Þjóðviljinn - 03.09.1983, Blaðsíða 15
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Þú þóttir harður samningamaður fyrir
höiid ríkisins gegn opinbcrum starfsmönn-
um. Hvernig kemur það heim og saman við
yfirlýsta verkalýðshyggju?
- Já, ég hef heyrt að mönnum hafi þótt ég
harður í horn að taka. f því sambandi verð-
ur að líta á það ástand sem ríkti á tímum
síðustu ríkisstjórnar. Þegar hún tekur við í
ársbyrjun 1980 var nýyfirgengin rnikil
hækícun á olíu, síðan kom samdráttur,
stöðnun og loks hrun í framleiðslu sjávar-
afurða hér á landi. Ríkisstjómin setti sér það
mark að þær kjarabætur sem hugsanlegar
væru kæmu fyrst og fremst hinum lægst-
launuðu til góða. Þetta var kölluð jafn-
launastefna. Þegar einstakir hópar ákváðu
að brjóta þetta niður einsog læknar sögðust
ætla að gera hlutum við að taka á málunum
af allmikilli hörku. Við vissum að ef lækn-
unum tækist að brjóta niður þessa jafn-
launastefnu kæmu aðrir hópar í kjölfarið.
Eftir sætu þeir sem lakast voru settir, bæði
hjá ríkinu og innan ASÍ sem þá hafði samið
í anda þessarar stefnu.
Er enginn munur í þessu tilliti á hálauna-
hópum og láglaunafólki? Læknum og
hjúkrunarfólki?
- Við hlutum að líta svipuðum augum á
tilraunir hjúkrunarfræðinga til að brjótast
útúr samstöðu innan BSRB. Annars hefði
það þýtt svipað atferli annarra sterkari
hópa og að lokum hefði allt lent í því fari
sem reynt var að forðast, allir sérhyggju-
hópamir náð sínu fram en þær starfsstéttir
setið eftir sem höfðu lélegri markaðsstöðu
og ekki gátu sett samfélaginu stólinn fyrir
dyrnar.
Það er hinsvegar rétt að óvíða á vinnu-
stöðum er jafnmikill launamunur og á
sjúkrahúsum, milli hæstlaunaðasta læknis
og hinna ófaglærðu starfshópa. En þegar
það blasti við að verið var að reyna að
brjótast útúr samstöðu sem verkalýðshreyf-
ingin eða BSRB hafði náð var það okkar
mat að verkalýðshreyfingunni sem heild
væri lítill greiði gerður með því að opna
fyrir einstaka hópa. Sérhyggja hefur aldrei
verið styrkleiki í verkalýðshreyfingunni.
Nú ertu framkvæmdastjóri Dagsbrúnar
en hefur undanfarin ár setið sem fulltrúi
vinnukaupenda við samningaborðið. Það
er sífellt viðkvæði VSÍ-manna að fyrirtækin
verði að bera sig og þoli þessvegna ckki
launahækkanir; rök ríkisins í sínum samn-
ingum eru svipuð. Ertu ekki orðinn gagn-
sósa af þessu hugarfari?
- Því má ekki gleyma að ég hef aldrei
verið mikill talsmaður þessara fyrirtækja-
röksemda. Heildarstaða íslensks þjóðarbú-
skapar eða verkalýðshreyfingarinnar í heild
hafa verið mín rök. Auðvitað verða fyrir-
tæki hvort sem er í einkaeigu eða ríkiseigu
að skila árangri. Ég sé hinsvegar ekki að
það sé hægt að ásaka verkalýðshreyfinguna
um að drepa fyrirtæki með kröfugerð.
Verðbólguþróunin, sjálfvirkni kerfisins,
misgengið í efnahagslífinu og fjárfestingar
hafa verið fyrirtækjunum erfið, ekki launin
sem slík.
Ég er ekkert hræddur um að reynsla mín
af samningagerð fyrir ríkið geri ntig óhæfari
sem starfsmann verkalýðshreyfingarinnar.
Það er frekar öfugt. Ég hef ýmsa þekkingu
sem kemur að gagni og aðrir hafa ekki í
sama mæli. Ég tel þessa fortíð frekar
styrkja mig en veikja.
Kjaramál virðast vera að verða að inn-
byrðiskarpi hagfræðinga. Er stéttabaráttan
orðin of flókin fyrir verkalýðsstéttina?
