiminum; menningarbylting Maós hafði sitt að segja. Þetta steyptist saman í eina hreyfingu. Henni tókst þó aldrei að benda á nýtilegar lausnir til breyt- inga á þjóðfélaginu. Stúdentahreyfingin þýska leystist uppí stríðandi agnir sem aldrei hafa sameinast; fyrren þá núna í friðarhreyfingunni sem líta má á sem krók- ótt framhald af stúdentauppreisninni fyrir rúmum áratug. Fyrir um fimm árum koma frá þér hug- myndir um „sögulegar sættir“, samvinnu Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks í kjölfar einhverskonar sáttmála verkalýðs- stéttar og borgara. Hverjar voru forsendur þessara hugmynda og hvað er að segja um gildi þeirra nú? - Forsendur þessara hugmynda sem ég Ef allt um þrýtur verður ríkið að yfirtaka skipin og leggja þeim... setti fram í tímariti Máls og menningar á sínum tíma var það þrátefli sem ríkti milli höfuðstétta þjóðfélagsins. Þær leituðust við að ná undirtökunum hvor á annarri en tókst ekki. Slík pattstaða getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfstæði íslenska þjóðrík- isins. Of mikil barátta milli stétta í ekki stærra landi en íslandi og jafnviðkvæmu fyrir erlendum þrýstingi gæti leitt til upp- lausnar og endaloka sjálfstæðs þjóðríkis. Þessi staða kallaði fram mikla óreiðu og sóun í rekstri þjóðarbúsins og ég taldi að ekki væri hægt að bæta úr þessu nema stétt- irnar tvær settust niður, slíðruðu sverðin í bili og leystu úr hættulegustu vandamálun- um, fyrst og fremst þeim sem tengjast verð- bólgunni og sóun fjármuna með erlend lán að bakhjarli. Langtímaóreiða af þessu tagi hefur endað á hrikalegan hátt í ýmsum ríkj- um og undantekningarlítið reynst alþýðu þung í skauti að lokum. Ég taldi að sjálf- stæði landsins kynni að vera í veði. Ég sagði í blaðaviðtali fyrir hálfu öðru ári að í vændum væri uppgjör milli þessara stétta fyrst ekkert samkomulag náðist. Þetta uppgjör er nú hafið, önnur höf- uðstéttanna hefur reitt til höggs og skert lífskjörin án þess að gera tilraun til að lag- færa aðra þætti í hagkerfinu. Það er tímasóun að ræða þetta núna. Þjóðarsátt er því miður ekki á dagskrá. Nú- verandi ríkisstjórn hefúr með framkomu sinni beinlínis afneitað henni. Þessar tillögur nutu ekki hylli innan AI- þýðubandalagsins. Ertu í minnihluta í flokknum? - Um þessar hugmyndir urðu miklar um- ræður. Margir vöru á móti, en margir höfðu samband við mig og sögðust vera mér sam- mála. Um þær var aldrei formleg atkvæða- greiðsla, en það er rétt; - hugmyndirnar nutu ekki brautargengis. Ég var í minni- hluta þá. Núna, - ég veit það ekki, það fer eftir þeim málefnum sem ég berst fyfir. Ég hef hafið máls á ýmsu öðru innan flokksins, rætt þar um fjárfestingarstefnu, verðbólgu, sjávarútveg, og lent í minnihluta; þeir sem hefja umræðurií viðkvæmurn málum lenda oft í minnihluta. í samfélagi í örri breytingu verða pólitískar hugmyndir að breytast. Annars staðna flokkar. Það er eins gott að ganga í trúarsöfnuð eins og vera í flokki án skoðanaskipta. Áherslur mínar á stefnu- breytingu og endurnýjun hafa ekki verið árangurslausar. Ég nefni til dæmis offjár- festingarpólitíkina í landinu. Eruð þið litlir pólitískir vinir, þú og Lúðvík Jósepsson? - Við Lúðvík höfum oft deilt, m.a. um þau mál sem við ræddum áðan. Hann hefur aðra reynslu en ég, mótast á öðrum tíma, hefur aðra lífsskoðun