Þjóðviljinn - 03.09.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA Steingrímur studdi Alusuisse Formaður Framsóknarflokksins á leynifundum með Dr. Miiller Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins samþykkti tiilögur Alusuisse á fundi þriggja ráðherra með forstjóra Alusuisse dr. Miiller í mars á sl. ári. Þessi samstaða Steingríms með Alusuisse kom öðrum ráðherrum algerlega í opna skjöldu. Dr. Muller var hins vegar mjög ánægður með afstöðu Steingríms. Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. iðnaðarráðherra, skýrir frá þessum atburði í grein í Tímanum í gær. Þar kemur fram að þessi yfirlýsing um stuðning frá Steingrími varð til þess að Alusuisse neitaði að sam- þykkja hinar formlegu kröfur ís- lensku ríkisstjórnarinnar. Dr. Miiller hafði fengið staðfestingu á því að í Steingrími haföi Alusuisse eignast leynivopn innan ríkis- stjórnarinnar. Steingrímur og Dr. Miiller hittust síðan á leynilegum viðræðufundum. Frásögn Hjörleifs í greininni í Tímanum er á þessa leið: „Á fundi okkar ráðherranna með dr. Múller í fundarherbergi ríkisstjórnarinnar að morgni 26. mars 1982 var rætt um tillögu sem Alusuisse hafði sent Steingrími Hermannssyni og forsætisráðherra síðla kvöldið áður, en um þá tillögu frétti ég fyrst fyrir tilviljun þá um morguninn. í þessari tillögu Alu- suisse fólst ekki hið minnsta fyrir- heit um leiðréttingu raforku- verðsins, en formaður Framsókn- arflokksins lýsti því yfir af sinni hálfu án nokkurs samráðs við okk- ur hina ráðherrana, að honum litist vel á tillögu Alusuisse sem gæti orð- ið grundvöllur að samninga- viðræðum að gerðum einhverjum minniháttar lagfæringum á orða- lag|- Eg hlaut að lýsa yfir gagnstæðri skoðun, og mér hefur sjaldan brugðið meira en við þessar dæma- lausu yfirlýsingar formanns stærsta stjórnaraðilans aö fulltrúa auðhringsins viðstöddum. Það þarf líklega engan að undra, þótt dr. Múller sæi ekki ástæðu til að bregð- ast skjótt viö kröfum íslenskra stjórnvalda með slíka taflstöðu fyrir framan sig. Hvað dr. Múller og formanni Framsóknarflokksins fór á milli í einkaviðræðum þessi misseri veit ég ekkí, en m.a. hittust þeir strax eftir að upp úr samninga- viðræðum slitnaði eftir hádegi þann 6. maí 1982.“ ór - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. september 1983 Vals- dagurinn á sunnudag Einar Karl Haraldsson skrifar vilja Sovétmannanna með 269 manns í vél sinni? Treysti hann á það að sovéski flugherinn héldi aftur af skotgleðí sinni? Þessum spurningum verður sjálfsagt aldrei svarað svo óyggjandi sé. Efnt er til fjöldamorðs, sem aldrei er réttlætanlegt, en virðist í þessu tilfelli ástæðulaust með öllu. Sjálfvirkni í viðbrögðum hernaðarmaskínu Sovétríkjanna getur ekki talist sennileg ástæða. Hafi verið ætlunin að minna heiminn rækilega á að varlegra sé að halda sér sem lengst frá hern- aðarsvæðum Sovétríkjanna þá hefur sú fyrirætlan snúist upp í andstæðu sína. Þetta ódæðisverk mun verða vatn á myllu þeirra sem krefjast meiri vígbúnaðar Vesturlanda til þess að innikróa Sovétríkin í enn ríkara mæli en nú. Ofan á sigling- ar sovéskra kafbáta uppí kál- garða á Norðurlöndum bætist nú hryðjuverk á almennu farþega- flugi. Það er fáránleg viðbára að ástæða sé til þess að skjóta niður farþegaflugvél sem rýfur lofthelgi Sovétríkjanna, viljandi eða óvilj- andi, á tímum þegar fylgst er með umsvifum á sovésku landsvæði úr banarískum gervihnöttum. Það þarf meira en litla