- Þjóðfélagið er orðið ákaflega flókið. Á
undanförnum árum hafa öll samskipti fólks
og lífsbarátta orðið flókin. Einfaldar lausnir
á flóknum viðfangsefnum eru mjög fá-
séðar. Ég held að verkalýðshreyfingin hafi
brugðist of seint við þeirri staðreynd að
störfin voru orðin ólík og gerð kjarasamn-
inga þar af leiðandi flókin. Kannski var
breytingin of skörp þegar það rann upp fyrir
mönnum að það skiptir máli að vera vel
heima í flóknu talnakerfi. Það er nauðsyn-
legt að hafa sér við hlið menn sem geta
unnið þessi reikningsstörf og eru inní því
efnahagssamhengi sem þau byggja á. Hins-
vegar verður öll stéttabarátta og kjarabar-
átta fyrst og fremst að vera félagslegs og
pólitísks eðlis. Það er hryggurinn í allri
stéttabaráttu, ekki sérfræðistörfin.
Það bíða margir óþreyjufullir eftir
viðbrögðum verkalýðshreyfingarinnar við
ólögum ríkisstjórnarinnar og sú skýring
hefur heyrst á þolinmæði forystumanna að
verkalýðshreyfingin sé orðin stofnun þar
sem skriffinnar sitja við völd, „verka-
lýðsrekendur" sem skorti samband við
grasrótina. Samtök launamanna eru farin
að stunda baráttuna með auglýsingum í
dagblöðum. Hvað segir framkvæmdastjóri
stærsta verkalýðsfélags á landinu uni þetta?
- Það verður að leita skýringanna í
þjóðfélaginu. Neyslusamfélagið, þetta
auglýsinga- og fjölmiðlasamfélag, leggur
fyrst og fremst áherslu á einstaklinginn á
kostnað félagsheildarinnar. lofar honum
Verkalýðshreyfingin á að
gera einsog Múhameð í
samskiptunum við
fjallið...
gulli og grænum skógum ef hann kaupir og
gerir þetta eða hitt. Þessi staða gerir öllum
félagsmálahreyfingunt ákaflega erfitt fyrir.
Það kann vel að vera, að ákveðið beint
samband milli forystunnar og almennra fé-
lagsmanna í samtökum launamanna hafi
slitnað. Hér er ófrjótt að kenna einum eða
öðrum um, þetta er samtvinnað þjóðfélags-
legt fyrirbæri. Ég held að verkalýðshreyf-
ingin hafi ekki ætíð brugðist rétt við þessu.
Hún hefði átt að gera einsog Múhameð í
samskiptunum við fjallið. Það verður að
fara með starfsemi og stefnumótun félag-
anna útá vinnustaðina.
Eitt af því sem þarf til að hægt sé að
mynda sér skoðun er að fá upplýsingar.
Þessum upplýsingum er nú komið á frant-
færi í dagblöðunum. Ég sé ekkert athuga-
vert við að gera fólki grein fyrir því hvað
hefur gerst síðustu mánuði í kjaramálum.
Menn finna það í buddunni, en það er ekki
síður nauðsynlegt að glöggva sig á því i
tölum.
Þú verður franikvænidastjóri Dagsbrún-
ar við óvenjulegar kringumstæður og þér er
misjafnlega tekið af væntanlegum sam-
starfsmönnum. Hvernig líður?
- Mér líður ágætlega. Ég hef ekki orðið
var við neina persónulega óvild starfs-
manna hér í minn garð. Hinsvegar hafa
menn einsog eðlilegt má teljast brugðist
misjafnlega við því að búin er til ný staða
Ég hef ekki skrifað mig á
neinn áskriftarlista að
þingsæti. Ég geng ekki
meðþingmanh í
maganum...
sem hlýtur að skarast við ýmislegt sem áður
hefur verið unnið hér innanhúss. Það er
ekkert óeðlilegt þótt ákveðinn órói og
óvissa myndist við slíkar kringumstæður.
Það hefur verið látið að því liggja í fjöl-
miðlum að Guðmundur J. sé að gcra þig að
cftirmanni sínum og ætli þér þingsæti sitt?
- Ég hef ekki skrifað mig á neinn áskrift-
arlista að þingsæti. Ég geng ekki með þing-
mann í maganum. Þaraðauki veit ég ekki til
þess að Guðmundur J. geti úthlutað þing-
sæti til eins eða neins. Sá tími er vonandi
liðinn að slíkt sé á valdi einstakra rnanna.
Ert þú í hópi þcirra sem verða mæddir af
að lesa Þjóðviljann á morgnana?
- Ég fæ hann ekki fyrren á kvöldin, þann-
ig að ég mæðist lítið á morgnana. - Nei, ég
er að jafnaði ekki mæddur, þó ég neiti því
ekki að ég vildi hafa Þjóðviljann allmiicið
1 öðruvísi en hann er. Ég er ekki alltaf sam-
mála því sem þar er skrifað, en það væri
heldurekki eðlilegt. Ég vil aðÞjóðviljinn sé
unninn af meiri vandvirkni, sé heiðarlegri
og fordómalausari. Þetta má segja um öll
blöð, en óneitanlega geri ég meiri kröfur til
Þjóðviljans en annarra blaða.
- m