að ýmsu leyti og lítur hlutina því í öðru samhengi. En þegar upp er staðið er fleira sameiginlegt með okkur en það sem skilur. Ilvernig er að vera aðstoðarmaður ráð- herra? - Það er erfitt að lýsa því. Starfið er ná- kvæmlega það sem ráðherrann vill að það sé. Maður er ráðinn hjá ráðherranum ekki ráðuneytinu. Svona stöður eru til víðar en á íslandi, og ég man eftir að breskur aðstoðarráðherra sagði einhvern tíma að starf sitt væri ein ömurlegasta pólitíska til- vera sem hægt væri að hugsa sér, hann fengi alltaf skammirnar, ráðherrann þakkirnar. Ég kvarta hinsvegar ekki yfir Ragnari Arn- alds, hann var mjög sanngjarn og með okk- ur tókst ákaflega góð samvinna. Við skiptum að sjálfsögðu með okkur verkum. Ég tók til dæmis að mér vinnu í sambandi við launamál, sem er erfiður málaflokkur, og ég kann að hafa bakað mér einhverjar óvinsældir. En á það verður að hætta þegar menn taka svonalagað að sér. Kerfísandstæðingur í kerfísvinnu? - Ég fékk eldskírnina í iðnaðarráðu- neytinu hjá Magnúsi Kjartanssyni, hafði þá tækifæri til að hlaupa af mér hornin. Ég tókst þá á við kerfið á ýmsan hátt og gerði ýmislegt sem ekki þótti góð latína í ráðu- neytunum. Ég lít á stjórnkerfið sem tæki, ekki sem hvíldarhæli til að leggjast inná með því skil- yrði að reglum þess sé hlýtt. Það er tæki sem pólitísku flokkarnir hafa til að stjórna landinu innan ramma þeirra laga sem gilda. Takist ráðamönnum ekki að beita kerfinu er það vanmætti þeirra að kenna og ekki kerfinu. Pólitíkin á að móta kerfið, ekki kerfið pólitíkina. En mótast verklagið ekki af því tæki sem notað er? Er ekki erfítt fyrir sósíalista að nýta sér stjórntæki borgaralegs samfélags? - Spurningin er fyrst og fremst sú hvort sósíalistar hafa pólitísk völd til að gera það sem þeir vilja, hvort þeir hafa fólkið nieð sér. Kerfið hefur ekki mér vitanlega reynt að koma í veg fyrir framkvæmd stefnu sem ráðherrar hafa lagt til og barist fyrir. Hitt er svo annað mál að það samfélag sem við búum í mótar bæði menn og flokka, hug- rnyndir þeirra, vinnubrögð og verklag. Síðasta ríkisstjórn ætlaði að ná niður verðbólgunni og tókst ekki. Hvers vegna ekki? - Það tókst ekki vegna þess að hún hafði ekki þá pólitísku stefnufestu og samstöðu Stjórnkerfið er tæki, ekki hvíldarhæli.Takist ráðamönnum ekki að beita því er vanmætti þeirra um að kenna... sem þurfti til að ná árangri. Hún hefði þurft að breyta um fjárfestingarstefnu og standa þar fyrir róttækum og sársaukafullum aðgerðum. Hún hefði líka þurft að taka verðmyndunarkerfið til ákveðinnar endur- skoðunar, svo og margvíslega sjálfvirkni í hagkerfinu. Djúptækar skekkjur eru komn- ar í efnahagskerfið og koma fram í viðvar- andi jafnvægisleysi. Ég tel að það þurfi skipulagsbreytingar á efnahagskerfinu, breytingar sem eru bæði hagræns, pólitísks og félagslegs eðlis. Engin ríkisstjórn hefur ennþá treyst sér í slíkar breytingar, heldur ekki sú síðasta, og þess vegna tókst henni ekki að ná árangri í bar- áttunni við verðbólguna, hún reyndi að halda í horfinu og það tókst. Tökum fjárfestingarmálin sem dæmi; of- fjárfesting á sér ýmsar rætur, m.a. flótta undan verðbólgu en einnig byggðakapp- hlaupið svokallaða. Þessvegna hefur hér verið fjárfest miklu meira en eðlileg starf- semi efnahagslífsins getur staðið undir. Þannig gengur