Þjóðviljinn - 24.09.1983, Síða 13

Þjóðviljinn - 24.09.1983, Síða 13
Helgin 24.-25. september K>83 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA '13 Þorsteinn Pálsson. Klofnar flokks- eigendafélagið í afstöðunni? Friðrik Sophusson. Óánægju- deildin getur ráðið úrslitum. Birgir ísleifur Gunnarsson. Hæg- indamaður en metnaðargjarn. steinn mikinn stuðning, Friðrik á Vestfjörðum þar sem hann hefur verið í forstjórn frystihúss í Hnífs- dal. Vonleysi og vantrú Veldi öldunganna hefur farið mjög fyrir brjóstið á yngri mönnum í flokknum. Sumir þeirra hafa fyllst vonleysi en aðrir komist á þá skoð- un að betra sé að bíða annars stað- ar eftir því að öldungarnir lini takið á flokknum.heldur en í námunda við þá. Þannig hefur Ellert Schram alþingismaður verið að hugsa um að vera frekar áfram ritstjóri síð- degisblaðsins heldur en þingmaður í skjóli þessara karla. Hann veit líka sem er, að ritstjóri DV hefur bæði meiri áhrif í flokknum og þjóðfélaginu heldur en óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hitt vita „ungu mennirnir" líka af kænsku sinni og brjóstviti að öld- ungar taka við af öldungum - og þeir ungu verða gamlir fyrr en var- ir. Og þá er nú gott að vera óað- skiljanlegur hluti öldungaveldis- ins. Fulltrúar verkalýðsins Einsog allir vita er sú sérstaða og dapurlega staða uppi að fjölmargir félagar í stéttarfélögum og jafnvel forystumenn verklýðssamtaka styðja og eru í Sjálfstæðisflokkn- um. Margir hafa velt því fyrir sér hvað forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni sem þarna eru í flokki, muni gera í formannskosn- ingunni. Enginn frambjóðendanna hefur þótt sýna skilning á lýðrétt- indum verkalýðshreyfingarinnar né stöðu þeirra. Allir hafa þeir stutt afnám samningsréttar og árás- ir ríkisvalds og atvinnurekenda á gerða samninga. Þess vegna verður að telja líklegt (og annað óskiljan- legt) að þessir forystumenn verka- lýðsfélaga muni skila auðu. Davíð sterki Innanbúðarmenn í flokknum töldu engan kostinn vera nógu góð- an og verðugan Sjálfstæðisflokkn- um. Hins vegar hamast ungu mennirnir við að sannfæra þá eldri um að formaður Sjálfstæðisflokks- ins sé ekki lengur kosinn ævilangt. Formennska í þessum flokki eigi að vera eins og hvert annað starf sem menn gegni eftir nennu og getu. Gömlu mennirnir þyrftu ekkert að óttast að sá formaður, sem nú verði kosinn, muni sitja fram að alda- mótum. En gömlu mennirnir hafa enn ekki látið sér segjast. Þeir eru hins vegar fulltrúar ýmissa hagsmuna, sem munu veðja á hina ýmsu kandidata. Sá sem menn telja sterkastan innan Sjálfstæðsflokksins í þetta starf er Davíð Oddsson borgar- stjóri. „Það sópar ekki að neinum þessara manna - ég vildi Davíð“, sagði einn áhrifamaður í flokknum við undirritaðan. Hins vegar segja flokkshags- munir annað. Davíð verður að sitja fram yfir næstu sveitastjórnarkosn- ingar - og sigra - áður en hann kemur til greina. Um það eru flest- ir sammála. En velflestir voru samdóma um það að Davíð Oddsson væri fram- tíðarmaður flokksins. Tímabundin lausn Það styður enn fremur það álit viðmælenda blaðsins, að for- mannskjörið nái til skamms tíma. Verið sé að leita tímabundinnar lausnar, þar til Davíð hefur skilað Markúsi Erni eða einhverju slíkum borginni eftir næstu kosningar 1986. Þessir voru einnig samdóma um það, að sá frambjóðandi sem lík- legastur yrði, fengi stuðning Dav- íðs Oddssonar. Hann er í smá vand> ræðum og þarf að gera uppá milli vina einsog margur í þessum flokki. Þannig hefur hann verið í vináttu við þá Þorstein og Friðrik báða og þó sérstaklega Þorstein. Þeir voru t.d. saman í Eimreiðar- klíkunni. Á hinn bóginn á Davíð borgar- stjóraembættið Birgi ísleifi að þakka. Þess vegna getur hann tæp- ast annað en annað hvort stutt hann - eða þá engan frambjóðend- anna. En þar sem flokkseigendafé- lagið hefur að mestu leyti safnast um Birgi ísleif er talið líklegt að Davíð geri það einnig. Birgir þykir einnig líklegur til að sitja skemur en hinir, - skemmri bið fyrir Da- víð. Lausnin Davíð Oddsson varaformaður Ef flokkseigendafélaginu tækist að koma sér saman fyrir landsfund - og þagga niður í helstu andófs- röddinni, þá myndi þröng klíka koma sér saman um einhvern einn þessara frambjóðenda og biðja Davíð Oddsson að vera varafor- maður. Sá frambjóðandi myndi verða svo sigurstranglegur að hinar klíkurnar og frambjóðendurnir myndu láta sér segjast. En þetta ræðst allt saman á næst- unni - og enginn þarf að gera sér vonir um að flokkurinn klofni um þessi mál. Til þess eru sameigin- legu hagsmunirnir, sem í húfi eru, of stórir. Gunnar Thoroddsen mætir til leiks Meðal stærstu spurninga fyrir landsfund er sú hvað gamla eðal- íhaldið gerir. Fylgismenn Gunnars Thoroddsen hafa hægt um sig - en engin ástæða er að útiloka að þeir muni sameinast um einhvern nýjan frambjóðanda. Gunnar G. Schram eða einhvern annan frambærilegan kandidat. Slíkar ótrúlegar uppá- komur eru líklegar til að magna spennuna í forystukreppu Sjálf- stæðisflokksins um langa hríð enn. Síðustu daga hef ur þessi hug- mynd fengið byr undir báða vængi. Geir er sagður ekkert alltof ánægð- ur með að sleppa tigninni. Og þá er komið að hinni dramatisku þver- sögn, að þeir Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrímsson stæðu saman í fyrsta sinn í formannskjöri innan Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 1983. -óg T PTP A LCilUrii HÚS Við viljum vekja athygli leigjenda og leigusala á því, að Félagsmálaráðuneytið gefur út eyðúblöð fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Notkun þess tryggir réttindi beggja aðila. Leigjendasamtökin HÚSEIGENDASAMBAND ÍSIANDS Hið löggilta eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði fæst án endurgjalds hjá bæjar- og sveitarstjórnum og á skrifstofum okkar. Önnur samningseyðublöð eru ekki gild. 1 #>Húsnæðis$tofnun ríkisins 8 Framandi menning í framandi landi Ert þú fædd/ur 1966 eöa 1967? • Viltu búa eitt ár í framandi landi? • Viltu auka þekkingu þína á umheiminum? • Viltu kynnast lifnaöarháttum annarra þjóða? • Viltu verða skiptinemi? Ef svarið er já, hafðu samband við: á íslandi - alþjóðleg fræðsla og samskipti - Umsóknarfrestur er til 7. okt. Opið daglega milli kl. 14 og 17. Hverfisgötu 39 - P.O. Box 753 - 121 Reykjavík. Sími 25450.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.