Þjóðviljinn - 03.09.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN He|gi" 3.-4. september 1983 Með fornleifa- frœðingum á Skeiðarár- sandi: Þjóðminjasafn íslands stendur átöskunni. Þarna skammt frá bakkanum vinstra megin er talið að fallbyssan liggi á fimm metra dýpi, og afturhluti skipsins þar undir. -Ljósm. Leifur. Við teljum okkur komna niður á afturhluta skipsins segja leitarmenn „Hér byrjuðum við og hér endum við. Þetta svæði var allt undir vatni, þegar við vorum að byrja á þessu, en okkurdatt þá strax í hug að þarna undir lægi skipið. Og nú vitum við að það er þarna. Gömul munnmæli sögðu líka að skipið væri í hásuðri frá Skaftafelli og það passar alveg.“ Kristinn Guðbrandsson, bjartsýnismaðurinn í Björgun er heimsóttur austurá Skeiðarársand. Með í þessari för eru, auk blaðamanns og Ijósmyndara, Þór Magnússon þjóðminjavörður, Halldóra Ásgeirsdóttirforvörður og Guðmundur Ólafsson forn- leifafræðingur. Eftir að hafa flogið austur á Fag- urhólsmýri í ágætu veðri er ekið sem leið liggur að „Gullna hliðinu", sem lokar almennri um- ferð frá leitarsvæðinu. Við búðirn- ar tekur Kristinn á móti okkur á miklum vatnabíl og ekur okkur sem leið liggur þá 12 kílómetra leið sem liggur, - meira og minna undir vatni, - niður að leitarstaðnum. Veðrið er heldur hráslagalegt og kalt, kannski ekki ósvipað því Veðri sem tók á móti þeim tæplega 300 farþegum og skipverjum á „Het Wapen van Amsterdam“ þegar það strandaði þarna í ósnum árið 1667. Talið er að mikill fjöldi fólksins af skipinu hafi drukícnað þarna í ósnum eða króknað úr kulda, en aðeins 60-70 manns kom- ust lífs af. „Þetta er lögleg keppnislaug“ segir Kristinn og bendir á 60 metra Þór Magnússon og Kristinn með járnbúta úr skipinu fyrir framan sig. Guðmundur ljósmyndar keðjubútana fyrir Þjóðminjasafnið. langa laugina innan í stálþiljunum, sem rekin hafa verið 15-18 metra niður í sandinn. Vatnið í „lauginni" er um 5 metra djúpt, en skipið er talið liggja á 8 metra dýpi, með 15 gráðu halla. „Hér undir er fallbyssan og við höfum komist niður á 7 metra langt borð, sem við teljum að sé aftur- hluti skipsins. Við höfum ekki get- að náð fallbyssunni upp, því hún virðist föst í pall eða eitthvað því- líkt. “ A leiðinni með bílnum upp í búðirnar aftur segir Kristinn okkur frá því að hann hafi aldrei komist utan til að skoða hið fræga Vasa- skíp, sem Svíar náðu upp af hafs- botni og hefur gefið þeim mikla auglýsingu og ómældar tekjur. „Ætli ég láti ekki verða af því að skreppa í vetur“ segir Kristinn. Þór Magnússon bætti því við að með uppgreftri Vasa-skipsins hefði fengist mjög dýrmæt reynsla við varðveislu skipa af þessu tagi, en Vasa-skipið sökk með manni og mús nokkru áður en „Het Wapen“ strandaði hér fyrir austan á 17. öld. „Ég tel augljóst að leita þurfi ráðgjafar hjá þeim sem stóðu að uppgreftri og varðveislu Vasa- skipsins, því þetta er mjög erfitt verkefni og ekkert má út af bera,“ sagði Þór. Halldóra, sem hefur sérmenntað sig í varðveislu fornminja kvaðst -telja hugsanlegt að hægt yrði að þurrka hollenska skipið smátt og smátt, ef það reyndist lítið fúið. Það er augljóst að mikið hlýtur að vera brotið ofan af skipinu, en ef skrokkurinn er heillegur, er hugs- anlegt að hægt verði að minnka ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.