fjármagnið sífellt meira á hlut launanna. Þessu þarf að snúa við og minnka þann hlut sem fjármagnið fær af tekjum. Kostnaður af fjárfestingum hjá fyrirtækjum og einstaklingum er alltof hár miðað við tekjur. Þetta er einsog ef þú keyptir þér Mercedes Benz, það yrði lítið eftir af tekjunum þínum í annað næstu mán- uðina. Ríkan forstjóra mundi hinsvegar ekki muna um að kaupa sér Mercedes Benz. Sjávarútvegurinn er gott dæmi um of- Þetta er einsog ef þú keyptir þér Mercedes Benz, það yrði lítið eftir af tekjunum... fjárfestingu; bankarnir líka. Þar hefur mikil fjárfesting átt sér stað og sú þjónusta sem bankakerfið veitir er alltof dýr. Það má nefna margar aðrar atvinnugreinar. Þessi fjárfestingarstefna eykur spennuna í hag- kerfinu og í þjóðfélaginu og þrýstir upp verðlagi. Annað atriði: verðmyndunin. Verð- myndunarkerfið í íslenskum þjóðarbúskap er mjög einokunarkennt, enda búið til með samtakamætti atvinnurekenda. í þessu kerfi er hvorki markaðshyggja né ríkis- hyggja að baki. Það er bastarður og á ýms- an hátt óhagstæðara fyrir almenning en önnur hvor hinna leiðanna. Hvað ber að gcra? Draga skipulega úr jafnvægisleysinu. yftahringurinn verður ekki rofinn með einu höggi, þetta er samofinn ntargra ára vefur. Það verður að byrja á að fækka til- efnum til frekari verðþenslu. Byrja á sjáv- arútveginum, núverandi kerfi þar kallar á nýjar og nýjar gengisfellingar sem spenna síðan upp verðlag og laun. Á meðan jjað er ekki gert þýðir lítið að krukka í aðrar hag- stærðir. Ef það tekst að koma sjávarútveg- inum í lag þannig að tekjur og gjöld standist á og sjávarútvegurinn skili aftur þeim fjár- munum sem hann hefur fengið frá samfé- laginu, - þá er hægt að halda áfram við aðrar skekkjur. Aukning framleiðslu er einn hluti þessa máls. Við komumst aldrei hjá því á íslandi að verðafyriráföllum. Viðerum háðirerlendu verðlagi. Hér eru sveiflur, tengdar náttúru- öflunum. Við komumst aldrei hjá því að vera í rúmum sjó. En það hefur verið gert of mikið af því að auka óróleikann og þessa sveifluáráttu í hagkerfinu í stað þess að jafna hana út. Á þá að fækka í flotanum? - Það þarf að draga úr sóknarkostnaði. Kostnaðurinn við að sækja hvert kíló af fiski hefur farið vaxandi í stað þess að lækka. Þetta er hnignunareinkenni í efna- hagslífi. Eitt ráðið væri að reyna að koma togur- unum á veiðar annarsstaðar en á íslands- miðum. Ég hef líka heyrt að liægt sé að leigja skip til útlanda. Ef allt um þrýtur sé ég ekki annað ráð en að ríkið yfirtaki þau skip sem ekki geta spjarað sig og leggi þeim. Ef atvinna dregst saman af þessum sökum verður að skapa ný atvinnutækifæri um svipað leyti. Hvernig líst hagfræðingnum Þresti Ólafs- syni á tilraunir núverandi ríkisstjórnar til að eyða verðbólgunni? - Ég tel að henni takist það ekki vegna þess að hún gerir ekkert í fjárfestingarmál- unum eða öðrum kerfislegum vandamálum efnahagslífsins. Auk þess stenst þessi launastefna ekki til lengdar. Aðferð ríkis- stjórnarinnar mun bera takmarkaðan ár- angur. Fyrirmyndir stjórnarinnar eru Bret- land og Bandaríkin. Þar hefur verðbólgan minnkað í kjölfar mikilla kjaraskerðinga og atvinnuleysis, en vandamálin í þessum löndum eru allt önnur en hér. Því gleyma frjálshyggjupostular oft. Mynd: Leifur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.