móðursýki til þess að komast að þeirri niður- stöðu að athæfi sem þetta muni mæta skilningi. Aðvörunarskot og mótmæli eftir diplómatískum leiðum hefðu verið skiljanleg við- brögð. En nú hlýtur allur þorri manna að fyllast efasemdum um að skynsemin sitji við völd í Moskvu. Yfirlýsingar Reagans forseta í vígbúnaðarmálum hafa skotið mörgum skel í bringu, en athafnir Sovétmanna valda að þessu sinni skelfingu og hryllingi, og kalla á kröftuga fordæmingu og mótmæli. -ekh „Útskýringar“ Sovétmanna réttlæta á engan hátt voðavcrkið, og vekja upp efasemdir um að skynsemin ráði í Moskvu. Knattspyrnufélagið Valur kynn- ir starfsemi sína á félagssvæði sínu Hlíðarenda sunnudaginn 4. sept- ember. Þetta er í 16. sinn sem félagið efnir til „Valsdags" en Valsdagur- inn hefur jafnan verið mikill hátíð- isdagur hjá félaginu, og þá komið fjöldi gesta á athafnasvæði þess, ekki síst foreldrar þeirra ung- menna sem æfa og keppa með fé- laginu. Á þessum Valsdegi verður merkum áfanga í byggingu nýs og glæsilegs íþróttamannvirkis fagnað þar sem lokið er við að steypa það upp og reisa þakspennur. íþrótta- salurinn er 1200 ferm að stærð eða 8700 rúmmetrar og gert ráð fyrir rými fyrir 600-800 áhorfendur. Meðal dagskráratriða eru knatt- spyrnuleikir. íslandsmeistarar Vals í 5. flokki sýna knattþrautir og í íþróttahúsi félagsins verður keppt í körfubolta, handbolta og bad- minton. Kaffisala verður í félags- heimilinu. r itst Jór nargrei n Voveiflegt hryðjuverk sovéska flughersins Sá atburður sem átti sér stað í fyrradag, er sovéskar herþotur skutu niður suður-kóreanska breiðþotu með 269 manns innan- borðs af ellefu þjóðernum, er hrikalegri en orð fá lýst. Afleið- ingar hans hljóta að verða hinar verstu. Enginn sér þær fyrir á iíðandi stund, en sjálfsagt verður flestum fyrir að minnast skotsins í Sarajevo sem hrinti fyrri heims- styrjöldinni af stað. Það athæfi að „eyða“ á þriðja hundrað manns með köldu blóði, fólki sem er að ferðast milli staða og á sér einskis ills von, er í sjálfu sér viðurstyggi- legt grimmdarverk, sem sýnir okkur í einni sjónhending inn í heim vígvélanna og vopnakerf- anna. llm leið er augljóst að Bandaríkjastjórn getur túlkað eyðingu vélarinnar sem beina ögrun við sig þar sem með henni var bandarískur þingmaður, sem verið hefur einn af forystu- mönnum „haukanna" í Banda- ríkjunum, mikill gagnrýnandi So- vétríkjanna á þingi og formæl- andi aukins vígbúnaðar. Óskiljanlegt Sovétstjórnin hefur gefið þá „skýringu" á ódæðinu, að flug vélarinnar hafi verið fyrirfram ákveðið sem njósnaflug, og flug- stjóri hennar hafi rofið lofthelgi Sovétríkjanna tvisvar, í engu sinnt aðvörunarskotun og sam- bandstilraunum, í tveggja tíma eftirför yfir Kamtsjaka. Banda- rísk og japönsk stjórnvöld telja sig hafa sannanir fyrir því að um skipulagða árás hafi verið að ræða, stjórnað af jörðu niðri, og þremur eldflaugum hafi verið skotið að farþegaþotunni sam- kvæmt fyrirmælum. Flugleiðin frá New York til Se- oul í Suður-Kóreu liggur ekki fjarri helstu hernaðarsvæðum So- vétríkjanna. Það hefur áður kom- ið fyrir að sovéskar herþotur neyddu farþegaþotu sem villst hafði yfir hernaðarsvæði að lenda á ísilögðu vatni í Murmansk, með þeim afleiðingum að tveir létust. Það var árið 1978. Átti að endur- taka leikinn nú af ótta við njósn- aflug dulbúið sem farþegaflug? Og hversvegna lét suður- kóreanski flugstjórinn ekki að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.